Eining - 01.08.1967, Síða 1

Eining - 01.08.1967, Síða 1
25. árg. Reykjavík ágúst—september 1967 8.-9. tbl. Alorræna góíitemplaranámskeiitjð i Færeyjum Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar segir frá. Mörgum er sjálfsagt í minni Nor- ræna Góðtemplaranámskeiðið, sem háð var í Reykjavík og á Akureyri sumarið 1964, ýmist af því að þeir komu þar á samkomur eða af umtali. Hafa svipuð námskeið verið haldin árlega að jafnaði undanfarið. 1 fyrra féll námskeiðið þó niður, vegna þess hve margir bindindis- menn sóttu hástúkuþingið í Lausanne og ungtemplaramótið í Reykjavík. Nú í sumar var Góðtemplaranám- skeiðið haldið í Færeyjum. Hófst það miðvikudaginn 26. júlí, en því lauk föstudaginn 4. ágúst, og stóð þannig í 10 daga. Mátti mótið heita vel sótt: um eitt hundrað útlendingar og allmargt Færeyinga, en margir þeirra sátu ekki námskeiðið stöðugt vegna vinnu sinnar, en voru að jafnaði með á kvöldfundum. Islendingar voru þarna 17, á ýmsum aldri. Voru flestir úr Reykjavík, en nokkrir úr Hafnarfirði, Keflavík og Akureyri. Fararstjóri var Kjartan Ól- afsson, stórritari. Samkomustaðurinn. Námskeiðið var haldið í Mennta- skólahúsinu í Höydölum, skammt fyrir utan Þórshöfn; er svo sem 20—25 mín- útna gangur þaðan niður í miðbæinn. Hús þetta var áður brjóstveikrahæli, og eru heimavistir í gömlu húsunum, en skólinn sjálfur er nýlega byggður, myndarlegt hús og rúmgott, og er þó verið að auka við bygginguna. Bjuggu námskeiðsgestir í heimavistunum og fór vel um þá, en samkomur allar voru haldnar í skólahúsinu, einkum í sam- komusal skólans, sem var stór og við- kunnanlegur. Menntaskólinn stendur í hvammi und- ir brattri brekku, þar sem ræktaður hefur verið þéttur skógur. Er staðurinn kyrrlátur og vel fallinn til hvíldar eða vinnu. Er skammt til sjávar og ströndin klettótt, en ekki langt undan landi blas- ir Nolsey við, þar sem skáldið og um- bótamaðurinn Nolseyjar-Páll átti heima fyrir meira en hálfri öld. Setning mótsins. Setning mótsins fór fram með hátíð- legum hætti. Fyrst lék Hornaflokkur Þórshafnar nokkur lög. Síðan flutti stórtemplar Færeyja, Harry S. Johan- sen, ræðu og bauð menn velkomna. Síð- an var færeyski þjóðsöngurinn „Tú al- fagra land mítt“ sunginn. Að því loknu flutti Peter Mohr Dam, lögmaður, setn- ingarræðu og mæltist skörulega. — Lög- Menntaskóli Færeyja. Frá Kirkjubæ, lvinu forna biskupssetri.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.