Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 1

Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 1
2. tölublaö Noröfiröi, 27. janúar 1928 3. árgangur Flokkaskipunin Tildrög. t’egar sjálfstæðisbarátta þjóðar- innar hætti að ráða flokkaskipun- inni hlutu að myndast nýir flokk- ar. Þó ágreiningurinn um sjálf- stæðismálin hjaðnaði, var óhugs- anlegt, að aðeins yrði einn flokk- ur á landinu. — Til þess þarf meiri þroska en nokkur jrjóð hefir enn náð. — Fullkomuum þroska verður ekk náð nema með baráttu, sem stefnt er að háleitu marki. — Qöfug barátta á að geta leitt til svo mikilla mannbóta og þroska 'að hámark- inu verði náð, svo að allsherjar friður komist á og bróðurlegt samlíf og jöfnuður verði að lok- um ríkjandi í þjóðfjelögunum.— Mikið mannbóta starf verður að vinna áður og að því verður að stefna til þess, að markinu verði náð. — í öllum löndum stækk- ar sá hópur með ári hverju, sem telur jafnaðarstefnuna þá einu stjórnmálastefnu er veitir okkur veruleg skilyrði til þess. Það er eina verulega skipulagsstefna sem til er, — stefna sem er fastmörk- uð af ýmsum mestu andansmönn- um og mannvinum, sem uppi hafa verið. — Aðrar stefnur eru meira og minna eiginhagsmuna stefnur og þegar þjóðunum er stjórnað eftir slíkum stefnum, veltur alt á persónulegum geð- þótta og dutlungum þeirra, sem með völdin fara á hverjum tíma, — af því, að ekkert verulega skipulagsbundið stjórnarfarskerfi er til að stjórna eftir. — Grunnfærnustu og ofstopafylstu íhaldsmenn halda því fram, að jafnaðarstefnan sje aðeins öfga og æsinga stefna, — eldur öf- undar og ilsku, sem æsingamenn kyndi til þess, að koma illu ti vegar, — jafnvel uppreistum og blóðsúthellingum. — Þeir snúa hlutunum við og sjá alt öfugt. Ella mundu þeir sjá hið sanna, að það er hin taumlausa grimma, samkepni og kúgun peningavalds- ins, sem er orsök eymdar og hungurs og þess ófarnaðar, sem að lokum knýrhina undirokuðu, hröktu og hrjáðu, til samtaka móti peningavaldinu. — með uppreistum, ef ekki vill betur til. Sem betur fer, er ekki komið svo langt á voru landi, að í- haldið sje búið að tilreiða jarð- veg uppreista. Hinsvegar gætir þó glöggt einkenna, sem hin miklu mein þjóðfjelaganna vaxa af. — Að ástandið hjer er ekki komið á sama stig og víða annarsstað- ar, stafar af því, að stóriðja og auðsöfnun er hjer á byrjunarstigi. En jafnframt því, sem framleiðsla hefir aukist, atvinnurekstur færst í stærri stíl og vísir auðsöfnunar myndast, liafa sömu jDjóðlífsein- kennin komið betur í ljós, — meinsemdir byrjað að grafa um sig, og sjúkdómseinkennin auð- oekt. Flokkaskipun. Hjer ltefir þá lauslega verið drepiö á tildrögin til nýrra ílokku- skipana hjer á landi. — Skal nú ítiliega skýrt, að sú flokkaskipun ilaut að verða þrískiít. — Fyrst mynda þeir flokk, sem besta hafa aðstöðuna í þjóðfje- laginu, s. s. hálaunaðir embætt- ismenn, kaupmenn og stórkaup- menn, stórútgerðarmenn og brask- arar. Yfirleitt þeir, sem best koma klónum að peningunum. Þar myndast vísir peningavaldsins á íslandi. — Stefna þessa flokks verður í aðaláhugaatriðum sú, að fryggja eigin aðstöðu í þjóðfje- laginu sem best eins og hún er, — að varðveita þau þægindi, sem þegar eru fengin. — Jafn- framt vex löngunin til að auka þægindin og safna peningum, en hvorugt verður gert — síst í fá- mennu og fátæku þjóðfjelagi — nema á kostnað fjöldans. Þjóö- arauður ekki nægilegur til þess aa allir geti orðið ríkir. — Hjer getur því auðsöfnun ekki þýtt annað en fátækt fjöldans. -- Eðlileg afleiðing samtaka hinna best megandi er sú, að mótstaða myndast og andstöðuflokkar rísa upp. — Sjálíkjörnir til mótflokksmynd- unar voru þeir fyrst og fremst, sem öröugasta hafa aðstöðuna, s. s. daglaunamenn og sjómenn og ýmsir smælingjar þjóðfjalags- ins. Að þeim flokki dr3gast eðli- lega ýmsir stuðningsmenn, s. s. fátækir listamenn, rithöfundar og hugsjónamenn og ýmsir aörir, sem hafa litla tilhneigingu til mammonsþjónustu og finna til með hinum veikari og geta ckki