Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 217
Orð og orðfræði
215
Aulast, verb. deponens, ut a/last Jframm, prorsum ambulare.
Hinc
Aule, ambulo, ambulonis, et per despectum, stolidus
rudis.
Aulagangur, stultorum ambulatio.
Aulalegur, fatuo consimilis, item aulalega, vesanorum more,
qvod ad fatuunr pertinet.
Aulamenne, fatuus homo.
Ljóst er af þessum orðum og orðskýringum að Guðmundur hefur
stuðst við SLR enda staðfestir tilvísunin undir Aulfær það. Guðmund-
ur hefur þó aukið við orðum og skýring hans við aul, aulan er fyllri.
í orðabók Jóns Arnasonar biskups (Kleyfsa) koma lo. aulfær og öl-
fær ekki fyrir sem þýðingar latneskra orða og so. aula aðeins í sam-
bandinu aula einhverju út úr sér. Hins vegar er aulfær að finna í tveim-
ur handritum að íslensk-latnesku orðasafni sem að miklu leyti er reist
á Kleyfsa (Jón Ámason 1994:XIV). Sama skýring er á orðinu í báðum
handritunum (Lbs 224 4to, 72 og GKS 2394 4to, 27rb);
(10) Potis ambulare (ambulare potis 2394 4to), ambulandi
facultate præditus.
Jafnframt er no. aul í þessum orðabókarhandritum með skýringunni
‘Ambulatio’. í þau eru bæði orðin, aul og aulfær, trúlega komin úr
SLR og/eða úr LI.
Þrátt fyrir það að orðið aulfær og skýringar á því séu í prentuðum
orðabókum, sem Jón Ólafsson úr Grunnavík hefur þekkt, hefur hann
ekki tekið orðið upp í orðabók sína (AM 433 fol.). Þau orð sem hann
tilfærir með stofninum aul- tengjast öll merkingunni ‘heimska’ og þar
á meðal so. aulast:
(11) illepide et fatui instar se gerere. sic at aulast æ-framm, fatui
instar procedere.
Ef til vill hefur Jón hvorki tekið mark á myndinni aulfær né aula í fyrr-
greindri merkingu en hins vegar hefur hann í orðabókarhandritinu:
(12) öl-færr, qvi convivio interesse potest.