Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 27.01.1928, Blaðsíða 4
4 JAFNAÐARMAÐURINN [Framh. frá 1. bls.] við ykkur seinna, eða hvað? En hvar verða teknir tollarnir og skattarnir, þegar atvinnukóngur- inn er oltinn úr hásætinu? Það getur víst ekki skeð, að neinu verði jafnað niður á ykkur til þess að fylla skarðið? Eða að kaupmennirnir reyni að rjetta haila sinn með hækkuðu vöru- veiði, eða bankarnir töp sín með okurvöxtum, greiddum af skil- vísum almenningi? Aö „skaffa atvinnu" eru þau hljómfögru orð, sem eiga að hljóma í eyrum ykkar sem dýrðarboðskapur frá drotn- um íhaldsins — og þið eigið að fara og tilbiðja þá! Aörar raddir berast ykkur þó til eyrna. Þær koma frá andsíæðingam íhalds- ins. Þið eigið ekki að vera ánauð- ugir þrælar íhaldskonunganna! Þið eigið að keppa að því, að verða sjálíbjarga og sjálfstæðir menn. Peningastraumunum á að veita til almennings en ekki ein- stakra manna. Þið eigið að verða þess megnugir, að reka sjálfir at- vinnu, hver fyrir sig, eða í fje- lagi — í samvinnu, og njóta sjálfir uppskerunnar af því, sem þið íáið. Peningastofnanirnar eiga að vera fyrir alla jafnt. — Sje ástæða til að reka eitthvað í stórum stíl, eigið þið að leggja saman, eiga hluta í fyrirtækinu og njóta hlutfallslega þess arðs, sem það gefur. Korni fyrir að halli verði, eigið þið að bera ykkar hluta af honum — bera byrðarnar hver með öðrum, drengilega — og frjálsir. Ef til þess kemur, að starfrækja ein- hverja ákveðna auðsuppsprettu, á hún að starfrækjast til almennr- ar velferðar. Qróðinn á ekki að renna til einstakra manna. Þjóð- in á að njóta hans sameiginlega. Honum á að verja tii þess að gefa öllum jafnan kost á að mentast og þroskast, svo að bestu hæfileikarnir verði ekki úti á hjarni fátæktarinnar. Honum á líka að verja til þess, að tryggja framtíð fjöldans, svo að eigi skapist svangur og nakinn öreiga- lýður í óhollum hreisum, eins og hvarvetna í ríki íhaldsins. — Jafnframt þessum röddum heyrið þið enn raddir, hásar reiðiþrungn- ar raddir úr ístrubelgjum íhalds- ins, grenjandi á þessa leið: „Trúið þeim ekki! Þetta eru lýðskrum- arar, pólitískir Ioddarar — hræsn- arar — Bolsar! Fylgið okkur! Við erum gætnir fjármálamenn, við viljum spara, við „sköfíum atvinnu*', hinir geta ekkert nema að blekkja og koma af staö æs- ingum, uppreistum og blóðsút- hellingum! Komið til okkar, treystið okkur, kjósið okkur, og þá eruð þið hólpnir**.' Alþýðumenn! Á því, hversu margir af ykkur hlýða þess- um röddum úr ríki íhaldsins, veltur það, livort smákóngunum verður steypt af stóli eða ekki, hvort ríki íhaldsins, þar sem enn ríkir og ríkja mun ójöfnuður, vægðarlaus samkepni, kúgun, at- vinnuskortur og öreign, veður sundrað og afmáð, eða ekki. Aflið ykkur þekkingar — bygg- ið á henni sannfæringu ykkar og breytið samkvæmt henni — þá munuð þið þola þrautir stríðsins fyrir rjettinduni ykkar og ekki 41 gefast upp, þó torsótt sje að markinu. x. Kosningaúrslitin 21. þ. m. urðu þau, að A-listinn hlaut 194 atkv. og kom að sín- um manni, Eyjólfi Jónssyni út- bússtjóra. — B-listinn fékk 171 atkvæði, — 2 seðlar voru ógildir, 1 auður. Þó Eyj. Jónsson hlyti meirihl. greiddra atxv., er engan veginn svo, að hann hafi raunverulegt meirihlutafylgi í bænum. — All- margir fylgismenn alþýðunnar gátu ekki sótt þessa kosningu.