Eining - 01.08.1967, Qupperneq 9

Eining - 01.08.1967, Qupperneq 9
E I N I N G 9 Ludvig G Magnússon Hver af öðrum kveðja þeir, sam- ferðamenn og samherjar okkar bind- indismanna, sem komnir erum á háan aldur. 4. júní sl. andaðist Ludvig C. Magnússon, skrifstofustjóri. Sem vinar og velunnara getur þetta blað minnst hans og ritstjóri þess einnig. Hann var maður, sem af miklum fúsleik rétti fram styrka liönd til framdráttar góðum mál- efnum og stuðnings þeim sem hann náði til, vandamönnum vinum og samferða- mönnunum yfirleitt- í minningargrein um hann segir Gunnar J. Möller m.a. orða eftirfarandi: „Á margt mætti minnast, því að lit- ríkur var persónuleiki hans, en eitt er það, sem verður mér minnisstæðast um hann og var hans bezti og fegursti eiginleiki, en það var hin sívökula og óbrigðula góðvild hans til alls og allra, sem hann átti samneyti við. Að verða öðrum að liði eða gera mönnum greiða, í smáu eða stóru, veitti honum sjálfum meiri gleði en þeir myndu trúa, sem ekki þekktu hann náið. Það var greiði við hann að biðja hann greiða.“ Þetta segir maður, sem var daglega í nánu samstarfi við Ludvig C. Magnús- son um aldarfjórðungsskeið, og fegurra er naumast unnt að segja um nokkurn mann, því að góðvildin er höfuðdyggð og prýði allra manna og öruggasta bjargráð heimsins. Öll sín starfsár var Ludvig C. Magnússon Reykvíkingur, en Skagfirð- ingur að uppruna, fæddur á Sauðár- króki 23. júlí 1896. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson, verzlunarmaður og kona hans, Margrét Pétursdóttir. Ævistarf hans var margvíslegt, verzl- unarskólapróf hafði hann, stundaði verzlun, ýmist sjálfur eða í félagi við aðra, einnig endurskoðun og útgerð, en 25 ár, frá árinu 1936, var hann skrif- stofustjóri og aðalbókari Sjúkrasam- lags Reykjavíkur og einn bezti skipu- leggjari þess. Öll störf sín vann hann af mestu árvekni og vandvirkni. Þátttaka Ludvigs í félagsmálum var mikil og yrði það langt mál upp að telja. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Fáks og fleiri slíkra félaga, mörg ár ritari Dýravernd- unarfélags og stofnandi og meðstofn- andi nokkurra dýraverndunarfélaga, einn af stofnendum KarlakórsK.F.U.M., en fremur öðrum félagsmálum helgaði hann bindindisstarfinu krafta sína. Þar tók hann stundum til hendinni myndar- lega og skipulagði fjölmenna útbreiðslu- fundi, scm athygli vöktu. Um þetta skrifar Guðmundur Illugason, lögreglu- starfsmaður, í minningargrein á þessa leið: Ludvici C. Magnússon. Kveðja frá stúkunni Fróni. Við fráfall Ludvigs C. Magnússonar á Góðtemplarareglan á íslandi á bak að sjá einum sinna traustustu liðsmanna. Það eru um 40 ár síðan Ludvig hóf starf sitt í Góðtemplarareglunni. Hann gekk þá í stúkuna Frón nr. 227 og hefur alla tíð síðan verið aðaldriffjöðrin í þeirri stúku. Ludvig C. Magnússon var þannig skapi farinn, að þau málefni sem hann vildi vinna að og tók sér fyrir hendur, vann hann við af alhug og brennandi áhuga. Þar var ekki um neina hálf- velgju að ræða, heldur markvissa bar- áttu af fullri atorku og dugnaði. Stúkan Frón var vettvangur Ludvigs C. Magnússonar í bindindismálum um tugi ára. Honum var ljóst, strax í upp- hafi starfsins, að góð fjármál og örugg fjármálastefna, er afl þeirra hluta er gera skal í öllu félagsstarfi. Fjáröflun hans til stúkunnar og starfrækslu henn- ar hefur orðið til hvatningar og upp- örvunar á því sviði félagsmálanna. — Skipulagshæfileikar hans og stjórnsemi birtust áþreifanlega á útbreiðslufundum hér fyrr á árum fyrir Góðtemplara- regluna á Þingvöllum, í Keflavík og víð- ar. Svo mjög lét Ludvig C. Magnússon sér annt um stúku sína, að segja má með miklum sanni að hún hafi verið hans annað heimili. Hann og hin ágæta eiginkona hans, Ágústa Pálsdóttir, voru alla tíð vakin og sofin fyrir velferð stúkunnar og gengi. Stúkan Frón mun um alla framtíð njóta góðs af störfum hans og framsýni og á honum eflaust meira að þakka en nokkrum öðrum manni. Að leiðarlokum á hún því margs að minnast og margt að þakka. Slíkt mun vera bezt gjört í samræmi við vilja hans og vonir, að halda áfram undir merki því, sem hann hefur svo traustlega reist og að stúkan láti það sannast í framtíðinni að merkið stendur þó maðurinn falli. Guðm. Illugason. Um fjölskyldulíf Ludvigs C. Magnús- sonar leyfi ég mér að birta hér aftur kafla úr minningargrein Gunnars J. Möllers hæstaréttarlögmanns. Hann segir: „Ludvig var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Ragnheiði Sumarliðadóttur frá Breiðabólsstað í Stökkólfsdal, kvæntist hann 16. maí 1917, en hún andaðist 18. maí 1938. Þau eignuðust fjóra syni, sem allir starfa hér í borg, Agnar, stórkaup- mann, Hilmar, f. bakarameistara,Valtý, rafvirkjameistara og Reyni, bókbind- ara. Síðari konu sína, Ágústu Pálsdótt- ur frá Stokkseyri gekk hann að eiga 1. des. 1942. Var hún ekkja SímonarÞórð- arsonar frá Hól og því Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona, stj úpdóttir Ludvigs, svo og Sigríður, kona Steins Jónssonar, lögfræðings. Öllu sínu fólki var Ludvig ómetanlegur, fyrir sakir um- hyggju hans og kærleika. Naut það að sjálfsögðu þeirra eiginleika hans, sem að framan var lýst, öllum öðrum frem- ur.“ Við templarar höfum kvatt hér mæt- an vin og þökkum honum mikil og ágæt störf. Ástvinum hans og nánustu vanda- mönnum vottum við innilegustu samúð okkar. — Gott er góðs að minnast. Pétur Sigurðsson. -K -K * Hjónaskilnaðir og ófengi Danskur yfirlæknir skrifar í blað, sem sjúkrasamlag gefur út, að ekki sé vitað með vissu, hve margir ofdrykkjumenn séu í Danmörku, en við vitum, segir hann, að áfengisneyzlan á meira eða minna hlut í helft allra hjónaskilnaða í landinu. Fylgj- ur áfengisneyzlunnar eru margar og alla” ljótar.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.