Jafnaðarmaðurinn - 10.02.1928, Blaðsíða 1

Jafnaðarmaðurinn - 10.02.1928, Blaðsíða 1
3. tölublaö Noröfiröi, 10. febrúar 1928 3. árgangur Jafnaðarmannastjórn í Noregi. Jafnaðarmannastjórn er nú full- mynduð í Noregi. Heitir forsætis- ráðherrann IJornsrud ogerhann jafnframt fjámiáiaráðherra. Ed- vard fíuli prófessor er utanrík- isráðherra og Madsen fjelags- málaráðherra. Hverjir hinir ráð- herrarnir eru, hefir enn eigi frjetst. Stjórnarmyndun þessi er eðlileg afleiðing iiins stórkostlega kosn- ingasigurs, er verkamenn unnu í kosningunum í haust. Senni- legt er, að bændaflokkurinn styðji stjórnina, því einir sjer hafa jafn- aöarmenn ekki meirihluta, þó konimunistar styðji þá. Hefir þá jafnaðarmannastjórn verið mynduð á öllum Norður- löndum nerna fslandi. Svona langt er þá málum alþýðu kom- ið í nágrannalöndum vorum. Allstaðar hafa stjórnir jafnaðar- manna getið sjer hið besta orð fyrir dugnað og hagsýni, en all- ar liafa þær orðið að hverfa frá völdum vegna þess, að hinar róttæku umbótatillögur þeirra hafa strandað á andstöðu stuðn- ingsflokkanna, sem ýmist liafa verið bændur eða „frjálslyndir". Hvenær kemst ísland svona langt? Hugheilar óskir um gott og göfugt starf senda íslenskir jafn- aðarmenn frændum sínum í Nor- egi, og jafnframt vonum vjer, að lijer heima megi takast að sameina svo íslenska alþýðu til skipulagsbundinnar sóknar í sín- um eigin velferðarmálum, að ekki verði þess langt að bíða, að ís- land fái einnig sína jafnaðar- mannastjórn. Framsókn þríklofnar. Það málið, sem mestum um- ræðum hefir valdið á þingi, það sem af er, er kosning Jóns Auð unns Jónssonar, þm. N.-ísafjarð- arsýslu. Var í þingbyrjun frestað að taka gilda kosningu hans, og var beðið álits kjörbrjefanefndar, en hana skipuðu Sv. Ól., Magn. Guðm., Gunnar Sig. og Sigurður Eggerz. Þegar álitið kom, vildu allir nefndarmenn taka gilda kosn- inguna nema Hj. V., hann vildi ógilda hana og kjósa að nýju. Hófust nú langar umræður um mál þetta í Sameinuðu þingi, er fóru mest fram á kvöld- og næturfundum. Voru þær hinar bvössustu. Kom þá í ljós að í- haldið stóð fast og einhuga um að fá kosninguna tekna gilda og jafnaðarmenn voru jafn einhuga um að ógilda hana. Framsókn aftur á móti var skift. Var það að vonum, því niðurstaða Fram- sóknarmanna í kjörbrjefanefndinni íslenska listasýningin í Kaupmannahöfn. Að tilhlutun stórblaðanna dönsku var sýning á íslenskum listaverkum opnuð í Kaupmannahöfn 10. desember s. 1. Voru þar málverk og fjöldi annara listaverka eftir íslendinga, er bæði dvelja hjer heima og erlendis, og munu flestir fslenskir listamenn hafa átt þar gripi. Matthías Þórðarson, forn- menjavörður veitti sýningunni forstöðu og hlaut hún hið mesta hrós. Blaðið flytur nú nokkrar myndir frá sýningu þessari. Er fyrsta myndin af stól, og er stól- setan gamall söðull; sýnist gripur- inn vera hinn haglegasti. Þá er mynd af skessunni í Búkollusög- unni og dóttur hennar, þar sem hún er að bora gatið á fjallið. Mynd þessi er eftir Guðmund heitinn Thorsteinsson og þótti Dönum mjög mikið til mynda þeirra koma, er hann átti á sýn- ingunni. Þriðja myndin er eftir Jóhannes Kjarval og sú fjórða er af útskornu reyktóbaksskríni, er virðist mjög haglegur gripur. Þá er og málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur og andlitsmynd