Eining - 01.11.1963, Síða 4

Eining - 01.11.1963, Síða 4
EINING Séra ^J\riitinn JJlcjái aniion: Norræna bindmdisþingíð II. Sunnudagsmorguninn 4. ágúst rann upp bjartur og fagur í Karlstad. Marg- ir munu hafa kosið að mega njóta veð- urblíðunnar úti í fagurri náttúrunni þenna sólríka morgun, og sjálfsagt ekki sízt við íslendingarnir, sem átt höfðum svo sólarlítið sumar heima á Fróni, en til þess gafst ekki tóm að sinni. Aðal- störf þingsins voru að hefjast og daginn skyldi taka snemma. Fundur var settur kl. 9 og voru þá kosnir embættismenn þingsins. Forseti var kjörinn Daniel Wiklund, en varaforsetar einn frá hverju hinna Norðurlandanna. Sami háttur var á hafður með kjör ritara. Verkefni þessa fyrsta dags þingsins var: Æskan og áfengiö. Fyrsti og aðalræðumaður dagsins var Kettil Bruun, dósent frá Helsingfors, og ræddi hann um rannsóknir á áfeng- isneyzlu unglinga. Var þetta umfangs- mesta rannsókn, sem gerð var á Norð- urlöndunum síðustu árin varðandi á- fengismálin. Það var norræna nefndin um áfengismálin, sem frumkvæði átti að rannsókninni, en á Norðurlöndunum fjórum eru nú starfandi vísindastofn- anir, sem fást við slíkar rannsóknir. í Finnlandi og Svíþjóð hafa þessar stofnanir starfað um árabil og njóta hvarvetna mikils álits. Á síðustu árum hafa svo Norðmenn og Danir hafizt handa í þessum efnum, en þar er þó starfsemin enn á byrjunarstigi. Þessar vísindastofnanir Norðurlandanna fjög- urra hafa með sér samvinnu, og er nor- ræna nefndin um áfengisvandamálin tengiliður á milli þeirra. Rannsókn sú, sem hér er um að ræða, var gerð með viðtölum við unglinga um áfengisneyzlu þeirra. Var hún fram- kvæmd á sama tíma í höfuðborgum land- anna allra, Helsingfors, Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn, undir stjórn finnska dósentsins Kettil Bruun. Rannsóknin tók aðeins til pilta á aldrinum 14, 16 og 18 ára, sem höfðu verið búsettir í viðkomandi höfuðborg a. m. k. 10 ár undanfarið. Spurningarnar voru á öllum stöðun- um þær sömu, en spurt var m. a. um eftirfarandi: Raunverulega áfengis- notkun, heimilisástæður, ýmislegt varð- andi félagslífið, hvernig áfengisins var aflað, hvort viðkomanda væru kunn gildandi ákvæði um takmarkanir á rétti þeirra til áfengiskaupa (t. d. aldurs- takmark o. fl.), ennfremur um áfengis- neyzlu foreldranna. Þá var og um það spurt, hvað þeir hefðu drukkið: öl, veik vín eða sterka drykki. Flestir piltanna höfðu neytt áfengis eða 97% þeirra, sem spurðir voru í Osló, næstir komu Finnar 94%, þá Danir 89% og Svíar 87%. En þessar tölur segja þó ekki allan sannleikann um áfnegisneyzlu þessara unglinga. Að- eins nokkur hluti þeirra var farinn að neyta áfengis að nokkru ráði, hinir voru fleiri, sem sjaldan neyttu þess, t. d. einu sinni í viku eða enn sjaldnar. 1 Osló og Stokkhólmi drekkur fimmti hver átján ára piltur oftar en einu sinni í viku og sjaldnar í lægri aldurs-flokk- unum. Kaupmannahöfn sker sig úr að því leyti, að þar er drykkjutíðni mest í öllum aldursflokkum, en Helsingfors hefur að því leyti sérstöðu, að drykkju- tíðni er þar minnst. Margir höfðu neytt áfengra drykkja á heimilum sínum, en þegar kemur fram á 18 ára aldurinn fara þeir að snúa sér í vaxandi mæli að sterkari drykkjum og þá jafnframt fara á bak við foreldra sína. Þeir piltar, sem farnir voru að neyta áfengis eitthvað að ráði, og enda líka margir hinna, héldu því ákveðið fram, að jafnaldrar þeirra drykkju eins mik- ið eða