Jafnaðarmaðurinn - 10.10.1928, Page 4

Jafnaðarmaðurinn - 10.10.1928, Page 4
4 JAFNAÐARMAÖURINN Fjármark mitt er: Sneitt aftan hægra, sneitt aftan, hangfjöður aítan vinstra. Sigmar Friðriksson bakari, Seyðisfirði. Stúlka óskar eftir formiðdags- vist í vetur á Seyðisfirði. Uppl. í prentsmiðjunni. Þvottabali, blámálaður, sem til þjettingar vai hjer niður við ána, hefir horfið. Finnandi geri aðvart í prentsmiðjunni. á auglýsingar sem uppi hanga. — Slíkur frámunalegur óþokkaháttur ber bæði vott um heimsku og illt innræti, auk þess sem slíkir þorp- arar ættu að dragast fyrir lög og dóm. Sjeu það fullorðnir menn, sem þetta gera, ætti að hýða þá opin- berlega, börnum og unglingum til viðvörunar. x. Símfrjettir. Rvík 9. okt. FB. Mjólkurbú Flóamanna verður senni- lega komið undir þak í haust. Er byggingin 40x12 metrar. — Mikil síldveiði á Vestfjörðum. — Hnífs- dalsmálið þingfest nýlega. Páll Jóns- son skipaður verjandi Eggerts og Hannesar, en Lárus Jóhannesson Hálfdanar. — Í7tgerðarmenn hafa kosiö þriggja manna nefnd til að semja við Sjómannafjelagið, sem hefir sagt upp samningum frá ára- mptum. — Innflutt frá áramótum til ágústloka fyrir 35.798.628 eða 14 prc. meira en samtímis í fyrra. Út- flutt á sama tíma 38,7 milj. eða8'/2 milj. meir en samtímis í fyrra. Frá Stokkhólmi: Lindmann að- míráll hefir myndaö Hægrimanna- stjórn. — Frá Berlín: Verkfall yfir- stendur við þýskar skipasmíðastöðv- ar, vegna launadeilu. 50 þús. þátt- takendur. — Frá Birmingham: Ars- fundur verklýðsfjelaga nýlega hald- inn. Fundarforsetinn áleit þýöingar- laust að reyna að koma á samvinnu við „liberala", þar eð socialismi er markmið verklýðsflokksins, en allir aðrir flokkar andstæðir honum. Fund- urinn samþ. með miklum atkv.mun, að útiloka Kommunista úr flokkn- um. — MacDonald sagði i ræðu, að ef þeir ynnu kosninguna í ár, muni þeir koma á þjóðnýtingu kolanáma, flutningstækja, aflstöðva, jarðeigna og lifsábyrgðarfjelaga og afnema verkfallslög, lækka hernaðarútgerð og koma á stjórnmálasambandi við Rússa. — Síðustu þátttakendur í hjálparleiðangri vegna Nobileslyssins eða senda efnilegan mann þang- að, til þess að kynna sjer skóg- og blómarækt, sem þar hefir tek- ist best hjer á landi. — Á stalli nokkrum efst á eystra gilbarmi höfum vjer gert ráð fyrir sjúkra- húsi bæjarins, og yrði þá hvamm- ur í gilinu vestan hússins og of- an til afnota fyrir sjúklinga, en greina má hann algerlega frá að- algilinu með litlu skógarbelti á rananum sunnan hvammsins. — Sjúkrahúsið er útaf fyrir sig á þessum stað og blasir þó við af strandgötunni. Þyrfti að vara all- veglegt hús og snoturt. Sjúkra- hvamminn þyrfti að laga og breyta lækjarfarvegnum í honum, græða melinn upp o. fl. Ef vel væri frá öllu þessu gengið, myndi giliö verða einn hinn fegursti og notabesti bæjarvöllur, sem til væri hjer á landi. III. Nokkrar bendingar. 