Jafnaðarmaðurinn - 20.08.1928, Side 2

Jafnaðarmaðurinn - 20.08.1928, Side 2
JAFNAÐARMAÐurinn PCe)Q3CB(5SCe)SgK5SCB)C JAFNAÐARMAÐURINN kemur út tvisvar á mánuði og kostar fjórar krónur á ári. — Utgefandi Verklýðssamband Austurlands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Guðmundsson. Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar Seyðisfiröi. Jafnaðarmaðurinn er stærsta blaðið á Austurlandi og aliir lesa hann. Þess vegna er best að auglýsa í honum.— Jafnaðarmaðurinn er blað allrar alþýðu. Utanáskrift blaðsins er: „Jafnaðarmaðurinn" Norðfirði. '®3Cc)<2Xe)G)®<2CCe)<2a2c)C þær ekki heldur að gjöf. — En jeg bað hann um annað. Jeg bað hann að vera hreppnum hjálplegan um útvegun láns til rafstöðvar eða skóla byggingar, ef í annaðhvort yrði ráðist í ár. Og hann bauð mjer aö reyna að verða við þeirri bón. Nú hefir hann uppfylt það loforð og úfvegað þá upphæð, sem hann var beðinn um. Þaðan eru þá pening arnir, Jón Sveinsson, svo nú er því máli fullsvarað. En jeg get líka tek- ið það fram, að jeg hefi beðið einn auðugasta mann þessa bæjar um lán handa hreppnum í sama skyni — en hann neitadi. En sá hinn sami er líka samherji J. Sv. og eins og hann andvígur öllu því, sem miðar til framfara fyrir' þetta bæj- arfjelag. Skárri hluti /haldsins hefir altaf verið með rafstöðvarbyggingunni og ýmsir í þeim hóp mikið fyrir máiið unnið, svo sem Páll Þormar og Björn Björnsson. Andstaðan gegn byggingunni hefir þess vegna verið máttlausari en í hinum málunum, og nú er hún að mestu hjöðnuð. Þó mun hafa tekist að espa svo upp einhverjar fáfróðar sálir, að þær munu heldur kjósa að hýrast í myrkrirau, þegar lokað verður fyrir straum Sigfúsar, en að taka Ijós frá hinni nýju stöð. Það verður eini sýnilegi árangurinn af úlfúð þeirri, sem reynt hefir verið aövekjagegn byggingu rafstöðvarinnar. 4. Samkomuhúsið. Samkomuhússmáliö er einasta stórmáliö, [sem fhaldið hefir ekki klofnað á. Þar var það alt jafn sam- huga, enda tókst því að hindra fram- gang þess. Bygging samkomuhúss fyrir bæ- inn hefir lengi verið á dagskrá hjer. Fyrir mörgum árum var byrjað að safna til slíkrar byggingar, og hefir nú á ca. 15 árum saínast talsvert fje. Þetta fje er eign þriggja fjelaga. Ekki er bægt að segja, að enn sje til fulls fengið samkomulag um, hvernig húsinu skuli komið upp. Vilja sumir stofna hlutafjelag' og reyna aö koma því upp á þann hátt, en aðrir vilja gefa bænum fjeð, eða gefa honum bygginguna uppkomna. Þegar bæjarrjettindin voru sam- þykt í vetur, var það ósk margra, að samkomuhúsinu yrði komiðupp, a. m. k. að einhverju leyti, og gef- ið bænum /. jan. 1929 — til minn- ingar um þann merkisdag í sögu Noröfjarðar. — Alment munu menn hafa verið þessu fylgjandi. En þaö kom þegar í Ijós, aö ekki var nóg fje fyrir hendi, til að fullgera hina fyrirhuguðu byggingu. Þá skiftust skoðanirnar. Vildi annar flokkurinn láta byggja húsið og koma því undir þak, en hinn vildi láta staðar numið og „safna“ áfram til bygg- ingarinnar. Nefnd var kosin til að hafa framkvæmdir í málinu og í henni voru eingöngu íhaldsmenn. Svo virðist, sem þeir hafi strax orðið sammála um það, að gera ekkert í málinu. Það var dregiö og diegið, og þó tilboð lægi fyrir um byggingu á húsinu, og fje væri trygt til að koma því undir þak, var ekkert aðhafst. Og loks var það svo felt.' Áttu öll fjeiögin — eða a