Jafnaðarmaðurinn - 20.01.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 20.01.1928, Blaðsíða 4
2 JAFNAÐARMAÐURINN og heldur því e. t. v. áfram. — Það getur vel farið svo, að jeg taki þátt í framhaldsumræðum um mál þetta, og hefi jeg því byrjað á því, að birta ályktun þá orðrjetta, sem umræðurnar verða að beinast að. — Næstur má Hænir taka til máls. — Sig. Baldvinsson. Kosningar. Samkvæmt iögum frá 1926 um kosningar í kaupstöðum og sveit- um á sú regla að komast á í kaupstöðunum, sem hafa9menn í bæjarstjórn, að 4 og 5 full- trúar sjeu kosnir til skiftis. — Áður var kjörtíminn 3 ár og gengu þá úr 3 fulltrúar árlega. Nú er kjörtíminn orðinn 6 ár og ganga úr 4 í annað skiftið og 5 í hitt. — Stjórnin heimilaði bæjarstjórn- unum að velja leiðirnar til þess að koma þessari reglu á. Hafa allar bæjarstjórnirnar myndað sjer reglur um þetta eftir sínu höfði. Er nú allstaðar tvöföld kosning í bæjunum, þannig að fulltrúarnir eru kosnir til mislangs tíma. — En eftir því, sem til spyrst, hefir hvergi nema hjer á Sf. þótt ástæða til að hafa tvo kjördaga. Hin vísa kjörstjórn hjer hefir komistað þeirri niðurstöðu, að Seyðfirðingar hafi of lítið vit í kollinum tii þess að getagreitt atkvæði á tveim seðlum samdæg- urs. — í hinum kaupstöðunum er kjósendunum betur treyst, — og auk þess mun þykja ástæðu lítið að þvæla fólki frá heimilum sínum og gera það verklaust í tvo daga fyrir ekki umfangsmeiri kosningar, en um er að gera. Við kosninguna næstk. laug- ard. eru 2 listar: A. Eyjólfur Jónsson útbússtjóri. B. Jón Sigurðsson kennari. Hefir Hænir getið listanna og þess, að flestum muni þykja óvænlegt til sigurs fyrir Jón í einvígi þessu. — Hversvegna, greinir blaðið ekki. enda erekki venja þar að rökstyðja málefnin. Jeg hygg að þeir sjeu fleiri, sem telja Jóni all-sigurvænlegt í viðureign þessari. Til þess liggja veruleg rök. — Jón hefir svo margt fram yfir andstæðinginn Er einmitt mörgum þeim bestu kostum búinn, sem æskilegir eru í opinberum störfum. — Hann er greindur og vel mentaður Hógvær, sannsýnn oggætinn, en þó frjálslyndur og framsækinn Hann hefir starfað vel og lengi á andlega sviðinu — að fræðslu ungdómsins, — hann hefir líka stritað líkamlega alla sína daga - og þannig öðlast þá þroskun og lífsreynslu, sem hefir gert nann aö heilbrigðum manni. — Þess vegna er hann líka virtur, bæði af flokksbræðrum sínum og and síæðingum. fiann hefir engra hagsmuna að gæta, er snerti hag bœjarfjelagsins. — Þegar sú aðstaða bætist við starfshæfni mannsins, er hann einmitt einn þeirra manna, er allra best má treysta til þess að vinna hlut drægnisiaust að almannaheill • þessum bæ. — Þegar alls þessa er gætt, má undarlegt virðast að sigurinn sje Jóni tvísýnn. — Og færi svo, að jón biði ósigur, væri það enn einn sorglpgur vottur þroskaleysis kjósenda í þessum bæ, — enn einn sorglegur hnekkir áliti bæjarfjelagsins. Jón Sigurðsson var með bestu glímumönnum á unga aldri. — Hlutu þá margir slæman skell af honum, sem hærri voru í lofti. — Hann hefir áður háð kosn- ingaglímu hjer. í slfkri glímu setti hann draugasveiflu á andstæð- inginn og rak hann niður fall mikið. Var sá þó a. m. k. líkamsþungur. — Væri nú vel, að næsta laugardag yrði dynkur svo mikill, að hallir íhaldsins riðuðu. Væri ástæðulaust fyrir almenning að hryggjast, þó sæi yljar Eyjólfi. — Eigi verður sjeð, að Eyj. Jóns- syni sje vansi gerður, þó skör ægra sje settur en Jón Sigurðs- son. Hann getur átt marga góða <osti í fari sínu samt. Eyjólfur er líka svo marg forgyltur á í- laldssniðunum, að ekki er