Eining - 01.10.1963, Qupperneq 1

Eining - 01.10.1963, Qupperneq 1
21. árg. Reykjavík, október 1963. Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar S)EINS tveim dögum áður en Bjarklind átti að þola hinn hættu- sama uppskurð í sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn barst ritstjóra Einingar hlý kveðja frá honum, og svo biðum við vinir hans í fyrirbæn og eftirvæntingu um að fá góðar fréttir að utan, hlökk- uðum mikið til að fá þau hjónin heim aftur, heil á húfi og hamingjusöm, en svo kom skyndilega harmafregnin og vonbrigðin urðu mjög sár. Það eru ekki aðeins við bindindis- menn, sem verðum hér að sjá á bak ein- um okkar bezta forustumanni og góð- um vini, heldur sýna einnig eftirmæli allra dagblaðanna um hann, hve vinsæll hann var og mikilsmetinn sem sæmdar- maður og drengur góður. Þeir menn, sem skrifað hafa minningargreinarnar í dagblöðin eru þessir. Séra Kristinn Stefánsson, áfengisvarnaráðunautur, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri og kanzlari Stórstúku íslands. Sigurður Bjarnason, ritstjóri og alþingismaður, Indriði Indriðason, rithöfundur, Ás- björn læknir Stefánsson, framkvæmda- stjóri Bindindisfélags ökumanna, Jó- hann Björnsson, framkvæmdastjóri Ábyrgðar, Einar Hannesson, fulltrúi. Eftir að hafa lesið allar minning- arnar, tel ég fara einna bezt á því að birta grein séra Kristins Stefánssonar í heilu lagi, hann hefur verið lengst allra stórtemplar Stórstúku íslands, en gott, er svo að Eining geymi nokkrar línur eftir alla hina, fagran vitnisburð um góðan dreng. Innilegustu samúð votta ég frú Bjarklind og öllum nánustu þeirra hjón- anna. Geymi svo ljúfar minningar um fallinn foringja og mjög ánægjulegt samstarf. Pétur Sigurðsson. Benedikt S. Bjarklind. Séra Kristinn Stefánsson: í dag, 13. sept., er gerð í Kaupmanna- höfn útför Benedikts S. Bjarklind, lög- fræðings og stórtemplars í Stórstúku íslands I. 0. G. T. Hann andaðist eftir uppskurð í ríkisspítalanum þar í borg 6. þ. m. Benedikt S. Bjarklind var Þingey- ingur að ætt og uppruna og stóðu að honum traustir ættstofnar á báðar hendur. Hann fæddist í Húsavík 9. júní 10. tbl. 1915. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Bjarklind, kaupfélagsstjóri, Sigfússon, bónda á Halldórsstöðum í Reykjadal Jónssonar, og Unnur (Hulda skáldkona) Benediktsdóttir á Auðnum Jónssonar, hins merkasta manns; mik- ill félagsmálafrömuður og einn af frum- herjum samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi og raunverulega stofnandi sýslu- bókasafns Þingeyinga í Húsavík. Benedikt gekk ungur út á náms- brautina. Hann varð stúdent 21 árs að aldri og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Islands 1943. Hann réðst þá fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík og síðan, þegar ný skipan var gerð á embættinu, hjá borgarfógetanum, og gegndi því starfi til dauðadags. Bjarklind kvæntist 3. júlí 1960 góðri og mikilhæfri konu, Else Hansen, kenn- ara, frá Kaupmannahöfn. Er frú Else Bjarklind að góðu kunn mörgum íslend- ingum fyrir kennarastörf sín hér bæði nú og eins fyrir allmörgum árum. í ritsafninu Móðir mín, sem kom út árið 1958, hefur Bjarklind ritað mynd- arlega grein um móður sína, Huldu skáldkonu. Þar þakkar sonurinn hlýj- um orðum hið ríkulega veganesti, sem móðirin gaf honum út í lífsbaráttuna, en því lýsir hann meðal annars á þessa leið: „Hreinar og göfugar hugástir, ást á guði og mönnum, föðurlandinu, sögu þess og tunga, voru dyggðir, er móðir mín leitaðist við að innræta mér í æsku“. Sjálfur lætur hann í það skína, að sér hafi haldizt miðlungi vel á þessu veganesti, en þeir, sem þekktu hann bezt og skildu hvern mann hann hafði að geyma, munu ekki vera í vafa um, að allra þessara fögru dyggða hafi hann gætt trúlega í lífi sínu og starfi, jafn- vel svo, að þær hafi sett mót sitt á manninn. Sú var reynsla mín af Bene- dikt Bjarklind, en leiðir okkar lágu saman í góðtemplarareglunni og síð-

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.