Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 3

Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 3
JAFNAÐARMAÐURINN 3 an, er veiði stunduðu á Horna- firði Færi svo, að verksmiðjan gæti ekki fengið keyptan fiskiúrgang á Hornafirði. er sennilegt að hún verði að hætta störfum og hafa þá norðfiskir útgerðarmenn illa látið glepja sjer sýn, ef þeir verða til þess að kollsteypa þessu fyrir- tæki, sem hreinsað hefir alt slor og fiskiúrgang burt úr bænum og þannig stórum aukið þrifnað hjer í kauptúninu. Verst af öllu er það þó, ef forstjórinn hefir ástæðu til að líta á þetta glapræði útgerðar- manna sem brigðmæli við sig, og er því ekki annað sýnna, ef þetta reynist satt, að verksmiðjan fái ekki að sitja fyrir kaupmönn um sem hæstbjóðandi, en að út- gerðarmenn veJði að setjast aft- ur og fara hvergi á Hornafjörð. Annars er merkilegt hve kúg- unarandinn ætlar lengi að loða við útgerðina á Hornafirði og Skálum og væri ástæða til að rekia þá sögu nánar. Verður það ef til vill einhverntíma gert hjer í blaðinu, ef ástæða þykir til. Hafa flestir sjálfsagt búist við því, að á Hornafirðl væri öllum slíkum tilraunum lokið, er jafn ágætur maður og Ól. Sv. er tekinn þar við búforráðum og er því ilt til þess að vita ef þetta reyndist rjett, en það mun sýna sig bráðlega. Reyktóbak. Garrick Mixture Capstan — Glasgow — Waverley — ^ichmond — n/c. Capstan St. Bruno Flake Mjólkurverðið. Allstaðar að berast þær frjettir, að mjólkin sje að lækka í verði sem óðast. Hjer á Norðfirði er miólkin ennþá seld á 50 aura potturinn og mun það vera með hæsta varði hjer á landi. Á Ak ureyri er mjólkurverðið nú 30— 35 aura potturinn og í Reykjavík jjar sem mjólk altaf hefir verið dýr, er hún 44 aurar potturinn Á ísafirði var mjólkin 50 og 55 aura fyrir nýárið en var ákveðið að hún lækkaði um áramótin hve mikið er blaðinu ókunnugt Mjólkin er sú fæðutegund, sem fátæku heimilin mega síst án vera og því verður aö krefjast þess af mjólkurframleiðendum, að þeir keppist við að selja mjólkina sem lægstu verði, þyrfti hún að verða hjer jafnódýr og á Akureyri eða ódýrari. þó þarf varla að vænta Feinr- Shag Mix Golden Bell Gordon Mixture Engelsk Flag Islandsk -- Bills Best Central Union MossRoseenskt&danskt Saylor Boy og allar aðrar þektustu reyktóbakstegundir leimsins eru ávalt fyrirliggjandi í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands, h.f., Reykjavík jess, að svo verði meöan fram- leiðsla og sala mjólkur er skipu- agslaus. Hjer mun allur þorri verkamanna og sjómanna aðal- ega nota dósamjólk sökum þess, hve mjólkin er dýr og hve örð- ugt er að fá hana. Hlýtur öllum að skiljast hve afaróheppilegt það er, þar sem niðursoðna mjólkin er bæði dýrari og ódrýgri en hin, ef miðað er við nothæfi beggja, að allur almenningur skuli ekki eiga þess kost að kaupa nýmjólk- ina. Þyrftu kúaeigendur að stofna með sjer mjólkursölufjelagog selja í fjelagi mjóikina. Mundi sú aðferð miklu heppilegri en sú, sem nú tíðkast, að hver selji sína mjólk fyrir sig. En hvort sem kúaeig endur hafa framtakssemi í sér til þess eða ekki, þá þarf mjólkur- verðið að lækka og það sem allro fyrst. Spanskflugan. Gamanleikur. í þrem þáttum eftir Franz Arnold og Ernst Bach. Undanfarnar vikur hefir leik- flokkur stúkunnar „Nýja öldin“ og Verklýðsfjelags Norðfjarðar sýnt gamanleikinn „Spanskflug an“. Hefir leikur þessi ekki fyr verið sýndur hjer eystra, en fyr- ir norðan og sunnan hefir hann áður verið leikinn. Er leikurinn hinn hnyttilegasti og sprenghlægilegur með köflum. Leikendurnir fara vonum betur með hlutverk sín og. gerfin eru flest