Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 3
EINING John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna Satnlei'S hafa löngum átt í mann- lieimi dísirnar tvœr GleSi og Sorg. Vart höföum viö lokiö því aS lesa og hlusta á fréttir af hinni opinberu heimsókn forsetahjónanna til Bret- lands, þegar um heiminn flaug slík hamrafregn, dö allan heim setti hljóS- an. Forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, hafSi veriS myrtur. Hér áttu viS orS Bandaríkja IjóSskáldsins Longfellows: It was as if an earthquake rent the hearthstones of a continent. ÞaS var sem álfan öll þann dag méS ógnum fengi hjartaslag. Enn einu sinni hafSi veriS á ferS- inni illur útsendari myrkravaldanna til þess aS vinna hiS hörmulega ó- dœ'Sisverk. — En nú mun tvístirniS bjarta: Lincoln-Kenndy, Ijóma um alla framtíö á söguhimni Bandaríkj- anna. Saga liins unga forseta var allt frá dögum æsku lians hetjusaga — saga afburöamannsins, sem á stuttum stjórnarferli sínum haföi áunníS sér aödáun og viröingu á alþjóöavett- vangi, ekki sízt vegna starfs hans í þágu friöar og mannréttinda. IllrœSis- menn geta stytt aldur mikilmenna þjóöanna, en baráttumálum þeirra, sannleika og réttlœti geta engir djöfl- ar grandaS. A dauSa píslarvottanna eflist ríki liins góSa um aldur og œvi. ■M j 11111 H ■ w L ÉÉilÉ ! HH . C..08 skýtur til dauðs tvo bræður sína. Þetta gerðist einnig í Danmörku. Aldur þess- ara morðingja er ekki hár, en við hverju er að búast? Fyrir nokkru gat Jóhann Hannes- son prófessor þess í einni af sínum mjög svo athyglisverðu ritgerðum, að dómari einn í Califomíu hefði tekið sér fyrir hendur að rannsaka, hve mörg morð 12 ára piltur væri búinn að horfa á í sjónvarpi, og dómarinn segir þau hafa verið 13000 — þrettán þúsund. Hvorki getur prófessor Jó- hann Hannesson né undirritaður tekið ábyrgð á að þessar tölur dómarans séu réttar, en hvort sem svo er eða hér er um ýkjur að ræða, skiptir það ekki raunverulega máli, dæmið sýnir hvað hér er á ferðinni, og er þá að- eins eitt nefnt af mörgu, sem vinnur markvisst að því að spilla siðgæðis- meðvitund ungmenna og jafnvel allra, en það er ekkert smáræði sem pen- ingapúkinn hefur í þjónustu sinni til slíkra illverka. Prófessor Jóhann Hannesson gat þess einnig í ritgerð sinni, að íslenzkur faðir hefði farið með komungri dóttur sinni í bíó að sjá kvikmynd, sem börnum var ætluð. Maðurinn situr með hina litlu dóttur sína, sem allt í einu segir: Pabbi, það er búið að drepa fjóra. Maðurinn hafði ekki talið þetta eins og barnið, en hann gekk út með dóttur sína. Algengt er meðal þjóða, einnig á íslandi, að skipa nefndir til að rann- saka. eitt og annað í þágu menningar og athafnalífs þjóðanna. Hvers konar skýrslu myndum við fá, ef ríkisstjórn okkar setti á laggirnar nefnd hæfra og ágætra manna, sem njóta almenn- ings trausts, til þess að rannsaka gaumgæfilega siðferðisástand þjóðar- innar? Hér er ekki átt við hina gömlu og þröngu merkingu þessa orðs, held- ur siðferðið í öllum þáttum þjóðlífs- ins, í stjórnmálum, félagsmálum fjár- málum og viðskiptum, fjölskyldulífi og fari einstaklinga. Það er ekki af neinni nöldurshneigð, að við ýmsir menn víkjum títt að þessu mikla alvörumáli. Hér er ekki um neinn hégóma að ræða, heldur sjálfan grundvöll þjóðfélagsbyggingarinnar. Byggj um við handa framtíðinni á bjargi eða sandi.? Enginn vafi er á því, að mikill fjöldi manna í landi voru sér, hvílík hætta er hér á ferð, og sem óskar þess að á verði breyting til batnaðar, en til þess að svo megi verða, þurfa allir slíkir menn, karlar jafnt sem konur, að finna einhverja leið til sameigin- legs átaks. Við þurfum að fá gætilega framkvæmda, en róttæka og markvissa siðbót í landinu. Hætta heimsins er fólgin í siðspillingunni öllu fremur en atómvopnum. Peningavaldið er alls staðar ægilegasti skaðvaldurinn. Á uppboði þess er jafnan öll mannleg velferð, þar er engu hlíft, hvorki sið- gæði bamsins, unglingsins, né siðferð- isþroska þjóðarinnar í heild. Aðeins á vegum Guðs heppnast mönnuin að ganga framhjá verstu snörum þess og tálbeitum. Áskorun Krists, spámann- anna og annarra mikilla siðbótar- manna, var jafnan þessi: Snúið við. Okkur ætti að geta verið ljóst, frá hverju við eigum að snúa og inn á hvaða braut. -K -)< -K Grímuval Drykkfelldur maður, sem ætlaði á grímudans, spurði eitt sinn, hvers konar grímu hann ætti helzt að velja sér, til þess að verða sem torkennileg- astur. Farðu þangað ófullur, var hon- um svarað, þá getur þú verið viss urn að enginn þekkir þig. „Fræhorn.“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.