Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 6
6 EINING f--------——-----------------------------------X FTNTNO Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur V-t-L V VJT menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum f járhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 50 kr. árg., 5 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 15956. V.___________________________________________J ÓVINURINN SVER er hann? — Allir þeir, sem á einhvern hátt vinna að siðbótar- og' siðgæðismálum, verða að heyja þrot- laust stríð við sameinginlegan, jötunefldan andstæð- ing. Óvinur þessi er ekki aðeins áfengispúkinn, þótt hann sé orkurammur liðsmaður erkióvinarins, sem stefnir markvisst, slunginn og slægur að algerum heimsyfirráðum. Alveldi heimtar hann, ekkert minna. Óvinur þessi er engin sérstök pólitísk stefna, hvorki kapítalismi, kommúnismi né nazismi. Nei, nafn hans er fremur áferðarfallegt og meinleysislegt. Hann heitir heimshyggja. Þegar heimshyggjan hefur náð svo tökum á mönnum, að þeir geta engri stund fórnað til samtalsfunda, nefndar- funda, fundarhalda félaga, til kirkjusóknar, guðsdýrkunar, lesturs né íhugana, engri stund fórnað frá peningaöflun og svo því, að eyða peningunum í skemmtanir, flakk og alls konar munað, að heiman og heima fyrir, þá er markmiði heimshyggjunnar náð, hún hefur þá allt vald og allir eru orðnir þrælar hennar. Þetta hefðu menn áður kallað, að selja fjandanum sálir sínar. Þeir vilja þá láta tröllin, nú- tíma risana — vélarnar, sjá fyrir öllu erfiðinu og mala þeim gull og gnægtir allra gæða. Þeim finnst þá ekki nauðsynlegt að horfa vonar- og bænaraugum til himins og segja eins og sálmaskáldið hebreska: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Nei, þeir geta þá hrópað fagnandi og sigur- vissir: tæknin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Ég á ríkmannlega íbúð, vel búna öllum þægindum, þarf ekki ann- að en styðja á hnapp og þá fara vélarnar af stað og vinna verkið, síma og fá sent heim allt, sem ég þarfnast. Ég hef útvarp og sjónvarp og bíl til að komast í veizlur, íburðar- mikil samkvæmi og til kunningjanna, og ég á peninga til að greiða flugfargjöld um allan heim. Nei, mig mun ekkert bresta, getur heimshyggj umaðurinn sagt. Hvað vildu púkar eða hólabúar fá fyrir það að vinna fyrir latar spunakonur eða aðra, samkvæmt þjóðsögunum? — Sál- ina, ekkert minna. Hvað færir allt þetta, sem upp var talið sálum manna? Fátækt, sárustu fátæktina, tómleikan og hung- ur sálarinnar. Unga fólkið er að „drepast úr leiðindum,“ eins og ungu spellvirkjarnir í Svíþjóð sögðu fyrir nokkrum árum, og verður svo að steypa af stað flóðöldu skrílsháttar og skemmdarverka, æpandi, umturnandi og eyðileggjandi. Kvað ekki skáldið Gestur Pálsson: „Finnst eg þjóta meðal ótal brunna, mega drekka en þyrsta alltaf meir,“ og svo kvartar skáldið undan leiðindum og hjartakulda. Þetta er laun heimshyggjunnar. Spámaðurinn sagði hin ódauðlegu vizkuorð: Lýðurinn ferst, þar sem engar vitranir eru. 1 dönsku biblíuþýðingunni er þetta orðað þannig, að séu ekki „profetiske syner, bliver et folk töjleslöst,“ taumlaust, eigi það ekki hugsjónir. Nýja íslenzka þýðingin er á þessa leið: „Þar sem engar vitranir eru, kemst fólkið á glapstigu,“ og nýja ameríska þýðingin orðar þetta þannig: „Where there is no vision, the people cast off restraint.