Eining - 01.08.1963, Síða 11

Eining - 01.08.1963, Síða 11
EINING 11 Ritgerð um dr.Vilhjálm Stefánsson Dr. Richard Beck gleymir ekki vin- um sínum og kunningjum, fremur en velferðar- og menningarmálunum. Rit- stjóra blaðsins sendi hann fyrir skömmu tvær ritgerðir eftir sig, aðra úr Lögbergi-Heimskringlu í sambandi við 75 ára afmæli lögbergs 24. janúar 1963, og heitir sú ritgerð Ættjarðar- Ijóð Einars Jónssonar, en hann var ritstjóri Lögbergs um fjóra áratugi, unnandi Islands, menntavinur og ljóð- skáld. Hin ritgerðin, sú miklu veigameiri og stærri, er úr Tímariti þjóðræknis- félags íslendinga. Hún fjallar u,m dr. Vilhjálm Stefánsson, landkönnuðinn fræga. Þar er hönduglega á miklu efni tekið. Margir kannast helzt við dr. Vil- hjálm í sambandi við rannsóknir hans og könnunarferðir á norðurslóðum, en þessum dugmikla manni var rnargt gott til lista lagt. Hann var vísinda- maður, landkönnuður, rómaður rithöf- undur og ræðugarpur og hefði áreið- anlega orðið góðskáld, ef hann hefði lagt rækt við listgáfu sína og iðkað ljóðagerð. Hann hefur ritað 24 bækur, segir prófessor Beck, og yfir 400 rit- gerðir. Bækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál, einnig sumar á ís- lenzku, en ekki kann ég vel við þýð- ingu nafnsins á bók hans, The Friendly Arctic — Heimslcautalöndin unaðslegu. „Unaðlsegu" er ekki bezta orðið, en slíkt eru nú smámunir. Þess er getið í ritgerðinni, að sum- arið 1905 hafi dr. Vilhjálmur komið til íslands og með honum tveir skóla- bræður hans, allir voru þeir ungir menn. Þá hafi þeir farið út í Haf- fjarðarey til að skoða gamlan kirkju- garð, sem sjór var að brjóta, „svo að mannabein lágu þar sem hráviði. Það- an höfðu þeir með sér 86 hauskúpur og nokkuð af beinum, en fundu enga beinagrind heila. Þetta beinasafn var síðan sent til Harward-háskóla og síð- ar varðveitt við Peabody-safnið. Varð það frægt fyrir það, að ekki fannst ein einasta skemmd tönn í hauskúpum þessum öllum.“ — Dr. Vilhjálmur stundaði mannfræðinám um þessar mundir. Þessar tannprúðu íslenzku hauskúpur hafa sjálfsagt átt sinn drjúga þátt í því, að Vilhjálmur Stef- ánsson fékk mikinn áhuga á matarvís- indum og líkamshreysti. Hér verður ritgerð dr. Becks ekki gerð nein frekari skil, en gaman er að veita athygli vissum þáttum í lífi hraustmenna og ævintýramanna. Sagði ekki Hjálmar hugumstjóri við Örvar- Odd: Munum meyjar í sal og það munar- heimstal, sem að meyjunni fengum við hjá, en vér gleymum ei gunn eða gínandi unn eða geirum o.s. frv. Dr. Vilhjálmur Stefánsson. Samkvæmt þýðingu Sigurðar Júl. Jóhannessonar á ljóði Vilhjálms, Heim- speki tvítugs manns, talar hinn tvítugi háskólaborgari og verðandi kappi Norðurheimskautslandanna í tveimur stefum ljóðsins á þessa leið: Það stórt er að vinna sigursveig, í sögunni dýrð og hrós, í frægðarverkum og skörungsskap að skína sem fagurt ljós. En öll þau verðlaun, sem veröldin á frá valdhafa nokkurs lands, ég fyrirlít — kýs mér konuást og kóngsríki óbreytts manns. Þó glaumurinn nafn mitt hefji hátt, sú hæð er mér engin þægð; Því konunnar ást, sem óð minn söng, skal aldreigi mæld við frægð. Og engin virðing, sem veröldin á frá valdhafa nokkurs lands, má komast til jafns við konuást, í kjörum og líðan manns. Það er líkast því, sem dr. Vilhjálm- ur hafi verið hér spámaður framtíðar sinnar og frægðar, þótt hann sækist ekki eftir upphefðinni og rneti hana lítils til samanburðar við hið bezta í mannlífinu — konuást. Hjartaprúðir menn drýgj a hetjudáðir. „Ástfanginn maður er tífaldur maður,“ segir rit- höfundurinn Stefan Zweig. P. S. * >f * Söngvitnisflokkurirm í Færeyjum Mánudagskvöldið 22. júlí sl. var út- varpað kórsöng Söngvitnisflokksins frá Þórshöfn í Færeyjum. Ritstjóri Ein- ingar er enginn sérfræðingur í söng og hljómlist, en mikið var ánægjulegt og þægilegt að hlusta á þenna söng. Ég fór að grennslast eftir því hjá út- varpinu, hvað hefði getað valdið því, að þessi kórsöngur var svo hreinn og tær, algerlega laus við allt urg við- tökutækisins, sem oft ber töluvert á í sambandi við kórsöng, en síður þegar um einsöng er að ræða. Mér var tjáð, að kórinn hefði sungið í útvarpssal og þar hefði söngur hans verið tekinn á segulband. Þótt tæknin hafi þarna lagt sitt bezta til, þá er eitt víst að söngur Færeyinganna var ljómandi góður, lát- laus, hreinn og tær. Textamir eru hér ekki umtalsefnið, þetta voru andlegir söngvar, en söngurinn var lofsverður. P. S. X- X- Ungíempiarar kveSca niður áferagisáróður Ungtemplarar í Þrándheimi í Noregi settu sér það mark að fá bannaðar áfengis- og öl- drykkjuauglýsingar í sambandi við kvik- myndasýningar borgarinnar. Þeir sendu fyrst könnunarbréf til 70 fé- laga í bænum. Þar næst sneru þeir sér til presta og kennara og föluðu aðstoð þeirra. Undirtektir voru yfirleitt góðar. Meðal þeirra félaga, sem voru fylgjandi þessu banni, voru húsmæðrafélagið, verkakvennafélagið og mörg stjórnmálafélög ungra manna. Svo varsafna'ö undirskriftum. Þannig undirbúið var málið svo lagt fyrir borgarstjómina, en hún gaf þá fyrirskipun seint í júní sl., að allar áfengis- auglýsingax væru þar með bannaöar í sam- bandi við kvikmyndasýningar. Heimild: Folket.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.