Jafnaðarmaðurinn - 28.02.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 28.02.1928, Blaðsíða 2
2 jafnaðarmaðurinn staða forstöðumanna kosninga- skrifstofu íhaldsins á ísafirði í rjettarprófum fölsunarmálsins og óviðfeldin framkoma Jóns Auð- unns Jónssonar fyrir rjetti 11. nóv. í máli þessu, er hann veitt- ist að rannsóknardómaranum með svigurmæium. Varfærni í þessu efni er því sjálfsagðari, sem tortryggilegar misfellur höfðu reynst á kosn- ingu sama manns í ísafjarðar- kaupstað 1919 <yg einnin á þing- mannskosningu þar 1923, þótt aðrir frambjóðendur ættu þá hlut að máli. Nú hafa hingað borist skjöl og lögrelurjettarbók setudómar- ans í fölsunarmálinu, Halld jrs Kr. Júlíussonar sýslumanns. Hef- ir nefndin átt kost á að kynna sjer þau gögn og leita upplýs- inga hjá honum. Verður eigi, eftir skýrslu setudómarans eða þeirri athugun á nefndum skjöl- um, sem við höfum gert, sjeð eða sýnt, að Jón A. Jónsson hafi átt nokkurn grunsamlegan þátt í undirbúningi kosninganna eða framkvæmd þeirrs, og ein- ungis fyrir þessa skuld höfum við getað fallist á að samþykkja kosninguna. Hinsvegar er at- kvæðafölsunarmálið sjálft svo vaxið, að fyllsta nauðsyn virðist á því, aö reynt veröi með breyt- ingu kosningalaga og ströngu eftirliti að reisa skorður við því, að slík fölsun geti komið fyrir. Alþingi, 25. janúar 1928. S.veinn Ólafsson. Gunnar Sigurðsson. Eimskipafjelagið og sjálfstæðið. Með stofnun Eimskipafjelags íslands, sýnir þjóð vor eina þá raunverulegustu sjálfbjargar og sjálfstæðisviðleitni, sem sögur fara af. Jafn almenn samtök og sameiginlegur skilningur á lífs- nauðsyn þjóöarinnar hefir eigi öðru sinni komið beturíljós.— Sá þroski, sem sýndi sig í sam- tökum og samhug þjóðarinnar við það tækifæri, er einn hinn gleöilegasti vottur menningar og þjóðmetnaðar. — Og sá skiln- ingur og þær tilfinningar í hjört- um íslendinga, sem þá rjeðu málsúrslitum, hefðu áttað þrosk- ast og styrkjast síðan, svo að al- drei kæmi fram nein veila eða hik í því efni. — Ber margt til, að svo ætti að vera, en sem dæmi ætti að nægja að benda á, hvernig mundi hafa farið fyrir þjóðinni á stríð:-árunum ef hún hefði þá verið með öllu ósjálf bjarga og öðrum háð á sviöi siglinganna. — Fátt eða ekkert, mun hafa orðið sambandsþjóð vorri eins mikill skilningsauki á stjálfstæðisviðleitni vorri ogmögu leikum, enda urðu upp úr því þau endalok á sjálfstæðistogstreir- unni við Dani, sem kend eru við 1. desember 1918. Vegna hinnar afskektu legu lands vors á hnettinum og þess, að það er eyland, eru siglingarn- ar það atriði, sem lífsskilyrði og tilverurjettur þjóðarinnar veltur einna mest á, og færi svo, að Eimskipafjelaginu yrði á knje komið af erlendum óvinum og þjóðin yröi aftur komin upp á siglinganáð annara þjóða, er hætt við að sjálfstæði vort yrði meira í orði en á borði. — Nú má þjóðin eigi ganga þess dulin, að „óskabarn" hennar, Eimskipafjelagið er í allmikl- um voða statt. Erlendu fjelögin, sem eru miklu voldugri og eldri, færast nú með ári hverju í auk- ana til þess, að hnekkja Eim- skipafjelaginu. — þau fjelög starfa einungis með eiginhagsmuni fyrir augum, en taka ekkert tillit til hagsmuna íslands og íslendinga. Þau beina siglingum ettir þeim brautum, sem arðvænlegastar eru. — Hlutverk íslenska fjelagsins verður hinsvegar að vera það, að fullnægja svo sem unt er siglingaþörf allra landshluta, en því fylgir sú tímatöf og tekjurírð, sem óhjákvæmilega háir fjelaginu talsvert. — Viðhorf einstaklinganna frá bæjardyrum eiginstundarhags- muna freistar mjög til að nota sjer lækkun flutnings- og fargjalda með skipum keppinautanna, og væri ekkert við það að athuga, ef svo stæði ekki á, að afkoma Eimskipafjelags íslands tæki beint til afkomu sjálfrar þjóðarinnar, - og það er atriði, sem þjóðin verður að sjá og skilja, að