Jafnaðarmaðurinn - 10.10.1928, Síða 1

Jafnaðarmaðurinn - 10.10.1928, Síða 1
1 ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS 13. tölublað Noröfirði, 10. október 1928 3. árgangur Verkalaunin. Verklýðsfjelag Norðfjarðar segir upp kaupgjaldssamningunum- Á síðasta fundi Verklýðsfjelags Norðfjarðar var samþykt í einu bljóði að segja upp gildandi kaupgjaldssamningi við atvinnu- rekendur. Á fundi voru yfir 60 verkamenn og verkakonur. Hafði áður verið kosin fimm manna nefnd, og áttu engir sæti í henni aðrir en verkamenn, til þess að koma fram með tillögur í málinu. Nefndin lagði eindregið og óskift til að samningum yrði sagt upp og færði sem aðal- ástæður eftirfarandi atriði: 1. Núverandi kaupgjald — kr. 0,85 pr. st. fyrir karlmenn og kr. 0,60 pr. st. fyrir kvenfólk — er of lágt, til þess að unt sje að lifa af því sómasamlegu lífi, fyrir alla aðra' en einhleypt fólk. Kaupgjald hjer er mun lægra en kaupgjald annarsstaöar, án þess nokkur skynsamleg rök mæli með því að svo sje, þar sem at- vinnurekstur hjer mun meiri og arðbærari en annarsstaðar. — Þessvegna krefst fjelagið þess, að kaupið sje hækkað upp í 1 krónu pr. klst. fyrir karla og 85 aura fyrir konur. 2. Núverandi samningar hafa engin ákvæði að geyma áhrær- andi mánaöarráðun fólks. Hafa sumir atvinnurekendur notað sjer þessa vöntun og ráðið menn með algerlega óverjandi skilyrð um, s. s. þeim, að afsala sjer kaupi fyrir eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. þessir atvinnu- rekendur hafa ekki viljað viður- kenna 10 stunda vinnudag ti handa verkafólki sínu. Þessu verður að tá breytt. Mánaðarráðningar verða að vera samningsbundnar eins og ákvörðun annars kaupgjalds. 3. Greiðsla verkalaunanna átti samkv. gildandi samningi að fara fram vikulega, „neina öðru vísi væri um samið við hvern einstakling". — Þessi „klásula“ hefir eyðilagt gildi greinarinnar, Enginn atvinnurekandi hefir greitt kaupið vikulcga og sumir þeirra pína fólkið til að versla við sig þó alt sje þar miklu dýrara og hafa beinlínis fje affátœku verka fólki með þeim hætti. Landslög mæla svo fyrir, að greiðsla verka kaups eigi fram að fara vikulega <en því er ekki sint. Um greiöslu kaupgjaldsins verður því að semja við atvinnurekendur, eigi þeirri verslunarkúgun að afljetta, sem bjer er landlæg orðin. Vmislegt fleira taldi nefndin og fundarmenn nauðsynlegt að samn- ingsbinda, s. s. frídaga o. fl. þ. h. Samkvæmt samningum eiga atvinnurekendur þegar í stað að skipa samningamenn. Verður nú gaman að sjá hve vel það atriði verður haldið og hversu ant at- vinnurekendum er um að koma sanngjörnum og rjettlátum samningum við verkafólkið, eins og þeir tala um að þyrfti að verða. Samningamaður Verklýðsfje agsins er Þorvaldur Sigurðsson, formaður fjelagsins. Unglingaskðlinn. Svo sem sjá má jaf auglýsingu hjer í blaðinu, tekur unglinga- skólinn á Norðfirði til starfa 1 nóv. n. k. og stendur yfir til 1. apríl, eöa 5 mánaða tíma. ýenslukraftar eru þeir sömu og áður, Þorvaldur Sigurðsson að alkennari og með honum kenn- arar barnaskólans, eftir því sem tími þeirra leyfir. Húsnæði skól- ans hefir nú verið bætt að stór- um mun. Áður hefir hann aðeins haft eina stofu til umráða, en nú verða útbúnar handa honurr. 