Jafnaðarmaðurinn - 10.10.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 10.10.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐukinn ^cs><2xs*2Xc>®®<2xs<2X5x: JAFNAÐARMAÐURINN kemur út tvisvar á mánuði og kostar fjórar krónur á ári. — Útgefandi Verklýðssamband Austurlands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Guðmundsson. Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar Seyðisfirði. Jafnaöarmaðurinn er stærsta blaðið á Austurlandi og allir lesa hann. Þess vegna er best að auglýsa í honum.— Jafnaðarmaðurinn er blað allrar alþýðu. Utanáskrift blaðsins er: „Jafnaðarmaðurinn" Norðfirði. DexseasffloiGXBaxso Kjördagurinn. Eins og kunnugt er, er fyrsti vetrardagur — síðast í október — lögákveðinn kjördagur til ó- hlutbundinna alþingiskosninga — kvördæmakosninganna. Raddir hafa komið fram um að þessi dagur væri óheppilegur, sjerstakiega vegna sveitahreppanna og hefir á þingi verið gerð til- raun til að fá breytt kjördeginum og hann fluttur til sumarsins, en ekki hefir það tekist enn. Mælir ýmislegt með flutningi kjördags, en margt líka á móti. Þeir, sem krafist hafa flutnings kjördagsins, hafa bent á 1. júlí sem heppilegasta daginn, þá sjeu ekki heyannir byrjaðar í sveitun- um og bændur og búalið eigi þá hægast með að sækja kjörfund. Aftur á móti er þetta óheppilegt fyrir verkafólk kaupstaða og kauptúna- í júnímánuði fara flest skip af Suður-, Austur- og Vest- urlandi til síldveiða norður fyrir land og eru þessvegna flestir þeir, er með þeim fara, útilokaðir frá að neyta atkvæðisrjettar síns á kjördegi. Verða þeir, ef þeir vilja kjósa, að kjósa hjá hreppstjóra eða sýslumanni og þykja slíkar kosningar bæði hafa reynst illa og verið ísjárverðar að mörgu leyti. Sennilega væri rjettast að afnema þær með öllu. Sje fyrsti vetrardagur óheppi- legur fyrir bændur og búalið í sveitum. landsins, er íyrsti júlí engu síður óhæfur fyrir verkafólk og sjómenn kaupstaðanna. Mæl- ir öll sanngirni með því, að bændanna vegna verði kjördag- urinn færður til, en þó verði þess gætt, að kjörsókn verka- fólks verði ekki eyðilögð með því. Ekki virðist svo sem neitt ætti að vera því til fyrirstöðu, að hafa kjördagana tvo, ef ekki er óþægilega langt á milli þeirra, og væri annar dagurinn kjördag- ur sveitahreppanna, en hinn kjör- dagur kaupstaða og kauptúna og þeirra hreppa, sem kauptún eru í, þó ekki sjeu þau sjerstak- ur hreppur. Altaf er það svo, að miklu lengur er verið að koma kjörgögnum úr sveitahreppunum en kauptúnunum til sýslumanna eða yfirkjörstjórna. Er þetta eðli- legt, þar sem samgöngur til sveit- anna eru verri en með ströndum fram. En hvenær ættu þá kjördag- arnir að vera, til þess að það varðveitist, að sveitirnar geti kos- ið áður en vetrarveðrin hamla, og kaupstaöir og kauptún geti látið kosningarnar fara fram þeg- ar verkafólk og sjómenn geta sókt þær. Einn mánuðurinn virð- ist öðrum fremur geta samrýmt þetta tvent, og það er septem- bermánuður. í fyrri hluta septembermánað- ar hamla veður aldrei kjörsókn fólks. Hefðu sveitirnar kjördag sinn fyrst í september, ættu allir þar að geta kosið óhindrað. — Fyrir kauptúnin og bæina er það aftur of snemt, að kjósa fyrst í semtember. Fólk er þá ekki kom- ið úr atvinnustöðvunum norðan- lands. Yröi því að kjósa nokkru síðar í kaupstöðunum. Fyrir