enda þótt erlendu fjelögin færðu flutn- inga- og fargjöld allmikið niður fyrir það, sem íslenska fjelaginu væri fært, þá væri hið mesta glapræði að nota eigi samt sem áður íslensku skipin. — Gjalda- munurinn yrði ekki annað en einskonar skattur, sem þjóðin greiddi af fúsum vilja til að tryggja siglingasjálfstæði sitt. — Því miður er eigi enn svo langt komið, að Eimskipafjelagið hafi tök á að annast alla flutn- inga til landsins og frá því. Það á að vera takmarkið, sem stefnt er að, en því takmarki verður tæplega náð nema þjóðin skilji hlutverk sitt svo vel, að engin mistök eigi sjer stað, — að eng- ir út- eða innfiytjendur láti ginn- ast til að styðja erlenda keppi- nauta í viðleitni þeirra til að glata Eimskipafjelagi íslands og koma siglingasjálfstæði voru fyrir kattarnef. — Þegar Eim- skipafjelagið getur eigi fullnægt flutningaþörfinni, er ekkert til þess að segja, að skip keppinaut- anna séu notuð. En komi hitt fyrir, að erlendu skipin sjeu að óþörfu notuð, á almenningur hreint og beint að láta svo til sín taka gagnvart hlutaðeigend- um, að slíkt hendi ekki oft. — Almenningur verður aö vaka á verði yfir velferð „óskabarnsins“, og engum á að haldast uppi, að vinna því nokkurí mein. — Það getur ekki hjá því fariö, að nokkurn geig veki hjá unn- endum Eimskipafjelagsins tómlæti það, sem virðist ríkjandi víða á landinuhjá umboðs- ogafgreiðslu- mönnum þess. — Þeir ættu þó fyrst og fremst — næst útgerð arstjóia og stjórn — að vera á verði um hag fjelagsins. — En þessir menn virðast vera samtaka í því, að láta sem minst á því bera, að þeir sjeu starfsmenn Eimskipafjelagsins; og harla fáir þeirra munu nokkru sinni hafa lagt sæmilega rækt við að tryggja skipum þess flutninga. Hitt mun tíðara, að þeir læðist að störfum sínum fyrir fjelagið í fullu and- varaleysi og láti leita sig uppi til þess að sækja um rúm í skipun- Ársfundur H. f. „Herðubreið“ verður haldinn í Barnaskólanum á Seyöisfirði fimtudaginn 22. mars n. k. kl. 8 síðdegis. Dagskrá: I. Stjórnin skýrir frá starfsemi fjelagsins og lýsir fjár- hagsástæðum þess síðasta reikningsár, og leggur fram tillögur um störfin næsta ár. 2. Úrskurðaðir reikningar fjelagsins fyrir s. 1. ár. 3. Stjórnarkosning. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Önnur mál. Seyðisfirði, 2. febrúar 1928. S t j ó r n i n . SKIPA-og BÁTA- DIESELVÉLAR, af stærðunum 6—1000 hk. Arleg fram- leiösla 350000 lik.: 15000 vélar. Selt í Danmörku 6 sfðustu árin 720 vélar. Vegna þess, að DEUTZ-mótorvélin er búin til af elztu og stærstu vélaverk- smiðju Evrópu, er vélin framar öllum öðrum hvað snertir ^ byggingu, efni, gang- Á,- vissi og sparneyti. — Biðjið um tilboð. Herm. Thorsteinsson & Co. Sími 13. Seyðisfiröi. Símnefni: Manni. Umboðsmaður fyrir Austur- og Norðurland. Allir þeir sem skulda verslun minni, eru hjermeð vinsamlegast 9 beðnir um að borga þær hið fyrsta til herra Jóns Þór Sigtryggssonar, bæjarstjóra, sem annast innheimtuna mín vegna og er til viðtals frá kl. 5— 7 hvern virkan dag í húsi Samein. ísl. versl. hjer. Seyðisfirði, 20. febrúar 1928. Stelanía Arnórsdóííir. um. — Eigi ekki illa að fara, verður þetta að breytast. Eim- skipafjelagið verður að hafa dug- lega og vel-vakandi afgreiðslu- menn. — Menn, sem sýna það í athöfnum, aö þeir sjeu vakandi á verði fyrir fjelagið og lála eink- is ófreistað til þess að tryggja skipunum allan þann flutning, sem þau geta annað.— Innflytj- endur þurfa að gæta þess betur en áður, að fá vörur sínar flutt- ar til landsins með íslenzku skip- unum. — Þess munu æði rr.