þolaö að sjá hina sterkari þjarma lítiimagnanum, —sem sjá og skilja að vegurinn til alhliða þroskun- ar er sá, að öljum geti liðið sæmi- lega, enga skorli fæði og klæöi eða þolanleg híbýli. Þriðja flokkinn skipuðu eðli- lega þeir, sem að miklu hafa ólíka aðstöðu hinum hvorumtveggja. Menn, sem hafa nokkurn veginn trygða lífvænlega afkomu og sveiflur atvinnulífsins „ámölinni11 ná minnatil að jafnaði. — Menn, sem alt af eiga vísan einhvern arð af striti sínu, — mennirnir sem rækta, skifta við sjálfa jörð- ina, — bærtdurnir. — Til þess flokks hlutu auk þess að hneigj- ast ýmsir menn aðrir. Einkum þeir, sem trúa á ræktun lands- ins sem öryggi þjóðarafkomunn- ar, er annað bregst, — menn, sem unna sjerstaklega hinu þjóð- lega og heilbrigða sveitalífi og sjá, að kjarni þjóðernisins verð- ur best varðveittur í sveitum landsins. — Þessum flokk hlaut einnig að verða það ljóst, að auðsöfnun einstakra manna yrði meira og minna á þeirra kostnað og hjer sem víðar leiddi til óhófslifnað- ar og þjóðspillingar. Þá hlaut þessum flokki einnig að vera það ljóst, að yrði sá flokkurinn, sem tæpasta hefir fótfestuna í þjóðfje- laginu, kúgaður til örbirgðar af peningavaldinu, hlyti af því að leiða þjóðarböl. — Þessi flokkur hlaut að verða nokkurskonar jafn- vægisílokkur eða miðflokkur. — Fjórðu flokksmyndunina virðist ekki ástæða til að minnast á. Hennar hefir gætt, en ástæða til hennar virðist vera lítil, enda mun hún smá hjaðna aftur. Hætta á ferðum. Andstæðingum íhaldsflokksins (peningavaldsins) dylst ekki, að nokkur hætta er á ferðum, — íhaldsflokkar eru hvergi þektir að því, að vera vandir að vopn- um, nje að beita vopninu, pen- ingavaldinu, sjerlega nærgætnis- lega, því sje full ástæða að gæta vel til, að vopni þessu verði ekki beitt til þjóðarógæfu. — Mót- flokkarnir líta á íhaldið sem sam eiginlegan óvin, hættulegan al- mennri velferð, og þessvegna hafa þeir tekið það ráð, eins og gert hefir verið í öðrum löndum, að vinna saman 1 ýmsum efnum móti hinum hættulega óvin. — Ótti og gremja íhaldsins. Það lætur að líkum, að flokk- ur eigingirninnar, íhaldsflokkurinn íslenski, hafi fylst beiskri gremju út af samvinnu mótflokkanna,— og gremjunm' fylgir ótti, — eig- ingjarn ótti. — íhaldið veit, að sameinaðir hafa hinir flokkarnir nógan styrk til þess, að reisa skorður við yfirdrotnum peninga- valdsins, — að það muni þá ekki í öruggu næði geta sniðið stakk löggjafar og stjórnarfars eftir eig- in geðþótta, til þess að tryggja yfirráð sin og vernda pyngju sína fyrir tollum og sköttum, og við- halda fjármálasukki braskaranna og óhófslifnaði burgeisanna. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve óttaslegið íhaldið varö er mótflokkarnir sigruðu við síð- ustu þingkosningar. — Væri varla ofsagt, ' að vígtennur þess hafi glamrað svo saman af óttahrolli síðan, að glamur það hafi heyrst lándshorna milli. Hvaö veldur óttanum? Menn með góða samvisku eru jafnan öruggir og óttalausir. — Það er því varla hægt að verjast því að ætla, að eitthvað gagn- stætt hafi staðiö á hjá íhaldsfjöl- skyldunni er hún fjekk nýju hús- bændurna yfir sig, — að ekki hafi allstaðar verið hreint í pok- anum. — Hví æröast þeir, íhaldsgarparnir, er nýja stjórnin fer^að líta í pokana þeirra? Það ætti að vera meinlaust að skygnst sje um þar sem alt er ueint og flekklaust, — og gott ætti mönnum að þykja, að fá það staðfest. — En það kveður nú heldur en ekki við annan tón hjá íhaldinu. Flokkurinn — og blöðin hans — hafa óskapastog blásið stöðugum fúlvindi í garð nýjustjórnarinnar, síðan hún hóf ræstinguna á þjóðarheimilinu. Ó- vitrustu blöð flokksins (Moggi, Hænir, Vesturl., íslendingur) hafa ætlað að rifna af óskupum yfir því, að reynt hefir verið að grafa eftir sannleikanum í hneixlismál- um við Djúp vestra. — Bendir það ekki á, að íhaldið óttist, að sannleikurinn muni ekki verða þeim til sæmdarauka? J— Ekki laust við, að íhaldsblöðin hafi jafnvel tylt undir nokkurskonar uppreist gegn sjórnarvöldunum. Sum