sept- emberlok eru allir komnir heim, bæði þeir, sem verið hafa í kaupa- vinnu í sveit og eins hinir, sem við sjó hafa fengist. — Síðast í september eða fyrst í október ætti því að kjósa í kaupstöðum og kauptúnum þeim, sem áður eru nefnd. Líður þá um mánuð- ur milli kjördaga og er það hæfi- legur tími fyrir sveitahreppana að hafa komið kjörgögnum sín- um til yfirkjörstjórna. Væri með þessu unnið það tvent, sem nú er mest barist um við flutning kjördagsins, að tryggja kjörsókn allstaðar á landinu sem best verða má. Ákaflega óheppilegt er það, að kjördagurinn skuli ekki annað- hvort vera lögskipaður hvíldar- dagur, eða þá kosningin látin fram fara á sunnudegi. Kosningar í Svíþjóð fara ávalt fram á sunnudögum og þykja þó Svíar ekki standa öðrum að baki hvorki í trúmálum nje menningu. Er svo fyrir mælt þar í landi, að reglulegar kosningar skuli fram fara þriðja sunnudag í sept- embermánuði, nema konungur ákveði annað. Við kosningar þær, sem nú fóru fram í Svíþjóð, voru kjördagarnir aðallega tveir, sunnu- dagarnir 16. og 21. september. Það er margt, sem mælir með því, að kosningar sjeu látnar fara fram á sunnudegi. Er það fyrst, að þá hafa allir tíma til þess að sækja kjörfund, ef þeir á annað borð hafa það nokkurntíma. í öðru lagi eru þá allir vel búnir og fyrirverða sig ekki fyrir að koma á mannamót, en það er algengt, að menn veigri sjer við að fara til kosninga, þegar þeir eiga að hlaupa úr vinnu hvernig sem á stendur fyrir þeim. Sunnu- daginn' á fólkið sjálft og getur því unnið að kosningunum þá, hafi þaö nokkurn áhuga á stjórn- málum, talað um þau sín á milli og haft þannig á ýmsan hátt menningarlegt gagn af deginum. Það virðist því liggja í augum uppi, hverja leið þingið ætti að taka í þessu vandræðamáli, til þess að leysa það svo, að þjóð- inni í heild yrði sem hagkvæm- ast. Kjördagana ætti að ákveða tvo og ætti annar þeirra að vera fyrsti sunnudagur í september, væri þaö kjördagur sveitanna. Hinn ætti að vera annaðhvort síðasti sunnudagur i september eða fyrsti sunnudagur í október, og væri það kjördagur kaupstaða og kauptúna. Upptalning atkvæða gæti þá verið lokið fyrir miðjan október. Það kann einhverjum að virðast svo, sem þetta sje ekki heppilegur tími vegna kosninga- undirbúningsins, fundahalda o. þ. 1. En það er ekki rjett. Fram- bjóðendum er þægilegt að fara um sveitirnar í ágústmánuði og Lýsing á skipulagi Norðfjarðarkauptúns I. Nokkur meginatriði. 1. Bœjarstœðið. Norðfjarðar- kauptún hefir myndast á óvenju- lega erfiðu og óhentugu bæjar- stæði: brattri, nálega undirlend- islausri hlíö, sem grafin er sund- ur af mörgum lækjum og vatns- farvegum, svo víða skiftast á melhryggir og djúpaj lautir eða gil. Er jarðvegurinn hvarvetna svo laus, að hver vatnsspræna getur grafið stórt gil, ef ekki er að gert. Gerir þetta alla götu- gerð eftir endilöngum bæ afar erfiða og víða ómögulega, auk þess sem fiskflutningur er ærið dýr og torveldur upp háar brekk- ur. Við þetta bætist, að allur vesturhluti bæjarins, frá læknum við fiskihás Konráðs Hjálmars- sonar og inn úr, er að sögn kunnugra manna í yfirvofandi hættu af snjóflóðum. Hinsvegar er ærið bæjarstæöi og gott í austurhluta bæjarins og austan hans, sjerstaklega þegar kemur upp á flatlendið ofan brekku.. Nú er öll aðstaða og af: staða Norðfjarðar