Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN Kaupmenn og verkamenn. í Hæni hinum seyðfirska, 33. tbl. 1927, er grein um verðlag á nauðsynjavörum í fjórum stærstu kauptúnum hjer á Austfjörðum. Austfirskur vinnumaður skrifar grein þessa og mun vera rit- stjórinn, sem er hinn opinber- lega viðurkendi vikapilíur íhalds- ins og kaupmanna hjer á Aust- urlandi. Mörg vitleysan hefir staðið í Hæni síðustu vikurnar, en svo ófimlega hefir tekist með ritsmíð þessa, að alveg keyrir um þvert bak. Grein þessi á að vera vörn fyrir kaupmenn á Fáskrúðsfirði, út af okurverði á nauðsynjavör- um í verslunum þeirra þar á staðnum, en þar „heggur sá, er hlífa skyldi". Samanburður blaðsins á vöru- verði á Seyðisfirði, Norðfirði, Hskifirði og Fáskrúðsfirði sýnir það og staðfestir, að Fáskrúðs- fjarðarverðið á tilteknum 5 vöru- tegundum, sem birt var í nóv- emberblaði er miklum mun hærra en á hinum fjörðun- um, og skulu þessi dæmi tekin: Kaffi kostar á Norðfirði kr.3,00kg. á Fáskrúðsf.— 4,50 — Sykur kostar á Seyðisf. — 0,80 — á Fáskrúðsf.— 1,10 — Smjörl. kostar á Norðf. — 1,80 — á Fáskrúðsf.— 2,70 — Kol kosta á Eskif. kr. 45,00 tonnið á Fáskrúðsf— 70,00 — Á Fáskrúðsfirði eru kaupmenn einrddir ura verslunina. En með því að „vinnumaður- inn“ vill láta lítasvoút, að kaup- menn sjeu sjerstakir velgerða- menn verkamanna og sjómanna, bjóði þeim ódýra nauðsynjavöru og sjeu síhugsandi um að veita þeim atvinnu, mun hjer til uppfyllingar skýrt frá launakjör- um verkamanna á Fáskrúðsfirði árið 1927, en þau eru sem hjer segir: 80 aurar um klukkustund við alla algenga vinnu á hvaða tíma sólarhringsins sem er, jafnt á virk- um dögum og helgum, og greid- ist í vörum meö Fáskrúösfjarð- arverði. það er ekki verið að gera mun á kaupinu eftir því, hvort unnið er að nóttu eða degi, virkum dögum eða helgum. Nei, það er svo einfalt og þægiiegt vegna út- reikningsins að hafa altaf þessa sömu 80 aura. Fátækur verkamaður á Fá- skrúðsfirði er ekki frjáls maður; verkalaunin fást ekki greidd í pen- ingum og hann verður að fara bónarveg til kaupmannsins til að fá 5 eða 10 krónur upp í laun- in sín, og sjaldnast fæst það um- yrðalaust, þó um inneign sje að ræða. En nú kemur „vörnin" í Hæni út af vöruverðinu og hlióðar svo: „Öllum sæmilega skynsömum mönnum mun vera það ljóst, að þær verslanir, sem lána út vörur sínar til fátækra sjómanna og verkamanna árið um kring, vetða fyrir stórum töpum, og þar af leiðandi geta ekki selt eins ódýrt og aðrir, sem reka peningaversl- un án áhættu“. Þessu er tii að svara: Öllum sæmilega skynsömum og heið- arlegum mönnum ætti að vera það ljóst, hve auðvirðileg sú at- vinna er, að selja fátækum sjó- mönnum og verkamönnum nauð- synjavöru þeirra langt ofan við sannvirði. Öllum sæmilega skynsömum og heiðarlegum mönnum þyrfti að vera það ljóst, hve óheyrileg voru kauptilboð kaupmanna á Fáskrúðsfirði síðastliðinn vetur til handa verkamönnum þar á staðnum, þegar litið er á sölu- verðið. Hænir bendir á, að fá megi vörur í peningaverslunum á Fá- skrúðsfirði með svipuðu verði og annarsstaðar, og þykist nú auðsjáanlegabjarga málstað kaup- manna og verslunarástandsins þar að nokkru. En þar ferst blað- inu líkt og drotningunni, sem spurði, þegar hallæri var í landi hennar og fólkið féll þúsundum saman úr hungri: „Hversvegna borðarfólkið ekki brauð og smjör?