Jafnaðarmaðurinn - 04.04.1928, Side 1

Jafnaðarmaðurinn - 04.04.1928, Side 1
ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS 6. tölublað Norðfiröi, 4. apríl 1928 Haraldur Níelsson prófessor andaðist af uppskurði á Hafnar- fjarðarspítala 11. f. m. Jarðar- förin fór frani jjann 19. s. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Einar H. Kvaran flutti ræðu í kirkjunni. Eiga íslendingar hjer á bak að sjá einum sínum allra mætasta manni. Mun hans minst nánar hjer í blaðinu áður en langt um líður. urlandi fyrir frelsi og bættum ífskjörum sínum og sinna, hnekkja valdi afturhalds og íhalds og ryðja braut þeim skoðunum, sem gerðu íslendingum kleift að osna úr klóm danskra aftur- raldsseggja. Friálslyndi ílokkurinn íslenski er síðasta rekald hins gamla sundurliðaða sjálfstæðisflokks, enda ber hann glögglega öll merki þess. Flokkurinn á í raun og sannleika engin stefnuskrár- mál — ekki eitt einasta. Hann hefir — sökum tengda aðalfor- ingja flokksins, S. E., við auð- borgarana — orðið að glefsa í þann flokkinn, sem har-n helst hefði átt að berjast með — Al- þýðuflokkinn. Frjálslyndir flokkar annara landa berjast a. m. k. að nafninu til gegn íhaldi, en hinn íslenski flokkur er ein grein íhaldsins og berst móti öllu, sem miðar al- menningi lil hagsbóta. Svo ósjálf- stæður er þessi íhaldsangi, að hann þarf að láta aðalmálgögn íhaldsins, Mbl. og Vörð, finna upp fyrir sig árásarefnin á Al- þýðuflokkinn, svo tekur hann við og jórtrar tugguna, og jjað má hann eiga, að það verk er unnið af iniklum trúleik við íhaldið. „Litli flokkurinn með stóru málin“ lætur í veðri vaka, að hann beri mjög fyrir brjósti upp- sagnarákvæði sambandslaganna, sem til framkvæmda geta komið að 15 árum liðnum. En ekki er hann heilli í þessu „stefnumáli“ en svo, að hann getur ekki hugs- að sjer ísland alveg sjálfstætt — án nokkurs sambands við Dan- mörku. Hann vill umfram alt halda í konunginn. Þessi afstaða hins forna sjálfstæðisflok-ks er átakanlega sorgleg. Sjálfstæðis- flokkur — sem ekki getur hugs- að sjer ísland algerlega sjálfstætt lýðveldi — á engan tilverurjett sem sjálfstæðisflokkur. Hinn eini raunverulegi sjálfstæðisflokkur, sem til er í landi hjer, er Al- þýðuflokkurinn. Hann stefnir að því, að ísland verði sjálfstœtt lýðveldi, laust allra banda við önnur lönd, annara en þeirra, sem alþjóðasamheldni og við- skiftalíf krefur. Það er þyngra en tárum taki fyrir þá, sem í hrifningu æsku- mannsins fylgdu að málum hin- um forna sjálfstæðisflokki, að sjá nú foringja hans lenda aftan í (haldinu og bregða fæti fyrir þau mál, sem hver sannur sjálf- stæðismaður mundi ótrauður berjast fyrir. Og mörgum mun finnast að þeir hefðu átt skilið betra hlutskiíti, eftir mörg ve unnin störf, en það, að hafna við óæðri enda íslenska íhaldsins. Sr. Ásmundur Guðmundsson skólastjóri á Eiðum hefir ver- ið settur prófessor við Háskól- ann í stað sr. Haraldar Níelssonar, „Litli flokkurinn með stóru málin“. í ræðu, er Sigurður Eggerz hjelt á Alþingi um kosninguna í Norður-ísafjarðarsýslu, komst hann svo að orði: „Til þess að sýna fram á, að að- dróttun hv. sessunautar míns (Hjeðins Valdimarssonar) (um að S. E. væri orðinn fhaldsmaður) er algerlega til- hæfulaus, vil jeg benda á það, að þótt frjálslyndi flokkurinn sje minsti flokk- urinn, þá hefir hann þó stærstu stefnu- skrármálin, og það getur farið svo, að hv. sessunautur minn og fleiri verði að beygja knje fyrir litla flokkinum með stóru málin“. Mörgum mun verða að spyrja: Hver eru þessi stóru stefnuskrár- mál? Blað frjálslyndra, „ísland", hefir enn ekki á þau minst. Af blaðinu veröur ekki annað sjeö en það, að einasta stefnuskrár- mál þess og aðal áhugamál sje aö niðra jafnaðarmönnum og svívirða þann flokk á alla lund. í hverju einasta