Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 5
EINING J?ú (juitúm PéturMttti? Ajötuy 5. tkUbet 1963 . '^C EINT í september 1918 vorum við, kona mín og 14 daga gamall son- ur á strandferðaskipi á leið til Isafjarðar. Þetta varð 6 daga ferðalag, þótt ekki væri leið löng. Meðal farþega voru ung hjón, glæsi- leg og sérlega mannvænleg alla vega. Það voru þau frú Guðrún Pétursdóttir og Sigurgeir Sigurðsson, nývígður til prests á ísafirði. Engin kynni tókust með okkur þá og lítil einnig þann stutta tíma, sem fjölskylda mín dvaldi í Isa- firði, en lítið grunaði mig þá, að þeirra vináttu ætti eg eftir að njóta um ára- tugi. Annar vetur ungu prestshjónanna í Isafirði varð allri þjóðinni eftirminni- legur, þá herjaði spanska veikin. Fólkið lagðist unnvörpum í húsunum í Isafirði, eins og víðar og oft var lítið um hjálp. I stóru húsi lágu ungu prestshjónin ein og án allrar aðhlynningar, báðir lækn- arnir tóku veikina. Hjálparstúlkan okk- ar fór eitt sinn að vitja prestshjónanna, en ekki haf ði eg mig upp í að f ara þang- að. Það voru þó einna helzt við templar- arnir, sem gengum um dag og nótt til þess að reyna að liðsinna fólkinu. Þá vakti eg einar þrjár nætur hjá mínum ágæta reglubróður, Jónasi Tómassyni, tónskáldi, sem var þungt haldinn. Næst- um eina læknisráðið, sem eg kunni, var að hafa stöðugt heita bakstra á brjóst- um þeirra, sem höfðu snert af lungna- bólgu, og þetta virtist gefast ágætlega. Ég vakti eitthvað einnig á tveim öðrum heimilum og alltaf virtust heitu bakstr- arnir gefast vel. Árið 1920 fluttumst við hjónin svo til Ameríku með börn okkar tvö, annað á fyrsta árinu, en komum heim aftur 1930. Upp úr því ferðaðist eg á annan áratug víðs vegar um landið og kom þá oft til ísafjarðar, og það var ævinlega tilhlökkun að heimsækja prestsheimilið. Séra Sigurgeir var ævinlega sannur vík- ingur í prestsstarfinu, haldinn brenn- andi áhuga og andlegu fjöri, og prests- frúin ávalt hin virðulega, rólega, hýra og hjartahlýja í allri framgöngu. Og svo voru það börnin, jafn elskuleg eins og foreldrarnir, dæturnar tvær, Svan- hildur og Guðlaug, og synirnir tveir, Pétur og Sigurður. Mér er það minnis- stætt, hversu þessir ungu sveinar unnu með föður sínum í æskulýðsstarfi prests- ins. Þar var stundum fullsetin kirkja af ungum sveinum í kristilegu félagi ungra manna, og þar voru prestssyn- irnir góðir þátttakendur. Nú er séra Pétur Sigurgeirsson hinn vinsæli, á- hugasami og ötuli klerkur á Akureyri. Sigurður er fulltrúi í Útvegsbankanum, Svanhildur sendiráðsritari í Stokk- hólmi og Guðlaug læknisfrú í Reykja- vík, gift Sigmundi Magnússyni. Frú Guðrún Pétursdóttir hefur ver- ið lánskona. Barnalánið er öllu láni betra, og hún á vissulega velgerð og elskuleg börn, og eiginmaðurinn hlaut biskupstignina, og eg held, að líf þess mikla áhugamanns um málefni guðs- ríkis hafi í sannleika brunnið upp sem kveikur á lampa, og það brann upp of fljótt. undir orð hans. Þar eru meðal annarra þessi: „Hinna ungu hjóna beið á ísafirði umfangsmikið og heillaríkt starf um rúmlega 20 ára skeið. — „Prófasts- heimilið" á Isafirði varð fljótt rómað fyrir þá kosti, er bezt skarta á hverju heimili. — Eins og að líkum lætur voru þeir margir, sem erindi áttu við prófast- inn og leituðu ráða hans og aðstoðar í hinum margvíslegu málum. Og heimili þeirra prófastshjónanna stóð öllum op- ið, eins og útbreiddur faðmur, það var líkast því, að það lægi í þjóðbraut allra Norður-Isfirðinga. Við arinn þeirra hjóna mætti öllum er að garði bar einstæð alúð, hlýja og risna, sem veitt var af örlæti og höfð- ingslund, þrátt fyrir léleg launakjör og fremur þröngan efnahag. En hjartaauð- urinn og hugarhlýjan leystu hvern vanda, þar voru innstæður sem aldrei þrutu." Svo mælir vinur þeirra, séra Þor- steinn Jóhannesson. Um árabil var frú Guðrún Pétursdótt- ir félagi í góðtemplarastúkunni Vöku í Isafirði, og enn eins og ávallt áður ann hún bindindismálefninu af heilum hug. — Fædd er frú Guðrún og uppalin að Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, dóttir hjónanna Guðlaugar Pálsdóttur og eig- inmanns hennar Péturs Sigurðssonar, útvegsbónda. Árið 1917 giftist hún séra Sigurgeiri Sigurðssyni, sem var þá ný- vígður til prestsembættisins. I sambandi við þetta merka aldurs- afmæli frú Guðrúnar, óskum við hjónin henni allra heilla og blessunar Drottins, og færum henni innilegustu þakkir fyr- ir áratuga vináttu. Pétur Sigurðsson. -D- Frú Guðrún Pétursdóttir. Hlutskipti frú Guðrúnar á prests- heimilinu í ísafirði og á biskupsheimil- inu í Reykjavík, var ekkert smáræði. Hve margir skyldu þeir vera gestirnir og næturgestirnir, sem hún tók vel á móti sem prestsfrú og síðar sem bisk- upsfrú? Hvílík þjónusta og fórnfýsi, og svo allt annað í sambandi við heimili og félagsmálastörfin, því að þeim hef- ur frú Guðrún einnig sinnt allrækilega, eins og margra annarra kvenhetjanna er saga hennar óskráð. Það hefði verið gaman að eiga hér í þessu blaði grein um frúna, eins og þá, sem séra Þor- steinn Jóhannesson ritaði um hana í Morgunblaðið á sjötugasta afmælisdegi hennar. Hann þekkti heimili hennar vel og margir munu þeir vei'a, sem taka Manng'ddub Manngildib'. Margir menn, sem hneigðir eru til prédik- ana eða annarra starfa, gleyma því, að það sem þeir eru, er þyngra á metunum en það sem þeir gera. Guð veit og sér allt, sem með manninum býr, en mennirnir sjá aðeins athafnir hans. Margir furða sig a því, að orðum þeirra skuli ekki fylgja neinn kraftur, en slikt er ekki að undra. — Þegar Napóleon var spurður, hvaða fallbyssutegund vœri bezt, svaraði hann: „Hvernig byssan reynist, kemur mest undir því, hver stjórnar henni — stendur á bak við hana. Hið sama gildir um prédikun manna, uppörfun eða áminn- ing. Hugsun mannsins fær aðallega gildi sitt frá viljastefnu þess, er lætur hana í ljós. Æðsta skylda vor er sú, að vera það, sem við getum verið. Slíkt leiðir til þeirrar skuldbindingar, að láta það eitt af sér leiða í orði og verki, sem Guði er þóknanlcgt. Það, sem maðurinn er, þekkist af verkum hans, eins' og hugsanir hans þekkjast af orðum hans. Frækorn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.