þannig, að telja má víst, að þar vaxi upp allmikill bær og útgerð, líklega stærsti bærinn á Austurlandi. — Fyrir slíkan bæ er alls ekki pláss á gamla svœðinu, og auk þess óhæfa að byggja bæ, að minsta kosti íbúðarhús, þar sem hætta er mikil af snjóflóðum. Vjer telj- um því sjálfsagt og óumflýjan- legt, aö flytja bceinn smám sam- an austur á viö og upp fyrir brekkur, en Leyfa engar nýbygg- ingar á hœttusvæðinu, svo sem markað er fyrir á skipulagsupp- drætti. Mönnum, sem þar eiga hús og lóðir, verður bærinn á sínum tíma að sjá fyrir jafngóð- um hússtæðum á hentugri stað. Þó teljum vjer sjálfsagt að út- vegshús megi byggja við Strand- götuna alla inn með firði, þar sem nauðsyn krefur vegna hafn- arpláss, og fært þykir vegna snjó- flóðahættu. 2. Bæjarland. Það má ganga að því vísu, að bærinn vaxi mik- ið á næstu áratugum. Hann þarfnast þá mikils lands, bæði til ræktunar og beitar, svo óumflýj- anlegt virðist, að hann eignist eigi aðeins Neslandið, heldur og næstu jarðirnar fyrir fjarðarbotn- inum. Hefir það hvarvetna reynst happadrýgst, að bæir eignist mikið landrými, og jarðrækt getur þá orðið mikill styrkur fyrir iðjusama bæjarbúa, eins og sjá má á Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyjum. — Noröfjörður stendur og vel að vígi, bæði af því að fiskiáburður berst þar mikill á land, og aö landrými er ærið, bæði austan bæjar og vestan. Má það óhæfa heita, að fiskiúrgangi sje fleygt í sjóinn, í stað þess aö nota hann til jarð- ræktar og til guano. Vjer teljum Innilegt þakklæti biö jeg „Jafnaöarmanninn“ aö flytja öllum þeim, er auösýndu mjer hluttekningu viö fráfall og jarðarför minnar ástkæru fóstru, Þórunnar Gunnarsdóttur. Þórir Jónsson, Strönd. bændum þá ekki óþægilegt að mæta á þingmálafundum, því þá er tekið að líða á heyannatímann. Fundahöld í kauptúnum yrðu í septembermánuði, sjerstaklega í síðari hluta mánaðarins, þegar fólk er heim komið úr sumarat- vinnu sinni. Virðist varla hægt að koma þessu heppilegar fyrir en hjer er bent á, ef varðveita á rjett allra landsmanna og taka tillit til alls þess umstangs, sem kosningarn- ar hafa í för með sjer. J, Q- Ljóslækningastofnun Fáskrúðsfjarðar. Eitt af einkennum íhaldsmanna er montiö. Vjer einir vitum, segja mátt- arstólpar íhaldsins. Vjer einir höf- um vit á að stjórna útgerö, sem aidrei ber sig. Vjer einir höfum vit á að „halda í“ kaup verkamanna og sjómanna og borga vinnuna í vör- um. Vjer einir höfum vit á að selja nauðsynjavöru með okurverði. Vjer einir höfum vit á að fara með pen- inga, — hvaö hafa verkamenn og sjómenn að gera með peninga? Vjer einir höfum vit á forgöngu i opin- berum málum, segja íhaldsmenn.— Montið er í sjálfu sjer meinlaust og ekki nema broslegt, en broslegast þó, þegar montaö er af ajíarsköft- unum og því, sem allir sæmilegir menn hafa skömm á. Með því að íhaldsmönnum þykir nú sem alt sje á glötunarvegi með stjórn opinberra mála, ekki nógu mikið íhaldsvit í stjórnmálunum, þá skal þeim til hugarljettis rifjaður upp einn lítill íhaldsþáttur í einu stórmáli Austurlands, heilshælismál- inu. Síðar verður ef til vill vikið að -því sjálfsagt fyrir bæjarbúa, að sleppa engu tækifæri til þess að eignast ríflega landareign, ef þess er kostur fyrir skaplegt verð. 3. Höfnin. Sökum þess, að ekkert er fullráðið með framtíð- arskipulag