Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 12

Eining - 01.11.1963, Blaðsíða 12
12 EINING Slæmur siður 7 Heilsuvernd, 4. hefti þessa árs, rit- ar Björn L. Jónsson læknir greinarstúf, sem heitir Reykingar í járnbrautum og flugvélum. í upphafi greinarinnar segir svo: „Reykingar eru svo útbreiddar um allan hinn menntaða heim, að flestir telja þær sjálfsagðan hlut, og þeir, sem ekki reykja, sætta sig margir við óþæg- indin af þeim möglunarlaust. Reykinga- menn skeyta engu þeim miska, sem þeir valda öðrum með tóbaksreykingum. Þeir vaða reykjandi inn í ókunnug hús eða kveikja þar í sígarettum án þess að spyrja um leyfi. Þeir reykja í lang- ferðabílum, jafnvel þótt þeir séu beðnir að reykja ekki vegna bílveikra farþega. 1 heimahúsum fylla þeir jafnvel svefn- herbergi og barnaherbergi af tóbaks- reyk, og í skrif stofum er það látið átölu- laust, að einn eða tveir menn mengi andrúmsloftið fyrir heilum hópi starfs- fólks." Þessi orð læknisins eru vissulega sönn og tímabær. Það er slæmur siður. að mönnum skuli leyfast að reykja við vinnu sína, t. d. á skrifstofum og verk- stæðum. Við sem ekki reykjum verðum stundum að sætta okkur við það, að sitja misjafnlega lengi í ýmsum bið- stofum, þar sem loftið er þrungið af tóbaksreyk. Nýlega kom eg þar, sem allmargt fólk vinnur, það var í ríkis- stofnun, og minnsta kosti einn starfs- maður reykti duglega pípu sína. Þetta nær auðvitað engri átt, bæði gagnvart starfsfólki á staðnum og viðskipta- mönnum. Þessar reykingar við inni- vinnu, og helzt alla vinnu eiga að leggj- ast niður, nema þá þar sem maðurinn er einn út af fyrir sig, því að tilgangs- laust er sjálfsagt að vona, að allar reyk- ingar leggist niður á núverandi menn- ingarstigi þjóða. 1 grein sinni segir Björn L. Jónsson frá því, að í Svíþjóð hafi verið fram- kvæmd skoðanakönnun varðandi reyk- ingar í ríkisjárnbrautavögnunum. „Svör bárust frá 5675 manns, og 3 af hverjum 4 vildu sitja í klefa, þar sem reykingar eru bannaðar." Þeir voru þannig í miklum meiri hluta, sem vildu vera lausir við reykinn. P.S. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR h.f, Reykjavík • Kaupið timbur og ýmsar aðrar byggingavörur. hjá stærstu timburverzlun landsins IJW^WM BÆTIR TJOHHI Frá Ríhisins Á skrifstofu áfengisvarnaráðs, Veltusundi 3, Reykjavík, geta menn fengiö ýmis fræðslurit og upplýsingar um bindindis- og áfengismál.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.