Jafnaðarmaðurinn - 10.03.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 10.03.1928, Blaðsíða 4
4 JAFNAÐARMAÐURINN Bókaverslun Sig. Baldvinssonar Seyðisfírði hefir fyrirliggjandi: Höfuðbækur, dagbækur, kassabækur, tvíritunar- bækur, vasabækur, hringbækur o. s. frv. Einnig bækur í stóru broti með blástr. pappír, hentugar fyrir skýrslugeröir o. fl., t. d. fyrir hreppstjóra og oddvita. Nýkomnar miklar bir'gðir af stórarkapappír, strikuðum og óstrik- uðum, fleiri stærðir, einnig fl. stærðir af reikn.strikuðum pappír. — Pappírinn er sjerstaklega góður og ódýr. — Þeir, sem kaupa mikið í einu, fá sjerstaklega góð kjör. Lindarpennar og sjerstakt blek í þá altaf fyrir hendi. Bókaverslun Sig. Baldvinssonar Seyöisfirði. Rjól frá Brödrene Braun. Munntóbak frá Brödrene Braun' Áugustinus og Obel (Mellemskraa, Smalskraa, Skipperskraa) Skoriö neltóbak frá Obel, er ávalt fyrirliggjandi í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands, h.f. Reykjavík. seðlagjöfum. — Á klónni má ekki slaka, mundi þá fljótt sækja í sama horfiö. Vínmálin og læknarnir veröa að komast undir nógu strangt eftirlit í framtíðinni, tii þess að vínaustrinum linni. Jafnframt þurfa læknarnir að læra að þekkja sitt hlutverk, svo að þeir starfi að alhliða heilsubót- um landsmanna. — Það er ekki nóg, að þeir læri að hætta að spilla heilsu og velferð með vín- austri, það er heldur ekki nóg, að þeir sjeu ætíð til taks til þess að lækna — eftir bestu getu þau mein, sem þjá fólkið. Þeir eiga að verða færir um að leiða þjóð- ina inn á braut heilbrigöara líf- ernis í hvívetna. — Þeir eiga að verða lærifeður almennings á heilbrigðissviðinu, fyrst og fremst því efnislega, en þeir eiga einnig aö geta orðiö samverkamenn Tóbaksverslun Islands hf., Símar: 690, 1819, 1850. Sítnnefni: Tóbaksverslun, Reykjavík. selur allar bestu tegundir af vindlum ng smávindlum svosem: Havanna-vlndla: La Carona-Henry Clay, Bock: Cabanas, Villar y Villar, J. S. Murias o. m. fl. heimskunnar tegundir. Hollenska vindla: Jón Sigurðsson, Carmen, Regal, La Semeuse, Nasco Prinsessons, Madame Recamier, Fleur de Paris o. m. fl. Danska vlndla: Hirschsprungs, Obels, Nobels og Törnings ágætu tegundir. Þýska vindla, Brasilíu-vindla, Jamaica-vindla. A. V. Bestu yindlategundirnar á íslandi eru ódýrari en víðasthvar annarsstaðar í heiminum. presta og kennimanna á andlega sviðinu, — en nú þegar á að heimta svo mikið af þeim, að þeir gefi almenningi góða og fullkomna fyrirmynd í heilbrigðu líferni sjálfra sín, þó fræðslu- störfin verði ekki veigamikil á næstunni. En inn á fræðslu- brautina á að snúa starfsemi læknanna meira en verið hefir, svo að þeim tilfellum megi fara fækkandi, að menn glati heilsu og hamingju fyrir sakir vanþekk- ingar og skilningsleysis — eða með lœknishjálp! * Bókasafni Neshrepps hafa 2 undanfarin ár borist bóka- gjafir frá hr. kaupm. Páli Q. Þor- mar hjer. Gjafir þessar eru hin- ar rausnarlegustu, sjálfsagt 2— 300 kr. virði, og bera þær vott höfðingsskapar og örlætis gef- anda. Ættu fleiri efnamenn þessa þorps hjer eftir að breyta og víkja safninu einhverju við og við. Mundu slíkar gjafir flýta að mun fyrir því, að við eignumst gott og stórt bókasafn, en slíkt satn mundi verða þorpsbúum sönn menningarlind. Bókasafnið þakkar hjermeð gjafir hr. Páls Q. Þormars hjart- anlega. Bókavörður. Austfirskar verslanir ættu ekki að gleyma því, að aug- lýsingarnar eru nauðsyn. Jafnað- armaðurinn er nú svo útbreiddur, að það er tvímælalaust hagur hverjum