Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 6
EI N I N G JiTl\JTl\J(~^ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur ¦*¦"-*• VJ-1 V VJT menningarmál. Kitstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum f járhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku fslands, kostar 50 kr. árg., 5 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 41956 V. Háskaleg meinþróun ENINGAR, peningar! Þeir eru keppikeflið. Laun fjölda manna hækka að miklum mun og dýrtíðin magnast að sama skapi. Póstþjónusta hækkar í verði, sömuleiðis síminn, verð dagblaðanna rýkur upp og verð nauð- synjanna einnig. Sagt er að bændur þurfi að fá þreföld laun mín, og margir aðrir heimta miklu meira. Hvert á að halda? Hver ræður stefnunni? Hver hefur for- ustuna? Er það ríkisstjórn og löggjafarvaldið? Eða er það þjóðin sjálf, eins og „hjörð sem engan hirði hefur?" Eða er það eitthvert ríki í ríkinu? Vissir hópar virðast þess megnugir að knýja fram kaup- hækkanir, en fá þeir svo kaup sitt í „götótta pyngju," eins og spámaðurinn orðar þetta? Gerir dýrtíðin ekki allar pyngj- ur götóttar, þannig, að í þeim stanzar ekkert, þótt meira og meira sé krafizt. En hvað svo um réttlætið? Þegar ég sá í haust í dagblöð- unum lista hinna 28 launaflokka, varð mér að hugsa í ein- feldni minni. Ekki hefði Kristur samið slíkan launalista. En skiptir það nokkuð kristna menn, hvað hann hinn réttláti hefði gert í þessu máli? Já, réttlætið. Er til nokkurs að spyrja um það í nútíma menningarheimi? Hin óða dýrtíð kemur jafnt niður á okkur öllum, sem enga kauphækkun fáum, eins og hinum, sem fá launahækkun allt að helmingi, ef ekki meira. En hvað svo um atvinnuvegina og skráningu gjaldmiðilins? Er hann skráður á réttu gengi, eða er röng skráning til stórtjóns þeim sem framleiðslustörf stunda, að minnsta kosti á vissum sviðum? Og svo eina spurningu enn. Hvernig ætlar þjóðin að bjarga búskap sínum til lengdar með þessari meinþróun verðlags- málanna? Fyrir nálega 20 árum höfðum við nokkrir menn, sjaldan fleiri en átta, fundi á heimili mínu minnst tvo vetur, oftast hálfsmánaðarlega. Þar komu ýmsir lærðir og mætir menn, ekki alltaf þeir sömu, en oft þó. Ég var aðeins hvetjandinn, en forustan var raunverulega í höndum aldraðs hagfræðings, mesta sómamanns. Aðalumræðuefni okkar var allan tímann: stjórnskipulag. Ekki hefði eg viljað fara á mis við þessa fundi, því að margt bar á góma fræðandi og athyglisvert. En jafnvel þá virtist þessum fundarmönnum óhjákvæmilegt, að þjóðin glataði á sínum tíma sjálfstæði sínu vegna háska- legrar þróunar í fjármálunum, ef þjóðin kæmi ekki á hjá sér starfhæfara þjóðskipulagi en hún hefur búið við síðan hún fékk fullveldið. Ýmislegt, svo sem styrjaldir og styrjaldargróði, hernáms- gróði og gjafafé hefur gert tvíveldisöflunum — hægri og vinstri, í hauslausa stjórnskipulaginu, kleift að hafa hag þjóðarinnar alla undanfarna áratugi á stöðugu uppboði. Þjóðin sjálf hefur verið munaðarleysinginn í höndum flokk- anna. En hve lengi getur þetta uppboð haldið áfram? Og hver verður svo umbun okkar sparsömu mannanna, ef krón- an er stöðugt gerð verðminni? Skuldugir græða. Sparsamir tapa. Ríkur verður ríkari, en fátækur fátækari. Hér er því um háskalega meinþróun að ræða, og hvað verður þá um rétt- lætið og verndina, sem „heiðvirðum" kjósendum er heitið, þegar kosningar eru fyrir dyrum? Hér verður því, eins og ávallt áður, hin eina rétta áskorun siðferðiskröfunar, jafnt til ríkisstjórnar,, löggjafarþings sem allrar þjóðarinnar, þessi: Snúið við! Snúið við! Mannkyn á villugötum þarf alltaf að snúa við. Pétur Sigurðsson. HIN HEILAGA GLOD Ég er orðinn öllum allt, til þess að eg yfir höfuð geti frelsað nokkra. En eg geri allt vegna fagn- aðarerindisins, til þess að eg fái hlutdeild með því. Vitið þér ekki, að þeir sem á skeiðvellinum hlaupa, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigur- launin? Hlaupið þannig, að þér getið hlotið þau. En sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, er bindindissamur í öllu. Þeir til þess að hljóta for- gengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp eg þá ekki eins og upp á óvissu. Ég berst eins og hnefleikamaður, sem engin vind- högg slær, en eg leik líkama minn hart og geri hann að þræli mínum til þess, að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gerður rækur. — 1. Kor. 9,22—27. Þrennt er áberandi í þessum orðum hins mikla postula, sem í draumi eða vitrun heyrði hrópið: „Kom yfir og hjálpa oss," og varð til þess fyrstur manna að fara yfir sundið til Norðurálfunnar með Krists-boðskapinn. Fyrst: Þetta víðtæka frjálslyndi postulans: Hann leitast við að vera öll- um allt, til þess að geta áunnið nokkra. Annað: Þeir menn, sem keppa á leikvöllunum eru bind- indissamir % öllu. Þetta var reynsla íþróttamanna á þeirri öld, að til sigurs var bindindissamt líf nauðsynlegt. Þriðja: Sjálfur hefur postulinn ásett sér að vinna hinn allra mikilvægasta sigur og til þess leikur hann „líkama sinn hart." Hann lifir daglegu lífi í geysihörðum sjálfsaga. Á vandræða- tímum eru menn venjulega vægir við líkamshvatir sínar, menn mikilla makinda og nautna, en lítilla sigra. Nú snýzt kappið um kröfur líkamans, snyrt- ingu hans og eftirlæti við hann, en sálin í svelti og siðgæðið grindhorað. Siðlaus heimur verður ávallt friðlaus heimur

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.