2 kenslustofur í húseign sem hrepp- urinn á. Verða það mikil um- skifti til bóta frá því sem verið hefir, þó langt sje frá að nægi- lega vel sje um hann búið. Eru þetta aðeins bráðabyrgðarráð- staianir þar til hið langþráða nýja skólahús vort rís frá grunni. þá fyrst, er það er komið upp, verður unt að láta skólana starfa af fullum krafti, því hús- næði það og allur aðbúnaður, er báðir skólarnir hjer hafa haft við að búa, hefir verið algjörlega ófullnægjandi og þeim afskapleg- ur fjötur um fót, svo að þeim hefir mjög verið varnað að taka eðlilegum þroska og framförum. Er vonandi að hin nýja bæj- arstjórn láti það varða sitt fyrsta verk, að koma upp skólahúsinu, svo þessi, að mestu leyti eina menningarstofnun hjer í kaup- túninu, ekki lengur þurfi að vera lömuð af húsnæðisskorti og ill- um aöbúnaði. Unglingaskólinn hefir nú starf að í 7 ár og er nú að byrja hið 8. Hefir hann öll árin kúldrast í þeirri einu stofu, er fáanleg var handa honum í öllu kauptúninu, hinurn litla fundarsal templara. Hefir þar verið mjög þröngt um hann, því fundi hefir þar líka orðið að halda. þrátt fyrir það hafa nú notið kenslu í honum um 120 unglingar þessa kaup- túns og þó nokkrir aðkomnir úr öðrum sveitum. Hefir skólahald- ið gengið eftir öllum vonum og skal til merkis um það þess get- ið, að 25% af nemendum hans óafa tekið próf inn í aðra skóla, ýmist í 1. eða 2. bekk þeirra, Mentaskólann, Gagnfr.skólann á Akureyri, Eiðskólann, Samvinnu- skólann og Verslunarmannaskól- ann og öllum farnast vel, enda hefir skólinn hlotið góðan vitn- isburð kennenda þeirra skóla, er tekið hafa við nemendum hans. Ætti þessi góði árangur að hvetja foreldra og aðstandendur barna og unglinga hjer í kauptúninu til þess að nota skólann vel og dyggilega, með því að láta börn sín stunda þar nám. Er það ólíkt hollara þeim og vænlegra til andlegs og líkamlegs þroska og framfara en göturáp það og iðjuleysis-slæpingur, er tíðkast svo mjög í þessu kaup- túni sem öðrum, yfir vetrartím- ann. í því skyni, að vekja athygli foreldra og umráðamanna ung- linganna á þessu afarmikla nauð- synjamáii þeirra, eru þessar lín- ur skrifaðar. Foreldrar og þjer, sem gangið börnum og unglingum þessa hreppsfjelags í foreldra stað! — Sendið börn yðar, þau er hafa tekið fullnaðarpróf úr barnaskól anum, í unglingaskólann í vetur. Látið hann verða fullskipaðan, svo ekkert einasta sæti sje autt! Sýnið með því, að þjer kunnið að meta fyrirhöfn og förnfýsi skólanefndar, hreppsnefndar og þeirra annara, er borið hafa skól ann yfir og haldið honum uppi gegnum erfiðleika húsnæðisleys- isáranna. Rænið ekki börn yðar dýrmætum fræðslumöguleikum á unglingsárunum. Takið höndum saman við for göngumenn fræðslu- og uppeld ismálanna meðal vor og hjálpið þeim að gera skólana sannkall- aðar menningar- og þjóðþrifa stofnanir þessa hreppsfjelags. Gamalt máltæki segir: „Ágirnd in er rót alls ills“, og má það til sanns vegar færast, en með eigi minni sanni mætti segja: „Fáfræðin er rót alls ills“. Reynum því öll að eyða henni með því aö glæða ljós þekking- ar og sannrar mentunar meða vor. — Það gerum vjer meða annars með því að hlynna sem best og hlúa að skólum vorum Skipulagið. Hreppsnefnd héfir nú borist skipulagsuppdráttur af kaupíúninu hjer, og eins og sjá má af aug- lýsingu annarsstaðar í blaðinu, liggur hann nú frammi almenn- ingi til sýnis. Er hjer neðanmáls innan í blaðinu birt lýsing skipu- lagsnefndar og ættu sem flestir að (esa hana, áður en þeir skoða uppdrátiinn, því þá er hægara að átta sig á horium. Sigd. V. Brekkan. Herkilegt rit. 12 þurfamenn. Örfirisey var þá verslunarstaður og er því eðlilegt að þar hafi veriö fjölmennast. Hagstofan hefir gefið út 4 hefti af manntalinu og er hið 5. væntaVi- legt í ár. Byrjað var á Gullbringu- sýslu og haldið vestur og norður um, og er nú komið vestur í Barða- strandasýslu. Verður því enn all- lengi að bíða eftir Austurlandi. Manntal þetta mun vera