Eining - 01.08.1963, Síða 9

Eining - 01.08.1963, Síða 9
EINING 9 Einn af beztu læknum þessa lands stóð við sjúkrabeð minn, þegar ég var ungur maður. Hann leit í lítið kver, sem lá á borðinu hjá mér og sá þar eitthvað um áfengi eða bindindi. Þá spurði ég hann: Hvað segir nú læknirinn um skaðsemi áfengisins. Svar hans var þetta, og því hef ég aldrei gleymt: „Það er hægt að neyta (skammtinn, sem hann tiltók man ég ekki), án þess að það verði taugaeitur, en svo lítinn skammt lætur enginn sér nægja, sem áfengis neytir.“ Ég hygg að þessi ágæti maður hafi þarna mælt bæði af þekkingu og einlægni,, og mun hollara að treysta slíkri kenningu, en fagurmælum vínsalanna. Sveitalcona þakkar borgarbörnum heitir furðulegur pistill, sem birtist í dálkum Velvakanda í Morgunblaðinu 9. ágúst 1962. Bíll „sveitakonunnar“ var bilaður einhvers staðar uppi í Stafholtstungum, og þá gerð- ist undrið: Þá kom þar að ungt og fjörugt og fallegt fólk úr Reykjavík, stanzaði óumbeðið, piltarnir rifu vélarhúsið upp og fóru að gera við, ósmeykir við að klína út fötin sín, og eftir um hálftíma töf var bifreiðin, sem ég stýrði, komin aftur í gang. Ekkert vildu piltarnir og kunningja- stúlkur þeirra taka fyrir aðstoðina ( furða að þau skyldu ekki öll fá kaup), „Ég býst við, að einhverjir siðapostular hefðu talið þessa unglinga „spillta, af því að þeir höfðu vín um hönd (þó ekki bílstjórinn og ein stúlkan). Ekki get ég átalið það.“ Þetta er að sumu leyti fáránlegt tal, sem fólk viðhefur oft þegar það vill koma sér í mjúkinn hjá almenningi og vera dálítið betra en þessir vandræða „siðapostular.“ Fár- ánlegt tal er þetta, bæði vegna þess, að enginn kallar góða unglinga spillt fólk, jafnvel þótt þeir kunni að bragða á- fengi, og svo hins, að áfengisneyzla getur þó alltaf verið hættuleg. Allt of oft hefur það komið fyrir, að bílstjórinn hefur loks látið eftir sér að „vera svolítið með,“ og hefur svo allt „ofstopa“-leysið, „skemmtilegheitin“ og góði „söng- urinn“ endað í angistarveinum og óskemmtilegheitum. Fólk ætti að geta þakkað fyrir greiða án þess að vera með eitt- hvert markleysis hjal út í bláinn, því að það er að biðja illgresinu vægðar. Öll áfengisneyzla er vissulega það ill- gresi, sem einna mestu tjóni veldur í öllu félagslífi manna. Morðinginn Eftirfarandi línur eru úr blaðinu Magna, sem Bindindis- félag kennara gefur út. Þær eru teknar úr grein, sem þar birtist í október 1960, en greinin var þýdd úr brezka blað- inu News Chronicle 16. júní það ár: Áfengið drepur. Á þessu leikur beinlínis enginn vafi, er við lítum yfir skýrslur um slysin síðustu jól, sem nú hafa verið rannsökuð til hlítar af sérstakri rannsóknarnefnd. Slysin jukust um 50%. Komið hefur í ljós, að nærri þriðj- ungur bifreiðastjóranna og meira en helmingur þeirra veg- farenda, er létu lífið frá jóladegi til 27. desember, höfðu neytt áfengis. Flestir hinna látnu voru ekki „drukknir,“ sem kallað er, heldur höfðu „aðeins“ fengið sér nokkra drykki, en það varð þeim að aldurtila. Menn verða margs varir í mat sínum Svo heitir smágrein í Tímanum, 13. marz 1963. Þar eru eftirfarandi setningar: „Líður nú varla sá dagur, að menn verði ekki varir ein- hvers í mat sínum, sem ekki hefur verið talið ætt til þessa. Enn er mönnum í fersku minni mjölflugurnar, sem drýgt >oooooooooooooooc>ooooooc>ooooooooo Bindindisdagurinn Hann verður að þessu sinni sunnudaginn 13. október. Það er háttur allrar karlmennsku að harðna við hverja raun. Við bindindismenn höfum alltaf vitað, að við sækjum gegn ofurefli, að seint mun ganga að þurrka upp áfengisbleytuna á meðan stanzlaust rennur úr krananum. Hin síðari árin hafa óhugnanlegir viðburðir gerst bæði hér á landi og víða um heim í sambandi við áfengisneyzluna. Undan slíku sæmir enginn flótti. Safna liði, sækja fram, herða sóknina, harðna við hverja raun. Það eitt er mannsæmandi. Hálfvolgir menn verða aldrei sigursælir, heitir, heilir og sterkir verðum við að ganga á hólm við Golíat villimennsku hins rangsnúna aldarfars. Enginn má bregðast. Gerum bindindisdaginn að þessu sinni áhrifa- ríkan um allt land, eins konar herkvaðningu til stærri átaka og meiri sigra. Leggið okkur lið svo um muni, allir þið, sem unnið heill þjóðarinnar og viljið efla menningu hennar og velferð: prestar, skólastjórar, kennarar, forustumenn bæja, borgar, sveita, sýslna og allra félagsmála í landinu. Hef jið undirbúning í tæka tíð á hverjum stað og gerið eitthvað það, sem vekur athygli og hvetur þjóðina til að leggjast fast gegn þeirri hættu sem henni er búin af völdum áfengisneyzlunnar. Tíminn er kominn, þjóðinni hefur blöskrað ýmsir viðburðir síðustu ára, að fárast yfir þeim er engin lækning, gegn þeim verðum við að snúast eins og manndóms- mönnum sæmir. Látið ekki knýja árangurslaust á dyr hjá ykkur, góðir menn, konur og karlar. Tökum höndum saman og vinnum þjóðþrifa verk. Gerum bindindisdaginn 13. október aö viöburöi í þjóöfélaginu. Pétur Sigurðsson formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu. Aðrir í stjórn þess eru: Björn Magnússon, prófessor. Tryggvi Emilsson, verkam. Axel Jónsson, fulltrúi, Frú Jakobína Mathiesen. Magnús Jónsson, bankastjóri. Séra Árelíus Níelsson. höfðu rúgbrauð frá rúgbrauðsgerðinni um nokkurt skeið, áður en upp komst. I Tímanum í dag er frétt og mynd af kexköku, sem hafði innbyggðan tommunagla til bragðbætis, og í dag hafði blað- ið spum af því, að fundist hefði bréfklemma af stærstu gerð í tebollu. Þá hringdi húsfreyja ein til blaðsins og sagð- ist hafa ætlað að kaupa sér poka af þurrkuðum bláberjum, en afgreiðslustúlkan sagði, að þau hefðu verið tekin úr um- ferð. — Það fannst víst eitthvað í þeim, sagði hún.“

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.