kaupmanni, að láta hann flytja aug- lýsingar sínar. Hyggnir kaupmenn auglýsa jafnt í öllum blöðum. Meö því tryggja þeir sjer viðskifti almennings. „Radio“. — Vonandi verður útvarpsstöðin í Reykiavík bráðlega endurbætt svo, að vel geti heyrst til liennar um-alt land. Þá geta frjettir og fróðleikur, söngur og hljóðfærasláttur daglega borist ínn á hvert Jieimili, sem hefir móttöku- tæki. — Slík tæki, af nýjustu og bestu gerð- urn, útvega jeg hverjum sem óskar. Oskið upplýsinga og tilboða, sem jeg læt,fúslega í tje. ö/tilokið yður ekki frá umheiminum lengur! Fáið yður útvarpsviðtæki þeg- ar í sumar og þá verður gaman að lifa næsta vetur. — Munið að jeg tek lægri óniakslaun en nokkur annar. Sig.Baidvinsson,Seyöisfirði VEGGFÓÐUR á nokkur herbergi selst fyrir hálfvirði gegn peningaborgun. Notið tækifærið til að prýða herbergin ykkar fyrir að- eins 2 til 5 krónur. Bókaverslun Sig.Baldvinssonar Seyðisfirði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Quðmundsson. Prentsmiðja Sig. Þ. Quðmundssonar Seyðisfirði. Hver sem vill, getur nú athug- að möguleikana sem eru fyrir þetta fólk, að verða að sjálf- stæðum mönnum í sveitarfjelagi sínu. Til þess þarf ekki annað, en að taka einstakt dæmi. Allflestir hafa hjer ekki lengri vinnutíma en 9 mánuði og þyk- ir það gott. Verkamaður, sem vinnur í 9 mánuði fyrir 200 kr. urp mánuöinn ber úr býtum 1800 kr. yfir árið. Þessar 1800 kr. fást ekki greiddar í pening- um, og honum er á allan hátt fyrirmunað að auka við þær með því að vinna sjer eitthvað inn í eftirvinnu eða helgidagavinnu, því fyrir þá vinnu fær hann ekkert samkv. ráðningarsamningi sínum. Hafi maður þessi heimili, verður hann að leigja fyrir það hjá at- vinnurekandanum og greiðir hon- um fyrir það alóhæfa húsnæði, sem honum er fengið, minst 35 kr. á mánuði eða 420 kr. yfir árið, sem dregst frá kaupi hans. Eru þá eftir 1380 kr. handa fjölskyldunni til að lifa af alt ár- ið. Meðalfjölskylda hjer á landi er talin vera 5 menn — lijón og 3 börn — kemur þá á hvern mann 267 kr. á ári eða kr.23.16 — tuttugu og þrjá krónur og sextán aurar á mánuði. — Hver meðlimur fjölskyldunnar verður þá að lifa af kr. 0,77 — sjötiu og sjö aurum á dag — eða tæp- lega andvirði eins kaffibolla með smurðu brauði. Af þessum 77 aurum á að fæða og klæða hvem meðlim fjölskyldunnar, kosta skólagöngu bamanna halda heimilinu hreinu og endurnýja þau tæki, er nota þarf til heimilishaldsins og úr sjer ganga árlega. Útkoman verður lík, þó dæmi sje tekið af tímavinnumanni. Hann kann að bera meira úr býtum yfir sumarmánuðina, en hann er þeim mun lengur atvinnulaus. Hvar í heiminum halda menn að slíkt kaupgjald tíðkist sem þetta? Og samt hrópa atvinnu- rekendur sífelt á kauplækkun — kauplækkun! Hafa þeir góðu menn nokkurntíma athugað kaup- gjaldsmálið frá sjónarmiöi verka- mannsins? Hvernig mundi þeim þykja að eiga að lifa fyrir 77 aura á dag fyrir hvern meðlim fjölskyldu sinnar? Hvernig mundi þeim þykja að láta neita sjer um peningaborgun á kaupgjaldi sínu — arðinum af atvinnurekstr- inunir’ Hvernig mundi þeim þykja að búa í illa tilhaföri tveggja herbergjaíbúö, algerlega þæginda- lausri? Hvernig mundi þeim, í fáum orðum sagt, þykja að þurfa að lifa lífi öreigans, sem ekki einu sinni á víst, að geta fengið að vinna fyrir þessum 77 aurum handa sjer og sínum til að draga fram lífið með, og horfa fram á það, að verða alla æfi að vera kúgaður og hljóta að fara á mis við alla gleðigeisla beilbrigðs lífs og sannrar menningar? Enginn þeirra