Jafnaðarmaðurinn - 20.08.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 20.08.1928, Blaðsíða 4
Verkamannabustaðir. Hver á aö byggja yfir þá húsnæðislausu? Verkamannahverfin nýju í Stokkhólmi. Húsnæðisvandræðin vaxa stöð- ugt í flestum bæjum á Norður löndum, og húsaleigan verður, af þeim ástæðum, svo stórkostlegur útgjaldaliður, að flestum verka mönnum og öðrum lágt launuð- um mönnum verður um megn að leigja íbúð, sem er svo björt og rúmgóð, að heilsu fólksins sje þar ekki hætta búin. Lausn þessa máls hefir enn hvergi fengist til fullnustu, en margt hefir verið reynt, og því er tafsverð reynsla fengin um, hvernig best verði úr þessu bætt. Gætum vjer íslendingar mikið lært af reynslu nágrannaþjóða vorra, Dana og Svía, í þessu efni, og ef til vill losnað á þann hátt við óþörf millispor. Hver á að byggja yfir þá húsnæðislausu? Þetta er sú spurning, sem erf- iðlega hefir gengið að verða sammála um, hversu svara beri. íslenskir íhaldsmenn mundu vit- anlega svara henni á sína elsku- legu íhaldsvísu og segja, að þeir húsnæðislausu eigi að byggja yfir sig sjálfir. En með því laginu er hætt við að seint fengist lausn þessa mikla vandamáls. Menn skiftast aðallega í þrjá flokka um afstöðuna til þess, hver eða hverjir eigi að byggja: Einn flokkurinn — sjerstaklega íhaldsmenn — telja, að bygging- ar íbúðarhúsa eigi, eins og alt annað, sem líkur eru til að hægt sje að græða á, að vera í hönd- um einstaklinga eða hlutafjelaga. Einstaklingsframtakið eigi þar að fá að njóta sín eins og annars- staðar. Þannig hefir þetta nú hingað til verið, en samt magn- 'aSÍ a-Jtaf húsnæðisvandræðin. Og þetta ek ofur skiljanlegt. Húsa- eigendurriir hafa fjelög með sjer. Þeir sjá um að ekki sje bygt of mikið — \ekki einu sinni nógu mikið — jpví ef svo væri, lækk- aði húsaljéigan og þá yrði þeirra gróði miirtni. Á þennan hátt verð- ur þess vægna aldrei bætt úr hús- næðisvan/dræðunum. Auk þessa hefir byggingafyrirkomulag þetta — inn;rjetting húsanna o. fl. þ. h., ýmsa/ þá ókosti, sem hjer yrði of, ’iángt að telja, er gera þessi Íbúðarhús óþægilegri og óskemti- legri en æskilegt væri. Annar flokkurinn — sjerstak- . lega samvinnumenn — telja að best verði fram úr þessu vanda- máli ráðið með samvinnufyrir- komulagi. Samvinnu-byggingarfje- lög eru stofnuð, menn greiða þangað litla upphæð, til að byrja með og lága leigu, en sje staðið í skilum hinn ákveðna tíma, er íbúðin eign leigjandans. Hefir ans voru heimsfrægar. — Svo ægar, að nú, þegar hann senni- ga er dauður, trúir enginn öðru i að „dauðinn" sje líka ein af inum alkunnu brellum braskar- fyrirkomulag þetta rutí sjer mjög til rúms víða um lönd og í Dan- mörku er það aðalbyggingaregl- an orðin. Helir þetta sýnilega marga kosti. En svo að segja allar þessar samvinnubyggingar eru gríðarstór húsabákn, sem að vísu hafa ýms sameiginleg þæg- indi fyrir allar íbúðirnar — og spara við það talsvert — en í búðirnar verða altaf líkar og leiguíbúðir braskaranna, ogfyrir- munað er íbúandanutn að nota frístundir sínar til að snyrta um- hverfið eða auka verðgildi eign- ar sinnar á annan hátt. Byggingarfjelög þessi hafa bætt stórkostlega úr húsnæðiseklunni í Khöfn á síðustu árum, enda hefir húsaleiga stórum lækkaö. þriðji flokkurinn — aðallega jafnaðarmenn — telja að best og fullkomnast verði úr húsnæðis- vandræðunum bætt meö því, að bæirnir hafi byggingamálin með höndum og hjálpi mönnum til að byggja. Má koma þessu fyrir á ýmsan veg. þeir telja, að með því verði það best trygt, að íbúð- irnar sjeu hollar og góðar og fyrir þeim þægindum sjeð, sem nauðsynlegt er að fylgi hverju íbúðarhúsi. Er svo fjarri því, að slíkt dragi úr framtakssemi ein- staklinganna til að koma sjer upp húsum, að reynslan