Eining - 01.11.1963, Qupperneq 9

Eining - 01.11.1963, Qupperneq 9
EINI NG 9 t * Arsrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjnm »ETTA myndarlega rit hefur ver- ið að færast í aukana öll síðari árin, í fyrra rúmar 400 blaðsíð- ur, nú nokkrum blaðsíðum stærra, en gildi bókar skal ekki metið eftir stærð hennar. Blik, síðasta skólaársins efnir það sem það lofar við fyrstu sýn, og meira en það. Þetta er feiknamikið les- mál, en mjög fjölþætt, fróðlegt, heil- brigt og skemmtandi einnig. Það er prýtt miklum fjölda mynda, af mönn- um, fjölskyldum, húsum, skipum, byggðasafni Vestmannaeyja, af sjó- mönnum og sérkennilegum mönnum, af hópum íþróttamanna og svo stórum hópmyndum af myndarlegu ungu fólki. — nemendum og kennurum skólans. Ritið hefst á hugnæmri hugvekju eftir séra Þorstein Lúter Jónsson. Svo taka við mestu ritgerðir bókarinnar, Saga séra Brynjólfs Jónssonar, prests að Ofanleiti, tæpar hundrað blaðsíður. Stórfróðleg saga, ekki aðeins um þenna rómaða sæmdarmann, heldur og góð spegilmynd af lífi þjóðarinnar á furðu- legum tímum, þegar saman fór margt, sem mannveruna beygir, sannprófar seigluna og leiðir oft í ljós mikinn dugn- að og jafnvel afrek við margvíslega erf- iðar aðstæður. Hér má svo nefna nokkrar aðrar rit- gerðir Bliks: Sögu barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Kennaratal frá 1904 —1937. Lífskjör þurrabúðarmanna í Eyjum um aldamótin 1900. Og svo aðrar minni: Fiskiróður. Mormónar í Vest- mannaeyjum. Danski garður í Vest- mannaeyjum. Skýrsla skólans 1961— 1962 og svo enn styttri greinar, all- margar, sumt af því gamanmál. Undirritaður verður að játa það, að allt þetta hefur hann ekki getað lesið enn, svo að því verði lýst að gagni. Fyrsta mikla ritgerðin um afreksklerk- inn varð fyrst og fremst áhugaefnið, og er það skiljanlegt þegar biað eins og Eining á hlut að máli. Eitt af mörgu, sem gerði ævistarf séra Brynjólfs Jóns- sonar sögufrægt var hans mikla og nyt- sama bindindisstarf. Honum varð það fljótt ljóst, að í fátækt og erfiðleikum manna, var áfengið einn mesti bölvald- urinn. Ritgerðin segir margt um þenna merka þátt í ævistarfi prestsins. Mjög framarlega í ritgerðinni skrif- ar höfundurinn, Þorsteinn Þ. Víglunds- son, skólastjóri, á þessa leið: „Árið 1844 stofnuðu nemendur Bessa- staðaskóla með sér bindindisfélag. Venjulega eru slík félög stofnuð fyrst af knýjandi nauðsyn og sárri þörf. Svo mun það hafa verið í Bessastaðaskóla, þar sem nautn áfengra drykkja mun hafa legið í landi og háð námi sveina. I bindindisfélagsskapnum í Bessa- staðaskóla varð almenn þátttaka skóla- sveina. Áhrifa bindindisfélagsins gætti þegar í skólanum, bætti allan skólabrag- inn, hafði mennileg áhrif á framkomu nemenda og jók ástundun þeirra og kostgæfni, svo að kennarar dáðust að. Leiddi þetta til þess, að flestir ef ekki allir kennarar skólans gengu í félags- skap þenna á næsta ári (1845) og störf- uðu þar með nemendunum.