Jafnaðarmaðurinn - 25.05.1928, Qupperneq 2

Jafnaðarmaðurinn - 25.05.1928, Qupperneq 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN gc5><2sc5><2cc5>®®<2cc5>c2cc5><5ag §JAFNAÐARMAÐURINN g kemur út tvisvar á mánuði og H kostar fjórar krónur á ári. — x Útgefandi Cl Verklýðssamband Austurlands. /a Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Q ■ Jónas Guðmundsson. ffl Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar 0 Seyðisfirði. Q Jafnaðarmaðurinn ö/ er stærsta blaðið á Austurlandi N og allir lesa hann. Þess vegna W er best að auglýsa í honum,— Jafnaöarmaðurinn 0 er blað allrar alþýðu. Q Utanáskrift blaðsins er: v) „Jafnaðarmaðurinn" [3 Norðfirði. iX23C5><2SC5>®®Q3C5>(23C5> J fþróttamál Austfirðinga. Hvergi á landinu mun jafn dauft yfir íþróttalífi sem hjer á Austfjörðum. Ekkert „líf“ er í neinu því fjelagi, er við íþróttir fæst hjer eystra. Ofurlítrll áhugi hefir undanfarin ár verið á knatt- spyrnu, en sá áhugi virðist nú fara þverrandi. Hlaup, sem er þó sú íþróttin, sem alstaðar má iðka — bæði löng og stutt hlaup — heyrast aldrei nefnd. Það er eins og austfirskir æskumenn sjeu svo latir, að þeir nenni aldrei að hreyfa sig úr sporun- um. Því síður heyrist glíma nefnd á nafn. Auðvitað er glíma hættu- legri íþrótt en hlaup, en sje hún iðkuð án ofurkapps, verður sjald- an slys í glímu. Kappsund þykir ein besta skemt- un um heim allan. Aldrei hefir kappsund fram farið hjer eystra, enda munu fáir vera vel syndir hjer, og ber margt til þess. Enguni hefir víst dottið í hug að koma upp kappróðrarflokk- um. Mætti þó verða af því hin mesta íþrótt og ágætis skemtun. Enn er ótalin leikfimin. Hvergi á Austurlandi er til leikfimishús. Dálitlir leikfimissalir — en alls- endis ónógir — eru til sumstað- ar, en annarsstaðar alls engir, s. s. hjer á Norðfirði. Skilyrði til allra íþróttaiðkana eru hjei verri en víðast hvar ann- arsstaðar á landinu, enda standa Austfirðingar öðrum landsfjórð- ungum að baki um öll íþrótta- mál. En hvernig veröur úr þessu bœtt ? Þetta er sú spurning, sem hvert íþrótta-, knattspyrnu- og ungmennafjelag þarf að taka til rækilegrar íhugunar. Þó virðist svarið liggja beint við. Á hverjum stað verða fje- lögin að efla sem mest sína innri starfsemi. par verða þau að koma fram með ákveðnar kiöf- ur til bæja- og sveitastjórna, um að annaðhvort sje bygt á opin- beran kostnað það sem til íþrótta- iðkana þarf — hús og leikvellir — eða styrkur sje til þess veitt- ur, gegn framlagi frá íjelögunum. Þetta mun ekki reynast torsótt. Ekki er kunnugt, að nokkur hreppsnefnd hjer eystra nje bæj- arstjórn Seyöisfjarðar hafi neitað beiðnum frá fjelögum til styrkt- ar íþróttamálefnum. En eins og gefur að skilja, fara ekki gamlir og stirðnaðir bæjarstjórnar- og hreppsnefndarmenn að taka slík- an „barnaskap" upp hjá sjálfum sjer. Æskulýðurinn verður að ýta á eftir, þá fæst það, sem vantar, á tiltölulega skömm- um tíma. Auk þess ættu öll knattspyrnu-, fimleika- og ung- mennafjelög Áusturlands að mynda