Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 129
127
Úr sögu íslenskrar málfrœðiiðkunar
(5) Beygingarflokkun karlkynsnafnorða hjá Jóni Magnússyni
1. beyging: einkvæð orð: (gud)
tvíkvæð orð sem enda á: -II (kapall), -an (herian
(herjann)), -enn (drottenn),
-ön (barön (barón)), -im (jöturi),
-ar (bikar), -er (bröder)
2. beyging: orð sem enda á -e: (geisle)
3. beyging: orð sem enda á -ur: (bragui; hattur)
Til fyrstu beygingar teljast eftir þessu einkvæð kk.-orð og er beyging-
ardæmið gud (guð):
et. ft.
nf. gud guder
ef. guds guda
þgf- gude gudum
þf. gud gude
bessum flokki er síðan lýst nánar og orðin flokkuð í undirflokka, t. d.
°rð sem ekki enda á -s í eignarfalli eins ogfans, foss, hams, orð með
'-endingu í þágufalli eins og biðrn (björn), fans,fleirn (fleinn), orð án
hennar, t.d. blœi; byi; bœr, o.s. frv. og hverri lýsingu fylgir langur
orðalisti.
Til fyrstu beygingar telur Jón einnig mikinn ijölda tvíkvæðra orða
°g birtir allmörg beygingardæmi. T. d. eru talin upp rúmlega 100 orð
sem enda á -//, svo sem þessi: Bagall, grafall, hagall, humall, kadall,
kapall, kockall, vadall, beitill, bendili, berill, bitill, bledill, brimill,
depill, dindill, dirdill, dreigiU, dreitiU, eingill o.s.frv.
Sem dæmi um orð sem enda á -an, -enn, -ön, -un eru nefnd orðin
herian (herjann), feilan, satan, drottenn, gollenn, Barön, drakön,
Jðtun, morgun. Rithátturinn ö stendur fyrir ó og ö fyrir ö.
Dæmi um orð sem enda á -ar eða -er eru bikar, bödvar (böðvar),
hamar, jadar (jaðar), kopai; beiker, bröder, bœtet; dreller, einer (beik-
lr> bróðir, bætir, drellir, einir). Allt of langt mál yrði að telja upp allar
athugasemdir Jóns við þennan flokk en benda má á að orðalistamir
sem áður eru nefndir varpa ljósi á beygingu mikils fjölda orða á 18.
óld og eru um leið góð heimild um orðanotkun. Þótt mörg dæmanna