eftir Jóhannes Kjarval. Að lokinni sýningu í Höfn var hún flutt til Þýskalands og er nú sýnd þar við góðan orðstír var í algerðu ósamræmi við fram- komu og aðgerðir stjórnarinnar í Hnífsdalsmálinu, en það mál snertir kosningu þessa mjög mik- ið. Fóru svo leikar, er til at- kvæðagreiðslunnar kom.aðFram- sóknarflokkurinn þríklofnaði, og fylgdi sinn ráðherrann hvoru flokksbrotinu. Stýrði fjármála- ráðherra einu og fylgdi það í- haldinu, dómsmálaráðherra öðru og fylgdi það jafnaðarmönnum, en hið þriðja sat hjá og hafði forsætisráðherrann þar forustuna, og var sá flokkurinnn stærstur. Þetta er fyrsta málið, sem Fram- sókn greiðir atkvæði um, eítir að hún varð stjórnarflokkur, og mun ýmsum finnast, að ekki hafi henni tekist þar giftusamlega með samhaldnina. Jón A. Jóns- son var því tekinn gildur sem þingmaður, með 22 atkvæðum gegn 11, og má íhaldið þakka Framsókn fyrir gjöfina. Fiblger, prófessor við Hafnarhá- skóla, er látinn. Andlitsmynd eftir Jóh. Kjarval. Alþingi. Alþingi var hvatt saman 19. f. m. Fyrsta aíreksverk þess var aO fresta að taka gilda kosningu Jóns Auðunns Jónssonar. Hefir síðan staðið mikið stapp um það mál, og er þess minst á öðrum stað hjer í blaðinu. Forseti Sameinaðs þings var kosinn Magnús Torfason, sýslu- rnaður Árnesinga. Jóh. Jóhannes- son fjekk 15 atkv., en 6 seðlar voru auðir. Forseti Neðri deildar var endurkosinn Benedikt Sveins- son, en Guðmundur Ólafsson var kosinn forseti í Efri deild. Flokkaskifting í deildum þingsins er sú, að í Efri deild eiga sæti 6 (haldsmenn, 6 Framsóknar- menn og 2 Jafnaðarmenn — þeir Jón Baldvinsson, landskjörinn og Erlingur Friðjónsson, þm. Akur- eyrarkaupstaðar. í Neðri deild hafa íhaldsmenn 10 þingmenn, Framsókn 13, Jafn- aðarmenn 3, „frjálslyndir“ 1 og utan flokka er 1 (Gunnar Sig- urðsson). Mannaskifti hafa orðið í deildunum þau, að í Efri deild hafa komið Páll Hermannsson og Erlingur, en Einar Jónsson á Geldingalæk og Jóh. Jósepsson, Vestm., hafa fengið sæti í Neðri deild. Þar sem gera má ráð fyrir að þing þetta sitji alt þetta kjör- tímabil, telur blaðið rjett að skýra lesendum sínum frá skipun hinna föstu nefnda í þinginu, er þá gleggra að átta sig á afgreiðslu þingmálanna, ef kunnugt er um skipun nefnda. Neðri deild: Fjárhagsnefnd: Hannes Jónsson, Halldór Stef., Hjeðinn Vald., Ól. Thors, Sig. Eggerz. Fjárveitinganefnd: lng- ólfur, P. Ottesen, Þorleifur í Hólum, M. Torfason, Jón Sig- urðsson, Haraldur Guðm., Bjarni Ásgeirsson. Samgöngumálanefnd: Hannes, Gunnar Sigurðsson, Sig- urjón Ólafsson, Hákon í Haga, Magnús Guðmundsson. Land- búnaðarnefnd-. Jörundur, Bern- harð, Lárus Helgason, Jón Ól- afsson, Einar Jónsson. Menta- málanefnd: Ásgeir Ásg., Bern- harð, Lárus, Magnús Jónsson, Jóhann Jósepsson. Allsherjar- nefnd-. Sveinn Ól., Gunnar, Hjeð- inn, Magn. Guðm., Hákon í Haga. Sjávarútvegsnefnd: Sv. Ól., Sig- urjón, Jörundur, 01. Thors, Jó- hann. Efri deild: Fjárhagsnefnd: Jón Baldvinsson, Ingvar Pálmason, Björn Kristjánsson. Fjárveitinga- nefnd: Einar Árnason, Páll Her- mannsson, Eriingur Friðjónsson, Jóh. Jóh. Ingibjörg H. Bjarnason. Saitgöngumálanefnd: Páll Her- mannsson, Einar Árnason, Hall- dór Steinss. Landbúnaðarnefnd: E. Árnason, Jón Baldv., Jónas Kristjánsson. Sjávarútvegsnefnd:

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.