Eining - 01.08.1967, Qupperneq 6

Eining - 01.08.1967, Qupperneq 6
6 EINING Pétur Guðmundsson. FRÁ LIÐNUM ÁRUM mrunffarlp M um óóon, Sft er gaman að fletta gömlum blöðum. I maíblaði Templars 1926 er minningarljóð um Sigurð Eiríksson. Höfundur ljóðsins er frú Elísabet Jóns- dóttir, ekkja Péturs Guðmundssonar, sem var 26 ár, frá 1893 til 1919, kenn- ari og skólastj óri hins sögufræga barna- skóla á Eyrarbakka, fyrsta barnaskóla landsins. Elísabet er nú að verða níræð, en ljóð hennar er á þessa leið: Hefur enginn hróðrargígju stillt um hjarta þitt, semvarsvogottogmilt, að vildi bæta böl hjá sinni þjóð og blóðug þerra tár við kærleiksglóð ? Sér það enginn hvernig horfir nú? Hent er skop að sannri guðdómstrú, drukkið vín og svívirt þjóðarsæmd, sér ei neinn hve framtíðin er dæmd? Nú sést fyrst, hvað varstu þinni þjóð, þegar vínsins skolar ölduflóð æskulýðnum út af manndómsbraut, ellin líður skort og býr við þraut. Er ei neinn, sem vill nú veita lið, vekja trú á Guð og sannan frið, brjóta hlekki víns og vekja þjóð, svo verði hennar framtíð björt og góð. Elísabet Jónsdóttir. Elísabet er dóttir Jóns Þórðarsonar, alþingismanns í Eyvindarmúla í Fljóts- hlíð, Þórðarsonar, sem þar bjó á undan honum, Jónssonar, Isleikssonar fálka- fangara. Afi Jóns Isleikssonar var Ól- afur gamli klausturhaldari á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Móðir Elísabetar var Guðrún frá Sauðholti, Fljótshlíð, Jónsdóttir, Ey- vindssonar, Nikulássonar á Kornbrekk- um á Rangárvöllum, Eyvindssonar duggusmiðs. Móðir Jóns, föður Elísabetar, var Ólöf Beinteinsdóttir hins ríka í Ölvusi, en kona Beinteins var dóttir Halldórs Brynjólfssonar biskups á Hólum í Hjaltadal. I bókinni, Saga barnaskólans á Eyrar- bakka, kynnir séra Árelíus Níelsson hjónin á þessa leið: ,,Elísabet er greind kona, stórbrotin og sköruleg og höfðingi mikill í lund, eins og hún mun eiga kyn til. Þau voru áreiðanlega sammála um það að bera sig ekki upp undan dómi örlaganna við neinn, fyrr en í fulla hnefana.. . Pétur og Elísabet voru fyrstu kenn- arahjónin í sögu skólans, sem ekki gáf- ust upp svo að segja á brúðkaupsdaginn eða eftir árið, til að fá sér eitthvað arð- vænlegra eða öllu heldur lífvænlegra starf. Dj örf, vonglöð og stórbrotin unnu þau að hugðarefnum sínum, unz yfir lauk.. . Framtíð nemenda hans hefur sýnt, að leiðsögnin hjá þessum virðulega veg- sögumanni var traust og rétt. Fjöldi memenda hans frá Eyrarbakka hafa orðið og eru nú meðal dugmestu og kunnustu þegna þjóðarinnar. Það eru laun himinsins. Af börnum hans munu þekktastir þeir bræðurnir Jón Axel Pétursson,hinn fyrsti framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Islands (nú bankastjóri), og hinn ástsæli útvarpsþulur, Pétur Pétursson. Pétur var svipmikill og gáfulegur, augun snör og björt undir háu og tígu- legu enni. Hann var hraðmæltur og hnittinn bæði opinberlega og í einka- samtölum, gat verið meinfyndinn og strangur, ef því var að skipta, mála- fylgjumaður og gaf sig mjög að stjórn- málum sem ákveðinn heimastjórnar- maður. Um aldamótin hafði hann nær unnið kosningu til Alþingis fyrir Árnes- sýslu, og mæla sumir, að þar hafi kjör hans verið ónýtt með yfirgangi. Pétur var ágætur bindindismaður og starfaði mikið að málum reglunnar, var meðal annars regluboði um skeið/‘ — Þessi eru orð séra Árelíusar Níelssonar. Pétur sat stundum stórstúkuþingin, og á hans skólastjóraárum á Eyrarbakka voru þar tvær góðtemplarastúkur, Eyrarrós og Nýársdagur. — Guðlaug Sigurðardóttir, móðir Sigurðar Eiríks- sonar, regluboða, og Guðmundur, faðir Péturs, voru systkini. Margir ágætir og menntaðir menn voru kennarar barnaskólans á Eyrar- bakka, eins og til dæmis séra Magnús Helgason, hinn þjóðkunni skólastjóri Kennaraskólans, áður en hann varð prestur. Séra Árelíus telur upp marga kennara, flestir voru þeir stutt, en um þá segir klerkur: ,,Er því ekki úr vegi að telja áhrif þeirra mikil. Þó hygg ég tvo menn hafa verið áhrifamestu kenn- ara í sögu þessara hundrað ára. Hinn fyrri er Pétur Guðmundsson, sem var gagnfræðingur.“ Auk þessarar undirbúningsmenntun- ar hafði Pétur farið tvisvar utan til bæta við fróðleiksinnogþekkinguíþágu kennarastarfsins. Fæddur var Pétur 17. maí 1859 að Löngumýri á Skeiðum.For- eldrar hans voru Guðmundur Sigurðs- son, bóndi á Votumýri á Skeiðum, og kona hans Petronella Guðnadóttir Guð- mundssonar, hreppstjóra, er fyrstur byggði Guðnabæ í Selvogi og bjó þar. Pétur Guðmundsson andaðist 8. maí 1922, þá heilsubilaður og farinn að kröftum. Hann hafði ekki legið á liði sínu. Vinnan við skólann var ekkert smáræði, kennslutíminn átta stundir dag hvern og tveggja stunda viðbót við stílalestur og leiðréttingar, kjörin þó mjög þröng. Launin fyrstu 13 árin 50

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.