m. k. allar fjelagsstjórnirnar — sök á að svo fór. — Þeim fór líkt og maurapúkunum fornu, aö þegar þær áttu að láta fjeð af hendi til bygg- ingarinnar, tímdu þær ekki að sjá af því. Þetta er eina málið, sem íhaldinu hefir verið falin forustan í undan- farin ár, og þar varð viðskilnaður- inn svona. Hefðu fjelagsstjórnirnar þorað að leggja út í bygginguna, mundi nú stórt og veglegt hús — regluleg bæjarprýði — vera að rísa frá grunni hjer í miðbænum. — Heigulsháttur stjórnanna varð málinu að bana, og slíka minkun gerðu þær sjer loks í jessu máli, að þær neituöu að greiða þóknun fyrir teikningar og áætlanir, er þær höfðu sjálfar beð- um að gerðar yrðu, og munu ekki nokkrar aðrar fjelagsstjórnir hafa sýnt slíkan nánasarhátt og gert fjelögum þeim, er þær eru fyr- ir, jafn mikla minkun. Samkomuhússmálið er nú sofnað yrir fult og alt. Enginn mun fást til að sinna því eftir þessar aögeröir. Samkomuhússmálið verðar augsýni- lega aðeins leyst á einn veg hjer, og það er með því að bærinn byggi samkomuhús og lofi fjelögunum að eiga sitt fje, sjer til gamans, Kvikmyndahús byggir bærinn vafa- laust innan skamms og tekur þá í sínar hendur einkarekstur á kvik- myndasýningum. Verður samkomu- hússmálið þá að nokkru leyst, án tilstyrks fjelaganna. Hreppurinn hjet fjelögunum stuðningi í vor, er þau )óttust vera að koma byggingunni framfærí, en sá styrkur var ekki jeginn. Saga þessa máls er í raun rjettri sorgarsaga. Um þetta áttu engar deilur aö geta orðið, en afturhalds- klær lhaldsins hafa læst sig svo fast utan um sjóði fjelaganna, aö úr þeim mun aldrei einn eyrir renna til að auka gleði bæjarbúa. Og það er illa fariö. Þá hef jeg stuttlega drepið á þau fjögur mál, er á dagskrá hafa verið undanfarið. Jeg hef gert þetta til )ess að sýna svart á hvítu hverjir það eru, sem standa á vegi allrar framfara- og menningarviðleitni hjer í bænum. Og jeg vona aö mjer hafi tekist það svo vel, að ekki veiði um það deilt framar. Enginn mun þora að neita, að öll þessi mál eru framfaraspor, ým- ist í hagsmuna átt eða menningar. En gegn þeirn. ölium hefir Ihaldið barist. Gegn sumum algerlega óskift og gegn öðrum einhver hluti þess En svo blint er þetta vesæla Ihald að það virðist ekki sjá, aö það sje að spyrna á móti framfaramálum síns eigin bæjar. Hingað til hefir verið gengið þegjandi fram hjá þessari andstöðu. Þetta er í fyrsta sinn, sem hún er tekin opinberlega til athugunar. Má því ganga út frá því sem gefnu, að Ihaldsklíku þeirri sem best gengur fram í því aö róg bera mig og aðra, sem að þessum málum hafa unnið, þyki hún hjer að ófyrirsynju dregin fyrir dóm almenn ings. Hjer gefst henni þá tækifæri til andsvaía, ef hún þorir útúrhol- unni, sem hún hefir ekki hætt sjer út úr undanfarin ár. Afstaöa Ihaldsins til þessara mála sýnir líka annað greinilega. Hún sýnir ljóslega átök hins gamla og nýja tíma. Hjer eru nýjar skoöanir að höggva skörð í múra forns í- halds og ómenningar. Og hvenær byrjaði þetta? Það byrjaði fyrir al- vöru þegar verkamenn og sjómenn sameinuðust um aö koma fulltrúa sínum í hreppsnefnd. Alt til þess tíma hafði verið sofið svefni íhaldsins, ekkert aðhafst og engu fram komið. Framsóknarmenn- irnir fylgdu íhaldinu í kyrstöðunni, því þeirra stjórnmálaskoðun lá svo nærri skoðun (haldsins í öllum að- alatriðum, að lítið bar á milli, og þeir treystust ekki að leggja