Eining - 01.08.1963, Qupperneq 10

Eining - 01.08.1963, Qupperneq 10
10 EINING Fyrir allmörgum árum hneykslaði ritstjóri Einingar hálfa þjóðina með tveimur útvarpserindum um óþrifnað. Um þriðja erindið, sem hann bauð útvarpinu um sama efni, sagði þáverandi skrifstofustjóri útvarpsins: ,JÞetta er sjálf- sagt allt satt, en það er bara ekki hægt að segja það.“ En, er þá betra að búa við það? Ennþá væri það skaðlaust að flytja útvarpserindi um óþrifnað, þótt mjög hafi breytzt til hins betra síðustu áratugina. Mjög þarf almenningur að skipta við brauðbúðir, en víða er afgreiðslan þar enn slík, að óviðkunnanlegt verður að teljast. Fólk, sem ekki þarf að handleika óhreina peninga allan daginn, á að láta öll brauð í umbúðir og þannig umbúin eiga svo afgreiðslustúlk- urnar að afgreiða þau. Mannrœkt Undir þessu heiti birti tímarritið Heimili og skóli, í fyrsta hefti þess 1962, mjög athyglisverða grein eftir Sig- urjón Björnsson,. sálfræðing. Þar segir m.a. orða: „Mannfjölgunin er því aðeins réttilega ör, að hvert barn sem fæðist sé velkomið í þennan heim og möguleikar séu á að veita því þroskavænleg uppeldisskilyrði. Og við þurf- um ekki að hugsa okkur lengi um til þess að sannfærasi um, að þrátt fyrir allar þær þjóðfélagslegu framfarir, sem orðið hafa á íslandi á síðari árum, erum við enn þá óra- langt frá markinu í þessum efnum. . . . “ Á öðrum stað segir í greininni: „í öðru lagi fara upp- eldismálin ekki eftir því magni af þekkingu, sem fræði- menn búa yfir um mannsálina og þroska hennar. Þau fara miklu fremur eftir þeirri manngildishugsjón, mannúð og virðingu fyrir einstaklingnum, sem gætir á hverjum tíma.“ „Nú á miðri 20. öld sjá menn blasa við möguleika, sem aldrei hafa þekkst áður. Ómælisvíddir geimsins opnast sjón- um manna og veröldin öll bíður þess að þjóna hugviti mannsins. En hvað gerist þá? Loks vaknar maðurinn af dvala sín- um. Vísindamaðurinn lítur upp frá smásjánni og spyr: Hvert erum við annars að fara? Menn hrökkva upp við vondan draum og sjá sér til skelfingar, að þeir kunna ekki að njóta þess, sem þeir hafa aflað. Hvar hefur nú hinum mikla völundi raunsæisins — homo sapiens — skjátlast? Jú, honum hefur gleymzt, að sú lífsvizka, sá manndóms- þroski og þau skapgerðarheilindi, sem þarf til þess að mað- urinn geti lifað sjálfum sér og öðrum til farsældar, verða ekki metin á kvarða raunvísinda. Ógæfa nútímamannsins er að vísu ekki sú, að hann skuli hafa leitast við að skilja og skýra umheiminn með nákvæmum raunvísindalegum rannsóknum. Ógæfa hans er, að hann skuli hafa reynt að og skýra allt með sömu aðferðum. Það er staðreynd að á þessari öld hefur hmum mannlegu fræðigreinum (humanis- tisku) hrakað að sama skapi og raunvísindum hefur farið fram. Þetta er ef til vill ekki svo ljóst á yfirborðinu, því að vissulega hafa hugvísindin aukizt að fyrirferð á seinni árum. Þau hafa reynt að apa eftir rannsóknaraðferðum raunvísindanna, en um leið týnt sjálfum sér og því siðræna og menningarlega gildi, sem þeim var ætlað að hafa fyrir mannkynið. Siðfræðin glataði siðrænu gildi sínu, guðfræðin glataði guðstrúnni, málfræðin missti sjónar af fegurð tung- unnar, — og sálfræðin tapaði sálinni. Og nú er maðurinn að vakna og er óþægilega minntur á orð Biblíunnar: „Hvað stoðar það manninn, þótt hanneign- ist allan heiminn, ef hann býður tjón á sálu sinni?