Eining - 01.08.1967, Qupperneq 2

Eining - 01.08.1967, Qupperneq 2
2 E I N I N G Ólnfur Þ. Kristjánsson. maður Færeyja er æðsti maður eyjanna ásamt ríkisumboðsmanninum, sem svo er nefndur og skipaður af ríkisstjórn Danmerkur, en í landsstjórn Færeyja eru þrír menn, lögmaðurinn og tveir aðrir. Að lokinni ræðu lögmanns lék horna- flokkurinn. Síðan flutti námskeiðsstjór- inn, Karl Wennberg, ræðu, en hann hef- ur stjórnað þessum námskeiðum, og kannast margir Góðtemplarar hér á landi við logandi áhuga hans og ódræp- an dugnað. — Síðast var sunginn templ- arasöngur. Erindi. Erindi á námskeiðinu voru tvenns konar, annars vegar um færeysk mál- efni og hins vegar um bindindismál. Þar flutti Pétur M. Rasmussen, prestur í Þórshöfn, erindi um sögu Færeyja, en Káre Holt, rithöfundur úr Noregi, tal- aði um Sverri konung, en hann ólst upp í Færeyjum, eins og kunnugt er, en Káre Holt hefur í mörg ár unnið að bók um Sverri. Þá talaði Hans Holm, kenn- ari, um fuglana í Færeyjum, en Mogens Wahl, ríkisumboðsmaður um Færeyjar og Danmörku. Loks flutti William Heinesen, rithöfundur, erindi um fær- eyska menningu. Um bindindismál voru flutt þrjú erindi. Svend Skyum-Nielsen, áfengisvarnaráðunautur Dana, flutti er- indi, sem hann nefndi: Hvað vitum við um ástandið í áfengismálum á Norður- löndum? Stórtemplar Svía, Olov Bur- man, talaði um áfengissj úklinga og hvað fyrir þá væri unnt að gera og hvað þeir gætu gert sjálfir, en Arvid J. Johnsen, bindindisráðunautur úr Noregi, talaði um þjálfun æskulýðsleiðtoga. Því mið- ur áttum við Islendingar þess ekki kost að hlýða á öll erindin, því að svo stóð á ferðum, að við urðum að halda heim- leiðis 2. ágúst, en sum af þessum er- indum að minnsta kosti voru hin merk- ustu. Hins vegar var nokkuð misjafnt, hvernig námskeiðsgestir nutu þeirra, og kom mér stundum í hug það, sem Ras- mus Ankjærö, stórtemplar Dana, sagði, en hann stjórnaði þarna tungumála- námskeiði, sem mest var fólgið í saman- burði á ýmsu í dönsku og sænsku, en hann komst svo að orði, að þegar menn flyttu erindi, ekki sízt ef áheyrendur væru óvanir málinu, sem talað væri, yrðu þeir að tala bæði með tungu og gómi, en mér fannst satt að segja, að sumir fyrirlesaranna gerðu hvorugt. Spurningatími var að loknu hverju er- indi. Ólafsvakan. Ólafsvakan, hin mikla þjóðhátíð Fær- eyinga féll inn í námskeiðið, en aðaldag- ur þeirrar hátíðar er 29. júlí. Streymir mikill fjöldi manna til Þórshafnar til að vera þar á hátíðinni, bæði innlendra og útlendra. Hér verður ekkert um há- tíðina sjálfa sagt, því að skrifað hefur verið um hana í önnur blöð og um hana rætt í útvarpinu. Tvö atriði úr dagskrá námskeiðsins voru felld inn í dagskrá hátíðahalda- anna. Fóru bæði fram sunnudaginn 30. júlí. Þá messaði séra Steen Christian- sen, prófastur frá Jótlandi, en hann er kunnur af bindindisstarfsemi sinni, hefur meðal annars verið ritstjóri Af- holdsbladet og Dansk Good-Templar. Færeyjabiskup þjónaði fyrir altari. Síðdegis var bindindissamkoma. Átti hún að vera undir beru lofti, á Skansin- um, sem svo er nefndur, en var færð inn í hátíðasal barnaskólans vegna rigning- ar. Er það stórfallegur salur, skreyttur á veggjum með málverkum úr Sigurðar kvæði Fáfnisbana. Þar lék hornaflokkur Hjálpræðishersins og 6 stuttar ræður voru fluttar. Þessir voru ræðumenn: Gunnar Jensen, stórvaratemplar N. I. 0. G. T. í Danmörku, Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar Islands, Uvdlorianguak Kristiansen, blaðamað- ur frá Grænlandi, Rasmus Ankjærö, stórtemplar I.O.G.T. í Danmörku, Arvid Johnsen, bindindisráðunautur úr Nor- egi og Olov Burman, stórtemplar Syía. Stórtemplar Færeyja stjórnaðisamkom- unni. Námskeiðsmönnum gafst kostur á að vera við ýmis önnur atriði hátíðahald- Karl Wennberg. anna. Notuðu menn sér það á ýmsa vegu. Margir voru viðstaddii' skrúð- göngu á föstudaginn og setningu Ólafs- vökunnar, en þar flutti P. M. Dam, lög- maður, ræðu. Eins horfðu ýmsir á skrúðgöngu lögþingsmanna og helztu embættismanna eyjanna úr þinghúsinu í kirkju á Ólafsvökudag og voru við- staddir guðsþjónustu, en þann dag var lögþingið sett. Ýmsar samkomur. Nóg var jafnan að gera á kvöldin. Stundum voru haldnar samkomur í menntaskólanum. Á einni slíkri sam- komu var sýnd íslenzk kvikmynd, yfir- litsmynd, er Fræðslumyndasafn ríkisins léði okkur. Jafnframt sungu þrjár ung- ar stúlkur úr Hafnarfirði nokkur ís- lenzk lög og léku undir á gítar. Var gerður að þessu góður rómur. Eitt kvöldið var samkoma í Þórshöfn í boði Norræna félagsins. Somkomu- stjóri var Maríus Johannesen, skóla- stjóri, sem hér var á ferð fyrir skömmu sem fararstjóri Færeyinga á norrænt æskulýðsmót. Á þessari samkomu flutti Poul Eide, kennari, erindi um færeyska dansa og danskvæði með sýnishomum, einkar lifandi. Á eftir voru færeyskir hringdansar stignir og sungið undir, og tóku margir námskeiðsgestir þátt í dansinum. Annað kvöld sóttu menn stúkufund. Þar flutti Sigurður Gunnarsson, stór- gæzlumaður unglingastarfs, kveðju frá Reglunni á íslandi og mæltist vel og rösklega. Enn var það eitt kvöld, að námskeiðs- gestum var boðið heim til færeyskra bindindismanna. Var nokkur metingur Framhald á 4. bls.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.