mundi vilja skifta við ör- eigann. þess er heldur ekki von. — En — „það sem þjer viljið að mennirnir geri yður, það skul- ið þjer og þeim gera“ — sagði meistarinn og það er ekki nema sanngirniskrafa til atvinnurekend- anna, að þeir byrji fyrstir á því, að framkvæma þau boðorð. Ef menn kunna að halda, að hjer sje um ýkjur að ræða á einhvern hátt, skal jeg benda á, að ein af þessum fjölskyldum þefir verið á vegum mínum að nokkru leyti síðasta ár. Fjöl- skyldu faðirinn var ráðinn yfir 9 mánuði fyrir kr. 250,00 um mánuðinn, og var það albesta kaup sem borgað var. Hann fjekk kaupið ekki greitt í peningum nema lítinn hluta þess, er fjekst fyrir mitt tilstilli. Alls bar fjölskylda þessi úr býtum 2250 krónur yfir árið. Fjölskyldan er ellefu manns. Hún leigir í tveggja herbergja íbúð og greiðir í húsaleigu kr. 40,00 fyrir hvern mánuð, eða kr. 480,00 yfir árið. Þegar það er greitt. eru eftir 1770 kr. handa þessum 11 mönnum að lifa fyrir alt árið eða kr. 161,00 á hvern mann. Verða það kr. 13,42 á mánuði eða fyrir 45 aura á dag á hvern meðlim fjölskyldunnar. Afleiðingin hefir orðið sú, að fjölskyldan hefir þurft fátækra- hjálpar, er nam um 1000 kr. á árinu, og mun engan furða á því. Hjer skal þá staðar numið að sinni. í heild sinni er ástandið svona : Verkalaunin eru lægri en víðast hvar annarsstaðar á land- inu. Þau fást yfirleitt ekki greidd í peningum, svo verkafólk 'getur SKIPA-og BÁTA- DIESELVÉLAR, af stærðunum 6—1000 hk. Arleg fram- leiðsla 350000 hk.: 15000 vélar. Selt í Danmörku 6 síðustu árin 720 vélar. Vegna þess, að DEUTZ-mótorvélin er búin til af elztu og stærstu vélaverk- smiðju Evrópu, er vélin framar öllum öðrum hvað snertir byggingu, efni, gang- vissi og sparneyti. —0 Biðjið um tilboð. Herm. Thorsteinsson & Co. Sími 13. Seyðisfiröi. Símnefni: Manni. Umboðsmaður fyrir Austur- og Norðurland. ekki notið þess, hvað vörur kunna að vera ódýrari í einum stað en öðrum, heldur verða menn að skifta við þær verslanir, sem unn- ið er hjá án tillits til verðlags. Húsnæði verkafólks er ilt og ó- fullkomið, en selt á okurverði, og vinnutími þeirra, sem eru mánaðar- eða ársráðnir, er alger- lega ótakmarkaöur, svo þeim verkamönnum er fyrirmunað, að bera nokkuð úr býtum fram yfir hin ákveðnu mánaðarlaun. Af- leiðingin af þessu verður eöli- lega sú, að langsamlega flestir verða skuláugir við verslanir þær, er þeir skifta við og vinna hjá, og þar með ófrjálsir menn gerða sinna, eða þeir lenda á sveitina, missa mannrjettindi sín, og verða flestir handbendi sveit- ar sinnar upp frá því. * Lýsingin er ekki glæsileg, en hún er sönn. Það munu allir geta orðið sammála um, bæði atvinnurekendur sem aðrir. Og það mun reynast, að aldrei munu atvinnurekendur bæta úr þessu. í þeirra augum verður vinnuafl- ið altaf einn liður í reksturskostn- aði verslunar eða útgerðarfyrir- tækisins og þann lið er um að gera að lcekka sem mest eins og hina liðina, til þess að hagnað- urinn geti oröiö sem mestur. Það verður því að vera ykkar eigið verk, verkamenn og verka- konur, að laga þessa ágalla og og skapa ykkur viíjunandi lífs- kjör. Enginn getur lagad þaö annar. Með öflugum samtokum og trygð við þá stefnu, sem hefir bætt lífskjör verkafólks, sem fyrsta og æðsta boðorð sitt, tekst að sigra. Verkafólkið á að gera kröfur til lífsins, eins og aðrar stjettir, og það verður sjálft aö fá þær gerðar að raunveruleika. Það tekst, ef samheldnina ekki brestur. Jónas Guðmundsson.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.