á bæt- andi. — Vel má vera, að hann verði óni þungur í svifunum. — Hann er hnellinn og íhaldslega vaxinn. — En víst er það, að kjósendur 3essa bæjar eiga ekki betra skil- ið en að sitja með Eyj. áfram í jæjarstjórn, ef þeir láta sig nú )ann vansa henda, að fella Jón Sigurðsson. — Allir þeir, sem ekki eru fjötr- aðir böndum eiginhagsmunaklíku og haldnir meinlegri íhaldsblindu, fylgja Jóni til einvígisins. - Heill fylgi þeim öllum! Kjósandi. Meirihlutinn í Hsni. í 1. tbl. Hænis 9. þ. m. gerir „Áheyrandi" meirihlutann í bæj arstjórninni að umtalsefni. Þykist hann sjá fátt gott eða nýtiiegt í æirn meirihluta. Ef þessi áheyr ándi skyldi nú t. d. vera ritstjór inn sjálfur, ætti ekki að vera nema fróðlegt og skeintilegt fyrir hann að setjast einusinni á bekk meðal áheyrenda Hænis og reyna að gera sjerljóst, hlutdrægnislaust hvað sje meirihlutinn í blaði hans. — Jeg hefi oft verið með- al þeirra áheyrenda. Hafa sumir lýst því áliti sínu, að auglýsing arnar væru altaf meirihlutinn Hæni, þegar ritstjórinn sjálfur skrifaði ekkert í blaðið. En þeg ar ritstjórinn tæki til máls í blað inu, kveði þar einmitt alloftast við þann tón, sem mest ber á skrifi „Áheyranda". Það er því ekki nema eðlilegt, að þeir, sem þannig líta á, telji ritsmíðina um meirihlutann í bæjarstjórninni bera augljós eðliseinkenni ritstjór ans, a. m. k. blandast kunnugum ekki hugur um, að „Áheyrandi og ritstjórinn sjeu í andlegu bræðralagi, því væri ritstjórinn sannleikselskandi og vandur að viröingu sinni, sem blaðamaður og bæjarfulltrúi, hefði hann ekki hleypt Áheyranda með ritsmíðina í blaðið þannig úr garði gerða að sannleiktirinn væri sniðgeng inn, en í stað þess að láta hann koma fram í dagsljósið, haugað saman rangfærslum og ósannind um. Væri litið á ritsmíð þessa beint frá sjónarmiði velviljans, þá yrð afsökun höfundarins sú, að heyrn- in væri mjög slæm, jafnvel á báðum eyrum, að minnið og skilningurinn væri í samræmi við heyrnina og innrætið og menningin á sama stigi. Ef svona hefði ekki verið ástatt fyrir „Á- heyranda“, þá hefði hann sagt eins og var, að Sigurður Bald- vinsson taldi meirihluta yfirkjör- stjórnarinnar hafa brotið lög með því einu, að fresta bæjarstjórn- arkosningum fram í februar. Þá mundi hann líka hafa sagt þann sannleika, að hvorki bæjarstjór- inn sjálfur nje minnihluti bæjar- stjórnarinnar treystist að mót- mæla því, að með því að ákveða Kosningu í febrúar hefðu kosn- ingalögln verið brotin, og þá mupdi hann hafa getið þess, að reynt var að bera í bætifláka fyrir agabrotið með því, að það væri ramið með hagsmuni beggja okka fyrir augum, svo að þeir gætu notað þá menn, sem fjellu við fyrri kosninguna, á lista við hina síðari. Þá hefði hann og hlotið að geta þess, að það upp- ýstist á bæjarstjórnarfundinum, að lagabrotið væri framið eftir tilmælum hins „skjöldótta" í- haldsflokks hjer í bæ. Þá hefði „Áheyranda" einnig verið það jóst, hversu mikil fjarstæða það var hjá Eyjólfi Jónssyni, er hann benti á, að einkis manns rjetti væri hallað með því, þó að síð- ari kosningin dragist þar til :ebrúar“. Það var sem sje vitan- egt. að með skipunum Esju og Goðafoss færu hjeðan um miðj- an janúar ýmsir menn, einkum sjómenn, sem þar með voru úti- okaðir frá því að neyta kosn- ngarréttar síns. Þetta o. fl. bentu )eir á Gunnl. Jónasson og Karl 'innbogason og færðu fyrir skyn- samleg rök, sem vitanlega hvorki hafa náð hlustum eða skilningi „Áheyranda“. Þá hefði „Áheyr- andi“ einnig heyrt og skilið það, að Gestur Jóhannsson talaöi aldrei um að fara bónarveg að