Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 2
2 EINING ustu sex árin var samstarf okkar á þeim vettvangi all-náið. Þegar Brynleifur Tobíasson lét af starfi stórtemplars árið 1957 var nokk- ur vandi á höndum að velja eftirmann hans. Bjarklind hafði þá verið aðeins fá ár góðtemplari og lítið látið á sér bera í Reglunni, nema í sinni stúku, enda var hann alla stund maður mjög hlédrægur og óframur. En þeir, sem þekktu hann vel, báru til hans mikið traust. Hluturinn féll því á hann. Hann færðist að vísu mjög ákveðið undan vandanum, en lét þó að lokum tilleiðast að verða við óskum vina sinna. Og nú ætla ég, að það sé álit flestra, ekki ein- ungis innan Reglunnar, heldur einnig utan hennar, að þar hafi stórstúkan kunnað mann að sjá. Það kom fljótt í ljós, að hugsjónamál Reglunnar voru honum mikil áhugamál, og hann lagði sig allan fram af fúsleika hugans til þess að þoka fram merki hennar, ef verða mætti. Hann fann í Reglunni verðmæti, sem áttu erindi til þjóðarinnar og hún mátti ekki án vera, nema bíða við það tjón. En jafnvel hug- sjónir og óþrotlegt starf megna stund- um minna en æskilegt væri gegn hleypi- dómum fólksins. Og það skilja allir, að mannúðar- og menningarstörf, sem krefjast mikillar fórnfýsi og sjálfboða- vinnu, fá að jafnaði lítinn byr á tímum, þegar efnishyggjan nær tökum á mann- fólkinu. En stórtemplar tókst að halda í horf- inu, hvernig sem á móti blés, enda var hugur hans sívakandi á framvindu Reglunnar. Honum var ljóst, að nauðsyn bar til, að haft yrði sem nánast samband og samstarf við stórstúkur frændþjóðanna á Norðurlöndum og helzt víðar, og hann gerði sér far um að auka það að miklum mun. Hann sat mörg þing templara og annarra bindindismanna erlendis sem fulltrúi Islands og var orðinn vel þekkt- Ábyrgðar h.f., tryggingafélags bindind- manna á Norðurlöndum. Eins og hann var ágætur fulltrúi Reglunnar hvar sem hann kom fram hér heima, þannig var hann einnig erlendis. Og Benedikt kom víðar við sögu í bindindishreyfingunni. Hann var einn stofnenda Bindindisfélags ökumanna og varaformaður þess, og meðal stofnenda Ábyrgðar h. f., tryggingafélag bindind- ismanna og formaður þess. Þá átti hann og sæti í stjórn félagsins Verndar, sem starfar einkum að því að hjálpa þeim inn á nýjar brautir, sem hlotið hafa fangelsisdóma fyrir einhverjar yfirsjón- ir, aðallega brot á áfengislöggjöfinni. Bindindishreyfingin á íslandi, og þá alveg sérstaklega Stórstúka íslands, hefur því goldið mikið afhroð við frá- fall Benedikts Bjarklind. Hann var ást- sæll foringi, hjartahlýr í viðmóti, glað- ur og léttur í lund, maður, sem ekki mátti vamm sitt vita, drengur góður. Ekki var hann bardagamaður í venju- legum skilningi þess orðs, og nær var það eðli hans að bera klæði á vopnin og flytja sáttarorð á milli. Hann var mað- ur friðarins. Enginn var hann þó veifi- skati. Hann hélt fast á málum, ef hann taldi þau miklu skipta og var laginn og rökfastur í málflutningi og hverjum Á brúðkaupsdaginn. Frú Elsa og Benedikt S. Bjarklind. Myndin tekin er þau komu út úr kirkjunni í Kaupmannahöfn. manni sanngjarnari og háttvísari. Allar ádeilur voru honum hvimleiðar, það var honum svo fjarlægt, þessum öðlings- manni, sem ávallt bar með sér góðvild og hjartahlýju á hvern fund. Móðir Benedikts innrætti honum í æsku ást á guði og mönnum, segir hann sjálfur. Mér virðist starf hans að félags- málum og kynning mín öll af honum bera því órækt vitni, að þessar dyggðir hafi verið honum hugstæðar til leiðar- loka. En þeir, sem vel þekkja hér til, vita líka, að veganesti móðurinnar góðu og gáfuðu, ávaxtaði hann einnig að öðru leyti vel og trúlega. Hann bar í brjósti ást á föðurlandinu, sögu þess og tungu. Ef til vill var Benedikt Bjark- lind í eðli sínu efni í mikinn fræðimann, eins og hann átti kyn til. Hann unni öllum þjóðlegum fróðleik, var vel að sér í bókmenntum, einkum kveðskap, og hið bezta dómbær í þeim efnum. Þessum hugðarmálum sínum mun hann lítið hafa flíkað, svo dulur sem hann var, en allt, sem hann skrifaði, bar vitni um málsmekk og fegurðarnæmi. Sem næturís, sem veðrabrögð á vori, svo valt er lífið hér í hverju spori. Er ekki eðlilegt, að lík hugsun og felst í þessum ljóðlínum, sæki á okkur, þegar vinirnir eru kvaddir af þessum heimi enn á bezta starfsaldri og frá mörgum verkefnum? Svo ætla ég, að okkur félagssystkin- unum, samherjum og vinum fari nú, er við kveðjum foringja góðtemplararegl- unnar á íslandi. En mestur er þó sökn- uður eftirlifandi eiginkonu hans, syst- kina og bróðurbarna, sem hann reynd- ist svo vel. Það er sannleikur, að minn- ingarnar um góðan vin eru huggun harmi gegn. Þær fyrnast ekki frekar en vissan um það, að tryggðaböndin, sem hér verða knýtt, fær sigð dauðans aldrei rofið. Ólafur Þ. Kristjánsson: Hann var vinsæll í bezta lagi innan reglunnar og utan. Framkoman hlý og alúðleg, en jafnframt alvarleg og virðu- leg. Hann íhugaði hvert mál vandlega og hlýddi gjarnan á ráðleggingar og at- hugasemdir, en fylgdi skoðun sinni þétt eftir og þó hógværlega, þegar hún var fullmótuð. Einlægni hans í störfum að heill reglunnar var ótvíræð, góðvild hans og löngun að sefa ýfingar og óein- ingu vafalaus. Þeir, sem kynntust hon- um nánast, treystu honum bezt. Út á við var hann forystumaður, sem vann félagsskap sínum hvarvetna traust og virðingu með framkomu og orðum og allri persónu sinni. Stórstúka íslands hefur goldið mikið afhroð við fráfall hans, auk þess sem samstarfsmönnum hans er horfinn glaður félagi og góður drengur. Hér verður ekki fjölyrt um það, hve ástúðlegur og umhyggj usamur Bene- dikt reyndist jafnan vandamönnum sín- um, foreldrum, systkinum, bróðurbörn- um og eiginkonu . . . SigurSur Bjarnason: Benedikt Bjarklind var í hærra meðallagi, þrekinn og þéttur á velli, ljóshærður og bjartur yfirlitum. Var hann hinn gervilegasti maður, svipur hans hreinn og góðmannlegur, fram- koman prúðmannleg og yfirlætislaus. Hann var ágætum gáfum gæddur, bráð-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.