ágæt. Fjögur kvöld hefir leikurinn verið sýndur og oftast hefir ver- ið húsfyllir. — Verður vafalaust leikið nokkrum sinnum enn. Hlægilegri leikur en Spanskflug- an“ mun ekki hafa verið sýndur hjer áður. Eiga þeir menn sann arlega þakkir skyldar, sem verja fje og tíma til þess að æfa og útbúa skemtilega sjónleiki, sem stytta má vetrarkvöldin við, og ætti alþýða að sýna, að hún skildi þá viðleitni, með því að sækja leikina. Að vísu mun fjárhagur ýmsra þröngur nú, en vart mun nokkur geta kosið sjer betri kvöldskemt- un og ódýrari en skemtilegan gamanleik. það er hressandi; að fá sjer hláturkast, og þegar tilefn ið er jafn græskulaust og það sem Spanskflugan veitir, ætli enginn, sem getur, að láta undir höfuð leggjast að veita sjer það Engum efa er það bundið, að allsæmilegir leikkraftar munu vera til hjer í bænum, leikkraftar, sem lyft gætu stærra taki en Spansk- flugan er. En vegna húsnæðis vandræða er ókleift að sýna hjer Bestu sælgætisvðrurnar, hverju nafni sem nefnast, fáið þjer frá James Killer & Sons, Dundee (deild úr heimsfirmanu Crosse & Blackwell, London). Snúið yður til Tóbaksverslunar Islands, hf. Einkasalar á íslandi. eiki, sem veruleg list er í og sem varanlegt gildi liafa. Húsrúm það — Bíóhúsið — serr, við er notast til allra skemt- ana hjer, er algerlega óhæft til þess að bjóða fólki inn í, bæði sökum raka, ónógrar loftræsting- ar og annara missmíða hvað hreinlæti og aðbúnað snertir. Baklausir bekkir í leikhúsi til- heyra fremur liðnum öldum en þeirri þæginda-öld, sem vjer lif- um á. Mun nú og svo komið, að mikill meirihluti bæjarbúa sjer, að ekki verður lengur beðið með byggingu samkomuhúss og verð- ur að hefjast handa þegar á næsta sumri, því það er sýnt, að rekstur samkomuhúss í höndum einstaklinga verður hjer aldrei annað en ómynd ein. Það virð- ist nú reynt til þrautar. Leikflokkurinn mun hafa í hyggju að sýna annan gamanleik að þessum loknum. Og verði hann jafn skemtilegur og Spansk- flugan, verður leikendum ekki kent um að þeir bafi ekki gert sitt til að varpa gleðigeisla inn í vetrarmyrkrið, sem stundum er svo dimt hjerna fyrir austan. * Byggingasamþykt fyrir Neskauptún öðlaðist gildi 1. þ. m., samkvæmt tilkynningu frá Atvinnumálaráðuneytinu. Verða því þeir, sem hjer eftir gjöra mannvirki, hús eða annaö, að leita til þess samþykkis bygg- ingarnefndar. Verður með þessu vonandi lokið þeirri óöld í bygg- ingarmálum, sem verið hefir hjer síðan bærinn byrjaöi að byggjast, og tími er kominn til að afljetti. Skipulagsuppdráttur kauptúnsins mun verða fullgerð ur í vor, en vart kemur hann til framkvæmda fyr en ári síðar. Hnífsdalsmðlið. í „Tímanum“ 17. des. erglögg skýrsla um hið landkunna Hnífs- dalsmál. Er það að mestu út- dráttur úr rjettarbókunum og því heilbrigðasta skýring málsins, sem hægt er að fá. Auk þess eru í blaðinu um 40 rithanda sýnishorn af nöfnum á hinum fölsuðu seðl- um og nöfnum manna teknum í rjetti. Dómur er enn eigi fallinn í málinu. Hafa hinirfölsuðu seðl- ar og handskriftir hinna grunuðu verið send til ensku lögreglunnar — Scotland Yard — til frekari rannsóknar. Mun beðið með dóm- inn þar til skýrsla kemur þaðan. Sennilega una íhaldsblöðin illa svo gaumgæfilegri rannsókn máls, sem þessi er orðin, og er ekki ólíklegt að þau rísi enn upp til varnar svikunum og ósómanum. Er nú svo kornið að þau munu hafa meiri skömm af framkomu sinni í þessu máli en af þeim mun skafin verða, meöan íhalds- flokkurinn svonefndi hangirálífi. úr þeirn órjettij sýslunefndin gerir það ekki og getur það heldur ekki, Önnur aðalröksemd þingsins var það. að á Akranesi