Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 7
EINING 7 Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð Landssambandsins gegn áfengisbölinu hafði ársfund sinn laugard. 14. sept. sl. Fundurinn var í Góðtempl- arahúsinu í Reykjavík. 28 fulltrúar komu til fundar eða tveim fleiri en aðildarfélög landssambandsins eru. Þó komu ekki fulltrúar frá öllum félagasamböndunum, en aftur á móti tveir frá sumum. Formaður landssambandsins lagði fram ársskýrslu stjórn- ar þess, en þar næst fluttu þeir séra Kristinn Stefánsson, áfengisvarnaráðunautur og Sigurður Gunnarsson, kennara- skólakennari, erindi, en þeir fóru báðir til norræna bindindis- þingsins í Karlstað í Svíþjóð um mánaðamótin júlí—ágúst, séra Kristinn sem fulltrúi fslands og Sigurður að vissu leyti einnig, báðir ágætir fulltrúar, en Sigurður var auk þess, og aðallega, fulltrúi Landssambandsins gegn áfengisbölinu og Bindindisfélags kennara. Þeir skiptu með sér verkum þannig, að séra Kristinn sagði aðallega frá sjálfu norræna þinginu, og birtir blaðið hér frásögn hans, en Sigurður flutti skýrslu um þing bindindissamtaka kristinna safnaða á Norðurlönd- um, og mun Eining bráðlega birta hana. Erindi þessi voru ekki löng, en fundurinn stóð fjórar klukkustundir. Margir fulltrúanna tóku ánægjulega til máls og umræður urðu allmiklar um áfengisvandamálið. Ágætar konur, sem vel þekkja til uppeldismála, hvöttu stjórn lands- sambandsins til að ná sem mest og bezt til ungu kennara- efnanna, og reyndar kennarastéttarinnar yfirleitt. Þær töldu, að hjá góðum kennurum fengju börn og unglingar einna bezta leiðsögn, sem þeir byggju lengi að, en auðvitað gleymd- ust heimilin ekki og þeirra mikla ábyrgð. Umræður þessar voru bæði notalegar og gagnlegar. Flestir sjá og eru sammála um það, að eitthvað þurfi að gera til úrbóta í þessum vanda- málum, sem hrella nú margan góðan manninn, og vissulega er æði margt hægt að gera, þótt erfitt kunni að vera að segja síðasta lausnarorðið. ■k -K * Sigurður Gunnarsson: Norskir ungtemplarar Norskir ungtemplarar leysa af hendi mikið og gott og sí- vaxandi starf í norsku þjóðlífi. Þeir starfa nú í 85 deildum með tæpum 6000 félögum. Þeir hafa sína eigin skrifstofu í Osló. Þar vinna tveir fastir starfsmenn, skrifstofustúlka og framkvæmdastjóri N. G. U., Haakon Pettersen, sem einnig ferðast líka nokkuð um milli deilda, a. m. k. í Ósló og ná- grenni. Þeir hafa haft fastan erindreka síðustu árin og greiðir ríkið % launa hans, en þeir ráða einnig menn til er- indreksturs innan sinna vébanda til skemmri tíma. Með þess- um hætti, samkvæmt kröfu hins nýja tíma, tekst þessum áhugasömu ungu mönnum að hafa lífræn tengsl við deild- irnar um land allt, styrkja störf þeirra á margan hátt og halda uppi alveg furðu fjölþættri námskeiðastarfsemi víða um land. Nú munu vafalaust ýmsir spyrja, hvernig það geti átt sér stað, að þetta unga bindindisfólk skuli geta framkvæmt svo margt, — haldið uppi svo kostnaðarmiklum framkvæmdum. Áhuginn er að sjálfsögðu, eins og annars staðar, drif- fjöðrin í öllu hinu mikla starfi okkar ungu bræðra og systra r--------------------------------------- Hin heilaga glóð Svo segir drottinn hersveitanna: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! Þér sáið miklu, en safnið litlu, etið, en verðið þó ekki saddir, drekkið, en fáið þó eigi nægju yðar, klæðið yður, en verðið þó ekki varmir, og sá sem vinnur fyrir kaupi, vinnur fyrir því í götótta pyngju. . Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! Þér búist við miklu, en fáið lítið í aðra hönd; og þótt þér flytjið það heim, þá blæs ég það burt. Hvers vegna? segir drottinn hersveitanna — vegna húss míns, af því að það liggur í rústum, meðan sérhver yðar flýtir sér með sitt hús. — Haggaí 1, 5-9. Á síðasta mannsaldri hefur þjóðunum gefizt gott tækifæri til að taka eftir því, hvernig fer þegar skammsýnt mannkyn afrækir hið allra mikilvægasta. Þótt þjóðirnar safni og safni í eig- ingirni og blindni sinni, er öllu „blásið burt.“ Tvær hörmulegar heimstyrjaldir blésu burt auð- legð þjóðanna, f járafla og mannslífum, sökum þess að þær höfðu afrækt „hús drottins" — guðsríkið á jörðu. Afrækt það réttlæti og þá guðshyggju, sem er undirstaða alls friðar, jafnt á alþjóða vettvangi sem í einkalífi og félagslífi manna. Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! Sanngjörn hvatning. Og þeir sem vinna fyrir kaupi,. fá það í „götótta pyngju.“ Um það sér verðbólgan, að lítið stanzi í pyngjunni. í Noregi. En einmitt vegna hans, og vegna þess, að yfir- völdin kunna að meta ágæt störf þeirra, njóta norskir ung- templarar mikils styrks frá ríkinu. Á þessu ári er hann 30 þúsund norskar krónur, eða rúmar 180 þúsund íslenzkar, og auk þess fá þeir frá ríkinu 9 þúsund krónur, (rúml. 54 þús- und íslenzkar), sem eingöngu eru ætlaðar til námskeiðahalds. En þeim er þetta ekki nóg til hinnar fjölþættu starfsemi sinnar. Þeir þurfa á enn meira fé að halda. Undanfarin tvö ár a. m. k. hafa þeir efnt til mikils happdrættis í samvinnu við Stórstúku Noregs. Vinningar voru í fyrra hvorki meira né minna en sex bílar og 200 aðrir vinningar. Sala var leyfð á 400.000 miðum. Hreinn ágóði varð 50 þúsund krónur og fékk N. G. U. helming þess. Eitt af því síðasta, sem vakið hefur athygli á N. G. U. um land allt, er barátta þeirra gegn öl- og áfengisauglýsingum í kvikmyndahúsum, en þar hafa þær verið áberandi lengi. Unga fólkið tók þarna svo myndarlega í ár og á svo raunsæjan og sannfærandi hátt, að nú þegar hafa stjórnir ýmissa bæja og borga, með Þrándheim í fararbroddi, bannað slíkar aug- lýsingar með öllu. 1 ræðu sinni við setningu stórstúkuþings í sumar, vakti stórtemplar, Johan Mjösund, sérstaka athygli á hinu vax- andi og þróttmikla starfi N. G. U. og flutti þeim þakkir. Það væri efni í langa frásögn að skýra frá hinu fjölþætta starfi, á ýmsum sviðum, sem fram fer á vegum N. G. U. En hér var aðeins ætlun mín að geta þeirra með örfáum orðum og flytja frá þeim beztu kveðjur til bræðra og systra á íslandi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.