hafa þau birt gleiðletra að- dáum yfir mótþróa kanpmanns- jns í Bolungavík og hins frávikna sýslumanns á Patreksfirði. — Allir ættu að athuga vel hvað hjer er að gerast. — Þess er skamt að minnast, að fhaldið gerði tilraun til þess að koma upp herliði. Aðalrökin til þess töldu formælendur óeirðir, er verkamenn og hásetar hefðu sýnt sig f. Mönnum skildist því svo, að hlutverk hersins ætti aðallega að verða það, að berja á vérka- mönnum. — Það var svo sem ekki gert ráð fyrir lagabrotum og upphlaupum hinumegin! En hvað skeður? Óðar en lögin eiga að ganga jafnt yfir alla — íhalds- menn líka — gerir íhaldið mót- blástur gegn valdstjórninni, reyn- ir að hindra rannsókn í afbrota- máli og stofnar blátt áfram ti uppreistar með talsverðum lið- safnaði í Bolungavík. Á Patreks- firði mun hinn fráfarandi sýslu- maður hafa staðið einn uppi. Af þessu o. fl., sem nú er að gerast, ætti allri alþýðu manna að vera það Ijóst, að brýna nauð- syn ber til að mynda öflugan flokk og föst samtök og sam- vinnu við miðflokkinn um að halda hinu háskalega íhaldi í skefjum og hreinsa til í herbúð- um þess. — Það er raunalegt að vita ti þess þroskaleysis, sem veldur því, að ýmsir alþýðumenn leið- ast út á þá háskalegu braut, að Ijá íhaldinu stuðning sinn með atkvæðum og öðru fylgi. — Þeir, sem það gera. þurfa sem fljótast að sjá og skilja, að jafnvel hver smástuðningur, sem þeir ljá íhaldinu, er ekkert annað en tág í þann hrísvönd, sem alþýðu þessa lands mun svíða bakið undan jafnskjótt og íhaldið kemst til valda, — ef svo illa tækist til. Fjármálastefna íhaldsins. í sambandi við framanritað er ekki ófróðlegt fyrir alþýðu að gera sjer dálitla grein fyrir fjár- málastefnu (haldsins, einkum á 3ví sviði, er mest grípur til al- iýðu manna. Kenning og stefna íhaldsins er sú; að heppilegast sje að leggja alt peningavaldið í hendur fárra manna, — atvinnurekenda, Það vill styrkja einstaka atvinnurek- endur af almannafje til aukins at- vinnurekstrar, og auk þess eiga atvinnurekendur og kaupmenn að hafa einkaaðgang að bönkum og lánsstofnunum. þessir menn eiga svo að mynda framleiðslu og at- vinnuríki innan ríkisheildarinnar og gerast kongar í þeim ríkjum. Kóngar yfir atvinnulífi, framleiðslu og verslun, — kóngar yfir al- menningi, — safna í kringum sig ósjálfstæðum og auömjúkum þegnum. — þið, alþýðumenn, eigið svo að tigna þessa smá- kónga, skríða auðmjúkir að fót- um þeirra og sækja í náð um að fá að vinna. að fá að borða, að fá að klæðast. — Og kóngarnir eiga að vera náðugir og láta vald sitt og miskunn ljóma af fitu- bólginni ásjónunni og veita ykk- ur atvinnu þegar þeim þóknast, en neita ykkur um hana þegar þeim sýnist. — Þeir eiga líka aö ákveða hvað þið fáið fyrir vinnu ykkar. Þið megið helst ekki vera í neinum verklýðsfjelagsskap eða samtökum um að ákveða sjálfir gjaldið fyrir vinnu ykkar. Þið eigið ekki að vera að sprengja upp kaupið, þið eigið aö láta ykkur nægja að fá svo sem 50 aura um tímann, hvort sem þið fáið nokkra stöðuga vinnu eða ekki! Ef þið heimtið syo hátt kaup, að þið verðið færir um að forða ykkur frá sveitinni, þá er ekki víst að smákóngurinn græði nógu mikið á ykkur, til þess að halda uppi dýrð ríkis síns! Þið eigið ekki að hugsa neitt um að tryggja ykkur fyrir slysum við vinnuna og ekki hugsa vitund um það, hve mikið atvinnu- kóngurinn í (haldsríkinu græði á striti ykkar, því síður að þið megið neitt hnísast eftir því hvernig hann ver gróðanum, — þó hann kunni að eyða honum í óhófssællífi og veisluhöld, spán- arvín og siglingar. Og sístaföllu megið þið minnast á það, þó þið sjáið daglega fyrir ykkur alls- konar vanhyggju og óforsjálni í atvinnurekstrinum, sem leiði til þess að íhaldskóngurinn stingi sjer fjárhagslegan kollhnís og vísi ykkur svo út á gadd atvinnuleys- isins. — Eíns og ykkur varöi nokkuð um það, þó arðurinn af striti ykkar fari út í veður og vind. Það kemur víst ekki neitt [Framh. á 4. bls.J

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.