Jafnaðarmaðurinn - 10.03.1928, Síða 1

Jafnaðarmaðurinn - 10.03.1928, Síða 1
ARNAÐURINN ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS 5. tölublað Norðfirði, . lOmars 1928 3. árgangur Togarinn „Jón forsetl" strandar. 10 menn bjargast en 15 drukkna. Aðfaraoótt hins 26. febrúar, kl. 1 strandaði togarinn „Jón forseti" frá Reykjavík. eign h.f. „Aliance“, á Stafnnesrifi, Stormur, rigning og svarta náttmyrkur var og stórbrim. Sjórinn gekk yfir skipið antiað veifið, svo menn- irnir hjeldust ekki við á þiljum en urðu að flýja upp í reiðann og reyndu að haldast þar við. Framan af gátu þeir haldist við frammi í skipinu en urðujíka að flýja þaðan að lokum. Mörg skip — togarar og vjel- bátar — komu til bjargar, en fengu ekki komist nógu nærri, olli því brimið og ill aðstaða á strandstaðnum. Loks tókst, undir kvöld þ. 27., að bjarga 10 mönn- um til lands, þeim er eftir voru. Hinir — 15 — Voru þá horfnir úr hópnum. í Reykjavík blöktu sorgarfánar og fundum þingsins var frestað. Ennþá ein harmeíregnin. Enn eitt skarðið, sem Ægir heggur í hina íslensku sjómanna- stjett. Hvort mun það þing, er nú situr, þurfa fleiri slíkra atburða til þess að snúa sjer með rögg að björgunarmálum þjóðarinnar? Er ekki fyllilega kominn tími til til þess að geta nokkuð að gjört; að þau sjeu athuguð? Bæjarrjettindin. Frumvarp til laga um bæjar- stjórn á Norðfirði hefir nú ver- ið.afgreitt frá Efrideild þingsins til Neðrideildar. Allsherjarnefnd Efrideildar klofnaði um málið. Vildi meirihlutinn — þeir Jón Baldvinsson og Ingvar Pálmason flutningsm. frumv. — samþykkja það með dálitlum breytingum um greiðslu á launahluta ríkis- sjóðs, en minnihlutinn — Jón þ£>rláksson — vildi vísa írumv. frá tneð rókstuddri dagskrá þess efnis, að í trausti þess, að stjórn- in láti fyrir næsta þing undirbúa lög, sem veiti sveitarfjelögum leyfi til þess að fela einum manni íramkvæmd sveitamálefna og jafn- framt hafi á hendi innheimtu fyrir ríkissjóð og hreppstjórastörf, taki nefndin fyrir næsta mál á dagskrá. Tilraun þessi til að drepafrum- varpið mistókst algerlega. Þó þetta hefði verið samþykt og framkvæmt, hefði það ekki á nokkurn hátt verið fullnægjandi fyrir Norðfjörð.' Hann var jafn löggætslu- og dómsvaldslaus fyrir því. Var frumvarpið síðan af greitt til Neðrideildar með 8 sam- hljóða atkvæðum. íhaldsnienn greiddu ekki atkvæði á móti. Munu þeir hafa vitað sem er, að allir íhaldsmenn hjeráNorð- fírði fylgja málinu, nema einn eða tveir andlega steindauðir menn, sem telja skyldu sína að vera á móti öllu hjá öllum — líka öðr- um íhaldsmönnum. Þegar er frumv. var flutt í Nd. var því vísað til nefndar með 15 samhlj. atkv. Nefndin hefir nú skilað áliti sínu. Víh meirihlutinn — Hjeðinn Vald., Gunnar Sig urðsson og Bernharð Stefánsson — samþykkja frumv. óbreytt frá Ed., en Magnús Guðm. og Hákon í Haga — minriihlutinn — er á móti, að þaö nái fram að ganga. Álit meirihlutans er framkomið. Telur hann sanngjarnt að þingið verði við ítrekaðri ósk Norðfirð- inga í þessu efni, þar sem sje um jafn fjölmennan og jafn ört vaxandi bæ að ræða og stjórnar- fyrirkomulagið í málefnum bæj- arins sje úrelt orðið. í sambandi við mótbáruna um aukin útgjöld ríkissjóðs megi benda á, að Norð- fjörður eigi sanngirniskröfu á því, að ríkið leggi fje til löggætslu og innheimtu þar sem tekjur rík- sjóðs af Norðfirði undanfarin ár hafi numið 150—200 þúsund kr. árlega. Telur meirihl. hag ríkis- sjóðs betur borgið með breyt- ingunni sem frumv. fer fram á. Vonandi sigrar skoðun meiri- hlutans, er málið kemur til úr- slita í deildinni. Tekjurnar af tóbakinu nema táep- um 900 þús. krónum, eða um 200 þúsund krónum lægri en tóbakstekjurnar voru síðasta einkasölu árið. Vafalaust hefðu tekjur einka- sölunnar