Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 8

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 8
8 EINING Konnrnar á kirkjnbekk.110111 S, AÐ er oft talað með lítilsvirðingu \ um konurnar, sem bezt sækja J kirkjur. Og nýlega hefur norsk- ur prestur skrifað grein um þetta, sem hann nefnir grófu heiti og kallar: „Kerlingarnar.“ Fer hann þar að málvenju fólksins, sem reynir að lítilsvirða trygga kirkju- gesti og traust starfsfólk í söfnuðum. Norski presturinn segir: Árdegis á sunnudegi var ég á leið til kirkjunnar og heyrði allt í einu sagt glaðlega: „Góðan dag. Það er naumast að þú gengur í þungum þönkum.“ „Já, ég er að fara í kirkjuna til að predika, sagði ég. „Fyrir kerlingarnar, sagði þessi kunningi minn glaðlega, og um leið með þessu venjulega háðsbrosi þeirra, sem gera gys að „gamaldags guðrækni“, sem svo er nefnd. Svo var hann horf- inn. En þetta atvik var til þess, að ég fór að hugsa málið, heldur presturinn áfram. „Kerlingarnar," sem svo eru nefndar, eru flestar á aldrinum frá fertugt til sjötugs, það er að segja hin- um virðulegasta aldri mannsævinnar. Og svo segir hann: Eg dái þær og elska, og tel þær meðal hinna merkustu þegna þjóðar sinnar, og þar er næstum allur samanburður útilokaður. Þegar þessar konur hafa lokið erfið- um og oft leiðinlegum heimilisstörfum, við uppþvotta, bleyjuþvott af barna- börnum, húsþrif og þj ónustubrögð, taka þær að sér í tómstundum, það sem kalla mætti hið almenna móðurhlutverk í þjóðfélaginu. 1 samstarfi og sambandi við söfnuð sinn vinna þær að fjáröflun til alls kon- ar menningar og líknarstarfa, allt frá því að skreyta kirkju sína dýrmætum gripum og til þess að styrkja öryrkja og öreiga, koma upp hælum og stofnun- um fyrir munaðarleysingja, ellimóða, blinda og daufdumba, vangefna og veg- villta. Og auk þess hafa þær oft for- ustu um safnanir til flóttafólks og' kristniboðs í fjarlægum löndum og heimshlutum." „Hugsið ykkur,“ segir hann, „til sam- anburðar blessaðar ungu stúlkurnar, sem eiga það helzta áhugamál að ganga í augun á piltunum eða sigra í næstu fegurðarsamkeppni. Út af fyrir sig ekki óeðlilegar óskir, en hve himinhár mun- ur. Eða við karlmenn, hvað gerum við yfirleitt í frístundum okkar? Sitjum eða liggjum með bók eða blað ýmist reykjandi eða í svefndæsi.“ Þannig farast þessum norska embætt- isbróður orð, og sannarlega vil ég taka undir þau af öllu hjarta. Hvernig væri og færi um allra kirkju- byggingarnar og messuklæði, skreyt- ingar og hljóðfæri helgidómanna, ef ekki væru kvenfélögin með alla sína bazara, kaffikvöld og fundi, nefndar- fundi, símtöl og stj órnarfundi, alla sína fórnfýsi og fúsleika? Og hvað væri um framkvæmdir í öllum líknarsamtökum og mæðrahjálp og vetrarhjálp og gamalmennaglaðn- ingi, ef ekki væru þessi kvennasamtök og kvennastörf, konur sem alltaf hafa tíma til alls í öllum sínum önnum; kon- ur, sem vinna kraftaverk í ysi hvers- dagsleikans, og gætu fyrst og fremst spurt eins og hinir útvöldu, þegar átti að fara að verðlauna þá: „Hvenær sáum við þig hungraðan eða þyrstan, sjúkan eða í fangelsi og önnuðumst þig“. Og það er undrun í röddinni, því þeim finnst þær ekkert hafa gert annað en hið hversdagslegasta og sjálfsagðasta. Og ekki þarf því að segja, að boð- skapur kristni og kirkju falli í hrjóstr- ugan jarðveg meðan slík starfsemi er hvarvetna í blóma, og þær sem standa fremst og gera mest, eru yfirleitt kon- urnar, sem sjaldnast láta sætin sín í kirkjunni auð. Ef ætti að reisa minnismerki um kristileg störf við kirkjur hér á landi, þá vildi ég leggja til að þar yrði fyrst gert tákn konunnar á kirkj ubekknum, hinnar fórnfúsu, hugkvæmu kvenfélags- konu, sem vakir yfir velferð alls i söfnuði sínum, með hlýju brosi á vör- um og vermandi glóð kærleika og gleði í augunum. Árelíus Níelsson. -x -jc * ^enytineifáta £i)ía eifkát Árið 1962 óx áfengisneyzla Svía 3,4 af hundraði. Drykkjureikningur þjóð- arinnar tæpir tveir milljárðar sænskra króna, eða 376 krónur á hvern íbúa eldri en 21 árs. Og svo eru menn að reyna að troða þeirri falskenningu upp á okkur fslendinga, að sterka ölið hafi bætt ástandið i áfengismálum Svía. Ár- ið 1962 supu þeir 1,60 lítra af sterka ölinu á hvern íbúa, en þrátt fyrir ölið drukku þeir 8,02 lítra af brennivíni á hvern íbúa eldri en 15 ára. Ekki skortir þó fræðslu og vísinda- mennsku í Svíþjóð varðandi áfengis- málin, en það þarf eitthvað fleira en tölur, skýrslur og vísindalegar rann- sóknir til þess að leysa vandann. Menn skyldu hafa það hugfast, að flestir stjórnast miklu fremur af tilfinningum en þekkingu. í áfengismálum og eitur- lyfjanotkun hafa oft þeir menn reynst einna lakastir, sem mesta þekkinguna hafa haft á þeim málum. Stjórnist gerð- ir manna ekki af siðferðisþroska, þá verður þekkingin ein haldlítil. Heita má að hver fulltíða maður viti, hvílíkur bölvaldur áfengisneyzlan er, en samt er allur þorri manna sinnulaus gagn- vart því margþætta vandamáli, þótt fólk vilji annars leggja flestum líknar- málum lið, af því að þau tala öllu frem- ur til tilfinninganna. Stökur Óskiljanlget. Aldrei skil eg þann ófönguð, né í því máli skaparans vörn, að almáttugur og alvís Guð skuli eiga svo flónsk og pörótt börn. □ Vítin. Oft eru háðar svæsnar sennur í sálardjúpum villingjans, en hvergi víti heitar brennur, en hjartakvöl hins seka manns. □ Ánægður væri eg þá. Ef eg væri einn af þeim — una myndi eg slíku, sem geta rúmað heilan heim í hjarta kærleiksríku. □ Réttlætið. Réttlætið er stundum strangt, stórt í réttarsölum. Ef eg geri eitthvað rangt, er mitt hjarta í kvölum. □ Ef ekki. Fátt eitt myndi græta geðið gagnvart því, sem liðið er, ef ég hefði aldrei beðið ósigur fyrir sjálfum mér. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.