Jafnaðarmaðurinn - 27.06.1928, Blaðsíða 1

Jafnaðarmaðurinn - 27.06.1928, Blaðsíða 1
JAFNAÐARMAÐURINN ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS 9. tölublað Norðfiröi, 27. júní 1928 3. árgangur i Verkalaun og vaxtagreiðslur sem til þeirra eru greiddir og gjalda vexti af. Stundum eru þetta hanka- vaxtabrjef, sem ávalt gefa líka rentu, en stundum hlutabrjef, sem gefa mismunandi háa rentu. Auk þessa taka bankar og sparisjóðir við sam- anspöruðu fje almennings og gjalda vexti af innstæðum þess. Þetta fje lána lánsstofnanirnar út aftur til almennings með nokkuð hærri vöxtum en þær taka það fyrir til innláns. Landsbankinn mun gjaldn 5 % af bankavaxtabrjefum sínum og 41/2% af sparisjóðsinnstæðum, en útláns- vextir hans eru 1% og fram- lengingarvextir. Kaupi nú t. d. einhver peninga- maður bankavaxtabrjef í Landsbank- anum fyrir 100 þúsund krónur, greið- ir b^hkinn honum í ársvexti 5000 krónur. Láni bankinn upphæð þessa út á 6 mánaða víxli, fær hann í vexti yrir 6 mánuðina fyrstu kr. 3500,00 og framlengi'síðan víxil- inn í aðra 6 mán.á 7^/a^ — 3750,00 A11 skr.7250,00 Þessa upphæð, kr. 5000,00 til eig- andans að peningunum ogkr. 2250,00 til bankans fyrir ómak hans og áhættu við lánið, veröur að taka af afrakstri þeirrar atvinnu, sem fjeð var lagt í. Það sem gerst hefir í þessu til- felli er það, að maður, sem ein- hvernveginn hefir komist yfir 100 þúsund krónur, getur, með aðstoð bankans, fengið 5000 krónur af tekjum annars manns eða annara manna, og það án þess að eiga nokkuð á hættu sjálfur. Bankinn getur átt á hættu að fjeð tapist, en innstæðueigandinn á ekkert á hættu, meðan bankinn getur starfað. Fáum mun finnast þetta nokkuð athugavert og ástæðan fyrir því er sú, að menn gera sjer þetta ekki nægilega ljóst. Agætt dæmi því til sönnunar, hve stórkostleg fjefletting á sjer staö gegnum lánsfyrirkomulag auðvalds- skipulagsins er að finna í nýkomnu dönsku blaði. Nú ' stendur yfir í Danmörku skaðabótamál, er 13 bændur í Kolind- sund höfðuðu á Verklýðssambandið danska. Krefjast þeir skaðabóta fyrir tjón er verkfall hafi valdið þeim. Við rjettarhöldin voru lagöir fram efnahags og rekstursreikning- ar bændanna, og fer hjer á eftir reikningur eins bóndans, eftir eigin uppgjöf hans. I. Vextir og afborganir lána: A eignum hvíla þessi lán: 1. Hjá fasteignalánafjelagi . . . kr. 40,000,00 árleg renta kr. 2000,00 2. Veðdeildarlán ......................_ 10,000,00 — — — 600,00 3. Bankalán.........................— 25,000,00 — — — 1500,00 4. Víxillán ...........................— 7,000,00 — — — 490,00 Arleg renta alls kr. 4590,00 Árleg afborgun lána — 2300,00 Alis greitt lánsstofnunum — 6890,00 4 II. Vinnulaun: 1. Árskaup eins vinnumanns eg vinnukonu samtals . , . kr. 1100,00 2. Fæði og húsnæði sömu................................— 800,00 Samtals kr. 1900,00 III. Skattar: 1. Eignaskattur ............................................kr. 500,00 2. Tekjuskattur ............................................— 4,00 Samtals kr. 504,00 Niöur með kaupgjaldið! Það er liróp atvinnurekendanna, þegar örðugleikarnir steðja að og ekkert „ber sig“'. Það er aðalbjarg- ráðið, sem bændurnir sjá til „við- reisnar" landbúnaðinum, sem þeir segja að „beri sig ekki“ lengur vegna dýrleika vinnuaflsins, er þarf til rányrkju búskaparins í sveitun- um. Og það er líka — þó undar- legt megi virðast — eitt af þeim úr- ræðum, sem kaupmennirnir sjá til þess að verslunin „beri sig“. Lækkun kaupgjalds almennings, og embættis- og sýslunarmanna alls- konar, er þrautalendingin. Með því að lækka þurftarlaunin á að skapa jafnvægi á öllu atvinnulífinu. Sjaldan heyrist talað um lækkun á nokkru öðru sem bjargráð. Hver er orsökin ? Er livergi liægt að spara annarsstaðar en á verka- launum ahnennings, sem allir, er nokkuð hugsa um málið, hljóta að viöurkenna að megi ekki vera lægri en þau eru, til þess fólkið geti dregið fram lífið svo líf geti kallast? Jú, svara