Eining - 01.08.1963, Qupperneq 13

Eining - 01.08.1963, Qupperneq 13
EINING 13 Ég sit í vinnuklefa ,mínum og glími við dálítið strembið vandamál varð- andi safnaðarstjórn. Þá er barið að dyrum. Ung stúlka, gagnfræðaskóla- nemi, er komin þar, „aðeins til að heilsa upp á prestinn.“ Ég skynja að eitthvað muni henni þó liggja á hjarta, og eftir nokkur gamanyrði skreppur það út úr henni: „Hvernig get ég vit- að, hvenær ég er raunverulega ást- fangin? „Áður en ég fæ ráðrúm til að svara, hellir hún yfir mig tíu mínútna orðaflaum um nýju „ástina“ sína. Ég sé enn, þegar hún er öll á bak og burt, hennar ljómandi, bjarta og af hamingju upplýsta andlit. Að eiga hlutdeild í gleði, sorgum, sigrum og ó- sigrum þessa unga fólks, gæti haldið manni eilíflega ungum. Sendibréf berst mér frá fjarlægri borg. Nöfnin þar minna á ung hjón, sem eitt sinn sátu hjá mér í vinnu- klefa mínum. Þau höfðu verið hjá lög- fræðingi í þeim erindum að sækja um skilnað, en hann krafðist þess, að þau töluðu fyrst við prestinn. Er þau höfðu flutt mál sitt þá, hvort í sínu lagi, fannst mér skilnaður algerlega óþarf- ur. Vandamál þeirra var ekkert ó- venjulegt. Þeim fannst þau ekki eiga kynferðislega saman, en þau voru ger- samlega ófróð um margt, sem mikil- vægt er varðandi eðlilegt og heilbrigt samlíf. Er ég hafði ráðgast fyrst við annað og svo hitt og ráðlagt þeim við- eigandi fræðslurit, þóttist ég viss um, að þau myndu komast yfir erfiðleika sína. Bréf þeirra endaði á þessum orð- um: „Aldrei munum við gleyma því, sem þú gerðir fyrir okkur. Við erum mjög hamingjusöm, alla daga. Jón og María. Þetta bréf veitir ánægju og hugfró það sem eftir er dagsins. Meðan verið er að syngja inngöngu- sálminn, tek ég eftir hjónum, sem ganga inn kirkjuna að sínu venjulega sæti. Þau bera af, en það er sem hár þeirra hafi nú gránað meira og þau þreytulegri kringum augun. Auðskilið, því að fyrir þrem dögum var ég beð- inn að koma heim til þeirra. Án þess að mæla orð frá munni, réttu þau mér símskeyti. Það táði að sonur þeirra hefði fallið í orrustu í Kóreu. Þau taka þátt í kirkjusöngnum: „Guð vor, hjálpin allra alda,“ og það er sem þau hækki og söngur þeirra öðlist vaxandi þrótt. Sorgir — hugrekki — trú. Að slíku hef ég verið vitni. Undir kvöld annríkisdags, og fram- Homo ethicus Svo heitir grein, sem séra Jóhann Hannesson, prófessor, ritar í Lesbók Morgunblaðsins 23. júní sl. Eining leyfir sér að benda hér á niðurlags- þátt greinarinnar, en öll er hún mjög athyglisverð. Prófessorinn hefur farið nokkrum orðum um hina afdrifaverstu meinþróun aldarfarsins og, segir svo: ,,Þá víkur homo ethicus fyrir homo criminalis, það þýðir að hinn siðræni maður víkur fyrir afbrotamanninum, glæpamenninu, hinum afsiðaða manni. Viljaleysi almennings veldur því að siðgæðið missir viðfestu sína í menn- ingunni. Allt er látið gott heita og rnenn sætta sig við hvers konar mann- skemmdir í nafni frjálslyndis og vel- megunar. Eining hér er að þessu stefnt. Bret- ar gerast áhyggjufullir út af öllum sínum barnshafandi barnaskólastúlk- um og feðrum um fermingu, en vér kvíðum engri heimsku né illmennsku nema hún bitni á afkvæmum ýsu og síldar í