Jafnaðarmaðurinn - 10.08.1928, Blaðsíða 1
ARMAÐU
ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS
10. tölublað
Norðfirði, 10. ágúst 1928
3. árgangur
Þáttur úr menníngarsögu
Norðfjarðar.
Bæjarrjettindin, hafnarmannvirkin, rafstöðin,
samkomuhúsið.
Nú eru liðin 15 ár síöan Neshrepp-
ur varð til og forlög hans eru þeg-
ar ákveðiii. A miðju 14. árinu tek-
ur Neskaupstaður við að Neshreppi
og hinn síðarnefndi heyrir þá sög-
unni til. — Þegar litið er yfir hin
liðnu 15 ár, verður ekki sjeð að
hreppurinn hafi varið þeim sjálfum
sjer til þrifnaðar og framfara. Fram
til þessa síðasta árs hefir hreppur-
inn ekki ráðist í neitt, sem hann
hefir ekki verið skyldur til að lög-
um, nema að koma upp sjúkrahús-
inu, sem ríkissjóöur lagði fram fje
til endurbóta á, svo það yrði við-
unandi.
Hefðu lögin um bæjarstjórn á
Norðfirði verið samþykt á þinginu
1927 og gengið í gildi 1928, hefði
Neshreppur engu skilaö í hendur
bæjarins öðru en liinu litla sjúkra
húsi, sem segja má að ríkissjóður
hafi átt niestan þátt í að komið
varð upp. Það eitt hefði orðið arf-
urinn.
Nú í lokin hefir hreppsnefndin
tekið rögg á sig og ásett sjer á
siðustu stund að bœta úr vanræksl-
unni að einhverju leyti, því seint er
að iðrast eftir dauðann.
A þessu síðasta ári hefir verið
stofnað til stórkostlegri framfara
fyrir hreppsins hönd en á öllum
hinum 15 árunum samanlögðum, og
niundi það þó meir og betur hafa
orðið, ef ílialdinu hjer hefði ekki
illu heilli, tekist að sálga einu mál-
mu algerlega. En það væri synd að
segja, að framfara- og menningar-
mál þau, sem nú hefir veriö komið
í framkvæmd og eru í uppsiglihgu
hafi ekki mætt mótspyrnu. Móti
þeim ölluni hefir verið barist. Gegn
sumum þeirra af öllum íhaldsflokki
staðarins og gegn þeim öllum af
afturhaldsklíku þeirri, sem ekkert
áhugamál virðist eiga nema það, að
vera á móti öllu sern miðar bænum
til heilla. Til þess að skilja þetta
undarlega fyrirbrigði, verða menn
að gera sjer ljósa hina pólitísku
skiftingu hjer á Norðfirði. Hjer eru
þrír aðalflokkar. Ef dæma má eftir
síðustu hreppsnefndarkosningum.eru
jafnaðarmenn (verkamenn og sjó
menn) stærsti flokkurinn og eiga
þeir aðeins cinn mann í hrepps
nefndinni. Litlu minni er Framsókn
er ræður þar 4 sætum og minstur
er íhaldsflokkurinn, er hefir 2 full
trúa í hreppsnefndinni. Þetta, út a
fyrir sig, að íhaldið, sem er þrisvar
sinnum minni flokkur en jafnaðar-
menn, skuli hafa helmingi fleirifull-
trúa, og að Framsókn, sem er
minni flokkur en jafnaðarmenn, skuli
hafa 3 fulltrúum fleira í sveitarstjórn-
inni, er ágætt sýnishorn þess rjett-
lætis, sem hjer hefir ríkt undanfarin
ár. Verkamenn hafa aldrei átt full-
trúa í hreppsnefndinni fyr en 1925
að jeg var kosinn af þeirra hálfu
Framsókn hefir um allmörg undan-
farin ár verið þar fjölmennust og
er enn, en hún hefir verið svo
meinlaus við íhaldið, að það hefir
öllu ráðið fram á síðustu ár, og er
því von að því líki nú miður, er
ráð þess og föðurleg umhyggja fyrir
vellerð sveitarfjejagsins er að engu
haft.