— Nokkrir eru, vegna rangláetis kosningalaganna, sviftir atkvæð- isrjetti, og enginn af þeim mundi fylgja Eyjólfi Jónssyni til kosn- inga, síst eftir hina óþörfu árás hans á þurfalingana á bæjar- stjórnarfundi um daginn. — Þá er annað ranglæti kosningalag- anna það, að kosningarrjettur skuli vera bundinn við 25 ára aldur, í stað þess að 21 árs ald- ur ættí að veita kosningarrjett, a. m. k. í bæjarmálum. — Væru ekki þessir. hættulegu agnúar á kosningalögunum, mundi íhaldið í Seyðisfj.kaupst. fljótlega lúta í lægra haldi. — Því, sem betur fer, aðhyllist rnikill minni hluti hinna ungu og upprennandi manna íhaldsstefnuna, — þá stefnu, sem mesti ófarnaður allra þjóða á rót sína að rekja til. — En ilt er það ástand, er því veld- ur, að aftur og aftur fljóta gamlir andlega trjenaöir og hugsjóna- snauðir íhaldsmenn upp í trún- aðarstöður bæjarfjelagsins og þjóðfjelagsins. — Þangað er þó full þörf frjálslyndra og óeigin- gjarnra manna, sem láta heill almennings ráða gjörðum sínum en ekki hagsmuni einstakra manna. — En, — „Við skulum ei æðrast þó inn komi sjór, og endrum og sinn gefi’ á bátinn. Nei! Halda sitt strik, vera’ í hætt- unni stór, og horfa’ ekki’ um öxl. — Það er mátinn! “ Svo kvað Jón Ólafsson.— Óg við skulum ekki æðrast um orð- inn hlut, en halda okkar „strik** að takmarkinu: Niöur meö í- haldiö! Kjósandi. Seinni kosningin. 28. þ. m. á að kjósa 2 fulltrúa til 5 ára í bæjarstjórn Seyðis- fjarðar. Á alþýðulistanum eru: Quðmundur Benediktsson, rafvirki Emil Jónasson, símritari. — Hvorugur þessara manna hefir til þessa látið neitl sjerstaklega til sín taka á sviði bæjarir.álanna — En þeir, sem þekkja þá best, og styðja kosningu þeirra, hafa fulla ástæðu til að vænta góðs af þeim í hvívetna. — Guöm. Benediktsson hefir starf- að í fjelagsskap verkmanna í 15 ár og ætíð reynst hinn ótrauð- asti í íjelagsstarfseminni og stað- ið fast móti öllum tilraunum íhaldsins ti! að sundra þeim fje- lagsskap. Þaö er því ekki ófyr- irsynju, að alþýðan velur hann að fulltrúaefni við þessar kosn- ingar — enda hefir hann nokkr um sinnum áður verið á listum hennar, þó hann hafi ekki fyr verið settnr á oddinn. — Guð- mundur er búinn að sýna það; að hann hefir bæði sannfæring- arfestu og einurð til að halda vel á málstað verkalýðs og al- þýðu, og má því fulltreysta hon- um til hins sama í bæjarstjórn. Emil Jónasson er ungur mað- ur og hefir ekki átt kost á að standa í stórræðum opinberra mála fyr. En svo góðum hæfi- leikum er hann gæddur, og svo vel mentur er liann, að íhaldið mun mega kanna vel liðið á barða sínum, hinum skjaldaða, til þess að finna þar jafn kurteis- an og hæverskan riddara, — því Emil Jónasson er maður, sem prýðir hvarvetna hóp ungra manna og hverjum svein er sómi í að taka sjer til íyrirmyndar. Vegna heilbrigðra skoðana, frjálslyndis og vitsmuna er Emil Jónasson útilokaður frá því, að geta átt s mileið með íhaldinu og þessvegna hlýtur hann að skipa andstöðuflokk þess. — Hann veður engan reyk „brúkaðs púö- urs“, hann hefir aflað sjer sjálf- stæðrar þekkingar á dagskrár málunum og skapað sjer sann- færingu á þeim grundvelli, og sú sannfæring er heilsteypt og föst og svo einbeitt, að henni verður enginn geigur unninn, þó íhald- ið sprengi hvellhettur sínar. — Alþýðulistinn er því skipaður svo góðum mönnum, að engin ástæða er til að óttast að alþýðu- menn láti eita sig úr hópi flokks- ins við þessa