Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 2
EINING málin," en segir: „Mest aðkallandi, svívirðilegasta, skamm- arlegasta og sorglegasta vandamálið er þögn." Heyri þessi orð allur lýður. Hið sorglegasta og skammar- legasta er þögn — afskiptaleysið. Undan því hefur margan sviðið sárast. I merku ensku kvæði er Kristur látinn koma til borgar einnar. Hann var ekki krossfestur þar, en enginn skipti sér af honum, og þá óskaði hann sér heldur Golgata. Viljið þið hugfesta þetta, sinnulausu vinir. 1 hinu dásamlega og mikla kvæði Einars Benediktssonar: Meistari Jón, segir skáldið um biskupinn: Um samsekt í þögn yfir þjóðarvömm var þungur lestur hans reiði. Hvar frekja sig ræmdi og raupaði af skömm, þar reiddi hann öx að meiði. Hver illgresi banvænu biður hlíf, hann bælir og traðkar í eyði. Sé drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf, og hefndin grær á þess leiði. Samsekt þagnarinnar — afskiptaleysið, er hið átakanlega undrunarefni. Samkvæmt ósk bindindismanna á Akureyri, fór áfengis- varnaráðunautur, séra Kristinn Stefánsson norður til þess að predika í Akureyrarkirkju á bindindisdaginn. Til fundar við hann í hótelinu komu á laugardaginn allir skólastjórarnir á Akureyri, þar með menntaskólans og ritstjórar allra blað- anna á staðnum, yfirlögregluþjónninn, æskulýðsfulltrúi kaupstaðarins, áfengisvarnanefnd og framkvæmdanefnd um- dæmisstúkunnar. Þarna áttu þessir ágætu menn alllangan, góðan og gagnlegan f und. Á sunnudaginn var svo fjölsótt messa í kirkjunni, séra Pétur Sigurgeirsson framkvæmdi altarisþjónustuna, en ræðu dagsins flutti séra Kristinn, og vitum við, sem til hans þekkj- um, að efni dagsins hefur hann gert góð skil. Fleiri fréttir utan af landi eru ekki komnar, varðandi bindindisdaginn, þegar þessar línur eru skráðar, en áreið- anlega hefur dagsins verið minnst hér og þar. Sumir, sem skrifuðu í blöðin, minntust á það, sem ýmsir telja skaðlausa „hófdrykkju." Þeir sérfræðingar, sem einna mest hafa fjallað um áfengisvandamálið, segja, að vísinda- lega dæmt sé engin áfengisneyzla skaðlaus, sízt á þessari öld hraðans og tækninnar. En svo er það fordæmið. Ég gæti nefnt hér nokkrar f jölskyldur, sæmdarfólk, embættismenn, sem að jafnaði höfðu um hönd þessa hófdrykkju á heimilum sínum. Þar vöndust börn þessara manna á áfengisneyzlu og sum þeirra úr öllum þessum f jölskyldum, urðu ræflar og eitt- hvað af þeim lentu á Kleppi. Auðvitað kemur það einnig fyrir, að synir bindindismanna verði drykkjuræflar, en þá er það ekki fordæmi foreldranna að kenna, aðrir hófdrykkju- menn gætu þá stundum verið fyrirmyndin. Einn þeirra manna, sem í blöðunum minntust á hóf- drykkju, gerði það á sérstakan og mjög skemmtilegan hátt. Það var Kristinn Björnsson, sálfræðingur. Fyrst segir hann: „Skoðun mín á áfengisvandamálinu er því í stuttu máli sú, að á því verði ekki ráðin teljandi bót, nema komið verði á algeru banni við sölu og notkun áfengra drykkja, og þetta þyrfti að gera." — Heill þessum orðum! Hér er málið rætt af krókalausu raunsæi. Svo endar sálfræðingurinn grein sína á þessum setningum: „Þeir, sem drekka vín í hófi, ættu að stuðla að banni og hjálpa með því þeim, sem haldnir eru