“ Hér er vissulega rætt mál málanna og sannleikurinn sagð- ur mjög hispurslaust og skemmtilega skýrt. Til áherzlu og undirstrikunar skulu endurteknar hinar hnitmiðuðu setn- ingar: Siðfræðin glataði siðrænu gildi sínu, guðfræðin glut- aði gusstrúnni, málfræðin missti sjónar af fegurð tungunn- ar, — og sálfræðm tapaði sálinni. Orð Biblíunnar hér að framan hefur guðspjallamaður- inn Lúkas á þessa leið: „Því að hvað stoðar það mann, að hafa eignast allan heiminn, og hafa týnt eða fyrirgjört sjálfum sér.“ Hér er það ekki aðeins hin umdeilda sál, heldur maður- irm állufr. 1 blindni sinni og grægði við að ávinna sér sem mest af heiminum, týnir maðurinn stöðugt sjálfum sér, og hvað gagnar honum svo allt hitt, Fagnaðarfréttir frá Þjórsárbrú ÞAÐ voru vissulega fagnaðarfréttir sem bárust frá í- þróttamótinu að Þjórsártúni um síðustu helgi. Það var fjöl- menn og myndarleg samkoma, En það sem gleðilegast var, er sú staðreynd, sem höfð er eftir löggæzlumanni úr Reykja- vík, að þar hafi varla sézt vín á nokkrum manni, þegar undan er tekinn starfsmannahópur úr Reykjavík. Meiri- hluti fólksins á þessu móti voru unglingar og ungt fólk úr sveitum Suðurlands. Þetta fólk kom vel og siðlega fram. Það skemmti sér við íþróttir um daginn og dans um kvöld- ið. Þótti löggæzlumönnum slíkur menningarbragur á sam- komunni að sérstök ástæða sé til að fagna því, eftir það, sem á undan er gengið. Þess ber að geta sem vel er gert. Það ber vissulega að segja frá því, þegar ungt fólk kemur saman og framkoma þess mótast af hófsemi og myndarskap. — Unga fólkið verður að fá að skemmta sér. Það verður að geta gert það án þess að hafa áfengi um hönd. Mótið á Þjórsártúni um síðustu helgi er vonandi vottur þess, að áfengisómenningin sé á undanhaldi og að unga fólkið sé þess reiðubúið að hreinsa þá bletti af skemmtanalífi sínu, sem taumleysi og skrílmennska hefur alltof oft sett á það á undanförnum árum. Morgunblaðið 10. júlí 1963. Getur mjólkurdrykkja orðið tízka? Málgagn dönsku stórstúkunnar, Dansk Good Templar, getur þess, að þar í landi skuli nú lagt mikið kapp á að kynna framleiðslu mjólkur og mjólkurafurða. Stjómarnefnd innan- lands mjólkursölunnar hefur leitað til stjómarvalda skólamála í borgum og kaupstöðum um samvinnu í þessum efnum. Fræðslurit, sem heitir Histor- ien om mælk — sannleikurinn um mjólkina, hefur verið sent í efribekki 175 skólu, samtals 80.000 eintök. Markmiðið er að gera mjólkur- drykkju að tízku. Sendar hafa verið myndir til 81.000 unglinga víðs vegar um landið. Myndimar eru af frægum kvikmyndaleikurum drekkandi mjólk. Eining hefur áður getið þess, að Danir hafa komið á fót mjólkurkrám í námunda við skóla. Þar er mjólkin framleidd með mismunandi keim, t.d. súkkulaðkeim, og unga fólkið þambar þenna hollustudrykk. Væri ekki heilla- ráð að staðsetja slíkar mjólkurkrár í námunda við f jölmennustu skóla lands- ins og sem víðast?

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.