sýnir hið gagnstæða. Sumsstaðar, þar sem bæirnir leggja fje til bygg- inganna, er fyrirkomulagið líkt og hjá samvinnubyggingarfjelög- unum. Húsin stór og margar í- búðir í hverju. Leigan tiltölulega lág, og eignarrjettur eftir ákveð- ið tímabil, en sölurjettur aðeins aftur til bæjarins og það við verði, sem ekki er hærra en byggingin upphaflega kostaöi. Annars stað- ar aftur á móti eru menn horfnir frá slíkum stórbyggingum, — því ókostir þeirra eru margir — og byggja í þess stað smáhýsi, að eins fyrir eina fjölskyldu — og láta hverju húsi fylgja hæfilegan blett til ræktunar. Virðist svo, þar sem nokkur reynsla er feng- in, sem þetta fyrirkomulag sje að flestu leyti heppilegast. í Stokk- hólmi er allmikil reynsla fengin um slík verkamannahverfi, og skal jeg skýra lítillega frá fyrir komulagi þeirra. Verkatnannahverfin f Stokkhólmi. Um aldamótin síðustu mátelja að sú stefna hefjist í bygginga- málum í Stokkhólmi, að hafa verkamannabústaðina líMl einnar fjölskyldu hús og láta dálitla land- spildu fylgja hverju húsi. Byrjaði þá bærinn að kaupa landið um- hverfis og veita þeim, er vildu og gátu bygt þar leyfi til slíkra bygginga á leigulóðum. Eignað- ist bærinn skjótt stór landflæmi, er keypt voru eingöngu í þessu augnamiði. En framan af miðaöi byggingum þessara hverfa lítið áfram, því að tiltölulega fáir höfðu getu á að byggja alveg hjálpar- laust, og á meðan sporvagnarnir ekki gengu reglulegar ferðir til JAFNAÐARMADUKINN OSRAM-lampinn, sem af öllum, er reynt hafa, er viðurkendur bestur, fæst hjá Guðm. Benediktssyni, Seyðisfirði, sem einnig selur allskonar rafmagns-hitunartæki. Bpstar innlagningar — fljótast og ódýrast af hendi leystar. Lampar og ljósakrónur ódýrastar. — Straujárn, ofnarog allskonar suðu- tæki með ábyrgð. Vasa- luktir, batteri. Ljósaper- ur frá 10—50 kerta á kr. 1,00. Eitthvað fæst við allra hæfi. Jónas Magnússon Aut. Elektr. Installatör Seyðisfirði. iATHUGIÐIi Skonrok ogKringlur á kr. 1,00 kg. og Tvíbökur á kr. 1,90 kg. í heildsölu. Kaupmenn og ðtgerðarmennl Pantið með fyrirvara. Sent gegn pðstkrðfu ðt um land. Sigmar Friðriksson bakari, Seyðisfirði. þessara útjaðra bæjarins var nær- felt ókleift fyrir verkamenn, er vinnu stunduðu í bænum, að eiga þar heima. Heimsstyrjöldin stöðvaði að mestu alla verulega viðleitni í þessa átt, en eftir að jafnaðar- menn komust í meirihluta í bæj- arstjórninni íStokkhólmi—1917 — var fyrir alvöru tekið að hugsa um lausn málsins. Ákvað þá bæjarstjórnin legu hinna nýju hverfa og Ijet gera skipulagsupp- drætti af þeim, þar sem ákveðin var lega allra gatna, opinna svæða og opinberra bygginga. Er það sjerstaklega einn meður, dr. C. Lindhagen, dómari í Stokkhólmi, sem framar öllum öðrum hefir beitt sjer fyrir framgangi þessa máls. Hefir á síðustu árum ver- ið bygður fjöldi verkamanuabú- staða, og er fyrirkomulagið í að- alatriðum þetta: Þegar skipulagsuppdráttur hef- ir verið gerður af einhverju hverf- inu, byrjar bærinn á því að leggja akvegi þangað út og aðalgötur hins nýja hverfis. Jafnframt er sporbraut lögð og sporvagnar byrja að ganga þangað reglu- bundnar ferðir, og vatns- og skolpleiðslur lagðar í göturnar um leið og dær eru gerðar. Svæð- inu meðfram götunum er skift niður í hæfilega stórar bygging- arlóðir, og fylgir hverri lóð á- kveðið svæði, sem ætlað er til ræktunar. Bærinn selur ekki lóðir þessar, en leigir þær út med gódum kjörum. Leigutíminn er 60 ár, en þó getur eigandiun fengið framlengdan leigasamning- inn að þeim tíma loknum, þurfi bærinn ekki að nota lóðina til annars. Þurfi hann þess, verður bærinn að greiða fullkomnar skaðabætur. Til þess að stuðla að aukinni byggingu, hefir bærinn komið upp sjóði, sem lánar fje til þess- ara bygginga. Leggur