blaði „íslands", sem út hefir komið síðustu mán- uöi, eru skammir um jafnaðar- menn, flokk þeirra og stefnu. Ef dæma skal flokkinn eftir blaðinu, virðist „stærsta stefnuskrármál" hans vera að svívirða Alþýðu- flokkinn á allan hátt. Ákaflega væri fróðlegt að fá* að heyra hvort blaðið hefir nokk- urt annað stefnuskrármál en það, sem nú var nefnt. Vel getur það verið, þó ekki hafi neitt borið á því enn, að flokkurinn „liggi á“ og unginn komi bráðum. Og ákaflega hljóta hinir „frjálslyndu" íoringjar að gleðjast yfir því göf- uga hlutverki, sem forsjónin hefir falið þeim að vinna — því hlut- verki, að rægja og níða forvígis- menn alþýðuhreyfingarinnar í landinu. Hve dásamlegt „Hósí- anna“ geta þeir ekki sungið, þegar hinum „litla flokki með stóru má!in“ hefir tekist — með aöstoð íhaldsins — aö brjóta á bak aftur sjálfstæðisnieðvitund hinnar íslensku verkamannastjett- ar, sem Ijóslegast lýsir sjer í stjórnmálasamtökum hennar — Alþýðuflokknum — og „litli flokkurinn með stóru málin“ getur bent innlendum og erlend- um auðmönnum á afreksverk sín. En það er hætt við að „litla flokknum með stóru rnálin" verði sá róður erfiöur, og líklegt er að íslandsbanki eða jafnvel enn öfl- ugri stofnanir verði að leggja „litla flokknum með stóru málin" enn fleiri krónur en danskir jafn- aðarmenn láta Alþýðuflokknum í tje, áður en alt er fullkomnað. Allir sannir íslendingar munu harma það, hver virðast ætla að verða aídrif „litla flokksins með stóru málin “ — frjálslynda flokks- ins svo kallaða. Ýmsir gerðu sjer oað í hugarlund, er gömlu sjálf- stæðismennirnir hertu sig upp og Ijetust skilja við fhaldið, að æir mundu feta í fótspor þeirra frjálslyndra flokka í öðrum lönd- um, er best hafa reynst. Flokka, er barist hafa fyrir bættum lífs- kjörum og aukinni menningu al- jýðunnar. Flokka, sem staðið lafa við hlið jafnaðarmanna og veitt þeim að málum í hagsmuna- ^aráttu hinnar fátæku alþýðu við ofurvald auðmagnsins. En allar yessar vonir hafa enn brugðist. Frjálslyndi flokkurinn íslenski hefir mist marks. Hann berst á móti þeim málum, sem frjálslýnd- ir flokkar annara landa hafa bar- ist fyrir. Hann hefir orðið að „attaníossi" íhaldsins og blað hans „ísland“ hefir orðið mál- gagn þeirra íhaldsskoðana, sem auðvirðilegastar eru og skaðleg- astar munu reynast íslensku sjálf- stæði. Alt bendir á að eitt af stærri stefnumálum flokksins sje að spilla vinfengi Dana og íslend- inga, sem nú virðist vera sæmi- legt orðið, eftir margra alda sund- urlyndi. Ákaflega göfugt stefnu- mál! Það er eins og „ísland'1 geti ekki skilið, að íslendingar geti heimtað og varið rjett sinn og gætt þess, að hvorki Danir nje aðrir troði þeim óþarllega um tær, án þess að vera með stöð- uga úlfúð í garð þjóðarinnar. Danska þjóðin hefir lítinr óleik gert íslendingum eða verið völd að kúgun liöinna alda. þaö eru eingöngu fáeinir einstaklingar — einokunarkaupmenn og danskir embættis- og stjórnmálamenn — sem þá sök eiga. í ræðu sinni um kosninguna í N.-ísafj.sýslu talar S. E. mikið um það, að hegningin megi ekki ná til þeirra sem saklausir eru. Þessu ætti hann líka að halda fram gagnvart Dönum. Hvað hefir dönsk alþýöa gert á hluta vor íslendinga? Ekkert annaö en það, að berjast heima í sínu föð- 3. árgangur Bæjarrjettindin samþykt Hinn 3. þ. m. barst hrepps- nefndinni á Norðfirði símskeyti rá Ingvari Pálmasyni alþingis- manni, þar sem skýrt er frá því, að frumvarp um bæjarstjórn á Norðfirði sje þann dag afgreitt sem lög frá Efri deild Alþingis. 