Eining - 01.11.1963, Side 1

Eining - 01.11.1963, Side 1
21. árg. Eftir bindindisdaginn STJÓRN Landssambandsins gegn áfengisbölinu færir beztu þakkir öllum þeim, sem réttu fram hjálparhönd til þess að bindindisdagurinn — sunnudaginn 13. októ- ber sl. — gæti náð tilgangi sínum. Þórður Möller, yfirlæknir, flutti ágætt útvarpserindi, hafa ýmsir lokið á það lofsorði. t dagblöðin skrifuðu alþingismennirnir Karl Kristjánsson og Sigurður Ingimundarson, frú Helga Magnúsdóttir, formað- ur kvenfélagasambands íslands, Kristinn Björnsson, sál- fræðingur, Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðjunnar og frú Sigríður Sæland. Ýmislegt í sambandi við bindindisdaginn var mjög ánægju- legt, annað olli nokkrum vonbrigðum. Nokkru áður birtu flest dagblöðin smágrein, sem eg kallaði Liðsbón. Þar var föluð liðveizla margra, svo sem presta landsins og formanna ýmissa félaga og félagasamtaka í landinu. Á bindindisdag- inn hlustaði eg á tvær messur, góðar ræður, en í hvorugri var minnst á áfengisvandamálið, umræðuefni dagsins, og líklega hefur það verið aðeins einn eða tveir prestanna í Reykjavík, sem í ræðum sínum minntust á tilefni dagsins. Bindindismenn í Hafnarfirði gerðu þessu góð skil. Klukk- an 5 var þar samkoma í þjóðkirkjunni. Jóhann Hannesson, prófessor, flutti þar fræðilegt og ágætt erindi og sóknarprest- urinn, Garðar Þorsteinsson las vel valdan ritningarkafla fyrir altari og flutti gott ávarp. Báðir kirkjukóramir lögðu til mikinn og góðan söng, og svo var selló og orgelhljóm- leikur, kirkjuorganistinn lék á orgelið, og var það hrein un- un að hlusta á músíkina. Frá þessari ágætu samkomu í Hafnarfirði lagði eg leið mína í Hallgrímskirkju. Þar hafði Bindindisráð kristinna safnaða auglýst samkomu, en sjálfsagt ekki auglýst hana nógu vel, þó var töluverður undirbúningur, og gott var að koma í þetta vistlega guðshús. Sóknarpresturinn, séra Jakob Jónsson, flutti þar markvert erindi, Sigurður Gunnarsson, kennaraskólakennari, flutti mjög áhrifaríkt spjall eftir norska biskupinn Karl Marthinussen. Jón Jónsson, kennari söng fjögur einsöngslög, en undirleikinn lék kona hans, frú Sólveig Jónsson, á kirkjuorgelið. Þetta leystu þau af hendi svo að unun var að hlusta á. Kirkjuorganleikarinn, Páll Hall- dórsson, annaðist undirleik við sálmasönginn. Lokaorð flutti svo Björn Magnússon, prófessor, og bæn. Stundin í kirkjunni var indæl, en eg get ekki stillt mig um að kannast við það frammi fyrir almenningi, að vonbrigði 11. tölublað mín urðu þarna sár. Aðsóknin var hörmulega léleg, þótt gott væri boðið, og eftir langan og erilsaman dag, frá klukkan rúmlega fjögur árdegis til kl. 11 síðdegis, gekk eg vonsvik- inn og mjög særður til hvílu, eftir að hafa enn einu sinni staðið andspænis þessu óskiljanlega sinnuleysi almennings. Fólk má gjarnan vita, að við sem vinnum sérstaklega að þessum málurn, getum oft fundið til. Undrunarefnið er þetta: Allir virðast kappsamir um það að bjarga mönnum frá drukknun í sjónum, en fjöldinn allur gersamlega sinnulaus um það, þótt fjöldi manna grandi sér á seigdrepandi drykkjuskap, öllum venzlamönnum einnig til armæðu og kvala. Hvað veldur þessu furðulega kæruleysi? í 7. og 8. hefti Kirkjuritsins þ. á. eru áberandi orð eftir mann, sem hafði verið prestur Gyðingasafnaðar í Berlín á döguin Hitlers. Hann segist hafa lært margt í sambandi við við- burðina þá og telur „ofstæki og hatur ekki mestu vanda- — Pabbi, drekktu ekki. (tJr rússnesku blaöi.) Reykjavík, nóvember 1963.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.