sjeu fieiri íbú- ar en á Norðfirði, og því megi bú- ast við sömu kröfu þaðan. Það er rjett, að á Akranesi eru álíka marg- ir íbúar og á Noröfirði. en sá stór- kostlegi munur er á þeim tveim stöðum, að á Akranes eru engar siglingar, en á Norðfjörð munu nú mestar siglingar hjer austanlands. Þaö er munurinn. Væru engar siglingar til Norð- fjarðar, þyrfti hjer engan lögreglu- stjóra. Allir tollar væru þá innheimt- ir á þeim stað innlendum, sem var- an kæmi frá, og um tollsvik eða smyglun yrði ekki aö ræða. Bæjar- málunum mætti þá koma fyrir með því, að ráða fastan bœjarráösmann vissra ára bil, og væri þá málum svo vel skipað sem þyrfti. En þetta er ekki liægt hjer. Þó hreppsnefnd ráði bæjarráðsmann og gjaldi full laun, lagast ekkert lögreglueftirlitið við það. Undanfarin tvö ár hefir hreppurinn haldið uppi lögreglueft- irliti, launað sjerstakan lögregluþjón. Því gæti hann hætt og tekið þau laun til að greiða bæjarráðsmanni, sern hefði á hendi framkvæmdir allra mála sveitarinnar, undir eftir- liti hreppsnefndarinnar. En með því er aðeins helmingur þess unninn, sem nauðsyn er að fá. Og felli þingið frumvarpið enn, verður lögregluþjónsstarfið vafalaust lagt niöur og bæjarráðsmaður ráð- inn. Mun þá sveitarstjórnin senni- lega ekki leggja fje lengur til þess, aö gera það sem ríkinu ber, aö annast löggætsluna. En vonandi kemur ekki til þess. Vonandi er þetta þing það betur skipað en undanfarin þing liafa ver- ið, að það sjái, að ranglæti er framið gagnvart þessu sveitarfjelagi. Ranglæti, sem aö verulegri sök get- ur komiö, ef ekki er úr því bætt, áður en það er um seinan. Á Norðurlandi eru fjórar siglinga- hafnir — tvær þeirra stórar — Siglu- fjörður og Akureyrí — en tvær smáar, Sauðárkrókur og Húsavík. — I öllum þessum bæjum eru lög- reglustjórar búsettir, og einn á Norð- urlandi auk þeirra (sýslum. Húnav.s.). A Austurlandi ern fimm siglinga- hafnir — engar að vísu eins stórar og Akureyri og Siglufjörður — en allar með stærri útflutningshöfnum á landinu, en þar eru aðeins tveir lögreglustjórar. Á meðan kauptúnin eru lítil, geta hreppstjórar annast umboðsstörfin, en er þau stækka, verður það ókleift. Starfinn er svo iila launaður, að enginn getur tekið hann að sjer sem aðalstarf og sem aukastarf er það of umfangsmiklö og ábyrgðarmikið. Svo erþaðoröið hjer á Norðfirði. Austurland hefir í öllum greinum verið afskift liingað til. Þingið hefir sýnt þeim lands- hlutanum Iangminstan sóma, enda hafa Austfiröingar lítt á það sókt. Vitarnir hjer við suðaustur-hornið eru það eina, sem það opinbera hefir til Austfjarða lagt. Ber vitan- lega að þakka það, en meira verð- ur að gera, eigi Austfirðir ekki að dragast aftur úr. Hjer verður að koma á betri samgöngum á milli bæjanna og annara landshluta. Gagn- fræðaskóla verður að koma upp og vegi verður að leggja upp frá kaup- túnunum og inn í sveitirnar. — En þetta fæst ekki fyr en þingið sýnir þessum landshluta meiri sóma en hingað til hefir verið gert. Austfirð- ingar verða að taka höndum saman og hefja Austurland upp úr þeirri deyfð, sem yfir því hefir hvílt um langt skeið. Atvinnuvegina verður að tryggja og endurbæta og menn- inguna verður að auka á alla lund. Mörg verða viðfangsefnin á vegin- um þeim, og eitt þeirra, og ekki það minsta. eru bæjarrjettindi handa stærsta kauptúninu á Austurlandi. Þaö er engu síður menningarmál en fjárhagsmál, og því væntum vjer þess, að hinn nýi meirihluti á Al- þingi beri gæfu til að leysa þetta mál svo, að honum verði til sæmd- ar en oss til blessunar. J. G.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.