'Jokkrar breytingar gerði þingið á frumvarpinu, en þær voru all- ar smávægilegar, nema nafna- skiftin á bæuum. Var svo til ætl- ast, að bærinn hjeti Norðfjarð- arkaupstaður, en Neðri deild breytti því nafni í Neskaupstaður, og vérðar það heiti hins nýja caupstaðar. Hvort tilraun verður síðar gerð til nafnbreytingar skal ósagt látið, en ekki er ólíklegt aö svo verði. — Allir Norðfirðingar fagna hinni fengnu rjettarbót og einnig því, að nú er stríð það, sem staðið hefir við sýslunefnd um mál þetta, loks á enda kljáð, og mega Norðfirðingar vel við úrslitin una. — Samþykt bæjar- rjettindanna á að verða öllum Norðfirðingum hvöt til framtaks og dugnaðar. Fjöldi verkefna bíður óleystur handa hinni nýju bæjarstjórn, sem við tekur um áramótin næstu. Verði bæjarrjettindin Norðfirði til blessunar. Veðlánasjóður fiskimanna. -andkjörinn alþingismaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, Iytur frumvarp er gerir hlutarmönuum og smáútgerð- armönnufn kleift að gera fisk sinn að markaðsvöru. Alt frá þeim tíma, er Gestur 3álsson ritaði hinn nafnfræga bækling sinn, „Blautfiskverslun og bróðurkærleikur“, hefir það verið til stórtjóns fyrir íslenska sjómenn að þurfa að selja fisk sinn blaulan eða upp úr salti. Það má því með sanni segja, að fyrir afkomu allra þeirra sjó- manna, er eiga hlut sinn sjálfir, svo og afkomu allra smábáta- eigenda og eigenda mótorbáta, er ráða menn upp á hlut, sje frum- varp það um Veðlánasjóð fiski- manna, er Jón Baldvinsson flyt- ur í Efri deild Alþingis, geysilega aýðingarmikið. Tilgangur sjóðs- ins er að gera mönnum, sem iskveiðar stunda á árabátum og á vélbátum, sem arðsamastan afla sinn með því að gera þeim mögulegt að verka hann sjálfir, svo þeir þurfi ekki að selja hann fyrir hvaða verð sem býðst, eins og oft er nú. Fje sjóðsins á að lána fiski- mönnum gegn veði í þeim afla, sem þeir eru búnir að fá. Höfuðstóll sjóðsins á að vera núverandi Fiskiveiðasjóður fs- lands, og 2 milj. kr. er ríkissjóð- ur leggur fram sem lán, afborg- unarlaust fyrstu fimm árin, en fær borgað aftur hjá veölána- sjóðnum með jöfnum greiðslum á 35 árum. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Honum skal skift í deildir, og starjar hver deild sjálfstætt. Skulu deildir settar upp í verstöðvum landsins þar sem atvinnumálaráðherra ákveður, og þó ekki annars staðar en þar, sem beiðni hefir komið um deild, samþykt af almennum sveitar- fundi eða af bæjarstjórn. Deildir mega þó ekki vera fleiri en 25 fyrst um sinn, en atvinnumála- ráðherra ákveður í samráði við stjórn sjóðsins, hve mikið íje iver deild á að fá. Deildunum stjórnar þriggja manna nefnd, sem hreppsfundur kýs, og starfar hún kauplaust, en hún ræður mann gegn þóknun til æss að hafa á hendi afgreiðslu og reikningshald deildarinnár, og ákveður hve oft deildin er opin til útlána, sem þó má ekki vera sjaldnar en einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Sá einn getur fengið lán, sem er ráðinn upp á hlut af afla, en þegar bátur er gerður út af sam- lagsfjelagi þeirra, ganga þeir fyrir um lán, sem fæsta hafa hlutina. Stjórn sjóðsins ákveður til 6 mánaða í senn, í byrjun árs og byrjun júní, það verðlag á fiski, sem miða á við þegar lán er veitt út á hann, og styðst þar við verðlagið undan farið miss- iri, eins og það hefir verið að meðaltali samkvæmt skýrslu, er hagstofan gerir. Hverri lánbeiðni á að fylgja yfirlýsing þess, er sækir um lán- ið, um, hve mikil sje fiskeign hans, og skal yfirlýsingin vera aö viðlögðum drengskap. Jafnframt skal fylgja vottorð um fiskinn frá formanni eða frá útgerðarstjóra, ef formaður á hlut að máli. Út á fiskeign má lána alt að */s af andvirði hennar, en lánstíminn má ekki vera lengri en 9 mán- uðir. Lánið ábyrgist sá persónu- lega, er fær pað, og gefur hann út skuldabrjef með sjálfvörsluveði í fengnum afla sínum. Lánin á að veita í þeirri deild, þar sem útgerðarstjórn bátsins á heima. Vextir af lánum greiðast um leið og lániu eru tekin, en

x

Jafnaðarmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.