Eining - 01.11.1963, Síða 11

Eining - 01.11.1963, Síða 11
EINING 11 700.000 konur áfengis- sjúklingar einnar þjóöar Þetta gildir Bandaríkin og er talan álitin fremur of lág en há. Konan, sem nefnir þessa ískyggilegu tölu, er þekkt víða um lönd og þjóðkunn í Ameríku. Hún veitir forstöðu glæpavarnaráði Illinois-ríkis — Crime Prevention Bureau, og er hlutverk þeirrar stofn- unar að reyna sem bezt að afstýra af- brotum ungmenna, og í þeim erindum ferðast forstöðukonan, Lois Lundell Higgins, víðs vegar í Ameríku, flytur fyrirlestra í sambandi við ýmsar stofn- anir, félög og félagasamtök, og fræðir æskulýðinn. Hún hefur hlotið ýmiss kon- ar viðurkenningu, einnig doktorsnafn- bót og hún er forseti alþj óðasambands kvenlögreglu. Hún er margfróð og reynd, og því oft leitað umsagnar henn- ar um áfengisvandamálið, afbrot ung- menna og eiturlyfjanotkun. Meðal ann- ars eru orð hennar á þessa leið: „Þegar móðirin á heimilinu er áfeng- issj úklingur, eru áhrif þess á börnin vit- anlega hræðileg. Eitt af því ömurleg- asta, sem hugsast getur, eru foreldrarn- ir báðir drekkandi á knæpu, en börnin á meðan ýmist í bakherbergi eða skilin ein eftir heima. Ef börnin eru átakan- lega vanrækt líkamlega, getur lögreglan komið til skjalanna, en erfiðara er að fylgjast með hinum mjög svo skaðlegu áhrifum á sálarlíf barnanna, sem oft eru upphaf til afbrota og glæpa. Varðandi ógiftu drykkjustúlkurnar kemur upp önnur hlið vandamálsins. Mikill fjöldi óskilgetinna barna eru ávöxtur drykkj ukvölda. Enn óskaplegra er þó það, að fóstureyðingar eru taldar vera tíðari en nokkru sinni fæðingar óskilgetinna barna. Hér er undirrótin einnig oftast áfengisneyzlan. Stundum kemur fyrir að ung gift kona grípur til fóstureyðingar sökum þess, að mað- ur hennar hefur sóað launum sínum í áfengisdrykkju eða misst atvinnu sína vegna óreglu. Eg tel, að örugglega megi fullyrða, að áfengisneyzla ungra stúlkna og kvenna yfirleitt eigi sinn þátt í hinni almennu siðferðishnignun með því að eyðileggja þá virðingu og sæmd, sem konunni bar áður. Þeim hollu áhrifum á samfélagið er þokað frá, og uppskera þjóðarinnar af þessu er svo hinn geig- vænlegi glæpafaraldur nútímans." Hvað hafa kristnar þjóðir gert af samvizku sinni, trú og lífsskoðun, sem halda áfram með áfengissölu og horfa svo upp á allar afleiðingarnar. Finnst mönnum 700,000 ofdrykkjukonur í einu þjóðfélagi, þótt stórt sé, hreinn hé- gómi? Og hvað svo ef litið er á eyði- leggingarverk áfengisneyzlunnar um heim allan? „ALLT LAIJFLÉTT” STIJMDIJIVI í samtali við leikkonuna Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur, Vísir 30. sept. sl. eru eftir- farandi setningar: ,,Og svo eru engin tvö kvöld eins í leik- húsinu — stundum er stemmningin svo þung, að varla er unnt að rísa undir byrð- inni, en önnur kvöld er allt lauflétt og geng- ur eins og í sögu.“ Þetta þekkja víst margir, ekki aðeins leik- arar, heldur og kennarar og predikarar, prestar og fyrirlesarar. Þessi reynsla manna sannar, hve tengslin — hin ósýnilegu — eru náin og áhrifarík milli manna. Mætti af þessu margt læra. Ekki aðeins orð og fram- koma manna valda mismunandi áhrifum, heldur og tilfinningar og hugsun, samúð og andúð, þótt orðlaus sé. Á þeim árum, er eg stundaði mest blaða- laust fyrirlestrahald, gat eg stundum liðið næstum kvalir. Þurfti þá jafnvel ekki nema einn mann af hundrað til þess að gera byrði mína blýþunga, þótt eg vissi engin deili á honum og hann aðhefðist alls ekkert ó- þægilegt, og eins gat