Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 7
EINING £kakal4urínn et ateinJ einn — Sjarqrái ke'wMnA ateinJ eitt Þessi er ein aðalfyrirsögnin á mjög glæsilegu boðs- korti, sem höfuðstöð MRA-manna í Evrópu — Caux (kó) í Sviss sendi víða um lönd, til þess að bjóða mönnum þátttöku í alþjóðlegu þingi þar í ágúst og september 1962. Þessari fyrirsögn fylgja eftirfar- andi setningar: Vandamálið er ekki atómsprengjan, þótt satt sé, að maðurinn getur eytt sjálfum sér með orku þeirri, sem hugvit hans hefur leyst úr læðingi. Vandamálið er ekki kommúnismi, þótt ef til vill fáir í Evrópu geri sér ljóst, hvert markmið menn eins og Krúsjeff og Mao Tse-tung hafa sett sér. Vandamálið er heimsvíðtæk upprcisn gegn Guði. Það er allsherjar siðgæðiseftirgjöf. Sami skaðvaldurinn sundrar og spillir jafnt kommúnistum sem ekki kommúnistum. Hann hefur komið af stað tveim heimsstyrjöldum á þessari öld. Hann hefur gert þann heim, sem kallar sig krist- inn og frjálsan, að vermireit fasisma, nazisma og kommúnisma. Þessi skaðvaldur heitir efnishyggja — hún er andi and-Kristsins, — sú heimshyggja, sem lætur sér annar um hagnað, laun, eignir og yfirráð, heldur en fólkið sjálft, og upphefur manninn í stað Guðs. Takist okkur ekki að sigra þenna skaðvald, stönd- um við andspænis einræði og atómvopnastyrjöld. Mótmæli gegn múrveggnum, ályktanir gegn atóm- vopnum, fyrirskipanir um að skjóta flóttamenn og jafnvel geimflug og rannsóknir leysa ekki vandann. Allan heiminn skortir eitthvað annað og meira. Hann þarf að keppa að sameiginlegu markmiði. Hann þarf að eiga siðferðismælikvarða, sem allir geta viðurkennt og allir geta sameinast um. Eins og komið er, á heimurinn um aðeins tvennt að velja: Róttæka endurreisn siðferðisins eða farast. Þetta gildir jafnt um Austrið sem Vestrið, um stjórn- axvöld og einstaklinga. Hið afgerandi hlutverk nútímamannsins er það, að stofna til nýrrar siðmenningar, sem sameinað getur alla kynþætti og allar stéttir um það, sem er öllu æðra í sögu mannkynsins, það að skapa nýjan heim. Áfengismálin erlendis Síðastliðið vor höfðu sænsk og norsk bindindisblöð það eftir dr. Leonard Goldberg, hinum þekkta sænska prófes- sor í áfengisvísindum og fræðum, að á einum mannsaldri hafi aldur ungra á- f engisneytenda færst niður um f imm ár. Áður þekktist það varla að 14 ára ung- lingar yrðu ofurölvi, segir prófessorinn, og núverandi ástand sé „hræðilegt." Hættan því meiri, sem unglingarnir séu yngri, er þeir venjast áfengisneyzlunni, en þetta er nú að verða algengt og áberandi í stórborgunum ekki sízt, og í skemmtanalífi. Prófessorinn segir ennfremur, að venjulega byrji unglingarnir á öli og víni, sjaldan brennivíni, og þeir komist fyrst á lagið í samkvæmis- og félagslífi. Að gera að venju áfengislaust sam- kvæmislíf sé því hið mikilvæga. Skýrsla frá iðnaðarmálastofnun í Köln, segir að ölneyzlan í Vestur-Þýzka- landi hafi þrefaldast á 12 árum. Árið 1962 var ölneyzlan þar 110 lítrar á mann í landinu og til viðbótar því 15 flöskur kampavíns, 2 fl. koníaks, vín- tegundirnar hinar eru ekki nefndar. í Svíþjóð verja menn dag hvern sex milljónum sænskra króna til kaupa á- fengra drykkja. Þar er brennivíns- neyzlan hæst í heimi. Á merkri ráðstefnu í Karlskrona fyr- ir skömmu, um áfengis- og bindindis- mál, flutti innanríkisráðherra Svía, Rune Johansson, mjög athyglisvert er- indi, gat þess m. &., að gæti þjóðin losnað að mestu við áfengið, væri unnt að bæta lífskjör almennings um 5 af hundraði. Þannig lítur ráðherrann á áfengisgróða Svía. Er þetta ekki íhug- unarefni ? Ráðherrann sagði, að bindindishreyf- ingin þyrfti sannarlega ekki að biðjast neinnar afsökunar á starfsemi sinni. Hún hafi verið og sé enn mjög mikil- væg. Enn sé mjög áríðandi að hvetja menn til bindindissemi, aðferðirnar geti verið sitt á hvað, samkvæmt tíðarand- anum. Hann minnti á hið glæsilega kjörorð templara: Heimurinn er verk- svið vort. Kom nokkuð inn á vandamál framandi þjóða, nefndi t. d. Suður- Kóreu, en þar kosta Norðurlönd sjúkra- hús, sem er um leið fræðslustofnun. Af 25 milljónum íbúanna eru 800,000 berklasjúklingar, og helft þeirra smit- berar. Víða er því þörf á hjálpandi höndum, sem stjórnast af bræðralags- hugsjóninni og friðarvilja. Ráðherrann minnti á orð dr. Gold- bergs um að þar sem áf engisneyzla væri venja í landi, hlytu alltaf margir að ánetjast henni og verða henni háðir. Fjöldi manna fullyrti þó, að slíkt næði ekki til þeirra, en sögðu ekki einnig hin- ir „200,000 áfengissjúklingar í landinu þetta hið sama," hafði prófessorinn sagt. Einnig það, að mestur hluti þjóð- arinnar drykki ekki mikið brennivín, en tíundi hluti hennar drykkju 40 sinnum meira en almenningur. 10 af hundraði þjóðarinnar drykkju 85 af hundraði brennivínsins, sem selt væri í landinu, og drykkjufíkn flestra þessara væri svo áköf, að hún mætti heita óstjórnleg. Þeir sem 18 ára tækju að drekka að staðaldri, yrðu á átta árum áfengis- sjúklingar, fleiri ár þyrftu þeir ekki til þess. Margt mjög markvert er í þessu er- indi ráðherrans.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.