“ (Slíkt þyrfti að gerast nú, 1963, í landi voru. P. S.). Um Brynjólf Jónsson segir: „Hann tók þegar þátt í félagsskapnum, til- einkaði sér hugsjón félagsins og var trúr málefninu og bindindishugsjón- inni alla tíð síðan til æviloka . .. Bindindisheitið, er séra Brynjólfur vann í Bessastaðaskóla, og það spor, er hann þá steig, taldi hann sér ávallt annað mesta gæfuspor sitt í lífinu, og það varð honum til mikilla heilla og sóknarbörnum hans, og honum sjálfum til ævarandi sæmdar. Aðeins einn skólabróðir séra Brynj- ólfs frá Latínuskólanum í Reykjavík (1846—1848 er talinn hafa haldið bind- indisheit sitt alla ævi eins og hann. Það var séra Magnús Jónsson, hinn merki prestur á Skorrastað í Norðfirði og síð- ar í Laufási við Eyjafjörð (faðir Jóns Magnússonar sýslumanns í Vestmanna- eyjum og síðar forsætisráðherra). Séra Magnús Jónsson var merkur bindindisfrömuður á Austur- og Norð- urlandi." Heillasporin verða oft afdrifarík kynslóð fram af kynslóð, engu síður en óheillasporin, nema miklu fremur. „Ég Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgerða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni misk- unn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.“ — Þannig segir í sambandi við hina merkustu löggjöf mannkynssögunnar. Ritstjóri Bliks getur þess, að við lok guðfræðináms í Prestaskólanum 1848 hafi séra Brynjólfur fengið „fyrstu að- aleinkunn" og orðið efstur þeirra, sem í þetta sinn útskrifuðust. Ritstjórinn segir svo: „Þannig höfum við þá kynnzt hinu unga prestsefni, sem síðar varð andleg- ur höfðingi Vestmanneyinga, fórnfús fræðslu- og félagsmálaleiðtogi þeirra um þriðjung aldar og styrkur og stoð fátækra, sjúkra og snauðra þar öll sín starfsár.“ Áfengisbölið og Eyjabúar heitir einn kaflinn í þessari fróðlegu ritgerð. Þar segir höfundur m. a. orða: „Orð hafði af því farið, hversu drykkjuskaparbölið væri almennt og átakanlegt í Vestmannaeyjum um þess- ar mundir, og presturinn þar (séra Jón Jónsson Austmann) sízt nokkur eftir- bátur, nema síður væri, enda kom til tals að setja hann af embætti eitt sinn sökum drykkjuskapar, en sólcnarbörn hans báðu gott fyrir hann, og fékk hann þá að halda embættinu með áminningu. í kjölfar áfengisnautnarinnar þró- aðist margs konar önnur ómenning eins og enn á sér stað og alltaf hefur viðgengizt, svo sem lauslifnaður, hnupl, gripdeildir, framtaksleysi, sóðaskapur og illindi, sem stundum leiddu til handa- lögmála á almannafæri eða í búðum selstöðukaupmanna. — Guðsþjónustur urðu iðulega fyrir truflunum af ölvuð- um kirkjugestum, sem sumir hverjir hétu að vera mektarbændur í Eyjum. Af þeim ástæðum var sumum Eyjamönn- um gersamlega bönnuð lcórseta í Landa- kirkju. Auðvitað tók enginn tillit til orða prestsins eða kenningar, þar sem hann var sjálfur kunnur að því að „þramma hinn breiða veginn“ Bakkusar, svo að orð fór af utan Eyja. Manngæzka prestsins orkaði ekki þar á móti að vinna, þótt hann ætti hana í ríkum mæli.“ Um þetta siðferðisástand segir rit- stjóri Bliks, að Aagaard sýslumaður hafi 40 árum síðar farið svofelldum orðum við kistu séra Brynjólfs: „ . . . þegar hið siðferðilega ástand hér var mjög hryggilegt og dimmt . . .“ Þá kom siðbótarmaðurinn til Eyja, að- stoðarpresturinn, séra Brynjólfur Jóns- son. Hann átti eftir að sameina hin margþættu siðbótarstörf: Vera fyrir- mynd sem dyggur drottins þjónn, fröm- uður bindindismála, fræðslumála, fá- tækramála og framfara. Blik greinir ýtarlega frá stofnun bindindisfélagsins 27. nóv. 1864 og hinna víðtæku áhrifa

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.