hafinu. Afkristnun er víða vel af lokið og tími kominn til afsiðunar, enda er sú iðja auðveld, vinsæl og gróðavænleg. Og homo ethicus er á ís- lenzku slcammaryrði'ö siðferðispostuli, homo criminalis vinsæll í „djörfum“ kvikmyndum, sorpritum, fyndni, dæg- urlögum, illyrðum í útvarpi og skamm- byssum í sjónvarpi, sem miðað er beint á mig og þig og hvem þann, er horfir. Á vorri öld hefur ekki verið gefin út siðgæði á íslenzku við hæfi þroskaðs æskulýðs eða almennings. Útgefendur væru fyrir löngu búnir að því ef vilj- ann vantaði ekki. Nú er öxulöld af- siðunarinnar, eftir því fara bækurnar.“ undan er áríðandi kvöldsamkoma, lít ég inn til hjóna í söfnuðinum. Unga konan, á kafi í sjálfboðavinnu, skýrir frá því, að fyrir nokkrum dögum hafi sér orðið litið inn um opinn glugga á bílskúmum þar sem bömin voru að leik. Sá hún þá drenginn sinn standa aftan við appelsínukassa, sem reistur var upp á endann. Á kassanum lá opin bók, en framan við hann sátu þrír vinir drengsins, og hún heyrir hann segja: „Við syngjum sálminn nr. .. .“ Hið ævintýrlegasta og blessunar- ríkasta starf í heimi? Það hefurhlotn- ast mér. Gott er að fá frá háskólaprófessor áminningu eins og þessa, og vonandi gefur þjóðin henni gaum og öðrum viðvörunarröddum. í síðasta tölublaði Einingar var bent á afkristnun þjóð- anna, sem eina helzta orsök æskulýðs- vandamáls margra þjóða. „Svo mælti drottinn,“ segir spámað- urinn, „nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu götum- ar, hver sé hamingjuleiðm, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ — Dásamlegt heilræði. * jf- *■ S mávaxnir rrLarmclráparar Margir þeir, sem skæðastir hafa ver- ið mannslífum á öllum öldum, hafa verið smávaxnir, já, ósýnilegir. Svo hefur verið um sýklana. Sígarettan er ekki hávaxin, en þó ærið iðin við að granda mannslífum. Brezka læknafélagið hefur fyrir skömmu skorað ái ríkisstjórn og yfir- völd landsins, að hefja harðvítuga sókn gegn reykingunum. Þessi áskorun var samþykkt á læknaþingi, en í fé- laginu eru 50 þúsund læknar. Bent var á, hve skelfilega lungna- krabbinn hafi færzt í vöxt. Rann- sóknir höfðu sýnt, að um 26 þúsund hefðu látist af völdum lungnakrabba á árinu 1962. Þar af myndu um 20 þúsund hafa sýkzt af sígarettureyk- ingum. Læknarnir minntu á, að árlega myndu tóbaksframleiðendur í Bret- landi verja um 38,000,000 sterlings- punda, eða því sem svarar til 3,600,000,000 ísl. króna til sígarettu- auglýsinga. Væri því fé betur varið með því að efla heilsu og hreysti manna, en til heilsutjóns. í sókninni gegn tóbaksreykingun- um verður tízkan og eftirhermuhneigð- in erfiðasta viðfangsefnið. Hinn reykj- andi maður er venjulega alltaf að ota sígarettunni að hinum næsta, ungum og gömlum, en mönnum margt betur gefið en að standa gegn freistingum. Karlmennskan á því sviði er ekki neitt keppikefli. Orðið sígaretta er notað yfirleitt hér í blaðinu, í stað vindlinga, þótt Ein- ingu séu ekki kærar erlendar málslett- ur, heldur vegna þess að orðið er svo algengt víða um lönd, og vafamál hvort unglingar átta sig oft á því að vindl- ingur sé hið sama og sígaretta.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.