“ Alltaf hið sama, hugsjónasnautt kasti fólkið af sér tauminum, komist á glapstigu, verði taumlaust, jafnvel farist. Hefur mönnum í seinni tíð fundizt fólk gerast nokkuð taumlaust? Er ekki Þjórsádals-fyrirbæri og margt fleira, sem fréttir hafa skýrt frá, sprottið af tómleik sálarinnar og „drepandi leiðindum,“ sárustu fátæktinni. Postulinn bað um, að safnaðarbörn hans, snúin frá lifnaðarháttum „rangsnú- innar og gerspilltrar kynslóðar," mættu „fyllast allri guðs fyllingu.“ Um lítið var ekki beðið — alla guðsfyllingu, en menn, sem eiga slíka lífsfyllingu, eru aldrei að drepast úr leiðindum, týnast aldrei í taumleysi og sýkjast aldrei vel- gengniskvillum. Guðsfyllingin er allsherjar lækning, lækning allra félagslegra meina, áfengisböls, tómleika, heimshyggju og alls hins. Frá veraldlegu sjónarmiði er það ekki neitt eftirsóknar- vert hlutskipti að þurfa, „í tíma og ótíma að vanda um, ávíta og áminna með öllu langlyndi og fræðslu," eins og postulinn orðar þetta. Miklu vegsamlegra er að geta flutt „gleðilegan boðskap,“ og hverri þjóð og hverjum einstaklingi, sem hlíta vill hinni nauðsynlegu lækningaraðgerð, getum við ávallt flutt gleðilegan boðskap. Þegar ég var ungur maður, þjáðist ég af meltingarkvilla. Eftir áraþjáningu leitaði ég til læknis. Urskurður hans var: uppskurður. Hjá slíku varð ekki komizt. Þetta var ungur og elskulegur læknir og aðgerð hans heppnaðist mjög vel. Síðan hef ég lifað næstum 50 heillarík ár. Fyrir mig varð læknis- aðgerðin mikið gleðiefni. Spámenn ísraels, Jóhannes skírari og Kristur sjálfur, fluttu þjóðinni gleðilegan boðskap, þó með einu skilyrði, þessu: „Gerið iðrun, himnaríki er nálægt.“ Himnaríkið, guðsríkið, ríki réttlætis og friðar, er alltaí nálægt, en menn verða að ganga inn í það, snúa af rangri leið. Hugarfars- betrunar var þörf á dögum spámannanna og á dögum Krists eins og nú, en þjóðin uppfyllti ekki hin nauðsynlegu farsæld- arskilyrði og varð því að þola hina skelfilegustu hirtingu, og til viðbótar árþúsunda landflótta, hrakninga og ofsóknir. Gleðilegur boðskapur verður mönnum ekki fluttur í þess- um efnum skilyrðislaust. Krafan hefur alltaf verið og verður þessi: „Snúið við,“ snúið frá rangsleitni og spillingu til heiðarleiks, frá óreglu til reglusemi, frá eigingirni til þjóns- lundar, frá nautnahyggju til bindindis, frá heimshyggju til guðshyggju og allrar guðsfyllingar. Þá mun Guð opinberast í lífi manna, og það er guðsríkið. Fyrir slíkri siðbót verður heimshyggjan — erkióvinurinn — að víkja. Munu ekki orð postulans vera í fullu gildi enn í dag? — „Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjand- skapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs.“ — Jak. U,U. Hér eru fá orð, en veigamikil. Heimshyggjan, sú nei- kvæða og mannskemmandi, er í andstöðu við allt guðlegt, og hún er alltaf á glapstigum, hefur valdið hruni þjóða og stór- velda, og slíkar eru afleiðingar hennar enn. En guðshyggjan er vegur lífs og farsældar, jafnt einstak- lingi sem þjóð. STJÓRNI EKKI HINIR RÉTTLÁTU HEIMINUM, ÞÁ STEYPA HINIR RANGLÁTU HONUM í GLÖTUN.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.