qörstjórninni meðaöbrjóta ekki ögin, heldur lagði til að skoraö væri á hana að gera það ekki. Samkvæmt þessari tillögu Gests breytti S. B. orðunum „leggur fyrir kjörstjórnina" i „skorar á kjörstjórnina". Þá hefði „Áheyr- andi“ einnig skilið það, að S. B beindi vítunum í garð bæjarstjóra aðallegá að þeim gjörðum hans, sem ósamræmar voru lögunum, þar sem það hlyti að veikja Kjörseöill við bæjarstjórnarkosningu í Seyöisfjarðarkaupstað 21. januar 1928. Eyjólfur Jónsson B Jóni Sigurðsson Pannig lítur kjörseðillinn út, áður en kjósandinn greiðir atkvæði. — Þe ir sem ætla að kjósa B-listann, ejga að setja X (kross) með blýantinum fram- an við B ið, og lítur þá kjörseðillinn þannig öt: Eyjólfur Jónsson X B Jón Sigurðsson Varist að setja nokkur önnur merki en X á kjörseðilinn. — Verkamenn og frjálslyndir borgarar! Standiðfast samann um B-listann, þá er sigurinnu vís. * þaö öryggi, setr. bæjarstjórn og bæjarfjelaginu í heild ætti að vera í honum sem bæjarstjóra og lög- fræðingi. Þá hefði „Áheyrandi" einnig átt að skilja það, að ekki þætti öryggið á bæjarstjóra vaxa við það, aö hann setti upp háðs glott við að heyra úrskurð ráðu neytisins andstæðan athæfi meiri- hluta yfirkjörstjórnar. Þá hefði „Aheyrandi" einnig hlotið að segja sannleikann um • afdrif ályktunar þeirrar, sem S. B. bar fram, að hún var samþ. að viðhöfðu nafnakalli með 5 atkv. gegn 3. Aðeins að einu leyti virðist „Áheyrandi“ hafa tilfinningu fyrir sóma sínum og sinna. Þessi til finning hefir ráðið því, að hann tekur það úrræði, til þess að reyna að bjarga sóma bæjarfull- trúanna Sigurðar Arngrímssonar Sigurðar Jónssonar og Jóns Firði, með því að nefna þá ekki Þar hefur honum þó skilist, að svo veikt var fyrir, að ekki mátti við koma. Vorkunnsemi „Áheyr- anda“ í þessu efni gengur þó full langt. Þeir menn, sem blygð- unarlaust setjast í bæjarfulltrúa- sæti, eiga ekki skilið að þeim sje vorkent- takmar/calaust, og í þessu tilfell/ verður að líta svo á, að þessir þrír menn hefi bjargað sóma sínum eftir efnum og á- stæðum. Sig. Arngrímsson talaði eins og hann vissi að íhaldinu mundi best líka, og er ekkert til þess að segja, að hjú reyni að þóknast húsbændum sínum. — Ýmsum kann að hafa virst að Sigurður Jónsson hefði sýnt meiri karlmensku í því að tala og verja gerðir sínar, en það gerði hann ekki og mætti ætla að hann huggaði sig við gamla spakmælið, að „sá er engi heimsk- ur, sem þegja kann“. Jón í Firði talaði allmikið á fundinum, og á því virðist eng- inn efi, að „Áheyranda“ hafi fundist hann tala af sjer; og það eru jafnvel líkur íil þess, að Jóni lafi fundist það sama sjálfum, dví þegar að atkvæðagreiðslunni com, spratt hann á fætur og eitaði útgöngu, með þeim um- mælum, að hann „vildi ekki heyra meira af heimsku". „Áheyr- andi“ hefir skilið þessi orð sem töluð til minnihlutans, því ella mundi hann hafa, í samræmi við ;ðju sína, fært þau á reikning meirihlutans. Verður því að íæra bæði „Áheyranda“ og Jóni )au til inntekta. í góðu samræmi við ' gáfnafar „Áheyranda" verður að telja það, er hann telur það „athyglisvert að minnihluti nefndar skuli gjör- ast til þess, að beita valdi til þess að afstýra lagaglöpum meirihlutans og reyna þannig að halda uppi heiðri bæjarstjórnar. „Áheyrandi" telur sennilegt, að kjörstjórnin virði ályktun bæjar stjórnarinnar að vettugi. Hann byggir máske á staðreyndum, að íhaldið sje óbetranlegt. En þessi ályktun „Áheyranda" og ávítur hans og illkvitni í garð meirihluta ive takmarkalaus óráðvendni í- haldsins virðist í afskiftum afop- inberum kosningum. Lög