Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 3
EINING n Ritstjórn blaðsiöunnar: (luðmundur Þórarinsson og Einar Hanncsson. Þekking §kapar skilning Samtímis því að ungtemplarar um allan heim helga sinn dag 3. október 1963, skora þeir fastlega á ríkisstjórnir, þjóðfélög og ein- staklinga að gera meginreglur mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að veruieik.i í daglegu lífi. Jafnframt leitast ungtemplarahreyfingin við, með sinni margþættu starfsemi og alþjóðlegu samböndum, að efla skilning meðal þjóðanna. Þörfin á meiri og hugstæðari þekkingu á að- stæðum og ástandi í öðrum löndum er mjög veigamikil, og ungtemplarar vilja að UNG- TEMPLARADAGURINN hvetji alla sína félaga og samstarfendur til að starfa af meiri áhuga og krafti til að mynda betri og sterkari sam- bönd æskulýðs allra landa. Þar eð unga kynslóðin nú á dögum áttar sig tiltölulega vel á meginatriðum samstarfs- ins — og hinum fjárhagslegu og félagslegu vandamálum, sem hindra þróunarframkvæmd- ir út frá þeirra sjónarmiði, virðist mest að- kallandi verkefnið vera það að efla skilyrðin til samstarfs æskulýðssambanda hinna ýmsu landa, til þess að unnt verði að hvetja til framkvæmda á sem víðtækastan hátt í alþjóð- legu samstarfi. Og eftir því sem hin tækni- lega þróun eflist til að koma upp sameiginleg- um mörkuðum í efnahagsmálum, verður að sveigja menningar- og þróunarleiðirnar í sömu átt og dæma þær út frá rökum og sama bak- grunni. Bindindishugsjónin og bræðralagshugsjónin hafa engin landfræðileg takmörk önnur en þau, sem þeim eru sköpuð af okkur sjálfum með dvínandi framkvæmdum og starfsemi. Samtímis því, að hver ungtemplari er inni- lega hvattur til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, viljum við einnig benda á gildi þess að mynda sambönd utan góðtemplarareglunnar, og að æskulýðsfélögum með svipuð hugðarefni og áhugamál — þótt þau séu ekki innlimuð regl- unni, sé boðið til samstarfs, hvort sem heldur væri á þjóðlegum eða alþjóðlegum starfsgrund- velli. Á þessum tímum, þegar svo mjög er rætt um kynþáttavandamálin leggur ungtemplara- hreyfingin áherzlu á óbifandi trú sína á jafn- gildi allra manna og sama rétt þeirra til allra lífsgæði jarðarinnar. 70 ÞUSUKD FÉLAGSMENN f seinasta tölubl. Fréttabréfs Æskulýðs- sambands íslands, ræðir formaður þess, Ólafur Egilsson, lögfræðingur um starfsem- ina og framtíðarstarfið. Þar segir m. a.: „Með vaxandi starfsemi, og hægt vaxandi mætti til að ráðast til atlögu við þau mörgu hagsmunamál æskunnar, sem enn bíða ó- leyst, verður þörfin fyrir fastráðinn starfs- kraft æ brýnni. Ekki líður á löngu, þar til óhjákvæmilegt verður að ráða sambandinu framkvæmdastjóra. Er slíkt reyndar sízt að Myndin er frá stofnþingi íslenzkra ungtempl- ara, en þinginu stjórnaði stórtemplar, Bene- dikt S. Bjarklind. undra, þegar hugleitt er, að í hlut eiga heild- arsamtök íslenzkrar æsku með aðildarsam- bönd, sem alls telja innan sinna vébanda, nálægt sjötíu þúsund félagsmenn; breytir litlu í því tilliti, þótt sumir þeirra séu skráð- ir í fleiri en eitt félag, því að fjölþætt áhuga- mál skapa fjölþættar kröfur. Þegar þessum áfanga verður náð, mun ÆSÍ eiga mun hæg- ara með að ráðast til atlögu við óleyst verk- efni og ryðja uppvaxandi kynslóð braut fram til aukins þroska og bættrar afkomu. Með traustu samstarfi stjórnarvalda og sam- taka æskunnar sjálfrar, sem þegar er feng- inn vísir að, munu flest vandamál hinna yngri reynast auðveld úrlausnar. Að slíku BEINIEDIKT S. BJARKLIND Þegar samtökin íslenzkir ungtemplarar voru í undirbúningi, sýndi Benedikt, stór- templar því máli sérstakan velvilja og skiln- ing, sem og reyndar alla tíð, og er óhætt að fullyrða, að án hans stuðnings hefði það mál ekki komizt svo vel á veg, sem raun ber vitni. Þetta og ýmislegt annað, sem Bene- dikt lét í ljós, sýndi að hann gerði sér glögga grein fyrir því að góðtemplararegl- an þyrfti jafnan að fylgjast vel með tíman- um. Gera yrði breytingar í einstökum atr- iðum og reyna nýjar leiðir, án þess þó að formi og uppbyggingu reglunnar væri í nokkru raskað. -X— GJÖF í AFMÆLISSJÓÐIININ íslenzkir ungtemplarar hafa fyrir nokkru fært Afmælissjóði stórstúkunnar fjárupp- hæð til minningar um Benedikt S. Bjark- Iind, stórtemplar. Merki alþjóðlega ungtemplaradagsins 1963. Þús- undum auglýsingaspjalda með þessu merki hef- ur verið dreift víðs vegar um heim. Þar eru skráð orðin: „Understanding through know- ledge" — þekking skapar skilning. samstarfi þarf að stefna áfram á báða bóga. Er æskilegt mjög að því samstarfi verði fundinn framtíðarstaður í heildarlöggjöf um æskulýðsmál. Sú löggjöf hefur þegar verið boðuð og væri vel til þess að vita, að loka- skrefið til setningar hennar yrði stigið í náinni framtíð." -X-- FULLTRLAR HJT Fulltrúar ÍUT í ráði Æskulýðssambands- ins eru þeir Sigurður Jörgensson og Gunn- ar Þorláksson. -*- ÞYSKALANDSFOR Guðmundur Þórarinsson, annar þeirra sem ritstýrir þessari síðu, dvelzt í Danmörku í vetur, en hann fékk árs-orlof frá kennslu. Guðmundur tók þátt í ferð á vegum ÆSÍ til Þýzkalands fyrir skömmu í boði æskulýðs- samtaka í Schlesvig-Holstein. -*- Það sem kemur á móti Árin 1954—1962 hefur ríkisstyrkur- inn til sænskra ungtemplara numið 694,224 kr., en á þessum sömu árum hafa sænskir ungtemplarar greitt rík- inu í vinningssköttum og stimpilgjöld- um af happdrættum 1.294.972,60 krón- ur. Hér er auðvitað átt við sænskar krónur. Þessir peningar, töluvert á aðra milljón, hefðu ekki komið í ríkis- kassann, ef félagsstarfsemi hinna ungu templara hefði ekki verið til. Auðvitað koma þessir peningar frá þjóðinni, en hún fær aftur í staðinn það, sem ekki verður metið til peninga, fjölda ung- menna bjargað frá óreglu og bætt fé- lagslíf á marga vegu.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.