einstakt sinni röð og líklega elsta mann- tal í heimi, sem tekur yfir heila » )jóð. Þegar það var tekið, munu Islendingar . hafa verið um 50 þús. að tölu. Tæpri öld síðar(1801) voru Deir ekki nema 47 þúsundir, enda höfðu þá illæri og drepsóttir herjað landið. Hagstofan er nú að gefa út alls- herjarmanntal það, sem tekið var hjer á landi árið 1703. Veröur það að ýmsu leyti eitt merkasta ritvort ^egar það er fullbúið og mun marg an fýsa að heyra hversu bæjum hefir verið skipað og högum háttað sveit hans fyrir rúmum 200 árum Manntal þetta er svo nákvæmt, að þaö tekur hvert einasta bygt ból á öllu Islandi og hvern einasta mann með fullu nafni, aldri og stöðu. — „Hreppstjórnarmenn“ hvers hrepps hafa tekið manntalið og undirskrifa ?að. Hreppsómagar og þurfamenn eru taldir sjerstaklega og síðastir hverjum hreppi og fylgja þeim oft ýmsar athugasemdir. Þessi klausa fylgir manntali Vatnsleysustrandar irepps: „Hjer með fylgir sannferðugt registur með rigtugu tali, föðurnafni og aldri allra og sjerhverrar kar manns og kvenmanns persónu sem þesssri Vatnsleysustrandarsveit bæði niðursettar eru og með ölmusu og matgjöfum viður lífið hjálpað er, eftir frekasta megni þeirra, sem við lögbýlin eru og fyrirsvarinu plikt skyldugir eru að gegna, svo sem kónglegrar Majst. náðar lög þar um hljóðandi bjóða og befala". Þúrfamenn og niðursetningar Vatnsleysustrandarhreppi voru þá 78 að tölu. Eins og að líkindum lætur, hefir hvergi breyst eins mikiö og í Reykja- vík á þessum rúml. 200 árum, sem liðin eru frá manntalinu. Reykjavík var þá og lengi síðan hluti af Sel- tjarnarneshreppi.lbúatalaalls hrepps- ins var þá, eftir manntalinu, 464 menn, „og auk þess 135 til samans talið fátækt fólk“. Er svo að sjá, sem fátæklingarnir hafi ekki verið taldir með fólkinu, heldur verið skoðaðir sem utanveltu í sveitarfje- laginu. Alls voru þá á því svæöi, sem Reykjavíkurkaupstaður nær yfir, rúml. 220 manns. Af þessu fólki var í Örfirisey 32 heimilismenn, en af þessum 32 mönnum voru a. m. k. Þess skal geta sem gert er. Það virðist hafa veriö nokkuð lífseig skoðun, að „bókvitið yrði ekki látið í askana", en sem betur fer er þeim þó altaf að fjölga, sem koinió hafa auga á þá staðreynd, að: „Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk". Árið 1906 var stofnað lestrarfje- lag í Búðaþorpi í Fáskrúðsfirði af ýmsum mætum mönnum, sem mun þó ekki hafa verið þaö fyrsta á staðnum. Þetta fjelag starfaði svo meö talsverðum krafti í 8 ár, til ársins 1914, en þá lagðist það nið- ur einhverra orsaka vegna, og ekk- ert lestrarfjelag eða bókasafn starf- ar í 10 ár. En 1924 er það vakið upp af nýju, en þá var hið gamla bókasafn, er verið hafði allstórt, í hinni mestu vanhirðu, og meira en helmingurinn af öllum bókunum glatað. Síðan hefir fjelagið starfað, en átt þó erfitt uppdráttar, því ekk- ert fje hefir verið fyrir hendi nema tillög örfárra manna, þátttaka vaið svo lítil, af því tillagið varð að vera svo hátt, til að hægt væri að kaupa eitthvaö af bókum. En nú í haust tekur Búðahreppur að sjer safnið til starfrækslu og leggur því, til að byrja meö, 300 kr. Jeg tel þetta vera framfaraspor, því þótt ekki sje stígið mjög langt í fyrstu má þó vænta þess, að grundvöllur sje lagð- ur undir bókasafn, er geti orðið allmyndarlegt í framtíðinni. En á því skal vakin athygli allra íbúa Búðaþorps, að því aðeins verður þetta giftuspor, að almenningur, sem ekki á kost á bókum á annan hátt, noti safnid og sjái ekki eftir afar- litlu ársgjaldi því til styrktar. Hannes J. Magnússorc.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.