lands- ins eru brotin hiklaust í flokks- hagsmunaskyni og lögbrotin síð- an varin með frekju og ofstopa. ^að er því gleðilegt, hve meiri iluti bæjarstjórnarinnar hjer á Seyðisfirði hefir í þessu tilfelli tekið alvarlega á málinu og að hann hefur borið gæfu til þess að hindra þá smán, að kosning Deirra manna, sem stjórna eiga málefnum bæjarfjelagsins, yrði bygð á ólögmætum grundvelli. Jefir hann með því verki unniö sjer virðingu og þakklæti hvers heiðarlegs manns. Að endingu vil jeg beina þeirri ráðleggingu til „Aheyranda“, að eggja ekki út í það aftur, að rita frjettir af opinberum fundum, fyr en hann hefir lært að gera sannleikanum hærra undir höfði, en hann gerir í umræddri grein í Hæni. Ósannindi og rangfærsl- ur á málefni, sem almenningi er kunnur sannleikinn í, eru vopn, sem líklegri eru til þess að hitta )ann, sem til höggs reiðir, en íinn, sem vegið er að. Brodd-Helgi. bæjarstjórnarinnar, verður dálítið skoplegt, þegar Iitið er af annari yfir á þriðju síðu nefnds tbl Hænis, og þar blasir við auglýs ing bæjarstjóra f. h. kjörstjórnar um að kosning tveggja fulltrúa til 5 ára í bæjarstjórn Seyðis fjarðar, sem auglýst var í síðasta tbl. Hænis að fram ætti að fara 11. febrúar, fari fram 28. þ. m. Með auglýsingu þessari er koll varpað, þegar í sama blaði, öl um þvættingi „Áheyranda". Og frekari staðfestingu á því, að meirihluti bæjarstjórnarinnar ha' verið á rjettri leið í þessu máli er í raun og veru ástæðulítil. Öll hin minniháttar ósannind „Áheyranda" í umræddri grein læt jeg afskrftalaus, þau standa og falla sínum herra. Það er þegar orðið áhyggju efni öllum heiðarlegum mönnutr, Rv. 20. jan. FB. Alþingi sett 1 gær. Séra Friðrek Hallgrímsson prédikaði. Samþykt meö 27 gegn 25 að fresta að taka kosningu Jóns Auðunns gilda. Forseti samei - aðs þings kosinn M. Torfason með 20 atkvæðum. Jóhannes fékk 15atkv. 6 seðlar auðir. Forseti neðrideild Ben. Sveinsson, efri Quðm. Ólafsson. Erl- ingur og Páli Hermannsson kosnir til efrideildar, en Jóhann Jósefsson og Einar Jónsson eru nú í neðri deild. Helstu frumvörp: Fjárlagafrv., frumv. um smíði og rekstur Strandferðaskips 400-500 smál. er hafi 70-80 tenings- metra kælirúm, og40-50 farþegarúm. Kosnaður við kaup og rekstur greið- ist úr ríkissjóði. Frumv. um búfjár- tryggingEr og varnir gegn gin- og klaufaveiki, Frumv, um dýralækna, frumv. til stjórnarskipunarlaga, breyt- ing stjórnarskránni. Frumv. um eftir- lit með verksmiðjum og vélum, lífeyri fastra starfsmanna Búnaðarfélags fsl- ands, um menningarsjóö til stuðnings almennri menningu, rannsókn íslensk- rar náttúru og þróun þjóðlegra Iista. Til sjóösins falli árlega alt andvirði áfengis, sem ólöglega er flutt til Iands- sins. Frv. um friðun Þingvalla, bráða- birgðabreytingaríhegningarlöggjöfinni, kynbætur naulgripa, frv. til fjárauka- laga og samþykt landsreikninga, fram- lenging á gildi laga um verðtoll af nokkrum vörum, frumv. um breyting á 25%gengisverðaukalögum. Heimild- in framlengist til 1930. — Frumv. um meðferð skóga og kjarrs, friðun á lyngi, — ríkisrekstur á víðvarpi (menta- málanefnd íslandsj u.n sundhöli í Rv. um fræöslumálanefndir, — um heimild fyrir stjórnina til að reisa betrunarhús og letigarð, — um heimild fyrirstjórn- ina til að reisa byggingu fyrir opin- berar skrifstofur, — hjúalagafrumvarp og frumv. um að dýrtíðaruppbót starfs- manna ríkisins, haldist til ársloka 1930. — Ritstjóri og ábyrgöarmaður Jónas Quðmundsson. P entsmiöja Sig. Þ. Quðmundssonar Seyðisfiröi.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.