1924 varð „bylting" íhreppsnefnd
inni, ef svo mætti segja. Þá breytti
Framsókn um stefnu og hefir síðan
verið bandalag milli jnfnaðarmanna
og hennar, bæöi í hreppsnefnd og
við ýmsar kosningar, er fram hafa
farið síðan. Varð þetta til þess, að
lhaldið varð í svo stórkostlegum
minnihluta, sem raun liefir borið
vitni um nú upp á síðkastið.
„Spyrðubandið" — en svo hefir
Ihaldið kallað þessi samtök flokk
anna — hefir hangið furðanlega
saman og innan flokkanna sjálfra
hefir mjög lítiö boriö á nokkrum
ágreiningi. Ihaldið hjer í bæ er aft
ur á móti með afbrigðum kyndug
ur flokkur. Það er eiginlega alveg
dottið í tvent og skríður aldrei
saman til fulls, nema við Alþingis
kosningar. Þá sverst það í fóst
bræðralag, sem stendur út kosn
ingarnar, en að þeim liðnum er því
lokið. Ihaldið hjer kemur aldrei
nokkurn almennan pólitískan fund,
sem haldinn er hjer. Þá lúrir það
heima og talar svo um það á eftir
við náungann, livað alt hafi verið
vitlaust, sem þar var sagt og gert.
Þetta fundabindindi Ihaldsins mun
aðallega stafa af því, að því kemur
svo illa saman innbyrðis og hvoru
flokkbrotinu þykir alt svo aulalegt
sem hitt segir eða gerir, að þau
skammast sín livort fyrir annað og
svo sitja bæði brotin heima. Hjer
hefir enginn Ihaldsmaður talaö á
opinberum fundi, síðan ÓlafurGísla-
son, núv. framkvæmdarstjóri hjá hf.
Kára, flutti til Reykjavíkui haustið
1925. Yfir minna brotinu — klík-
unni, sem kalla mætti — hvílir jafn-
aðarlegast einskonar dularfullur
helgiblær. Þetta er að nokkru leyti
eölilegt, því í þeim flokknum er
guðsótta og fjármunum blandað
svo jafnt saman, að mjög erfitt er
að segja af hveru er meira, því
guðsóttinn verður aldrei í krónum
talinn, svo sem kunnugt er.
Þetta flokksbrot mun líka telja
sig hátt upp hafið yfir alla sína
syndugu samborgara — líka hitt
Ihaldsbrotið, sem þó er miklu
stærra — og verður það því eins
og utan og ofan við alt, einskonar
fornaldargripir — steinservingar —
sem ýmsir bera óttablandna lotn
ingu fyrir, en enginn eiginlega tek-
ur tillit til í daglegu lífi.
Hitt Ihaldsflokksbrotið er ekki
nærri eins guðhrætt, enda er það
miklu stærra. Eru í þeim hlutanum
allar tegundir kaupmanna, alt frá
gömlum fiskikaupmönnum niður í
allar tegundir skransala og fram-
kvæmdastjóra, auk þess sem heil
hersing af búöarfólki og allskonar
æðri og lægri undirtyllum, frúm og
frökenum á öllum aldri, fyllir þenn-
an flokk. Virðist svo sem allgóð
eining sje í þessu broti og fyrir
kemur það, að það er með ýmsu
ef það fær að hugsa nógu lengi um
inálið og nógu oft er ýtt við því.
