Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 12

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 12
12 EINING Ólafur Hauhir Árnason: Upphaf skólasetningar- ræðu og endir Þátttaka bindindismanna á Akranesi í hin- um almenna bindindisdegi í haust var meíS þeim hætti, að áfengisvamanefndin á sta‘5n- um gaf út í snotru 4 blaðs. riti liluta af skólasetnigarræSu Ólafs Hauks Arnasonar. BlaSinu hefur borizt þetta rit og telur að efni þess eigi vel heima í Einingu. PormaS- ur Áfengisvamanefndar Akraness er Bjöm Pétursson, sonur Péturs Björnssonar, erind- reki ÁfengisvamaráSs. í formála ritsins seg- ir svo: Bindindisdagur Landssambandsins gegn áfengisbölinu er aS þessu sinni sunnudaginn 13. október. LandssambandiS er stofnað af ýmsum félagasamtökum, sem stySja vilja baráttuna gegn því mikla böli, sem áfengisneyzla hefur í för meö sér. Mjög hefur nú veri'S til umrœSu hin alvarlega áfengisneyzla meSal æskufólks, og nær daglega bera dag- blöfi landsins fregnir af því ófremd• arástandi, sem víSa ríkir. Margar raddir eru um, hvaó skuli gera til úrbóta, en mest mun hafa verió gert í BorgarfirSi, þar sem teknar hafa veriS upp sérstakir œskulýós-dans- leikir, samfara liertu eftirliti meS aó- gangi ungmenna dó almennum skemmtunum. Forgöngumaöur þess- ara unglingaskemmtana er sýslumaS- urinn, hr. Ásgeir Pétursson, og á hann mikiö þakklœti fyrir framtak sitt. Afengisvarnanefnd Akraneskaup- stdSar hefur samþykkt aS leggja liér hönd á plóginn meS því aS láta sér- prenta hluta af skólasetningarrœSu Ólafs Hauks Árnasonar, skólastjóra GagnfrœSaskólans, og telur, aS rœSa þessa ágœta skólamanns eigi fullt er- indi til fullorSinna sem ungmenna.. ViS vitum, aS mönnum mun verSa rœSan gott umhugsunarefni, og vænt- um þess, aS þaS efli menn í barátt- unni fyrir lieilbrigSu lífi. F. h. Afengisvarnanefndar Akraness Björn Pétursson, formaSur. ÓSinn S. Geirdal, ritari. „Þverhöggvið gnapir þúfubjarg, þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðir því önnur slög, ekki er harm mildur héðra.; iðkuð var þar á efstu brún íþróttin vorra feðra: Kolbeinn sat hæst á klettasnös, kvaðst á viö hann úr neðra.“ íslenzkar þjóðsögur eru ótæmandi vizkubrunnur. Lífsreynslu sína, heims- skoðun og siðfræði bundu forfeður vorir og formæður í alþýðlegt form þjóðsögunnar. Hvergi speglast lífskjör og hugsanir íslenzkrar þjóðar betur en í sögnum þeim, sem geymdust á vörum fólksins frá kyni til kyns. Það köllum við munnmæli. — Ein þeirra íslenzku þjóðsagna, sem hvað sannasta og dýrasta lífs- og siðspeki geyma, er sagan af Kolbeini Jöklaraskáldi. — Þegar við ökum veg- inn fyrir Jökul og erum komin nokk- uð vestur fyrir Amarstapa, gnæfir hátt bjarg við sjó fram. Þar heiK: Þúfubjarg. Ekki er nema steinsnar af þjóðveginum þangað ofan eftir; og við erum stödd á því sviði, þar sem á tókust íslenzk alþýðuspeki og höfðingi myrkranna. Þar háðu glímuna dygðin og lestirnir, birtan og myrkrið. — Frá þessu segja íslenzkar þjóðsögur þann veg, að kölski hafi veðjað við Kolbein. „Skyldu þeir báðir sitja hvor hjá öðr- um á Þúfubjargi undir Jökli, þegar brim gengi þar hæst, og kveðast á þannig, að kölski gerði fyrri hluta nætur fyrri helming vísnanna, en Kol- beinn skyldi botna hjá honum. En seinni hluta nætur skyldi Kölski botna hjá Kolbeini, en hann kveða fyrri hluta vísnanna; og var það skilið und- ir samningi þessum, að hvor þeirra, sem ekki gæti botnað vísu hins skyldi steypast ofan af bjarginu og vera það- an í frá í valdi hins. Þeir tóku sig svo til og settust út á bjarg eina nótt, er tungl óð í skýjum; kveðast nú á, sem ætlað var, fyrri hluta nætur, og verður enginn stanz á Kolbeini að botna vísur kölska. — Svo tekur Kol- beinn við og kveður upphöfin seinni hluta næturinnar, og gengur kölska allvel að slá botninn í hjá honum, unz Kolbeinn tekur hníf upp úr vasa sín- um og heldur honum fyrir framan glyrnurnar á kölska, svo að eggin bar við tunglið, og segir um leið: „Horfðu í þessa egg, egg undir þetta tungl, tungl.“ Þá varð kölska orðfall, því að hann fann ekkert íslenzkt orð, sem rímað yrði í móti tungl, og segir því í vand- ræðum sínum: „Það er ekki skáld- skapur að tarna, Kolbeinn.“ En Kol- beinn botnar þegar vísuna og segir: „Ég steypi þér þá með legg, legg lið sem hrærir ungl, ungl.“ En þegar kölski heyrði þetta, beið liann ekki boðanna og steyptist ofan fyrir bjargið í eina brimölduna, þar sem l.ún brotnaði, og bauð ekki Kolbeini til kappkvæða eftir þetta.“ Þarna á Þúfubjargi heyr sem sé íslenzkt alþýðuvit glímu við hið illa, kölska sjálfan, persónugerving ódygð- anna, — og hefir sigur. — Og takið eftir, hvern íslenzk alþýðuspeki velur til að ganga á hólm við myrkrahöfð- ingjann. Takið eftir, hverjum íslenzkt fólk treystir bezt gegn hinum illu öfl- um. Það er ekki her manns grár fyrir járnum; það er ekki vopnfimur garpur; það er ekki maður stáls og blýs, það- an af síður hópur mcmna. Þuð er einn fátækur bóndi, og hefur hann ekki annað vopna en heimafengna menntun sína og góða greind. Hann vegur as kölska með vopnum andans, íslenzU um kveðskap, r'g fer með sigur a:' hólmi. Einar Benediktsson segir: „Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna ijöld, en með víkingum andans um staði og hirðir..“ Kolbeinn stendur einn í baráttunni við kölska. Það er líka táknrænt. Öll verðum við að heyja þá baráttu — og berjast ein. — þegar þjóðtrúin lætur Kolbein kveða kölska í djúpið, steyp- ast í hvítfyssandi brimlöðrið við þúfu- bjarg, þá er hún að lýsa því yfir á táknmáli þjóðsögunnar, að þessa glímu verðum við öll að heyja, hver maður, hver sál; við verðum að berjast gegn valdi myrkranna, — ein, óstudd, á Þúfubjargi freistinganna. Og ef okk- ur tekst ekki að kveða kölska í kút-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.