meira en þeir sjálfir. Kom sú mannlega tilhneiging skýrt fram í við- tölum þessum, að segja ekki allan sann- leikann um hvað þeir gera, en vilja miða við það, sem gert er ráð fyrir hjá öðr- um. Ráðgert er að halda þessum rannsókn- um áfram, og sérstaklega fylgjast með 14 ára drengjunum, sem nú voru rann- sakaðir. Erindi dósentsins vakti athygli og var vel þakkað. Umræður um það stóðu síð- an fram undir hádegi og voru á marg- an hátt lærdómsríkar. Danskur læknir, dr. Ehlers, sem stundar lækningar áfengissjúklinga, sagði, að unglingarnir byrjuðu yfirleitt á því að drekka öl, en margir færu síð- an að drekka vín og sterkari drvkki, af því að það þætti fínna. Áfengistízkan hefur fljótt áhrif á unglingana. Öl- drykkjan væri mest meðal verkamanna og iðnaðarmanna. Læknirinn skýrði frá því, að sjúklingur, sem hann hafði undir liöndum, hefði haldið því fram, að hann drykki álíka og aðrir, en sjálfur drakk hann um 40 ölflöskur á dag. Aðrir fyrirlesarar þenna dag ræddu um þetta vandamál, æskan og áfengið, frá öðrum hliðum, svo sem um hvað samfélagið geti gert, þátt menningar- félaga, hvort starfshættir bindindis- hreyfingarinnar væru í samræmi við áhuga og þörf nútímaæskunnar, tóm- stundastörf æskunnar o. fl. Mjög hæfir menn og gagnkunnugir vandamálum æskunnar komu hér fram og gerðu allir verkefni sínu góð skil. Þessi fundar- dagur hafði verið lærdómsríkur, enda vel til hans vandað. Sparaðar 149ooo9ooo Bindindismenn á Norðurlöndum spara sér um 14 milljónir norskra króna árlega í tryggingamálum segir Folket eftir Gunnar Nelker, forstjóra sænska tryggingafélagsins Ansvars. Alls greiða þeir árlega 105 millj. kr. í tryggingagj öld. 77 milljónir af þessu eru í sambandi við tryggingafélög bindindismanna, en hefðu þeir ekki notið þar þessara hlunninda, hefði tryggingakostnaður þeirra almennt orð- ið um 119 milljónir, sagði forstjórinn í erindi, sem hann flutti á norræna bind- indisþinginu í Karlstað. Á Norðurlöndum hafa 283 þúsundir manna tryggt í félögum bindindis- manna. Hér má svo gera ráð fyrir, segir forstjórinn, að við bætist um 400 þús- undir, sem tryggja hjá öðrum félögum, en fá þar einnig sín hlunnindi sökum bindindis og reglusemi. Trygginga- starfsemi bindindismanna, það er þeirra eigin félaga, fer mjög vaxandi og má gera ráð fyrir, segir þar, að við bætist 30,000 tryggjendur árlega. Efgn- ir þessara tryggingafélaga eru nú, sagði Gunnar Nelker, um 100 milljónir (ekki getið hvort eru sænskar eða norskar). Tala þeirra sem tryggja í þessum félög- um eru 245,000 í Svíþjóð, 28,000 í Nor- egi, 7000 í Danmörku, 2000 í Finnlandi og 1000 í íslandi. Félög þessi eru yngst á Norðurlöndum í Islandi, Finnlandi og Danmörku. -K ->C -K LEIBRÉTTING Prentarar tala um prentvillupúka. Hann er stundum furðu hrekkjóttur. 1 minningargrein- inni um Benedikt S. Bjarklind í síðasta tbl. Ein- ingar hefur það atvikast svo, eftir að búið var að ganga frá síðustu Ieiðréttingiun prófarkar- innar, að niður hefur fallið ein lína, en auka lína komið í hennar stað. Þetta er neðarlega í fyrsta dálki annarri blaðsíðu. Málsgrreinin á að vera á þessa leið: „Hann sat mörg þing templara og annarra bindindismanna erlendis sem fulltrúi Islands og var orðiim vel þekktur og mikils metinn meðal bindindismanna á Norðurlöndum.“ I>eir, sem halda blaðinu saman, ættu að strika út aðkomu- línuna, en skrifa hina á jaðar blaðsins.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.