menn, það er líka hægt að spara með því að Ijetta af skött- um. Skattar til ríkis og sveitar eru orðnir altof háir. Þar má líka spara. Þessvegna koma kröfurnar um lækkun skatta — sjerstaklega tekju og eignaskatta, sem þyngst koma niður á stórum atvinnufyrirtækjum, — fram, nálega á hverjum þingmála- fundi, sem haldinn er. Fleira en þetta tvent sjá menn ekki, sem sparað verði á að nokkrum mun. Fæstir þeirra, sem krefjast kaup- lækkunar hjá almenningi, munu nokkurntíma liugsa út í hve örðugt er að lifa með fjölskyldu af þeim litlu launum, sem allur þorri manna ber úr býtum frá ári til árs. Frá 1500—3000 krónur eru það víðast hvar á landinu, sem verkamönnum innhendist yfir árið, og af því á að lifa meö konu og börn og kaupa alt til fæðis, klæða og húsgæðis. Engum þeim, sem kauplækkunar krefst, mundi detta í hug, að hann sjálfur gæti lifaö af slíkum launum. Sama er að segja um skattalækk- anirnar. Þráfaldlega hefir það kom- ið fyrir, að leggja hefir oröið niður ýmislegt það, sem hið opinbera — ríkið eða sveitarfjelögin — hafa haldið uppi. Sameining prestakalla og læknishjeraða, niðurlagning skóla og sjúkrahúsa o. s. frv. hefir verið framkvæmt, strandferðir takmarkað- ar og vegalagningar stöðvaðar, og nálega undantekningarlaust hafa menn verið óánægðir með þær ráð- stafanir. Stöðugt er klifað á þing- mannafjöldanum, en hvaða kjördæmi mundi vilja sleppa síuum þingmönn- um eða þingmanni? Það er sagt um Árnesinga, að reir samþykki ár eftir ár áskoranir til þingsins um takmörkun útgjalda sem framast má, en krefjast samt stöðugt aukinna framlaga úr ríkis- sjóði til áveitu, vega um Suðurland, brúa á árnar, fjórðungsskóla o. s. :rv. Og ef vel væri athugað, yrðu neir býsna margir „Hrnesingarnir", eða þeir, sem líkt fara að. En eigi að halda uppi og auka við verðmæti og menningarmögu- leika jjjóðarheildarinnar, verða skatt- ar að fást í þá sjóði, sem ætlað er að halda þessu uppi. Þessi tvö atriöi: kaupgjald hinnar starfandi alþýðu og skattarnir til ríkis og sveitarfjelaga, eru það, sem mönnum finst tiltækilegast að Iækka, til þess að rjetta hallann, þegár ekkert „ber sig“, eins og oftast er látið í veðri vaka. Flestir munu þannig gerðir, að þeir liugsa aðeins um þá hluti, sem næstir þeim eru, en dettur ekki í hug að reyna að grafa dýpra eftir orsökum meinsemdanna. Svo erum þetta atriði. Atvinnurekendum þykir ljettast fyrir að ráðast á samtaka- lausa og fátæka alþýðu, til þess að rjetta reksturshalla fyrirtækjanna. Þar er garðurinn lægstur og því er þar borið niður fyrst. Þá fyrst, er alþýða hefir lært aö hlaöa upp í það skarð með samtökurn sínum, svo í það verði ekki eins auðhlaup- iö, eru menn neyddir til að reyna annarsstaðar. Er þá venjulega næst ráðist á skattana, en þar er alt miklu erfið- ara viðfangs, því lækkun skatta til hins opinbera hefir í för meö sjer sýnilega afturför í framkvæmda- og menningarlífi heildarinnar, og því verður þeim sjaldnast fram komið til nokkurra muna. Sá galli auðvaldsskipulagsins, sein að lokum verður því að falli, eru vextirnir, sem eru greiddir fyrir lán þau, sem tekin eru til framkvæmda á öllum sviðum. Til vaxtagreiðslu munu nú hjer á landi ganga álíka upphæðir og öll vinnulaun til samans, sein greidd eru í landinu. Á þessum liö mætti spara og það til mikilla muna, en það verður ekki gert meðan auðvaldsskipulag helst og íhaldsflokkar ráða ríkjum. Með ofurfáum dæmum geta menn gert sjer Ijóst, hvernig alheims- auðvaldið sýgur til sín meginhlut- ann af afrakstri vinnunnar, gegnnm okurvexti sína. Bankarnir taka til ávöxtunar fje þeirra manna, sem af einhverjum á- stæðum ekki þurfa eða vilja nota það til atvinnureksturs. Þeir gefa út tryggingarbrjef fyrir peningum þeim, Tekjur af búinu kr. 10.000;00 — tíu þúsund krónur. — Af 10 þúsund króna tekjum sínum greiðir bóndinn 1. Til lánsstofnana . . . kr. 6500,00 2. — verkafólks .... — 1900,00 3. — ríkissjóðs .... — 504,00 Samtals kr. 9294,00 Eftir