Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 15

Eining - 01.08.1963, Blaðsíða 15
EINI NG 15 Stœkkað og smœkkað Verð hefur hækkað og hraðvaxið tál, hús manna stækkað og margfaldast prjál. Mörg hefur smækkað mannkindar- sál, manngildi lækkað og ófríkkað mál. -X-- Snyrting líkamans Títt voru konur tötrum búnar, en tárhrein var sál og dyggðarík, en margar nú siðsemd og ráðdeild rúnar, þótt ríkmannlegri þær skarti flík. Fátækar voru þær einatt áður, en áttu þó fegurð hreinleikans. Nú er tízkunni hugur háður og hlúð bezt að snyrting líkamans. P. S. X- Grezðvz/cn/ og glæpamenrLska Því góða fólki, sem stundum er að býsnast í blöðunum yfir greiðvikni ungra farandsveina frá stöðum, þar sem einhverjir „vondir“ menn, ef til vill með spámanna eða postulanöfnum, hafa leyft sér að bendla ungu fólki við skrílshátt, mætti benda á það, að stundum hafa glæpamannaleiðtogar verið miklir góðgerðarmenn. Því miður er mannkyn þannig gert, ekki aðeins illa taminn æskulýður, heldur og fullorðnir og ráðsettir menn, að það geta verið mestu prúðmenni annan daginn, en skrílmenni hinn. Um allan heim og í hverri borg er til of margt af því góða fólki, sem skyndilega getur breytt sér í æstan og óðan skríl, þótt hversdagslega sé hið skikkanlegasta fólk. Við reynum að trúa því, að maður- inn hafi erft eitthvað af guðlegu eðli, en af dýrseðlinu hefur hann vissulega einnig fengið vel útilátinn arf, og sleppi hann siðfágunarbeizlinu fram af sér, breytist hann fljótlega í villi- mann, villidýr eða það sem kallað er skrílmenni. Engin greiðvikni hans við ferðamenn á biluðum bílum á vegum úti breytir þessari staðreynd. Menn skyldu því jafnan hreykja sér varlega einum í vil en öðrum til niðrunar. - F R ETTIR - Til Englands frá Ítalíu hafa verið innflutt allmikil sætindi, sem í hafa verið 10 eða 11% áfengi. Mundi þetta nægja til að gera krakka, sem ætu töluvert af þessum sætindum, ölvuð. — (Flest brögð skulu höfð í frammi). í * Síðastliðin ár hefur Whisky-drykkja fjór- faldast í Vestur-Þýzkalandi. Er sagt að ein helzta orsök þess sé sú, hve mjög sjónvarps- hetjurnar séu látnar neyta þess. * Nehru, forsætisráðherra Indlands var veit- andi í samkvæmi, þar sem forustumenn frá 30 löndum voru samankomnir á fundi sam- einuöu Þjóðanna. Þar var ekkert áfengi á boðstólum. „Viö veitum ekki áfengi,“ sagði talsmaður Indlands.“ * Talið er, að í Bretlandi séu 350 ofdrykkju- menn, þar af 86,000 algerir áfengissjúklingar. * í Wasliington, D. C., sem nefndur er „á- fengishöfuðstaSur heimsins,“ eru 49,450 á- fengissjúklingar, að meSaltali 7,800 af hverj- um 100,000 fullorðinna karlmanna, en meðal- talið í öllum Bandaríkjunum er 4,390 áfengis- sjúklingar af hverjum 100,000 fulltíða karl- manna. — (Ekki má gleyma því, að í Wash- ington eru mörg erlend sendiráð, gestkvæmt og ýmsar ráSstefnur). * Reglugerð í Damnörku mælir svo fyrir, að á bjórflöskum og öðrum áfengisflöskum skuli vera áminning til neytandans, að 1% áfengis- magns í blóði ökumanns, er valdi umferðar- slysi, geti leitt yfir hann fangelsisdóm. * Lögregla í Bandaríkjunum telur, að