vaxið mikið frá því sem þær voru orðnar, ef hún hefði fengið að starfa áfram í friði, svo sennilega er um mik- ið meira tap að ræða fyrir rík- issjóð en þessar 200 þús. kr. Ekkert hefir unnist við breytingu þessa annað en það, að hagn- aðurinn, sem áður gekk til ríkis- sjóðs, hefir nú horfið í vasa ein- stakra manna. Tóbaksnautn hef- ir sjálfsagt fremur aukist en mink- að og verð á tóbaki er engu ægra nú en áður var. Er nú greinilega komið í Ijós, að rök þeirra, sem mæltu móti niðurlagningu einkasölunnar.voru rjett. Ríkið hefir taþað á því 200 súsund krónum þegar á öðru ári hinnar „frjálsu" tóbaksversl unar. þegar einkasalan var lögð nið- ur, náði hlutafjelag eitt í Reykja- vík — Tóbaksverslun fslands hf, flestum þeim sambönduni, er einkasalan hafði áður haft óg hefir rekið heildverzlun með tóbak síðan. Mun sú verzlun hafa haft megnið af tóbakssölunni. Hjedinn Valdimarsson alþm hefir haft forstöðu þessa fyrir- tækis, enda mun hann aðallega liafa haft á hendi tóbaksverslun ina meðan ríkið rak hana. Nú hefir Hjeðinn Valdimarsson flutt á Alþingi frumvarp um að ríkið taki aftur að sjer einkasöl- una, og er það vel farið. Frumv nær vor-andi fram að ganga þeg ar á þessu þingi, svo ríkissjóður missi ekki þeirra tekna lengur sem tóbaksverslunin getur veitt, Tóbakseinkasalan. Eitt af afreksverkum Ihaldsins; meðan það sat við völd, var að leggja niður tóbakseinkasölu rík isins. Einkasölunni var upphaf- lega kornið á til þess að afla ríkissjóði tekna. Fyrstu árin, sem einkasalan starfaði, voru tekjurnar fremur litlar, vegna þess hve birgðir kaupmanna voru miklar fyrir og innflutningur lítill meðan þær voru að seljast. En svo tók einkasalan að gefa ríilegar tekjur og síðasta árið, sem hún starfaði, voru tekjur ríkissjóðs af tóbaki 1 rniljón og 100 þúsund krónur. íhaldið lagði niður einkasöl- una og hækkaði tollinn á tóbak- inu og ætlaði með því að sjá ríkissjóði fyrir jafn miklum tekj- um af tóbakinu. 1926 reyndist munurinn lítill. þá óx innflutn ingur á tóbaki mjög mikið, vegna niðurlagningar einkasölunnar. Nú hefir fjármálaráðherra birt yfirlit yfir tekjur ríkissjóðs 1927 Hafnarfjörður sjerstakt kjördæmi Alþingi hefir afgreitt lög um skiftingu Gullbringu- og Kjósar sýslu í tvö kjördæmi. Velur sýsl an annan þingmanninn en Hafn arfjarðarkaupstaður hinn. Frum varp þetta hefir verið flutt á und anförnum þingum, en hefir altaf verið felt þar til nú. Jafnaðar menn hafa allaf flutt frumvarpið Aukin landhelgisgætsla. Frumvarp utn aukna landhelg isgætslu er afgreitt sem lög frá Alþingi. Vonandi fá Austfirðing ar þá betri gætslu á fiskimiðum sínum en verið hefir undanfarin ár, þar sem varla er hægt að segja að varðskipin hafi sjest hjer eystra. Lánsfjelag. Magnús Guðmundssvn og Ás geir Ásgeirsson flytja frumv. um stofnun lánsfjelags eftir erlendri fyrirmynd. Lána slík fjelög út fasteignir og njóta ýmsra hlunn inda frá ríkinu. Eru hlunnindin fram tekin i frumvarpinu og fjár- málaráðherra falið að veita þau, ef stjórnin samþykkir. Telja flutn- ingsmenn að NordiSK Trust Co. hafi veitt ádrátt um að kaupa eða hjálpa til að afsetja allmikið af verðbrjefum slíks fjelags, ef 3að yrði stofnað hjer. járlögin. Fyrri kafli fjárlaganna hefir verið til umræðu í þinginu und- anfarið. Voru tillögur fjárveit- nganefndar samþyktar en allar tillögur einstakra þingmanna feld ar nema ein, um styrkhækkun til hjúkrunarfjelagsins Líkn. Hefir slíkt víst ekki komið fyrir fyr á Alþingi, og er vonandi, að það )oði batnandi tíma í afgreiðslu fjárlaganna á þinginu. Dýrtíðaruppbótin. Frumvarp um framlengingu dýrtíðaruppbótar starfsmanna rík- isins er afgreitt sem lög frá Al- )ingi. Helst því dýrtíðaruppbótin til 1930, með þeim breytingum, sem árlega verða á