1. Athugun uppdráttar. Heppi- legast mun það vera, að bæjar- stjórn kjósi nefnd til þess aö at- Unglingaskólinn á Nesi í Norðfiröi byrjar 1. nóvember og stendur til 1. apríl. — Starfar í tveim deildum eins og að undanförnu. Námsgreinar: íslenska, saga, náttúrufræði, landafræði, reikning- ur, teikning, söngur, leikfimi, danska og enska. Skólagjald kr. 30,00 yfir allan tímann. Umsóknir sendist undirrituðum formanni skólanefndar, eða skólastjóra Valdimar V. Snævarr fyrir 15. október. Fullnaðarprófs- vottorð frá barnaskóla sýnist við skólasetningu. Skólinn hefir nú töluvert bætt húsnæði og getur því tekið á móti nokkrum nemendum utansveitar, ef óskað yrði eftir. Norðfirði, 28. sept. 1928. Sigd. V. Brekkan form. skólanefndar. UngEingaskólinn á Oppavogi verður settur 1. nóv, Námstími er til 1. apríl. / Námsgreinar: íslenska, saga, stæröfræði, landafræði, oáttúru- fræði, danska og enska. Kenslugjald er 20 krónur á mánuði. — Skólirm verður því að- eins haldinn, að nægileg þátt-taka fáist. Umsóknir sendist öðrum hvorum undirritaðra í síðasta lagi fyrir 15. okt. næstkomandi. Jakob Jónsson. Jón Finnssen. Frá Landssímanum. Stúlka verður tekin til náms við talsímaafgreiðslu á stöðinni hjer. Námstími 6 mánuðir, námsstyrkur 75 kr. á mánuöi. Laun samkvæmt launalögunum að námstíma loknum. Eiginhandar umsóknir, stílaðar til landssímastjórans í Reykjavík, ásamt kunnáttu- og heilbrigðisvottorðum, af- hendist hjer á stöðina fyrir 15. þ. m. Eyðublöð undir heilbrigðisvottorð fást á stöðinni. Seyðisfirði, 9. október 1928. Stððvarstjórinn. farnir heim. Loftsskipsflokkurinn er talinn af. ‘— Aðeins 9 ríki, þar á meðal ísland, eiga eftir að undir- skrifa ófriðarbannssamninginn. — Kollegg hefir ákveðið að fara frá vegna heilsubrests, telur og takmarki sínu náð með ófriðarbannssamn- ingnum. — Schiedmayer & Soehne Stuttgart — Píeckarstrasse 16 (Stoínsett 1809) er ein af elstu og frægustu Harmoni- um-, Piano- og Fliigel-verksmiðj- um Þýskalands og hefir mörgum sinn- um hlotið hæstu i^*| verðlaun á heims- I sýningum, t. d. í París, Lundúnum, Berlín, Vín, Stutt- gart, Múnchen, Amsterdam, Sydney, Queensland og víðar. — Verið vandlát, þegar þjer fáið yður hijóðfæri og kaupið þau aðeins frá þektum verksmiðjum. — Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála getið þjer feng- ið hjá Arnfinni Jónssyni,Eskifirði Skipulagsuppdráttsi yfir framtíðarskipulag Neskauptúns liggur frammi al- menningi til sýnis á skrifstofu hreppsins frá 15. október til 15. nóvember þ. á. Öllum þeim, sem eiga hús, lóðir eða mannvirki, er uppdrátturinn gerir ráð fyrir að breytt verði eða hverfi úr sögunni, er skylt að hafa sent aðfinslur þar að Iútandi áður sýningarfrestur er liðinn. — Eftir þann tíma verður aðfinslum ekki sint. Lýsing á skipulaginu er einnig til sýnis á skrifstofu hreppsins. Norðfirði, 1. október 1928. Oddviti Neshrepps. huga uppdráttinn vandlega og gera tillögur um breytingar, sem nauðsynlegar þættu. Varðar þá ekki minstu, að vandlega sje tek- ið tillit þl atvinnuvega og útvegs. Nauðsynlegt er að ganga eftir hverri götu, sem sýnd er á upp- drætti, til þess að sjá, hvort oss hefir sjest yfir eitthvað. 2. Mœling gatna. Þegar skipu- lagsuppdráttur er fullgerður og staðfestur, þarf að setja glöggj varanleg merki fyrir öllum göt- um, svo hvergi verði vilst á breidd þeirra, stað eða stefnu. Til þessa þarf athugulan mann, vandvirkan og vanan mælingum. 