út í nein stórræði í fullkominni and- stööu við Ihaldið. Þeir þurftu að fá nýtt blóð frá jafnaðarstefnunni, til þess að herða sig gegn lhaldinu. Norðfjörður ber þess best merki allra bæja, að hjer hefir íhald ráð- ið frá ómunatíð. Og íhaldsmerkin eru augljós alstaðar. Ekkert er til, sem er almenningseign. Enginn hefir hingað til beitt sjer fyrir því, að bæjarfjelagiö eignaðist neitt, að það yrði öflugt og gæti veitt borgurun- uni stoð og styrk, þegar í harð- bakka slæi fyrir þeim. Hver hefir potaö sjer og þessvegna hefir alls- konar syndrung og kritur átt ákaf- lega hægt með að festa rætur. Þeir menn, sem auðugastir hafa verið, hafa alt átt og öllu ráðið fram á síðustu ár. Þeim hefir aldrei dottið í hug að líta á hagsmuni bæjarfje- lagsins og reyna að hlynna að þeim. Þessir menn hafa markað lífsstefnu fólksins hjer í bænum umliðin ár. 1 borgaralegu þjóðskipulagi geta auðmenn verið öðrum íbúum til ómetanlegs gagns semfyrirmyndir, ef þeir eru búnir þeim mannkost- um og fegurðartilfinningu, sem nauð- synleg er. En það er síður en svo, að svo hafi veríð hjer. —■ Hvergi á slandi mun meiri sóðaskapur eiga sjer staö en í umhverfi ríkustu mannanna hjer á Norðfirði. Það er eins og þeir hafi tekið sjer fyrir hendur aö safna að sjer skrani og skítahaugum, tylla þessu sem best út um alt og gæta þess vel, að það sje sem mest til óprýði og ama. Bærinn er því oft og tíðum eins og stór ruslakista. Og þessu ráða aöalatvinnurekendur bæjarins algerlega. Þeir hafa efnin á aö ganga snyrtilega um og innlloka skran sitt í portum eða húsum, en þeir gera það ekki. Þeir ganga á undan í ósómanum. Fyrir fám dögum kom hingað Englendingur einn. Honum varö Kjör verkamanna í Svíþjóð. Heimsókn í sænska trjáviöarverksmiöj’u. Hálft fimta þúsund verkamanna hefir atvinnu hjá fjelagi því, er á verksmiðjurnar. 3000 vinna að skóg' arhöggi og að hví aö fleyta trján um til sjávar. Um 1500 vinna við verksmiðjurnar. Mjer er forvitni á aö vita um kjör þessara manna og spyr fram kvæmdarstjórann. Kaupið er venjulega nálægt 3000 kr. (= 3600 ísl. kr.) á ári, og er nálega alt unnið í ákvæðisvinnu. Með því móti er miklu meira af kastað. Vinnutíminn er 8 stundir á dag, eins og sænsk lög mæla fyrir. Jeg hafði tekið eftir tvílyftum, tíðrætt um Norðfjörð. „Jeg hefi hvergi komið, þar sem jafn mikiö er af allskonar drasli og skrani og jafn sóðaleg umgengni eins og hjer“, sagði hann. „Mjer finst Norðfjörð- ur sjálfur fallegur, en húsin og bryggjurnar og byggingarnar yfir- leitt er alt Ijótt og óreglulegt og hlýtur að fæla mann frá sjer“. Slík- ur er dómur útlendingsins, og hann er, því miður, alt of sannur. Hvað hefir verið gert til aö prýða )ennan bæ undanfarin ár? Hvað lafa atvinnurekendur og aðrir bæj- arbúar gert af eigin hvöt til að fegra umhverfi það, sem þeim er ætlaö að lifa í alt sitt líf? Því er fljót- svarað. Þeir hafa ekkert gert til )ess, og hafi hreppsnefnd dottið eitthvað slíkt í hug, t. d. að byrgja einhverja sóöalegustu lækina eða færa burt frá götunni rottukofa og sjóskúra, sem til óprýði eru, hefir afturhald og íhald risið öndvert gegn því. Það, sem gert hefir veriö hingaö til, er aö óprýöa bæinn, en ekki að prýða hann. Er nú ekki kominn tími til að breyta um stefnu því efni ? Jeg hef nefnt þetta lijer til þess einnig að sýna, að það er ekki ein- ungis hið almenna — opinberar