Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 10

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 10
10 EINING þess á allt líf Eyjabúa, birtir einnig reglugerð f élagsins og segir svo: „Þannig hljóðaði þá reglugerð hins merka Bindindisfélags Vestmannaeyja, þar sem Eyjabúar ruddu brautir í menningarmálum með forustu sóknar- prestsins." Ekki má vanþakka það, að síðan haf a margir ágætir klerkar hér á landi lagt bindindisstarfinu drengilegt lið, en hvað myndi nú gerast, ef allir klerkar landsins fetuðu í fótspor séra Brynjólfs Jónssonar, en ekki aðeins klerkar, held- ur og skólastjórar og kennarar, og svo ýmsir aðrir embættismenn landsins. Þá myndu ekki gerast Þjórsárdalsævin- týri. Getur þetta ekki orðið, að forustu- menn þjóðarinnar veiti hina heillavæn- legustu forustu? Séra Brynjólfur var sannur forustu- maður. Hann tók upp þann sið að hús- vitja þrisvar á ári, til þess að örva lestrarnám og kunnáttu barna og ung- menna, hann átti þátt í að ryðja braut í öryggismálum, að koma upp barna- skóla og var þar eins konar skólastjóri um sinn, hafði forustu um að koma á fót lestrarfélagi, og margt fleira er tal- ið í hinni merku ritgerð, og á þetta minntust þeir rækilega, áðurnefndur sýslumaður og Þorsteinn Jónsson hér- aðslæknir í ræðum sínum við útför séra Brynjólfs. Meðal annarra orða segir sýslumaður: „Ég skal aðeins nefna það, að það var hann, þegar hið siðferðilega ástand hér var mjög hryggilegt og dimmt, sem stofnaði bindindisfélag það, sem enn er til og hefur sýnt sig svo blessunarríkt í verkun sinni til að hefja almenning upp úr þeirri niður- lægingu, sem hann var sokkinn í." Árið 1877 „komst prestur að þeirri niðurstöðu," segir í Bliki, „að Islending- ar hefðu varið miklu meira fé fyrir vín- föng á undanförnum 7 árum en næmi þeim fjárupphæðum, sem þeim hafði verið gefið erlendis frá á undanförnum sultar- og neyðartímum (árin 1880— 1883)." Á margt fleira í sögu þessa merka manns, og í Bliki yfirleitt, væri vert að minnast hér, en þetta er þegar orðið töluvert mál og verður því látið staðar numið að þessu sinni, en gott verk hef- ur Þorsteinn Þ. Víglundsson, skóla- stjóri, unnið með útgáfu Bliks, og ekki sízt þessa síðasta árgangs. T. d. er hin merka saga séra Brynjólfs Jónssonar þar mikill fengur. Pétur Sigurðsson. l/íáa botnuo Hlæjandi andlit — grátandi hjarta Dag nokkurn kom maður til læknis að leita sér heilsubótar. Hann kvartaði undan erfiðum hugsunum, sem gerðu sig leiðan á lífinu og það svo, að nú væri honum farið að finnast það óbæri- legt. Læknirinn rannsakaði hann vand- lega og fann engin sjúkdómseinkenni. „Yður skortir eitthvað upplífgandi og skemmtilegt. Reynið að lesa góða skáld- sögu. Slíkt er gott meðal." Maðurinn hristi höfuðið sem vildi hann segja: ekki lízt mér á það. „Jæja, ef til vill yrði yður gagnlegt að sitja nokkur kvöld í leikhúsinu. En andlit gestsins sýndi, að ekki geðjaðist honum að þessu heilræði. „Þá er eitt eftir," sagði læknirinn, „sem eg vil ráðleggja yður. Komi það ekki að haldi, held eg að þér séuð ólækn- andi. Hafið þér ekki heyrt um fræga skopleikarann, sem látið hefur allan heiminn hlæja, og er nú einmitt staddur hér í bænum. Farið og hlustið á hann og komið svo aftur og látið mig vita um árangurinn." „Æ, æ," sagði aumingja maðurinn. „Vitið þér, læknir, hver ég er? Ég er hinn frægi skopleikari." Krigsropet. Rétt er það, sem norska Herópið bæt- ir við þessa frásögn, að þótt hlátur geti oft verið heilsusamlegur, þá fullnægir hlátur og galsi ekki mannssálinni, henn- ar innsta þrá hrópar á annað meira og betra. Eina meðalið, sem þar nægir er sá friður, sem „yfirstígur allan skiln- ing," en hann fæst aðeins í sambandi sálarinnar við friðarins Guð, og Guð „allrar huggunar." Fyrir nokkru falaði ritstjóri blaðsins botn í eftirfarandi vísuhelming: Vér hræðumst myrkrið hrollkalt og svart, þar hjörtu vor óyndis kenna. Fáir hafa sent botn, en þó hafa borizt þessir: Því látum vér trúarljósið bjart á lömpunum vorum brenna. Anna Eiríksdóttir. En lyftum þó hug í heiðloftið bjart, þar hnattsólir brautirnar renna. Ingimar H. Jóhannesson. En brátt kemur vorið með skrúð sitt og skart og skuggar af hólminum renna. J.A. 1 skammdegismyrkrinu skeður þó margt, er skíðin á eldinum brenna. J.A. Að skugganna baki' er þó skínandi bjart, því skal þangað huganum renna. I. H. J. En finnst honum Pusa þó betra að sé bjart, er Betu hann örmum vill spenna? G.G. Þó lýsir oss von um vorið bjart, vitið: þá hættir að fenna. Þ. G. Munum þó eitt: Það er alls staðar bjart, þar sem eldar kærleikans brenna. Allir eru botnar þessir góðir, en vísa mín varð til upphaflega á þessa leið: Vér hræðumst myrkrið hrollkalt og svart, þar hjörtu vor óyndis kenna, en gleðjumst við lífið og ljósið bjart, því ljósið er myrkrið að brenna. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.