kosningu. — Fjelagsskapur sá hjer í bæ, sem skarar skjöldum fleytu íhalds- ins og stundar jöfnum höndum kafbátaútgerð samkepninnar og pólitíska refarækt, hefir nú þessa daga slept refunum út, svo að illfært er um bæinn fyrir bitvargi. Er bitvargi þessum ætlað að leggja vígtennurnar svo fast að fulltrúaefnum alþýðunnar, að þeim endist til falls. — Er nú alþýðunnar að standa fast sam- an um menn sína og veita harð- snúna mótstöðu og stökkva ill- þýðinu aftur á bak til íhaldsgrenj- anna. — Af kafbátunum þarf eng- nm geigur að standa, því eigi er þar öðru skotefni til að dreifa en „brúkuðu púðri" úr forðbúri „Hænis“. — Fylgir þar enginn kraftur, en daunn illur og reykur mikill, sem engan þann sakar, sem mannrænu hefir til þess að nota hreint andrúmsloft, en það getur íhaldið aldrei sölsað undir sig frá alþýðunni, enda jafnan gert sitt til að kenna verkalýðn- um að lifa á loftinu, og ætti honum því að vera þaö frjálst. Það mundi þykja ókurteisi, að geta hjer að engu andstæðinga listans, og er ekki ástæða til að láta slíkt henda. — Á honum eru: Sveinn Árnason fiskiyfirmatsmaðr Jón Jónsson bóndi í Firöi. Mörgum alþýðumönnum hjer í bæ er meinlítið við Svein Árna- son. — Hann er gamall samherji þeirra og góðviðrissál að ýmsu leyti. — Mönnum mun því helst sárna hið pólitíska ráðleysi hans og hviklyndi og þykja hann illa kominn í illum fjelagsskap. Og þó honum skyti þarna upp í fyrra, munu margir hafa búlst við Kjörseöill viö bæjarstjórnarkosningu í Seyöisfjaröarkaupstaö 28. januar 1928. A B Sveinn Árnason Guðmundur Benediktsson Jón Jónsson Emil B. Jónasson Þannig lítur kjörseðillinn út, áður en kjósandinn greiðir atkvæði. — Þeir sem ætla að kjósa B-listann, eiga að setja X (kross) með blýantinum fram- an við B ið, og lítur þá kjörseðillinn þannig út: A X B Sveinn Árnason Guðmundur Benediktsson Jón Jónsson Emil B. Jðnasson Varist að setja nokkur önnur merki en X á kjörseðilinn. — Verkamenn og frjálslyndir borgarar! Standið fast saman um B-listann, þá er sigurinn vís. að honum yrði ofraun að stáð- festa ráð sitt á heimili íhaldsins. — En nú er sýnt, að íult ár getur þó liöið á milli hans póli- tísku vistaskifta. Væri óskandi, að honum yrði það ti! góös, því tíð vistaskifti hafa aldrei þótt væn- leg til efnabóta. — Sveinn var áður fulltrúi al- þýðunnar í bæjarstjórn hjer. Qat sjer þá engan m3rkverðan orðstír, og situr nú við þann, sem hann hefir unnið sjer með hlaupum milli flokka. — Ætti slíkur að verða kraftlítil lyftistöng handa svo líkamaþungum manni upp í bæjarstjórnarsæti. Jón í Firði er skör lægra sett- ur, — hvort sem Sveinn hefir „ragað“ hann þannig niður eða ekki. — Er Jón margra hluta vegna slíks ómaklegur og ekki síst vegna þess ótrauða ötulleika, er hann hefir jafnan sýnt í bar- áttunni fyrir íhaldsstefnunni og einstaklingshyggjunni. — Jón er ákafamaður, gengur óhikað og beint til verks í baráttunni fyrir skoðunum sínum, og er því mörgum íhaldsmanni hreinvirkari á orustuvelli. — Hinsvegar eru skoðanir hans háskalega aftur- haldskendar og einstaklingshyggj- an mögnuð. — Er honum slíkt nokkur vorkunn, vegna aðstöðu hans hjer í bænum. — Hann á n/ao bæjarlandsins (að Vestdal undansk'ldum) og vill halda dauðahaldi í þá aðstöðu sína.