3. Vjer höfum vanist því, að hver maður byggi sitt hús fyrir sig og oftast smávaxin. Þetta er dýrt, kalt og óhentugt fyrir fá- tæka. Vjer höfum því yfirleitt gert ráð fyrir sambygdum húsa- hópum með 3—5 húsum í hóp. Þarf þá að gera uppdrátt af hverjum húsahóp fyrir sig og sjá um að yfirleitt sje svipað snið á öllum húsahóp við söma götu eða götupart (milli þvergatna), svo hvað æpi ekki til annars.— Eigi að síður getur hver íbúð haft sínar útidyr og alt sitt fyrir sig. Húsin verða myndarlegri á þenn- an hátt (hver hópur lítur út sem eitt hús) ódýrari og hlýrri. Auk þess hagnýtast lóðir niiklu betur. Stærð hópanna verður að fara eftir atvikum og áliti bygginga- nefndar eða bæjarstjórnar, og verður ekki að þessu leyti farið bókstaflega eftir updrættinum, þó hann sje mikil leiðbeining. Æski- legast er að geta notið aðstoðar einhvers færs húsameistara (arki- tekts) um gerð og svip húsa við helstu götur. 4. Uppdrátturinn gerir ráð fyr- ir því, að alls engin hús sjeu bygð í húsagörðunum, engin bakhús, hvorki stór nje smá. — þetta er nauðsynlegt, en hefir verið sorglega vanrækt hjer . á landi. 5. Til þess að byggingin dreif- ist ekki út um alt og geri alla götugerð og holræsi ókleyfa, er óhjákvæmilegt að stýra vexti bœjarins meó Jastri hendi. Hent- ast er þá, að leggja ákveðnar götur, helst meö vatnsveitu, hol- ræsum o. s. frv. og leyfa ekki að byggja annarsstaðar en þar, til þess gatan er fullbygð. Á Nqrðfirði kæmi þá fyrst til tals Ekran og preststúnið. 6. Æskilegt er, að bæjarstjórn athugi sem best hvar hentugast sje að taka byggingaefni, möl og sand, geri auk þess almenningi sem allra hægast að byggja hús sín og gera þau sem hyggilegast úr garði. Til þessa má' telja, að útvega fyrirmyndar uppdrœtti af húsahópum og íbúðum, góð tæki til flutnings á byggingaeíni, þvotta- vjelar fyrir möl og sand, efþessi efni fást ekki nægilega hrein o. s. frv. þá varðar og ekki litlu, að getagefið leiðbeiningar um veggja- gerð og hversu hentast sje að gera útveggi hlýja. Þá rná og margt gera til þess, að fátœkir menn geti unnið sem mest sjálf- ir að byggingum sínum og not- að atvinnulausa tíma til þess, hvort sem er einn maður fyrir sig eöa fleiri í fjelagi. þetta er eini- vegurinn fyrir fátæka til þess að fá ódýr hús. Erlendis sjá bæ- irnir slíkum mönnum fyrir tilsögn við vinnuna og mætti það koma hjer að haldi. 7. Afarmikilsvert atriði er, að lóðaverð fyrir íbúðarhús vaxi ekki óþarflega, og að girt sje fyrir alt lóðabrask. Aö nokkru má hafa þetta í sinni hendi með því að leigja lóðir en selja ekki, að nokkru með verðhækkunar- skatti af seldum lóðum, ef hent- ug löggjöf fengist um það. Reykjavík, 21. ág. 1928. Geir G. Zöega. Guðm. Hannesson. Guðjón Samúelsson. Unglingaskóli starfar á Djúpavogi í vetur, eins og um getur í auglýsingu hjer í blaðinu. Veita honum forustu prest- arnir Jón Finnsson og Jakob Jóns- son. Er þá kunnugt um 3 unglinga- skóla, er starfa í vetur hjer austan- anlands, auk Eiðaskóla. Er það vel farið, að unglingamentun hjer eystra sje aukin sem mest og skólum fjölg- að og gerðir sem bestir.

x

Jafnaðarmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.