hafnarinnar, höfum vjer litlar breytingar gert á því skipulagi, sem nú er, og gerum ráð fyrir, að því verði síðar breytt meira eða minna. Eflaust verður tilhögunin á þann hátt, að eyrin veröur varin skemdum, og öldubrjótur gerður fram af henni. í varinu innan eyrarinnar verður meginhöfnin og hafnarbakkinn. Þar höfum vjer markað kví fyrir báta og smærri skip. Að öðru leyti er tiltölulega auövelt að gera hvort sem er bryggju eða samhangandi hafnarbakka, vestur á við. þar er gert ráð fyrir nokk- urri uppfyllingu út í sjó, en upp- fyllingarefnið er auðtekið í mel- hryggjunum. Má ef vill nota leysingavatn að nokkru leyti til að skola því niður í fjöru, þeg- ur standþil væri komið sjómeg- fleiri málum, en þetta mál verður tekið hjer fyrst til athugunar, af því að það snertir alla Austfirðinga, og forganga þess er sæmilega eins- dæmi í veraldarsögunni. Auk þess má geta þess, að söguhetja máls- ins hefir þann sið, að æpa á fund- um að þeim mönnum, sem draga i efa þenna boöskap íhaldsmanna: vjer einir vitum. Á síðustu árum hafa mörg stór- virki verið unnin á sviði heilbrigð- ismála meö þjóðinni, svo sem reist heilsuhæli fyrir berklaveikt fólk á Norðurlandi, landsspítali í smíðum í Reykjavík o. fl. Blöðin hafa oft farið lofsamlegum ummælum um framkvæmdir þessar og þá menn, sem mest og best hafa unnið að framgangi þessara mála, sem verðugt er, því þess skal get- ið sem gert er. Þó hefir blöðunum láðst að segja frá einni stofnun á þessu sviði, sem reist var hjer á Austurlandi fyrir 4 árum síðan, en það er ljóslækningastofnun nokk- urra íhaldsmanna á Fáskrúðsfirði. Hjer verður þá að nokkru bætt fyrir gleymsku íhaldsblaðanna og skýrt frá tildrögum og rekstri stofn- unarinnar, og miskunnarverki því, er hún vinnur. Fyrir nokkrum árum var í ráði að ríkið leigði frakkneska spítal- ann á Fáskrúðsfirði og gerði að heilsuhæli fyrir berklaveikt fólk á Austurlandi. Landlæknir var málinu mjög hlyntur, enda var hann á ferð hjer um Austfirði um það leyti til að vekja áhuga fyrir málinu, sýna fram á nauðsyn þess og undirbúa það. Dvaldi hann um vikutíma á Fáskrúðsfirði og flutti þar fyrirlest- ur um málið. Fjekk hann marga á- heyrendur og benti á meðal annars, hve nauðsynlegt væri að spítalinn eignaðist Ijóslækningatæki og hvatti menn til fjáframlaga í því skyni. Var þessu ve! tekið og mun tals- vert fje hafa komið inn, enda var in. Sennilega mætti láta vatn flytja báða hryggina að mestu leyti ofan í sjó, ef það kynni að koma að notum. Gerlegt væri það og, að byggja olíugeyma yst á tanganum, eða öllu heldur í sjó fram af honum, til varnar eyrinni. 4. Þungamiðja bœjar og skemti- staður. Nálægt miðbiki bæjarins, með því skipulagi, sem uppdrátt- ur sýnir, er afarstórt grasivaxið gil, sem gera má að bæði stór- fenglegum og fögrum skemtistaö fyrir bæjarbúa. Veit það beint mót sól og sumri, oggefurskjól fyrir flestum vindum. Trje og runnar ættu að geta þrifist þar ágætlega. Vjer höfum því gert ráð fyrir, að þetta svæöi yrði miðbik og helsta prýði bæjarins. 5. Útvegssvæðið má heita fast- bundið af náttúrunnar hendi með- fram sjónum, sunnan Strandgötu. Er þar því ekki gert ráð fyrir íbúðarhúsum, nema ef vera skyldi sunnan bæjargilsins, efst á eyr- inni. Aftur kynni að vera hent-

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.