— Það eru eiginhagsmunirnir. — Hinsvegar er það hagsmunamál bæjarfjelagsins, að ná eignarha'di og yfirráðum allrar jarðeignar- innar — og hlýtur um það að standa harður bardagj áður lýk- ur. — Væntanlega ber svo að skilja þessa niðurfærslu á Jóm, sem listinn ber með sjer, að flokkur hans sjái, að eignarhald á allri jarðeigninni sje eitt aðal framtíðarmál bæjarins, og að því þyki rjeti að svifta hann tvígildi því, sem honum hefir verið veitt gegn hagsmunum bæjarfjelagsins, með því að hafa hann í bæjar stjórn. — Er því nokkur von til þess, að jarðeignarmálið hætti að skifta fiokkum í bænum og þar sje eitt af velferðarmálum bæjar- ins, er bæjarbúar sameinist um, óskiftir, cg verði til lykta leltt í náinni framtíð. — Það virðist því rjett að alþýðuflokkurinn styðji sem fastast að viðleitni íhaldsins til að kom Jóni út úr bæjarstjórninni, og að þar eigi sjer engin piistök stað, og best verður það trygt með því, að skipa sjer þjett og eindregið um B-listann. — Htrjólfur. Dónaskapur „Hænis". Gestrisni er talinn einn veglegasti eiginleiki í fari /slendinga, — Kurt- eisi er talinn vottur mentunar og háttprýði. — Heiövirðir menn sýna jafnt vinum sem óvinum kurteisi og gestrisni, hvenær sem þá ber að garði. — Götustrákar einir sýna mönnum sletni og ókurteisi á al- manna færi. - Að ritstjóri „Hænis" væri af því sauðahúsi þætti varla trúlegt — að óreyndu. — Frásögn- in í 2. tbl. um ferð „Esju" og far- þega með henni er því e. t. v. frá einhverjum ósiðuðum frjettasnata blaðsins — en ritstjórinn hefði þá átt að bæta um handaverk hans, því líklega veit hann um allar fregnir, sem í blaðið fara.— f þessum frjettapistli er byrjað að telja meðal farþeganna „bolsévikann frá Akureyri". — Er þar vafalaust átt við þingmann Akureyringa, Erling Friðjónsson. — Er Seyðfirðingum gerð meira en meðal skömm meö því, að þjóðinni verði opinbert að götustrákar hafi aðgang að opin- beru blaði hjer, tiL þess að koma þar að ókurteisi og slettum (upp- nefnum) við gesti sem fara hjer um. Er slíkt jafn vítavert hvort sem í hlut á jafn hátt settur maður og löggjafi eða umkomulaus lítimagni. í landsmálaþáttum, er Einar H. Kvaran rithöfundur skrifaði í blað- ið „Vörð“ í fyrra, kemst liann m. a. svo að orði: „jafnaðarmenn, sem alt af er verið að svívirða, eru skoðanabræður og samherjar mjög margra af hinum ágætustu hug- sjónamönnum veraldarinnar, að marg- ir af þessum hugsjónamönnum hafa sýnt það, að þeir eru með gáfuð- ustu mönnum jarðarinnar". Samherji slíkra manna er Erling- ur Friðjónsson, þingmaður Akureyr- inga. Hann telst enganveginn til þess flokks erlendra umbótamanna, sem „bolsjevíkar" eru kallaðir, en þegar hann kemur sem gestur á ferð lil Seyðisfjarðar, kallar málgagn íhaldsburgeisanna hann „bolsje- víkann frá Akureyri". — Einar H. Kvaran vítir blöðin fyrir að uppnefna jafnaðarmenn og kalla þá „bolsa". Ritstjóri „Varðar", Kr. Albertson, hreinsar sitt blaö og tekur fram, að slíkf ónefni liafi aldrei sjest í sínu blaði, enda sje það hátturgötu- stráka einna, að nota slík uppnefni. — „Hænir" er þannig fyrirfram dæmdur af tveim þjóðkunnum rit- höfundum fyrir dónaskapinn. — Það verður gaman að sjá hvernig hann áfrýjar þeim dómi. Athugull. Prentvilla var í fréttaskeytinu í síöasta blaði. Stóð þar: með 27 gegn 25, — en átti að vera: með 25 gegn 17. — Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Jónas Guðmundsson. 'Tiiðja Sig. Þ. Guðmundssonar Seyðisfirði.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.