“ Hversvegna versla ekki sjó- menn og verkamenn á Fáskrúðs- firði þar, sem vörurnar eru ó- dýrastar? Af því að þeir eru fjötraðir á skuldaklafa lánsversl- ananna, fá hvorki peninga fyrir vinnu sína nje framleiðsluna. Og alment mun litið svo á, að hinum „stærri“ kaupmönnum sje lítið gefið um slíka samkepni. Þeir vilja sitja einir með „á- hættuna“, sem fyígir lánsversl- uninni, og virðast ekki kæra sig neitt um að losna við hana. En fátækum sjómönnum og verkamönnum blæðir meðan þetta ástand rlkir. Frelsi og framtak einstaklings- ins eru slagorð íhaldsmanna við allar kosningar. En hvaða frelsi er jrað, sem þeir vilja? Það er frelsi, fult og ótak- markað handa þeim sterku í þjóðfjelaginu, til að ráða yfir hinuni veiku og vanmáttugu, sem verða undir í hildarleik peninga- valdsins. Það er frelsi til að ráða eins og þeim sýnist. Það er frelsi til að halda í mentun alþýðu. Það er frelsi til að svifta alþýðu kosningarrétti. Það er frelsi til að lifa af striti og framleiðslu hinna vinnandi stjetta í þjóðfjelaginu, og svifta þær um leið tækifærinu sem for- sjónin veitir þeim til þess að lifa eins og menn. ** Kaupgjaldsmál. Talið er víst, að kaupgjald muui ekki breytast neitt hjer á Austfjörðum í vetur. Sumstaðar hefir samningum ekki verið sagt upp, svo' sem á Norðfirði, og gilda þeir því yfir næsta ár ó- breyttir. Annarsstaðar, þar.sem samningar falla úr gildi um ný- ár, er búist við að þeir verði framlengdir að mestu óbreyttir næsta ár. Er nú kaupgjald líka orðið svo lágt hjer eyslra, að hvergi á landinu er það jafnlágt. Mun samanburður á kaupgjaldi víðsvegar um land verða gerður hjer í blaðinu bráðlega. Hvergi mun afkoma alis al- mennings vera eins jafnslæm og hjer á Austurlandi, og mega hin- ir svo nefndu atvinnurekendur eðá öðru nafni „máttarstoðir þjóðfjelagsins“ þakka sjer það, enda munu þeir hafa það eitt sjer til rjettlætingar á dómsdegi, að þeir hafi verið ötulir og iðnir við að þrýsta niður kaupi verka- fólksins. Ekki er það þó nóg, að kaupið sje lágt. Hitt er verra, að það lága kaup, sem goldið er, er rýrt á alla lund fyrir þeim, er fyrir því vinna. Okurverö er á öllu sem „framleiðendurnir" selja fólkinu, bæði til fæðis og klæð- is, en þó tekur hin gífurlega húsaleiga út yfir allan þjófabálk. Kaupið fæst ekki greitt í pening- um, þrátt fyrir það, þó bæði sjeu um það skýlaus landslög og sjer- stakir samningar milli verklýðs- fjelaganna og atvinnurekendanna. Allir atvinnurekendur á Norðfirði komu sjer hjá peningagreiöslum á kaupgjaldinn síðast liðið ár, og er alt útlit fyrir, að svo verði einnig þetta ár. Samninga hafa flest fjelög hjer eystra um forgangsrjett búsetts verkafólks þar á staðnum að vinnu þeirri er til fellur. Einnig þetta atriði hefir verið þverbrot- ið. Fjöldi aðkomufólks hefirver- ið tekinn upp á mánaðarkaup, en bæði karlar og konur, búsett í bæjunum, hefir enga atvinnu fengið. Sumir þeir samningar, sem aðkomufólk hefir gert við atvinnurekendur, hafa verið svo óhagstæðir, að nærri hefir stapp- að fullum þrældómi. Verkamenn- irnir hafa skuldbundið sig til að vinna allan sólarhringinn ef krafist