aftur jafnvel aðeins einn tilheyrandi magnað svo anda minn að stemmningin varð hlátt áfram yndisleg. Eg fann strax einn ágætan tilheyranda eða afleitan í stórum tilheyrendahópi, þótt eg þekkti fólkið alls ekki. Þetta gat þá stundum gert ræðu mína áhrifalitla eða jafnvel mátt- uga. Meðal annars af þessum ástæðum, hef eg um ævidaga mína ágirnst fremur en allt annað vináttu og góðvild manna, en vita- skuld hef eg æði oft unnið til liins gagn- stæða. Ræðumönnum og ekki sízt vand- læturum, hættir mjög til að ergja menn og hneyksla, en stundum tekst þeim líka að hrífa menn, gleðja og uppörfa, og það er bezta hlutskiptið. P. S. ÝKIIM Hún getur aldrei sagt neitt án þess að ýkja svo mjög. — Jú, það er eg viss um. Spurðu hana um aldur hennar, svaraði hinn. IXIauðsynlegt að muna Eg veit það, elskan mín, sagði hinn ást- fangni, að eg er þín ekki verðugur. — — Hafðu það hugfast alla tíð, svaraði hún, þá verður hjónabandið gott. Áfengissalan 1. júlí til 30. sept. 1963. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík .............. kr. 58.055.280,00 Akureyri ................. — 10.256.403,00 ísafirði ................. — 2.040.521,00 Siglufirði ............... — 2.599.402,00 Seyðisfirði .............. — 3.776.640,00 kr. 76.728.246,00 Á sama tíma 1962 segir: Selt í og frá Reykjavík ......... Akureyri........... ísafirði .......... Siglufirði ........ Seyðisfirði ....... var salan, eins og hér ..... kr. 48.833.791,00 .....— 7.788.744,00 .....— 2.025.472,00 .....— 3.540.823,00 .....— 4.418.264,00 kr. 66.607.094,00 Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins samtals kr. 200.425.080,00 en var sömu mánuði 1962 kr. 168.700.824,00. Söluaukning um 18%. Áfengisvarnaráö. (Hevmild: Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins.) SLYSAFRÉTTIR Skuggalegar eru slysafréttir blaðanna. Um 60 hörn á aldrinum 3ja til 12 ára hafa slas- ast í umferðinni í Reykjavík á þessu ári. Árið 1962 urðu umferðarslysin á 6. hundrað fleiri en árið áður, og á þessu ári eru þau þegar orðin 200 fleiri en árið 1962. Oftast á ógætni og kæruleysi sök á slys- unura, hvort sem er þeirra, sem barna eiga að gæta, gangandi manna eða ökumanna. Ilvers konar gætni er það, að ofurlítil ising nokkrar klukkustundir á götum borgarinn- ar skuli þurfa að valda „miklu tjóni ?“ 30 bílar lenda í árekstri á rúmri klukkustund. Tjónið í einstaka tilfellum allt að 30—40 þúsund kr. Átakanlegust eru þó dauðaslysin, sem eru geigvænlega mörg í öllum menn- ingarlöndum ,einnig í okkar fámenna landi. Vissulega mætti draga mjög úr þessu og mörgum öðrum meinum mannfélagsins, ef menn stjórnuðust af gætni og nægri ábyrgð- artilfinningu. VILDI EKKI STÖÐVA FRLIMA Eg lief ekki talað við konu mína síðustu þrjá daga, sagði maður nokkur við kunn- ingja sinn. — Það er nú ekki mikið sagði hinn, ég hef ekki talað við mína í þrjú ár. Hvernig má það vera? spurði hinn. — Jú, sérðu, eg hef ekki viljað grípa frammí fyrir henni. IUUIMIÐ ÞETTA Að láta afgreíðslu blaðsins vita, ef það kem- ur fyrir að blað komi til ykkar óhreint eða skemmt á einhvern hátt. Nauðsynlegt er að fá vitneskju um þetta, og er þá hægt að bæta úr því. Munið einnig að tilkynna bústaðaskipti. VILDI VERA ROTTA Kunningjar tveir sátu saman í leigubíl á heimleið. Þeir liöfðu verið í votu samkvæmi fram á nótt. Æ, eg vildi að eg væri nú orðinn að rottu, sagði annar. — Hvers vegna? spurði hinn. -— Jú, rotta er hið eina sem kona mín hræð- ist.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.