framkvæmdir til almenningsheilla —• sem lhaldið hjer er á móti. Það er líka beinlínis á móti því, að í dag- egri umgengni sje viðhaft svo mik- ið hreinlæti og aðgætni, að fegurð- ar og sómatilfinning manna, fyrir sínum eigin bæ, geti varðveist sæmi- lega hrein. Norðfjörður verður eins og allir aðrir staðir, dæmdur eftir útliti hans fyrst og fremst. Það er því skylda — heilög skylda — allra hans íbúa, ekki síst þeirra, sem efni og að- stæður hafa, að vinna aö því, aö bærinn verði hreinn og þokkalegur, skipulega bygður og svo fallegur, sem unt er aö gera hann. Framanskráður kafli úr menning- arsögu bæjarins sýnir hverjir þar eru mestir Þrándar í Götu. Verk þeirra hafa talað, svo ekki þarf framar vitnanna við. Jónas Guðmundsson. rauðum timburhúsum, all-stórum, sem bygö voru nókkur saman í fer- hyrningum. skamt frá sögunarverk- smiðjunni, — og spyr, hvort það sjeu verkamannabústaðirnir. Já, það eru verkamannabústaö- irnir, sem fjelagið sjálft á, og bygði fyrsl, er það fjekk sjer bækistöö á þessum staö. Hver fjölskylda hefir eitt stórt herbergi, annað minna og eldhús. Nýlega hefir fjelagið bygt 100 íbúðarhús, hvert fyrir 1 fjöl- skyldu. Einnig geta verkamenn bú- ið í sínum eigin húsum, ef þeir kjósa það heldur. Það er og algengt, að þeir geri það. Þá lánar verk- smiðjufjelagið þeim peninga til aö kaupa grunn og koma húsinu undir þak. En þá er hægt að fá lán að opinberri tilhlutan, með mjög góð- um kjörum. — Við fáum enga ve.vti af þessu fje, segir Ekman, en það borgar sig samt, að lána þeim það. Þeir eru svo miklu ánægðari með lífið og þar með duglegri. Og enn höfum við ekki mist einn eyri, sem við höfum lánað verkamönn- um í þessu skyni. Húsin, sem verka- menn hyggja sjer sjálfir, verða sjaldnast eins falleg og þægileg eins og hin, en það er eins og þeim )yki vænna um þau og betra að búa í þeim, þegar þeir hafa sjálfir komið þeim upp. Bókasafn hefir verksmiðjan handa Starfsmönnum sínum, og eru 3—400 bækur lánaðar út um hverja helgi. Einnig hefir verksmiöjan verslun með nauðsynjavörur handa verka- mönnum. Þeim, sem það vilja, er frjálst að versla annarsstaðar. En )að gerir næstum enginn, því að )arna fá þeir vörurnar með sama veröi, og um hver jól er ágóðan- um af rekstrinum skift upp á milli )eirra, eftir því, hve niikið hver hefir verslað. Síðasta ár nam hann 8°/0, svo að sá, sem t. d. haföi verslað fyrir 1500 kr., fjekk 120 kr. til jól- anna. ' Hvernig er rneð gamla starfsmenn, sem hættir eru að vinna? Fá þeir nokkur eftirlaun ? Eftirlaunasjóöurinn er alveg sjer- stakt fyrirtæki, óháð verksmiðjunni, og er eign verkamanna sjálfra. Mcð vissum lágum greiðslum, árlega eða mánaðarlega, geta menn trykt sjer ellistyrk, eöa ekkjunni eftirlaun, ef æirra missir sjálfra við. Þessi sjóö- ur er nú orðinn nokkrar miljónir. Verkamenn hætta venjulega aðvinna og setjast í helgan stein 60—65 ára gamlir. Fjelagið á tvær byggingar, )ar sem þessir gömlu starfsmenn geta fengið að búa. Ekkjur þeirra fá að búa þar áfram, þótt menn- irnir deyi. Yfir borðum um kvöldið fjekk Ekman vitanlega hlýjar þakkir fyrir móttökurnar, fyrir að liafa sýnt okkur og skýrt fyrir okkur sænsk- an iðnað. — I svari sínu sagði hann m. a.: „Það eru ekki peningarnir, sem eru æösta markmið þessa at- vinnureksturs, heldur hitt, hvaö

x

Jafnaðarmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.