Eining - 01.08.1963, Page 12

Eining - 01.08.1963, Page 12
12 EINING STARF MITT ER HIÐ ÆVINTÝR- LEGASTA SEM TIL ER Ungur prestur lýsir lífsstarfi sínu, sem hann telur óviöjafnanlega auögandi og örvandi. aG HEF fengið að kynnast ýmsu ævintýrlegu og töfrandi. Fimm ár var ég í flughemum, þar af tvö ár flugstjóri orrustuflugvéla frá flugvélamóðurskipi á Kyrrahafinu. Aldrei gleymist mér sú yfirþyrmandi tilfinning, sem gagntók mig, þegar ó- vinaflugvélin kom í augsýn og hugar- æsingin samfara átökunum í loftinu, né kvíðinn fyrir að lenda bilaðri flug- vél á móðurskipinu í náttmyrkrinu, né hið ægilega hugrekki manna, sem var daglegur viðburður. Þetta voru vissulega ævintýrlegir dagar, en geta þó engan veginn jafn- ast á við ár mín í prestþjónustunni. Enn meiri hrifning og heitari tilfinn- ing tendrast í hjarta mér, er ég á sunnudagsmorgni stíg í prédikunar- stólinn til þess að boða þá fyllingu kærleika Krists, sem „yfirstígur allan skilning." Ekkert getur jafnast á við þá undursamlegu meðvitund, að Guð sjálfur hafi kjörið mann til þess að vera talsmaður hans, og hann, sem vegur alheiminn í lóga sínum, hafi kosið mann sem sinn sendiherra. Nefnum aðeins nokkra viðburði, sem unnt væri þó að margfalda, og mun þá verða öllum ljóst, hvers vegna mér finnst, þrátt fyrir mikið erfiði og vonbrigði, að ekkert geti veitt jafn- ævintýrlega gleði og óblandinn fögn- uð sem prestsstarfið. Ég stend við gluggann á sérherbergi mínu og virði fyrir mér fjölskyldurn- ar ganga inn að kirkjudyrunum. Þakk- látssemi og fyrirbæn vaknar í sál minni, er ég sé Jón og fjölskyldu hans ganga til kirkjunnar. Hann ber höfuð hátt og er tiginmannlegur. Fagurt andlit frúarinnar endurspeglar rósemd hjartans. Bæði bömin þeirra eru snyrtileg og vel klædd. Þannig var þetta ekki ávallt áður. Ég minnist dagsins fyrir 14 mán- uðum, er sundurkramin og hálfgrát- andi kona stamaði fram sögunni um eiginmann og föður sem vonlausan of- drykkjumann, um glataða góða stöðu, heimili í rúst og eyðilagt hjónaband. Ég minnist stundarinnar, er við Jón krupum hlið við hlið og hann bar hik- andi fram bæn sína til Guðs um sigur, og sigri fyrsta sólarhringsins var fagnað. Svo fjölgaði þessum sólar- hringum sigursins. Það vekur mér innilegan fögnuð og þakklátssemi, er ég sé þessa fjölskyldu ganga inn í kirkjuna, að hafa átt of- urlítinn þátt í björgun þessa manns og endurreisn fjölskyldunnar. Ég sit við miðdegisborðið, síminn hringir, faðir nokkur biður í angist sinni, „Jim, góði komdu í sjúkrahúsið, sonur minn hefur lent í alvarlegu slysi.“ Á leiðinni til sjúkrahússins verður mér hugsað til þessa myndarlega unga manns, sem átti framundan að verða bráðlega skurðlæknir. Eftir bæna- stundina kom svo löng vaka og bið milli vonar og ótta. Loks telur læknir- inn unga manninn úr allri hættu. Þegar ég hverf frá sjúkrahúsinu, sé ég fagnaðartár glitra á kinnum föður- ins, er hann tekur hönd mína og segir, „Þakka þér fyrir, Jim.