þar muni vera um 50 til 60 þúsund eiturlyfja- neytendur, sem flestir hafi orSiö það sl. þrjú ár. Þetta er ungt fólk og eyðir daglega sam- tals 250,000 dollara til eyturlyfjakaupa. Alert. -X— Gjafir og greiðsla til blaðsins Bjarni ívarsson, Reykjavík, 150 kr., Hall- dóra Bjarnadóttir, Blönduósi, 100 kr., Her- mann Þórarinsson, Blönduósi, 300 kr., Jón Brynjólfsson, Stykkishólmi, 150 kr., Pétur GuSmundsson, Ófeigsfirði, 200kr., Tryggvi Sigmundsson, Eyjafirði, 100 kr., Sigríður Johnsen, Lundar, Manitoba, 200 kr., Þorgils GuSmundsson Reykjavík, 100 kr., Carl Ryd- en, Reykjavík, 100 kr., Þórarinn Magnússon, R., 100 kr., Sveinbjöm Jónsson, SnorrastöS- um, Hnappadalssýslu, 200 kr., Stefán Guðm- undsson, Hólum, Dýrafirði, 150 kr., Nathan- ael Mósesson, Drýafirði, 200 kr., J. Th. Beck, Winnipeg, 200 kr., Carl Ryden, R. 100 kr., Ólöf Ámadóttir, R. 100 kr., N.N. 500 kr., GuSjón Guðmundsson, Eyri, Strandasýslu, 250 kr., Ólafur Jónsson, Hf. 100 kr. Beztu þakkir. -X— Ekki er þar banni um að kenna Stjómarvöld SuSur-Afríku fullyrÖa, að á- fengisneyzla þjóöarinnar sé 55 af hundraði leynivínsala. Hin löglega sé ekki einu sinni helftin. Alert. AFENGISSALAN 1. apríl til 30. júní 1963. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík .. Kr. 57.886.192,00 - - -\ Akureyri .. - 6.145.556,00 - - - - ísafirði .... - 1.777.378,00 - - - Siglufirði .. - 1.998.458,00 - - i, - SeyðisfirSi - 1.697.823,00 Kr. 69.505.407,00 Á sama tíma 1962 var salan eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík .. Kr. 48.216.916,00 - - - Akureyri .. - 5.116.217,00 -/ - - ísafirði .... - 1.887.089,00 - - - - Siglufirði .. - 1.404.197,00 - - - - SeySisfirði - 1.583.703,00 Kr. 58.268.122,00 Fyrstu sex mánuði þessa árs hefur sala á- fengis frá áfengis og tóbaksverzlun ríkisins numið samtals kr. 123.696.834,00, en var á sama tímabili 1962 kr. 104.418.210,00. Sölu- aukning 18,3%. Þess ber aS geta, að verð á áfengi hækkaði allmikið 1. júlí 1962. Af engisvarnarráS. (Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins). 800 á ungtemplaramóti Framhald af E. bls. liðin 50 ár frá stofnun Norræna ung- tamplarasambandsins. Mikill áhugi kom fram um að starf- semi samtakanna næði til Færeyja og Grænlands, en Norræna góðtemplara- reglan er öflug í Færeyjum. Gert er ráð fyrir, að í náinni framtíð muni bætast í hópinn æskulýðssamband NIOGT í Danmörku, en það hefur sótt um inngöngu í NGUF. Þá eru taldar líkur til þess, að sænska skátasam- bandið muni sækja um inngöngu í sam- tökin. Náin samvinna við Samband bindindisfélaga í skólum í Svíþjóð er talin hugsanleg, þar sem þau samtök hafa þegar sótt um inngöngu í Al- þjóðasamband ungtemplara, semstofn- að var í fyrra. í stjóm norræna ungtemplarasam- bandsins til næstu þriggja ára voru kosnir: Formaður Henry Sörman (Sví- þjóð), ritari Sune Persson (Svíþjóð) og gjaldkeri Arvid Johnsen (Noregi). Fulltrúi NGUF í Alþjóðasambandi ungtemplara var kjörinn Arvid John- sen. Allir þessir menn voru síðasta kjörtímabil í framkvæmdastjórn sam- takanna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.