örg dæmi, að kaupmenn láta hina útlendu viðskiftamenn sína ráöa því eina, með hvaða skipum þeir senda vörurnar. Slíkt tómlæti má ekki eiga sjer stað. Innfleytjend- um er í flestum tilfellum í lófa lagið að haga svo til, að vör- urnar verði fluttar með íslenzku skipunum, og þeir eiga ætíð að leggja svo fyrir og láta hart mæta, ef út af er brugðið. Margir kaup- menn hafa sýnt lofsverðan áhuga í því efni að haga flutningum sínum þannig, að íslensku skipin nytu hans alls og þannig gefið eftirbreytnisvert fordæmi. — í öðrum löndum mun það al- gengt, að ýmsar hömlur sjeu lagðar á flutninga erlendra skipa. Meðan ísland var komið upp á einskonar náð annar þjóða með siglingar, gat slíkt ekki komið til mála hjer — en nú ætti að vera tími til þess kominn, að reisa skorður við því, að erlend eim- skipafjelög raki fje út úr landinu án þess að þjóðin nái þar af nokkrum eyri í ríkissjóð.— Þess verður að vænta, að yfirstand- andi Alþing hafi opin augun fyrir þessu máli og taki það að ein- hveriu leyti til meðferðar og á heillavænlegan bátt. — * Am i nn ing. Einhverntíma á undan síðustu bæjarstjórnarkosningu í Seyðis fjarðarkaupstað var því haldið fram í „Hæni“, að Jón í Firði (annar maður á A-lista, þá ver- andi) hafði boðið bæjarstjórninni (bænum) kaup á eign sinni í Firði (1]/ 30 af Fjarðareigninni). Ennfremur því, að boðið hefði verið „mjög sanngjarnt. En að bærinn hefði ekki enn treyst sjer til að taka því“. Engar brigður ber jeg á sann girni Jóns í Firði — íeinkamálum. Jeg veit, að hann er drengur hinn besti, og hverjum núver- andi Seyðfirðingi líklegri til þess, að fara ófœrúr — öðrum til bjargar, ef að hann áliti þess þörf. En hann mun aldrei hafa álit- ið þörf á því, hvorki fyrir sig nje aöra, að bjóða bæjarfjelaginu jarðeign sína til kaups. Þessvegna hefir hann víst aldrei gert það. Iheir, sem ógoldið eiga mjer *fyrir kenslu frá undanförnum árum, semji við mig um greiðslu s! uldanna fyrir 15. mars. n. k. ella verða þær innheimtar með lögsókn á kostnað hlutaðeigenda. Seyðisfirði, 27. febr- 1928. Elfz. Baldvinsd. Nú ber „Hæni“ að segja trá því hreint og afdráttarlaust, hvað- an honum hafi komið vitneskjan um þetta umrædda kauptilboð Jóns í Firði, og hvers vegna hann hafi talað um það, rjett fvrir bœjarstjórnarkosninguna. Seyðisfirði, 24. febr. 1928. Karl Finnbogason. Brenna. / Hlaupa þau á hjarninu. Húmar á milli fjalla. Himininn hvelfist hár og blár, honum er sama um alla. Öldurnar rísa, öldurnar brotna og falla. Hlaupa þau á hjarninu. Húmar í kring um eldinn. Bera þau klæðin blá og rauð, brosa þeim auðnar-veldin. Skuggarnir lengjast, skaflar harðna á kveldin. Hlaupa þau á lijarninu. Hafa þeir borið saman brennuefni úr bænurn margt. Börnunum er það gaman, þegar að loga lýsi og tjara saman. Hlaupa þau á hjarnipu. Hverfandi brennur viður. N*-;istarnir fljúga allir upp. En askan fellur niður. Kemur hún niður, kemur hún altaf niður? Inni í koti, yst í bæ, ein er gömul kona. Vantar eld í ofninn sinn, ekki er neins að vona. Gengur það svona, gengur það altaf svona? Hlaupa þau á hjarninu. Húmar á milli fjalia. Himininn hvelfist hár og blár, honum er sama um alla. Öldurnar rísa, öldurnar rísa og falla. g...... „Smári“. Barnastúkan hjer á Norðfirði hetir nýverið sent frá sjer I. tölublað þessa árgangs, mjög vandað að efni og öll- um frágangi, 8 síður auk kápu. — Jafnaðarmaðurinn hvetur foreidra ein- dregið til þess, að kaupa Smára handa börnum sínum Það er þeim hollur lestur. — Blaðið er afar ódýrt (1. kr. árgangurinn) og fjölbreitt að efni. Siðasta blað flytur: Nýárssólin (kvæði) eftir M. J. — Hin skapandi hugsun, kafli úr prjedikun eftir sr. Sv. Víking. Góð trygging, smásaga þýdd. — Austfirskt tónskáld (með mynd) eftir Sigd.V. Orekkan.— Góða móðirin, eftir Þorstein Þ. Viglundsson. — Á nýárs- nótt. — Foreldrafundir í barnastuk- unum — og auk þess ýmislegt til skemtunar í tómstundum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Guömundsson. Prentsmiðja Sig. Þ. Guðmundssonar Seyðisfirði.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.