Af lýsingu þessari geta allir sjeð
að Ihaldið hjer er eiginlega tveir
flokkar; reglulegur lhaldsflokkur
hræddur og hikandi með það, sem
horfir bænum til þrifa. þó það
komi ekki neitt við hagsmuni flokks
mannanna, og eindreginn móti öllu
sem á einhvern hátt er band um
fót flokksmannanna. Hitt er einlæg
ur afturhaldsflokkur, sem er á móti
öllu sem gera þarf og gera verður,
og það er aiveg sama hvað það er,
hvort það er ilt eða gott, aðeins ef
þaö er einhver breyting frá því sem
er, þá er sjálfsagt að vera á móti
— móti — móti. — Þessum flokki
finst alt, sem gert er, vera gert sjer
til bölvunar, gert til að rýra tekjur
sínar, eða á einhvern bátt gert sjer
til ills. Nátttröllsaugu flokksklík
unnar eru svo blind orðin, að þau
geta hvergi eygt morgunroðabrún
hins nýja dags, hversu björt sem
hún er.
Að ástandið er svona bágborið
Ihaldsflokki bæjarins, sjest best af
framkomu hans í framfaramálum
þeim, sem á döfinni hafa verið nú
að undanförnu, og skal hjer stutt
lega rakin saga helstu málanna.
/. Bœjarrjcttindin.
Jeg mun fyrstur hafa hreyft þv
opinberlega lijer, að nauösyn bæri
til að Norðfjörður losnaöi við sveit
arstjórnarfyrirkomulagið og fengi
bæjarrjettindi, sniðin við sitt hæfi
Flestir lhaldsmenn munu í öndverðu
hafa litið á þetta sem oflátungshátt
og brosað í kampinn að tilraunum
mínum til að koma»málinu á fram-
færi. Var þó boðið til funda um
það, en ekki var það vinsælla með-
al sumra lhaldsmanna en svo, að
bannað var að halda fund um mál-
ið á skírdag, og gerði það sóknar-
presturinn. Þegar hreppsnefnd Ioks
hafði fengið málið til meðferðar,
kaus hún mig og Ihaldsmann einn
til að fara á fund sýslunefndar og
skýra þar málavöxtu. Jeg fór — en
Ihaldsmaðurinn sat heima, mátti
ekki vera að því að faral!
Eftir að lngvar Pálmason komst
á þing.og tók að fiytja málið þar,
sáu menn fyrst að alvara lá að baki
og fór þá sem fyr í hinum undar-
lega Ihaldsflokki hjer, að skárri
hluti hans snerist til fylgis við mál-
ið, a. m. k. í orði kveönu, þó hann
jeti ekkert til sín taka um það á
nokkurn hátt, nje reyndi að skýra
málstað bæjarins fyrir lhaldsstjórn
inni, er þá fór með völdin. Lakari
hluti flokksins sat samt sem áður
fastur við sinn keip. N^ituðu for-
kólfar hans að skrifa á áskorunar
lista til sýslunefndar viðvíkjandi mál
inu og allstaðar reyndi klíkan að
spilla fyrir og gera lítið úr þeim
vinningi, sem að þessu væri. Sterk
ur grunur leikur jafnvel á að þessi
hluti flokksins hafi róið að því, bak
við tjöldin, í íhaldsflokknum á þingi
eða foringjum bans, að hindra fram
gang þess þar. Vitanlega verður
þetta ekki sannað, en líkurnar fyri
því að svo hafi verið eru ákaflega
miklar. Um það ber bestan vott
framkoma íhaldsins í Efrideild.
Meðan Ihaldið er þar í meirihluta
drepur það málið altaf, nálega um
ræðulaust. En . eftir að það hefir
mist völdin, greiðir það ekki einu
sinni atkvæði á móti. Hversvegna
ekki, ef það var sannfæring flokks
ins, að rangt væri að veita Norð
firði bæjarrjettindi? Lang líklegasta
svarið er þetta: Undanfarin ár hafði
íhaldsklíka hjeðan róið í stjórn og
flokki /haldsins, en nú var það þýð
ingarlaust, þar sem flokkurinn var
minnihluta.
