Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 14

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 14
14 EINING MÓÐURMÁLIÐ Málvöndunarmanni svaraði Velvak- andi í Morgunblaðinu fyrir nokkru á þessa leið: „Þróun málsins heldur sjálfkrafa á- fram og tjóar ekki þótt meira eða minna sjálfskipaðir sérfræðingar hyggist breyta straumrásinni eða stöðva.“ Þessi furðulegu orð eru góður spegill aldarfarsins. Láta allt slampast áfram einhvern veginn. Og hvers vegna þenna rembing um „sjálfskipaða" sér- fræðinga? Hafa ekki allir menn í frjálsu þjóðfélagi fullt leyfi til að láta álit sitt í ljós um eitt og annað? Bændurnir í Þykkvabænum létu sér ekki vaxa í augum hér á árunum, að breyta mjög óheppilegri og skaðlegri „straumrás," og hafa hlotið fyrir það frægðarorð. Þannig er unnt að breyta einnig óheppilegri straumrás í mál- venjum manna. Eða eigum við íslend- ingar að taka til fyrirmyndar ein- hverja þjóð, sem hefur látið „straum- rásina“ hafa sinn framgang og fengið útúr því hinn ömurlegasta málgraut? Væri ekki ómaksins vert að reyna t.d. að fá fólk hér á landi til að hætta við þetta endalausa stagl í auglýsing- um og daglegu tali á orðunum: „mætið, mættir, mæta.“ Er nokkuð ákjósan- legra að segja, að mennirnir hafi verið „mættir til fundar,“ heldur en komnir til fundar. Það skal þó strax viðurkennt, að líklega er Velvakandi raunsærri en hinir góðu málvöndunarmenn, sem halda uppi vömum fyrir málfegrun, því að leiður vani og argvítug tízka er oftast máttugri, en fræðsla og leið- beiningar. Árum saman hafa málfróð- ir menn bent almenningi á ýmislegt, sem betur má fara í málfari manna, en ekki ber á öðru, en flestir haldi tryggð við vanann eftir sem áður. Hvað eftir annað hef ég gert til- raun, án þess að vera málfræðingur, hér í blaðinu, að hvetja menn til að breyta til um vissa setningaskipun og orðaval, en árangurinn orðið víst sára- lítill. Til dæmis skal ég nefna eitt lítið atriði, það er orðið „síðan“ í endingu sumra setninga, t.d. „fyrir nokkrum ár- um síð<m.“ Orðið síðan er þama aðeins eftiröpun úr erlendum málum. Nægi- legt er að segja: fyrir nokkrum árum. En svo hef ég veitt því athygli, að jafnvel hinir beztu lesendur Einingar halda áfram að enda slíkar setningar á orðinu síðctm. Ef til vill hafa þeir ekki lesið þetta í blaðinu eða þeim hef- ur þótt ég ekki nægilega rétthár mál- vöndunarmaður, og er það hárrétt. Ýmislegt mætti nefna í þessu sam- bandi. Þegar ferðast er með strætis- vögnum, blasir við farþegum upplýst orðið: Stanzar. Samt sem áður segja flestir: Stoppar. Og erfiðlega gengur að losna við orðið „stoppistað" og er þó ekki vandratað á orðið vagnstöð, eins og tildæmis jámbrautarstöð, hvar sem jámbraut stanzar. Eigum við svo að halda tryggð við setningar eins og þessar: „Sl. sumar voru haldnar 4 sýningar fyrir hesta í Þýzkalandi.“ „Rökstuddur grunur fyrir því.“ — Hafa menn ekki heldur grun um eitt- hvað? „Þeir telja það hafa sérstaka þýð- ingu.“ „Carabella klæðir yður,“ úr auglýs- ingu. „Ræðan hjá prestinum var góð.“ Áður spurðu menn: Hvemig var ræða prestsins, eða hvernig sagðist prestin- um? Og þá eru það hreystiyrðin: „Við Islendingar veiðum meira á kjaft en annarra þjóða sjómenn.“ Ætla mætti að öll okkar mikla skóla- menntun gæti vanið okkur af ýmsum mállýtum og framburðargöllum. Hvað eftir annað hafa menntamenn flutt út- varpserindi og borið þá fram ýms orð á þessa leið: Reygjavíg, bádur, hóbur, nodalegt, brjóda, nýskiban, adriði, ríg- ið, o.s. frv. Óhugsandi er, að allir þessir menn séu svo linmæltir að þeir geti ekki sagt Reykjavík, bátur, hópur, atriði, ríkið, heldur mun þetta vera aðeins rótgró- inn vani, sem vonandi deyr þó út með eldri kynslóðinni. Svo mætti nefna orð, sem eru Ijót og leiðinleg, eins og „ferðarolla,“ „sankti,“ „lafði“ — þýðing á lady, að láta á sér „kræla.“ o.fl. „Meinlausa ölið“ Ungmennahópar hegðuðu sér víðar furðu- lega um hvítasunnuna en hér á landi. I Nor- egi varð lögreglan að handtaka 16 ungmenni, sem höfðust við í tjaldi nálægt Stryken-vatn- inu. Þeir sögðust hafa haft með sér þangað 400 pilsnerliálfflöskur, drukku sig svo fulla, kyntu hál og herjuðu svæðið dag og nótt, réðust seinast á tvær átján ára stúlkur frá Osló, sem voru þar einnig í tjaldi, rifu af þeim hverja spjör, slóu þær og léku hart, reyndu að nauðga þeim, en lcöstuðu þeim svo allsnöktum í vatnið. Ýmsir tjaldabúar höfðu flutt af staðnum vegna ólátanna, en nokkrir voru þó eftir og heyrðu óp stúlknanna og gerðu lögreglunni viðvart. Sama blað segir frá því, að 40 undlingar höfðu leikið sér að því um helgi að aka eins og brjálaðir menn, meira og minna ölvaðir, aftur og fram um þjóðbrautina og þeyttu blásturshomin ákaft um leið, og voru um 10 og yfir 10 í hverjum bíl. í einum bíl óku piltur og stúlka út af veginum og slösuðust alvarlega. Ennfremur skýrir blaðið frá því, að tveir bræður hafi rifizt og deilan endað þannig að sá yngri skaut hinn eldri. Afengið einnig þar að verki. Þenna drykk hafa þjóðir þó hvar- vetna á boðstólum. I Má ekki gieymast Þegar brennivínsverkfallið í Svíþjóð var afstaðið, og meðan áfengissölurnar voru að fylla hillur sínar aftur áfengisflöskum til af- greiðslu, settu bindindismenn í landinu upp 20,000 auglýsingaspjöld hér og þar, og þar var skráð áberandi þessi spuming: Tókuð þér eftir, hve vel það gafst að vera laus við áfengið? Hlotnazt hið bezta Að eignast margt hef ég aldrei þráð, en ánægju mikillar notið: farið víða um lög og láð og lífsgæðin beztu hlotið. -X— Slœmur ávani Það er illt meðal annarra galla, hve oft mér verður að hraða mér, því sá sem á framundan eilífð alla, hann ætti ekki að flýta sér. P. S. * -jc * Langlífi Margur fátækur maður hefur orðið 100 ára gamall, en aldrei neinn mill jónaeigandi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.