“ Á heimleiðinni, þar sem ég ók hægt og rólega, fann ég mjög hrærður til þess, að ekkert hafði ég raunverulega sagt né gert, sem verðskuldaði slíkt innilegt þakklæti, aðeins þetta, að vera til staðar sem fulltrúi og þjónn hans, sem stýrir hendi læknisins. Á spumingastund fermingarbarna, spyr ég fyrstu spurningu kversins. „Hvert er hið æðsta og mesta hlut- verk mannsins?" Svarið í kverinu er þetta: „Hið æðsta og mesta hlutverk mannsins er að vegsama Guð og njóta fagnandi samvistar hans ævinlega.“ Ég spyr barnahópinn, hvaða skilning þau leggi í þessi orð, að „vegsama Guð“, eða gera hann dýrðlegan. Ein stúlkan réttir hálffeimin og hikandi upp hendina, og hjartað hoppar ímér við svar hennar: Ég held að merking orðanna sé sú, að við eigum að lifa þannig að það gleðji Guð.“ Við altarið virði ég fyrir mér unga parið, andlit þeirra ljóma, er þau bera fyrsta barn sitt til skímar. Ég minn- ist samtalsins við þau fyrir tveimur ámm, hvemig ég miklaði fyrir þeim ágæti hinnar kristilegu hjónavígslu. Og ég minnist stundarinnar, er þau stóðu frammi fyrir altarinu og gleðin skein úr augum þeirra, er þau hétu því að unnast í blíðu og stríðu allt til dauða. Ér þau koma nú með fyrsta bamið sitt, finn ég til gleði og þakklátssemi yfir því, að hafa átt dálítinn þátt í því að leiðbeina þeim varðandi þetta mik- ilvæga ævintýri lífs þeirra. Ekkja kemur og biður um aðstoð vegna sonar síns. Búið er að víkja hon- um úr tveim menntaskólum og hann virðist ráðinn í að sóa lífi sínu í tilgangsleysi. Ég fæ áhuga á velferð unga mannsins, eins þótt hann af ráðnum hug sýni fullkominn mótþróa og næstum fyrirlitningu. Fyrstu svör hans eru aðeins eins atkvæðis orð. Þar næst hellir hann sér yfir heiminnyfir- leitt: „Ég á sjálfur líf mitt, og þóknist mér að sóa því, varðar engan annan um það. Það er ekki líf móður minnar, og umfram allt varðar yður fjandann ekk- ert um það.“ Mér gremst og mér finnst hann eiga skilið viðeigandi ofanígjöf, og hann fær hana vel úti látna. Hann rýkur á dyr og ég ásaka mig fyrir að hafa brotið þá heilögu reglu, að vera hollur ráðgjafi. Tveim dögum síðar kemur hann aft- ur ótilkvaddur. Sú staðreynd, að mér fannst mál hans nægilega mikilvægt til þess að reiðast honum, hafði þrátt fyrir allt haft áhrif á hann. Næstu vikur óx svo vinátta okkar og honum tókst að tileinka sér skilning á gildi lífsins. Þrem árum síðar lýkur hann háskólanámi og hefur þá greinilega fundið, hvað í honum bjó. Þetta myndi ég kalla tvöfalt gjald fyrir nokkra fórn af tíma og kröftum og töluvert af fyrirbænum og um- hyggju. Klukkan er tvö eftir miðnætti. Sím- inn hringir. Aldurhniginn safnaðar- meðlimur er að deyja. Ég klæðist og flýti mér á staðinn. Ég stend við rúm- ið og virði fyrir mér andlit hins þjáða manns. Samkvæmt beiðni hans leséghin alkunnu orð: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.......Ég er upprisan og lífið, sá sem á mig trúir mun lifa, þótt hann deyi.“ Smámsam- an hverfa þjáningahrukkumar af and- liti sjúklingsins og áður en hann lokar að síðustu augum sínum sé ég spegl- ast í þeim birtu trúarinnar, ljós von- arinnar og værð friðarins.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.