bærinn sjóðnum fje og ábyrgist lán þau, sem tekin eru handa honum. Getur hver sá, er lóð hefir feng- ið hjá bænum, fengið lánaða ca. °/io hluta byggingarkostnaðarins án annarar tryggingar en hússins sjálfs, en ca. Vio verður hann annaöhvort að leggjn fram í pen- ingum eða vinnu við að koma húsinu upp. Ekki mega árstekjur þeirra manna, er hlunninda þess- ara njóta, fara yfir ákveðið há- mark (3—5 þús. kr.) nje heldur liggja undir ákveðnu lágmarki. Bærinn ræður gerð húsanna, og eru þau öll eins. Hann ræð- ur einnig hvernig hvert hús er málaö og er sjerstökum reglum fylgt um það atriði. Bærinn læt- ur flytja alt byggingarefnið á stað- inn, þegar viðkomandi maður hefir í peningum eða vinnu greitt eða trygt greiðslu á 10. hluta byggingarkostnaðarins. Hann læt- ur og byggja húsið að öðru leyti og innrjetta það, og er talið, að með því fyrirkomulagi sjeu spar- aðar minsta kosti 1000 kr. af byggingarkostnaði hvers húss, auk þess sem trygt er, að alt til hússins er fyrsta flokks vara. Á aðalhæð er forstofa, eldhús og stórt íveruherbergi. Uppi eru tvö svefnherbergi. Kjallari er fyrir geymslu, þvottaherbergi, miðstöð og bað; með litlum tilkostnaði má gera þar eitt viðbótarherbergi. Sjerstök nefnd, eða öllu heldur sjerstök stofnun, sjer um bygg- ingamál þessi. Bærinn útvegar alt, er þarf, og tekur viðkomandi maöur við húsinu uppkomnu og fullgerðu. Um viðhald sjer eig- andinn, en bærinn lítur eftir að húsum sje vel við haldið. Svíar kalla liús þessi „Smá- stugor“ og kostar hvert þeirra uppkomið 9400 kr. Af þeirri upp- hæð lánar byggingasjóður bæjar- ins 8400 kr.. en 1000 kr. verður eigandinn að leggja fram í vinnu eða peningum. Er það jafngilt, þó vinnan sje við að girða og rækta blettinn eða grafa fyrir grunninum, eins og við sjálft smíði hússins. þegar eigandinn hefir fengið húsið afhent til íbúðar, greiðir hann í vexti og afborganir ó* 1/^% af lánsupphæðinni í 40 ár, en þann tíma hefir bærinn veð í húsinu. Reglur eru settar um sölu húsanna, til að fyrirbyggja brask með þau. Húsin eru úr timbri og ójárnvarin, en þakið hellulagt. Hver blettur er girtur, og er þess vandlega gætt, að girðingarnar sjeu smekklegar. 1926 gerði bærinn fyrstu veru- legu tilraunina á þessum grund- velli. Ákvað þá bæjarstjórnin að veita 200 slík leyfi og lána til bygginganna með áðurnefndum skilmálum. Bárust henni þá þeg- ar 800 umsóknir, og má af því marka, hve opnum örmum al- þýða tekur tilraunum þessum. Hefir síðan verið unnið af kappi að byggingu þessara smáhúsa, og skifta þau nú orðið þúsundum, og stöðugt er haldið áfram. Alstaðar er þess gætt, að feg- urðin og hreinlætið fái sem best notið sín, og hlýtur hver, sem sjer, að dást að því skipulagi og festu í öllu ytra útliti, sem svo glögglega kemur í ljós í þessum nýju bæjum. Bæjarstjórniu í Stokkhólmi hefir með tilraun þessari sýnt Ijóslega 'fram á, hvernig hægt er með viti og vilja að ráða skyn- samlega fram úr húsnæðisvand- ræðunum, sem steðja að öllum þjóðum, og er vonandi, að sem flestar þjóðir reyni að hagnýta sjer hina fengnu reynslu Stokk- hólmsbúa. — Hverfi frá óhollum og óvistlegum kumbaldabygging- um og að björtum og rúmgóð- um smáhýsum. þar sem fjölskyld- unni gefst kostur á að prýða og rækta umhverfi heimilisins. Stokkhólmi, 7. júlí 1928. Jónas Guðmundsson. Þór heitir hinn nýi bátur Eiríks Þorleifssonar í Dagsbrún og sona hans. Er hann bygður í Noregi °g er ca. 20 smál., traustur og fallegur að sjá og sagður hið besta sjóskip. Heimilisiðnaðarsyning var opnuð á Seyðisfirði 18. þ. m. Eru þar sýndir rúmlega 400 munir. Er látið hið besta af sýn- ingunni, og verður e. t. v. síðar minst á liana nánar hjer í blaðinu.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.