verða til heimilishalds kr.706,00 Þessi vesalings bóndi höfðar mál á verkafólkiö sitt fyrir tjónið, sem samtök þess liafa valdið honum. En þó fólkið hefði unnið fyrir ekkert nema fæði og húsnæði, hefði af- koma bóndaveslingsins orðið lítiö skárri. Hjerlendis skilja menn ennþá ekki nægilega vel verkanir þessarar sog- dælu auömagnsins, er gegnum láns- stofnanirnar sýgur til sín .mestan hluta hins hreina arðs, er af vinn- unni verður. Atvinnurekendurnir, sein lánsstöfnanirnar nota sem milli- liði milli sín og hins vinnandi mann- fjölda, eru algerlega blindir fyrir þessari hlið málsias. Þeir skoða það sem eina af náðargjöfum guðs sjer til handa, að þeir skuli geta fengið fje að láni til framkvæmda sinna, en þeir hugsa sjaldnast út í hve dýru verði þær náðargjafir eru keyptar. Og í auðvaldsskipulagi eru þetta sannkailaðar náðargjafir. Auönum fylgja sjerrjettindi, hvort sem hann er að ,Jáni fenginn eða sjereign þess manns, er hefir hann í höndum, og því eðlilegt, að þeir menn, sem þessara sjerrjettinda njóta, vilji ekki missa þau. Það er alkunna, að fátækir menn geta ekki selt smávíxla, sæmilega trygða, í sömu lánsstofnun sem kaupir stóra víxla nálega ótrygða af öðrum mönnum. Höfundur þessara lípa reyndi eitt sinn að selja 3 þúsund króna víxil fyrir sveitarfjelag, sem er vel statt íjárhagslega. Víxlinum var neitað og peningaleysi við bor- ið. En urn sama leytí keypti láns- stofnun þessi umtalslaust 50 þús. króna víxil af kaupmanni einum. Af þessu litla dæmi eru augljós sjer- I fjarveru mimii annast herra póstmeistari Sigurður Baldvinsson Seyðisfirði, ritstjórn blaðsins, og eru rnenn beönir að snúa sjer til hans tneð alt er að ritstjórn þess lýtur. Jónas Guðmundsson. rjettindin, sem þeir njóta, er tök \ hafa á lánsstofnunum. Að þetta er svo, er auövitað láns- stofnunum þeim að kenna, er hlut eiga að máli. En við vextina ráða lánsstofnanirnar ekki. Ómakslaun þeirra, sem oftast eru 2—3%, geta varla minni verið. Það eru eigendur auðmagðsins, sem í bankann er lagt, sem þessu ráða. Og yfir þá ná engin lög, eins og málum heims- ins er nú komið. Það er kunnara en frá jiurfi að segja, hvernig noisk- ir auðmenn fóru að, er verkamanna- stjórnin tók við völdum þar í vét- ur. Þeir hófu brottflutning inneigna sinna í norskum bönkum og knúðu þannig sameinað íhald norska þings- ins til þess að steypa hinni nýju stjórn, sem hafði lýst því yfir, að bankarnir mundu fá engu ráöið um stefnu hennar í fjármálum ríkisins. Samkvæmt fjárlögum íslendinga fyr- ir árið 1928 eru vextir af skuldurn ríkisins — innlendum og erlendum — ca. 600 þúsund krónur, eða árs- laun 200 manna. M. ö. o. fyrir að hafa fje að láni frá innlendum og erlendum auðmönnum, verður að greiða þeim fjárhæð senr nægja mundi 200 fjölskyldum til sæmilegs viðurværis og afkomu í heilt ár. Lánardrottnarnir eiga ekkert á hættu. ííkiö alt stendur bak við lánin og Dau afborgast smátt og smátt með vel viðráðanlegum upphæðum á hverju ári. Fyrirtæki er stofnað með 200 þúsund króna hlutafje, Hlutafjeiö er talið sem skuld og greiddir af því 1% ve.vtir. Nemur sú upphæð kr. 14000,00 á ári. Verkalaun þessa fyrirtækis yfir allann starfrækslutímann eru Iíka 14 þúsund krónur. M. ö. o.: í vexti til eigendanna er greidd sama upphæö og nemur öllum vinnu- launum fyrirtækisins. Gróðinn, ef einhver er, verður svo 1 greiddur í hlutfalli við eign í fyrirtækinú, upp- bót til stjórnenda og framkvæmdar- stjóra 0. s. ftv. Auk þess er vitan- lega viðhalds- og fyrningarkostnað- ur reiknaöur svo sem vera ber. Þegar menn nú athuga lánsfyrir- komulag auðvaldsskipulagsins í þessu Ijósi, verður augljóst, að þeir, sem auðinn eiga og koma honum fyrir í skuldabrjefum lánsstofnananna, þeir draga til sín mestan hluta hins eig- inlega afrakstrar vinnunnar gegnum vextina, sem þeim eru greiddir frá bönkunum. Það er satt, að dálítið brot þess fjármagns, sem í láns-

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.