henni sam- kvæmt vísitölu Hagstoíunnar. Ný frumvörp. Einar Árnason flytur frumvarp um samstarf tryggingastofnana ríkisins. Erlingur og Páll Herm. um niðurlagningu þingvallapresta- kalls. Ing. Bj. og Jörundur Br. frumv. um fiskiræktarfjelag. Ben. Sv. og Jör. Br. frumv. um bann gegn dragnótarveiði í landhelgi. Erlingur frumv. um útflutnings gjald af síldarlýsi. Sigurjón Ólafs- son frumv. um opinber reikn- ingsskil hlutafjelaga. Hjeðinn frv. um einkasölu á tóbaki. Jón Baldv. frumv. um nýbýli. Erlingur og Jón Baldv. frumv. um atvinnu leysistryggingar. Nokkrir þing- menn flytja frumv. um stofnun fiskiveiðasjóðs. Erl. og lngvar flytja frumv. um stofnun síldar bræðslustöðvar á Norðurlandi (og Austurlandi?). Jafnaðarmenn Nd. frumv. um einkasölu á salt- fiski. Margar þingsályktanir eru fluttar og um ýms efni. þar á meðal : J. Þorl. um hagskýrslur, M. Guðm. um aukið lán tilfrysti húsa og bygging nýs kæliskips. Erlingur um að niðurfella útflt.- gjald af síld seldri til Rússlands 1927. Haraldur Guðm. um rík- iseinkasölu á steinolíu. Haraldur, Gunnar Sig. og Ásg. Ásg. um ríkisprentsmiðju. íhaldsmenn í Efrideild flytja frumvarp um atvinnurekstrarlán handa bænd- um til sjávar og sveita. Slysfarir. Fyrir skömmu fórust 2 karl- menn og 2 konur í snjófióði ut anvert í Óshlíð á leið til Bol ungarvíkur. Einn maður bjarg- aðist lítið skaddaður. Á togaranum „Surprise“ varð 22 ára piltur fyrir því slysi, að vír lenti á fætur honum um hnjein og misti hann báða fæturna. Drykkjuskapurinn minkar. Á yfirliti fjármálaráðherra sjest að tekjur af Áfengisverslun rík- isins hafa ekki orðið nema 300 þúsund krónur árið 1927, en voru áætlaðar 500 þúsund kr. Undan- farin ár hefir hið gagnstæða átt sjer stað. Sama er að segja um áfengistollinn. Hann hefir einnig orðið um 230 þúsund krónum lægri en hann var áætlaður. Af þessu er augljóst, að minna hef- ir verið notað af áfengi Áfengis- verslunarinnar en umliðin ár. Um hitt eru engar skýrslur enn, hvort smygl hafi aukist eða heima- bruggun áfengis. Þó bendir a|t á að hvorttveggja hafi fremur mink- að en aukist. Veldur því ekki hvað síst sú nauðsynlega ráð- stöfun dómsmálaráðherra, að setja tollþjóna víðsvegar um land- ið til að gæta smygls, og er alt útlit á, verði löggætsla hert til muna og bindindisfjelagsskapur efldur, að takast megi að ráða að mestu niðurlögum drykkju- skaparins, án þess að segja upp Spánarsamningnum, og væri það vel farið, ef það tækist. Skilnaður rfkis og kirkju í Danmörku. Af dönskum blöðum sjest, að fyrir þingi Dana liggur nú frum- varp um skilnað ríkis og kirkju þar í landi. Er allsterk alda risin fyrir því máli og beita jafnaðar- menn sjer einkum fyrir skilnað- inum. Þó mun málið ekki vera fullkomið flokksmál neins flokks- ins. — Nefndin, sem haft hefir málið til meðferðar, hefir klofn- að. Leggur meirihluti hennar, jafnaðarmenn og íhaldsmenn, til að ríki og kirkja verði aðskilið, en bændur og frjálslyndir — minnihlutinn — er því andvígur og vill halda í kirkjuna. Verði frumv. samþ. er gert ráð fyrir því, að þingnefnd verði falið að koma fram með tillögur um fram- tíðarskipun kirkjumála. Björgunarafrek. Bátur strandaði fyrir skömmu í stormi og hríð á stórgrýtisurð neðan við allhátt (30—40 faðma) bratt hjarg við Vestmannaeyjar. Báturinn brotnadi, en mennirnir björguðust upp í urðina. Hugðu þeir sjer þaðan varla lífs von. Einn hásetinn á bátnum, Jón Vigfússon, kleif þá hamarinn, þrátt fyrir sjóhrakninginn, myrk- ur og veðurvonsku. Tókst hon- um að komast upp og ná í menn til aö bjarga fjelögum sínum. Er þetta hið mesta afrek, jafn ill og öll aðstaða var. Öndvegistíð undanfarið og er enn um alt Austurland. Snjólaust að kalla.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.