geðveilum og öðrum ágöllum, er gera menn ófæra til að umgangast áfenga drykki sér og öðrum að skaðlausu." Betra heilræði hefur hófdrykkjumönnum aldrei verið gef- ið. Ef þeir fengjust til að breyta samkvæmt þessu heilræði, yrði áfengisvandamálið auðleyst. Hér er drengilega mælt. Gefi sem flestir þeim orðum gaum. Svo endurtek eg, í nafni Landssambandsins gegn áfengis- bölinu, okkar beztu þakkir til allra þeirra, sem að þessu sinni lögðu okkur lið. Okkar er að sá frækornum sannleikans í þessu máli. Annar er sá sem ávöxtinn gefur. Pétur Sigurðsson. SUMT MA EKKI GLEYMAST STRAX Lengi hefur legið á borði ritstjóra blaðsins síðasta aprílheftið af sænska blaðinu Reformatorn, þar skrifar snjall bindindisfrömuður og ritstjóri, Sven Elmgren, um brennivínsverkf allið í Sví- þjóð í vetur sem leið. Athyglisverðar eru þar eftirfarandi línur: „Síðustu vikurnar hefur svipur þjóð- félagsins verið að breytast smátt og smátt. Lífið á götunni orðið rólegra og hættuminna, sömuleiðis á þjóðbrautun- um, afbrotum fækkað mjög, einnig of- beldisverkum, innbrotsþjófnaður orðið sjaldgæfari. Vandræðaástand á heimil- um hefur varla komið fyrir. Konur feng- ið peninga handa á milli, sem þær ann- ars hafa orðið að fara venjulega á mis við. Miklu færri drykkjumenn en áður hafa beðið ósigur við batatilraunina. Það er engu líkara en að stormviðri haf i sópað burt mannlegri eymd og vanvirðu úr þjóðfélaginu. Á þessum tíma brenni- vínsverkfallsins höfum við fengið að sjá hvernig áfengislaust þjóðfélag myndi líta út. .. . Þó verður ekki sagt, að þjóðin hafi verið algerlega laus við áfengið, en samt hefur breytingin orðið svo mikil og víðtæk, að engu líkara er, en félags- leg og menningarleg siðbót hafi um- skapað þjóðfélagið." Höfundur þessara orða er enginn skvaldrari. Hann er gagnmerkur, gæt- inn, reyndur og mikilhæfur starfsmað- ur félagsmála og hefur haft allmikil kynni af mörgum þjóðum. Þegar nú augljóst er, hvílík gleðileg breyting getur orðið á hverju þjóð- félagi, ef það losnar við áfengið, hvers vegna bönnum við þá ekki alla áfengis- sölu? Það eitt er menningarþjóðum sam- boðið. FATT ER SVO IVIEÐ OLLU ILLT Smáklausa er í Reader's Digest, sem segir frá manni í Englandi, er þakki sjónvarpinu það, að hann hafi aukið að mun menntun sína. Þetta gerðist á þann hátt, að maður- inn fékk slíkt ógeð á sjónvarpinu, að kvöld eitt lokaði hann því, rauk út og innritaði sig í kvöldskóla. Og nú, fimm árum síðar, er hann búinn að fá viðurkenningarskír- teini um að hann sé vel að sér i ensku, frönsku, reikningi og latínu. * SIÐASTA STAUP KARLS XII Svo er sagt frá Karli XII. Svíakonungi, að hann hafi eitt sinn ölvaður gleymt að sýna móður sinni þá virðingu, sem henni bar, og hafi það fengið svo mjög á hana, að hún hafi forðast son sinn marga daga á eftir. Þegar Karl frétti þetta, lét hann færa sér vínbikar, fór með hann til drottningar og mœlti: „Eg kem til að biðja yðar hátign fyrirgefningar á ósæmilegu framferði mínu, en svo að þetta komi ekki fyrir oftar, lofa eg þvi, að þetta staup sem eg drekk yður til heilla, verði hið síðasta á ævi minni." Og konungur efndi heit sitt. Frækorn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.