Þess eiu engin dæmi með nokk
urn annan bæ en Norðfjörð, að
bæjarstjórnarlög hans hafi orðið
flokksmál. En fhaldið gerði þau að
flokksmáli — sennilega fyrir undir
róður þessa Ihaldshluta hjer á Norð
firði.
Jafnaðarmenn og Framsóknar
stóöu saman um þessa kröfu, skárri
hluti Ihaldsins var sem næst hlut-
laus, að einum einasta manni und-
anteknum, er fylgdi*því vel, en lak-
ari hlutinn var á móti og gerði alt
til að spilla framgangi þess. Þó
þorði liann aldrei að koma opin-
berlega frain, nema þegar neitað
var undirskriflunum áður nefndu, en
bak við tjöldin nagaði klíkan um
bak þeirra, sem beittust fyrir málinu.
2. Hafnarmannvirkin.
Ekki eru afskifti llialdsins af
kaupum á hafnarmannvirkjum lianda
bænum ógleggra sýnishorn ómenn-
ingar þeirrar, sem í flokknum á
dýpstar rætur.
Þegar Samein.' ísl. verslanir hættu
störfum, átti jeg tal um það við
stuðningsmenn mína í hreppsnefnd-
inni, að rjett mundi vera að bærinn
keypti eignir verslunarinnar fyrir
hafnarmannvirki handa bænum, ef
Dær fengjust á viðunandi verði og
með sæmil. aðgengilegum greiðslu-
skilmálum. Töldu þeir allir að það
mundi vera rjett, að ekki yrði eign-
unum slept, án þess hreppnum gæf-
ist kostur á að gera boð í þær.
Vildi svo til nokkru síöar, að jeg
hitti Jón Arnesen konsúl á Akureyri,
er þá hafði með eignirnar að gera,
fyrir liönd Ragnars Ólafssonar, er
þá var orðinn eigendi þeirra, og
bað jeg liann um að gera hreppn-
um kost á að kaupa og bað um
tilboð, ef þeir vildu selja.
Kom skömmu síðar tilboð frá R.
Ól. Var það tilboð svo hátt, að
engum datt í hug að ganga að því
og var því þessvegna hafnað með
öllum atkvæðum hreppsnefndar. En
ti! að athuga tilboðið var af hrepps-
nefnd kosin 7 manna nefnd. Voru í
nefndinni 5 Ihaldsmenn, 1 Fram-
sóknarmaður og 1 jafnaðarmaður.
Nefnd þessi þríklofnaði á tillögum
sínum um málið. Lagði einn hlut-
inn, jafnaðar- og Framsóknarmenn-
irnir, til að reynt yrði að fá á staö
komið reglulegum samningaumleit-
unum um kaupin og verðið þannig
lækkað , ef unt væri. Annar flokk-
urinn, 3 ihaldsmennirnir, taldi sig
hlyntan kaupum, ef verðið kæmist
nógu langt niður, en vildi ekki
stofna til samninga. En þriðji flokk-
urinn, 2 Ihaldsmenn, fann eignunum
alt til foráttu og rjeði sterklega frá
kaupum og taldi þau mundi verða
bænum til stórtjóns. Kom þá strax
greinilega fram klofningur Ihaldsins
í þessu máli. Hvorugur hiutinn vildi
í raun rjettri kaupa eignirnar. Hvor-
ugur vildi að bærinn gæti skapað
íbúunum hagkvæmari aðstöðu til
verslunar með fisk og þungavöru
en áður var. En annar flokkurinn
var þó svo sanngjarn, aö viður-
kenna að bænum gæti verið hagur
að kaupunum, ef þau fengjust nógu
liagkvæm, þar sem hinn var á móti
þeim, hversu hagkvæm sem þau
yrðu, aðeins af því, að aðstaða
annara borgara bæjarins var bætt.
Þegar svo var boðað til almenns
fundar um málið, mætti þar alt I-
haldslið bæjarins með tölu, til þess
eins, að vera á móti kaupunum.
En það fór þá svo hlálega, að