yrði, og afsalað sjer kröf- um til aukaborgunar fyrir þá vinnu. Þeir hafa gengist undir að vinna jafnt á helgum sem á virkum dögum, án sjerstaks end urgjalds. Þeir hafa undirgengist að leggja sjer alt, án þess að at- huga að hið umsamda mánað- arkaup var langt fyrir neðan það, sem hafa mátti upp í tímavinnu. Og oftast hefir kaupið verið 100 —150 krónur og fæði, eða 175 —225 krónur og leggja sjer alt. Slíklr samningar sem þessir veröa að leggjast niður. Kauptúnin hafa stórtjón af þeim aðkomumönnum. sem á þennan hátt rýra og spilla atvinnu bæjar- fólksins, sem með verkkaups- samningum sínum reynir að tryggjn sæmilegt verðlag á vinn- unni. Hefðu verklýðsfjelögin ekki haldið uppi kaupinu, væri kaup Karla hvergi hærra en 50 aurar og kaup k'venna 30—35 aurar. Það telja líka atvinnurekendur að kaupið eigi aö vera. Altof fáir taka tillit til þess. að ekki er hægt að vinna nema í hæsta lagi 8 mánuði af árinu. Veturinn verður öllum að mestu ónýtur. Sje þá ekkert til undan sumrinu eru engin úrræði önnur en sveit- in, því víðast hvar eru kaupmenn alveg hættir að lána, nema trygg lán. Aðkomufólk er því alvarlega ámint um að snúa sjer til stjórna verklýðsfjelaganna á þeim stöð- um, er það leitar sjer atvinnu, til þess að það verði fyrirbygt í tíma, að það baki sjálfu sjer og öðrum stórtjón með því að binda sig yfir lengri eða skemri tíma með þrælasamningum hjá ein- hverjum atvinnurekendum. Hvað Norðfjörð snertir. sem mun hafa einna svartasta sögu að segja í þessu efni, rnun kaupgjaldsmáljð og afstaða verkafólksins til at- vinnurekenda, verða athugað í næstu blöðum og þá birtir sumir þeirra kaupsamninga, sem hjer hafa verið gerðir. Hornafjarðarútgerðin. Talið er víst, að allmargir bá.t- ar muni fara hjeðan á Horna- fjörð eftir næstu mánaðamót. Hefir Ólafur Sveinsson, banka- gjaldkeri á Eskifirði tekið á leigu eignir þær á Hornafirði er áöur átti Þórhallur Daníelsson, en er eign Landsbankans, og mun liann leigja mönnum til útgerðar þar. Ekki er kunnugt hver kjör þar verða eða hvort sú kvöð fylgir, að selja fiskinn þar á staðnum Ó. Sv. eða öðrum, og er fremur ólíklegt, að nokkur fari upp á þær spýtur. Hitt er aftur fullráð- ið, að allur fiskiúrgangur, hrygg- ir og hausar, verða þeir, er gera út á Hornafirði, að selja Þórhalli Daníelssygi fyrir fimm krónur smálestina. Er slíkt fremur ein- kennileg ráðstöfun og ekki vel í samræmi við „samkcpnisfræði" nútímans. Heyrst helir, að sá fiskiúrgangur, sem á land komi á Hornafirði sje þegar seldur Norð- manni einum. Um verðið veit vitanlega enginn. Fer þó svo, að Fóðurmjölverksmiðjan hjer fær ekkert af úrganginum og menn þeir, er þar hafa búist við vinnu verða atvinnulausir. Hitt er þó verra, að forstjóri verksmiöjunnar mun liafa búist við, og mun jafn- vel hafa talið sig hafa loforð allra útgerðamanna hjer á Norð- firði fyrir því, að hann fengi sem hæstbjóðandi að sítja fyrir kaup- um á fiskiúrgangi af bátum hjeð- Bæjarrjettindin. Frumvarp um bæjarstjórn á Norðfirði lagt fyrir Alþing í þriðja sinn. Tvö undanfarin þing hafa felt beiðni Norðfjarðar um sjerstök kaup- staðarrjettindi. Nú hefir nokkuð um skipast á þinginu. íhaldsflokkurinn, sem staðið hefir gegn þeirri rjett- lætis- og- rjettarbótarkröfu, eins