með sjer einhverskonar- samband, er tengt geti fjelögin betur saman og beitt sjer fyrir kröfum þeirra. Mundi sambandið síðan halda leikmót við og við á þeim stöðum, þar sem bestur yrði útbúnaður til íþróttaiðkana, og mundi það hleypa kappi í fjelögin, um að útbúa íþróttavelli sína sem allra best. Ekki er höfundi þessara lína kunnugt um, að nokkur verd- laúnagripur sje til hjer á Aust- urlandi. Virðist þó sem það mundi ekki setja menn á höfuð- ið, þó skotið væri saman eða einstakir menn eða fjelög gæfi slíka muni til þess að keppa um. En eins og alkunnugt er, eykur það kapp og löngun íþrótta- manna, að keppa um slíka hluti, er heiður og nafnbætur fylgja. Væri nú ekki reynandi fyrir æskulýð Austfjarða, að hefjast handa á þessu sumri? Reyna nú að leggja grundvöllinn að fram- tíðar-íþróttalífi á Austfjörðum. — Það má ekki seinna vera. Ætla Austfirðingar ekki að eiga neinn flokk á allsherjar fþróttamótinu 1930? Salt og kolaskip til V. K. H. hafa legið hjer undanfarið og losað farm sinn. Hafði saltskipið 1200 smál. með- ferðis, en kolaskipið 700 smál. Hvorttveggja farmurinn var að að fullu losður hjer í land. — Hjeðan fóru skipin til Reykja- víkur. Málshðfðun. Dómsmálaráðuneytið hefir fyr- irskipað málshöfðun á fjelagið „Shell á íslandi“. Alit allsherjarnefnda beggja þingdeildaAlþingis íbæjar- rjettindamáli Noröfjaröar. Samþykt bæjarrjettinda nanda fjölmennasta kauptúni Austur- lands mun af mörgum verða talið marka nýtt tímabil í sögu Austfirðinga. Norðfjörður hefir allra staða austfirskra best skil- yrði til þess að verða stór út- gerðarbær og hin fagra og víð áttumikla sveit, er liggur inn af firðinum, mun, er stundir líða, verða ein blómlegasta bygðin hjer um slóöir. Alþingi á þakkir skyldar fyrir lausn bæjarrjettinda- málsins og vonandi er að ríkis- stjórninni takist engu miður með val á hinum væntanlega bæjar- fógeta, sem jafnframt verður bæj arstjóri. Á Norðfirði hafa bæjar- rjettindin aldrei verið hitamál. Allir hafa verið sammála um þörf þeirra, en ýmsir hikandi viö framkvæmd þeirra, vegna hræðslu um aukin útgjöld. En bæði hjer og annarsstaðar mun almenning- ur ókunnur afstöðu þingflokk- anna og einstakra þingmanna til afgreiðslu þessa máls. Þykir því hlýða að setja hjer álit minni og meir hluta allsherjarnefnda þeirra, er um málið fjölluðu á síðasta þingi. Sýna álit þau afstöðu flokk- anna glögglega til þessa máls. Á þinginu 1926 voru bæjar- rjettindin fyrst flutt. Voru þau þá umsvifalaust feld við aðra um- ræðu. Árið eftir voru þau flutt enn á ný, og sökum þingmanna- breytinga í Efrideild urðu þá 6 með þeim en 7 á móti. Var það íhaldsflokkurinn, sem nálega undantekningarlaust lagð- ist móti málinu. Kosningin 1927 Viðskiftakjör og verkalaun austfirskrar alþýðu. Verð nokkurra nauðsynjavörutegunda í helstu verslunum á Fáskrúðsfiröi 1. apríl 1928: Vörufegund Versl. St. J. Versl. J. D. Versl. M. Þ. Versl. J. G. Rúgmjöl pr. kg. 0,40 0,40 0,40 Hveiti — — 0,70 0,60 0,60 Hrísgrjón — — 0,70 0,60 0,60 Sagogrjón — — 1,00 1,00 Hafragrjón — — 0,65 0,60 0,60 Kartöflumjöl — — 1,00 1,00 0,90 Kartöflur —sekk 15,00 14,00 Rúsínur — kg. 2,00 2,00 Sveskjur — — 1,50 1,80 Sykur (höggvinn) — — 1,10 1,00 1,00 Strásykur — — 1,00 0,90 0,90 Kaffi (óbrent) — — 4,00 3,90 3,9o Kaffibætir — — 3,00 3,00 2,75 Smjörlíki — — 2,40 2,50 2,50 Dósamjölk — dós 0,90 0,90 Sódi — kg. 0,25 Sápa — — 1,30 1,30 Steinolía — — 0,50 0,50 0,50 0,50 Kol pr. 100 kg. 5,50 5,50 5,50 II. Fáskrúðsfjörður. Grein ritstjórans um viðskiftakjör og verkalaun austfirskrar alþýðu var þörf hugvekja. Ástandið, efnalega og menningarlega, sem þar er lýst, er svo alvarlegt, að fá munu þau mál Austfiröinga, sem krefjast bráö- ari úrlausnar. Og þó lýsingin eigi aðeins viö Norðfjörð einan, mun óhætt að segja að ástandið á hin- um fjörðunum sje svipað í öllum höfuðatriðum. Ritstjórinn ætlast til að fá lýsingu af ástandinu í öðrum kauptúnum hjer á Austfj. og hefir beðið mig að senda Jfnm. nokkrar línur um viðskiftakjör og verkalaun á Fáskrúðsfirði. Raunar hafa nokkr- ar umræður um málið farið fram í blöðum nú undanfarið, en þó skal hjer nokkru bætt við. Fyrir 10 árum síðan voru tvær aðalverslanir hjer á staðnum, báðar útlendar, verslun 0rum & Wulf og Hinar sameinuðu „íslensku" versl- anir. Báðar þessar lánsverslanir hafa nú skift um eigendur og komist á innlendar hendur. Sú fyrnefnda er nú eign Júlíusar Guðmundssonar, en á rústum Hinna sameinuöu hefir nú risið ný verslun, eign Jóns Davíössonar, fyrv. verslunarstjóra. Ennfremur eru reknar tvær aðrar lánsverslanir hjer, önnur undir nafni Marteins Þorsteinssonar, en hina rekur Stefán Jakobsson. Voru þess- ar tvær síðastnefndu verslanir stofn- settar fyrir 7—8 árum síöan. Þaö er því ekki rjett, sem segir í Hæni, 7. tbl., að lánsverslanirnar á Fá- skrúðsfirði sjeu gamlar. Á síöasta áratug hafa útlendu verslanirnar skift um eigendur og tvær nýjar lánsverslanir bætst við. Hinsvegar er verslunarlagið gamalt og núver- andi kaupmenn á Fáskrúðsfirði upp- alningar hinna gömlu útlendu láns- verslana og fyrverandi þjónar. Loks má nefna verslun P. Stangeland, sem fylgir sömu verslunarháttum. Þá hafa risiö upp nú á síöustu ár- um 2—3 peningaverslanir, en þeirra gætir ekki, þar sem peningar eru lítið í veltu. Á síðustu lOárumhefir verslunum á Fáskrúösfirði fjölgað um 100%, á sama tíma hefir fólk- inu t'jölgað ca. 20%. Peningaverð verslananna er 10 % lægra. Hjer í blaðinu hefir áður verið birt söluverð fimm vörutegunda í verslunum á Fáskrúðsfirði, eins og þaö var 1927. Eftir áramótin lækk- uðu kaupmenn verðið á flestum nauðsynjavörutegundum og munaði mest um lækkun á kolaveröi, úr 70 niður í 55 kr. tonnið. Verslun Jóns Davíðssonar sýnir matvöruverðið, Kaffi- og sykurverðið sem næst eins og það var í öllum verslunum fyrir nýár. Ef veröskýrsla Noröfjarðar- verslana er tekin til samanburðar sjest að Fáskrúðsfjarðarverðið á flestum vörutegundunum er mun hærra, þrátt fyrir nýárslækkun á vöruverðinu. Dýrseldasta verslunin á Noröfiröi yrði „ódýr“ á Fáskrúðs- firði. Annað, sem augljóst er af skýrslu þessari, er þaö, að þessar „hestu" verslanir hafa ekki margar vörutegundirnar á boðstólum. Til dæmis hefir ein verslunin aöeins 3 vörutegundir af 19, sem hjer eru nefndar, aðrar vanta 5 0. s. frv. Hlýtur það að vera óþægilegt fyrir gjörbreytti afstöðunni á þingi. Þeir flokkar, sem stutt höfðu málið áður — Framsókn og Jafnaðarmenn — komust í meiri hluta, og því hlaut það nú að ganga fram, eins og líka er kom- ið á daginn. f Efrideild skipuðu allsherjar- nefnd: Ingvar Pálmason, Jón Baldvinsson og Jón Þorláksson. Fer hjer á eftir álit þessarar nefndar: Þingskjal 107. Nefndarálit um frv. til laga um bæjarstjórn á Norðfirði. Frá meirihluta allsherjarnefndar. Nefndin er sammála um, að Neskauptún geti ekki lengar un- að við það íyrirkomulag, er gild- andi sveitastjórnalög ákveða, og verði ekki úr því atriði bætt nú þegar, þá standi sveitastjórnafyr- irkomulagið kauptúninu mjög til- finnanlega fyrir þrifum, bæði menningarlega og heilbrigðislega, sem og fjárhagslega. Aftur á móti er nefndin ekki á eitt sátt um, á hvern liátt muni heppilegast greitt úr þessum vandkvæðum knuptúnsins. Einn nefndarmanna, J. Þ-» telur að fyrirkomulaginu eigi að breyta á annan hátt en frv. þetta gerir ráð fyrir. Meiri- hluti nefndarinnar, þeir I. P. og J. B., telja að aðrar umbætur en þær, er fram koma með frv. þessu, verði aldrei annað en kák eitt, að því er þetta kauptún snertir, og endanleg lausn máls- ins verði sú ein, að því verði veitt bæjarrjettindi. Þar af leið- andi líta þeir svo á, að dráttur á afgreiðslu málsins á þann hátt leiði aðeins af sjer kostnað fyrir ríkið og óþægindi fyrir kaup- túnið. Er það því tillaga meirihlutans, viðskiltamennina, því það deyr þó enginn sem dýrt kaupir, og senni- lega þykir einhverjum það þunt, að lifa á tómri dósamjólk. Mig minnir að Hænir væri að hæla kaupmönn- um ekki alls fyrir löngu fyrir þaö að þeirhefðu ætíö nógar nauðsynja- vörur á boðstólum. Hitt veitjeg, að þessi verslun hefir ekki haft nauð- synjavörur í nokkra mánuði. Um álagningu á einstökum vöru- tegundum vil jeg nefna steinolíu- verðið. Það mun flestum kunnugt, hvað olían kostaði í tunnum síö- astliðið ár og hvað steinolíufjelögin selja olíuna nú. Alt síðastliðið ár seldu kaupmenn steinolíuna í smá- sölu á 60 aura kg. Ekki geta kaup- menn skelt skuldinni á tunnurnar, að þær leki, því olían var flutt til þeirra á staðinn í stáltunnum. Er ekki hægt annað að segja, en þeir taki þar dálagleg ómakslaun fyrir að renna olíunni á dunkana. Nú kostar olían 50 aura, enda nokkru ódýrari í innkaupi, en sama er okrið. Það þarf ekki að taka það fram, aö verslunin á Fáskrúðsfiröi er svo ófrjáls sem mest má verða í hönd- um þessara „frelsisvina", /halds- mannanna. Verkamaðurinn er bund- inn aö versla við kaupmanninn, sem hann vinnur hjá, og geymir kaup- maðurinn þar ineð nokkurn hluta ef vinnulaununum í skjóli vöru- verösins. j

x

Jafnaðarmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.