og gegn öðrum málum, er til bóta eru almenningi, hefir minkað að mun, en aftur hefir sá flokkurinn aukist, sem líklegastur er til að vilja veita góðu máli fulltingi, en það er Al- þýöuflokkurinn. Hjer í blaðinu hefir áöur verið ritað rækilega um þetta mál og hjer á Norðfirði er öllum máliö svo kunnugt, að ekki er þörf að fjöl- yrða um það. Hjer er það almenn krafa, jafnt frá íhaldsmönnum sem öðrum flokkum, að fá bæjarrjettind- um á komið. Vita það engir betur en vjer sjálfir, Norðfiröingar, við hve ilt er að etja, að búa viö sveitastjórnarfyrirkomulagiö og vera skattskyldir til sýslusjóös um hart nær 10 þúsundir króna á ári hverju en geta ekki komið fram nauðsyn- legustu málum sveitarinnar, sökum illrar aðstöðu hreppsins og mót- þróa sýslunnar. /haldið á Alþingi hefir ekki viljað veita oss þessa nauðsynlegu rjettarbót. Nú er það falliö og verður ekki framar skuld- inni á það skelt, ef krafa vor nær ekki fram að ganga. Ef ráða má af framkomu hinnar nýju Framsókriarstjórnar ílöggætslu og dómsmálum, ætti að mega vænta þess, að hún vildi á einhvern veg úr bæta hjer sem annarsstaðar. og virðist engin vanþörf vera á því, að bæta einum lögreglustjóra við hjer á Austfjörðum. Hjer eystra eru aðeins tveir lög- reglustjórar, er annast löggætsluna á svæðinu frá Langanesi og að Hornafirði. Munu hvergi svo fáir lögreglustjórar í svo stóru umdæmi og illu yfirferðar. og væri fyrir þá sök eina nauðsynlegt að bæta hjer við lögreglustjóra. En nú vill þetta einnig svo vel til, að einmitt stærsti bærinn á Austfjöröum — Norðfjörö- ur — er lögreglustjóralaus, og því má vinna þar tvent í senn, bæði tryggja löggætslunni fullgildan um- boðsmann og bæjarbúuin ráðsmann — bæjarstjóra, Rök þau, gegn kröfunni um bæj- arrjettindin, sem fram hafa komið.á Alþingi, eru ekki mikiivæg. Aðal- rökin eru, að skilnaður Norðfjarð- ar úr sýsluheildinni sje fjárhagslegt tap fyrir sýsluna. Á hitt lítur þing- ið ekki, að ef sýslan lifir á Norð- firði — sem er nú langt frá því að vera rjett — þá er það ákaflega ósanngjarnt gagnvart hreppnum, að láta þaö lengur svo til ganga. Geti sýslan ekki staðið óstudd, er næst að ríkið hlaupi þar undir baggann. Auðsjeð er, að þingmönnum þeim, sem halda þessu fram, er ekki Ijóst, aö þeir eru aö gere sýslunni get- sakir, sem of öröugt væri aö færa nokkrar sönnur á. Auðvitað er þingmönnunum vorl. unn, þar sem þeir hafa þessa rök- semd frá sjálfri sýslunefndinni, sein beinlínis hefir lýst því yfir, að hún liöi stórtjón fjárhagslega, ef Norð- fjörður veröi gerður(að kaupstað. Sami söngurinn var sunginn, þeg- ar Siglufjöröur fjekk kaupstaðar- rjettindi, en engan hnekki sýnist Eyjafjaröarsýsla hafa beðið við skiln- aðinn, og svo mun einnig verða hjer. Þaö mundi reynast svo í fram- tíöinni, að allir aðilar mundu betur við una, ef málalok þau fengjust, sem Norðfjöröur berst fyrir. Engin sanngirni mælir meö því, að Noröfjörður greiði svo og svo mikið á hverju ári fyrir aðra hreppa í sýslunni, eins og nú á sjer staö — ef þaö er rjett hjá þingi og og sýslunefnd, að um fjárhagsskaöa ' ði að ræöa — en geta ekki kom- : hjá sjer nauðsynlegum umbót- g það er þirtgsins, að bæta

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.