Jafnaðarmaðurinn - 14.11.1928, Blaðsíða 1

Jafnaðarmaðurinn - 14.11.1928, Blaðsíða 1
I JAFNABARMAflURIN ÚTGEFANpit VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS 14. tölublað Ráhhúsift Skelsker. Á suðvestanverðu Sjálandi, all- löngu fyrirsunnan Korser (Kross- eyri), sem er aðal-ferjubærinn yf- ir Stórabelti, skerst dálítill fjörð- ur inn í landið. Þegar kemur nokkuð inn fyrir miðjan fjörðinn ganga tvær eyrar út í hann, hvor gengt annari, og loka honum ná- lega, en fyrir innan eyrarnar breikkar fjörðurinn aftur og lík- ist þar kyrru og breiðu vatni, sem í daglegu tali er nefnt *Lónið“. Á eyrum þessum hefir fyrir langa löngu bygst bær, er í önd- verðu, meðan norræn tunga var töluð í Danmörku, hjet Skel- fiskseyri (eða eyrar), en heitir nú Skelsker, sem er hið forna nafn stytt og mótað af breyting- um danskrar tungu á umliðnum öldum. Skelskor er einn af minnstu bæjunum í Danmörku, er hafa sjerstök bæjarrjettindi. íbúarnir eru tæp 3 þúsund. Mjer var því forvitni á að heimsækja þann bæ öðrum fremur, þar sem hann líktist að 'ýmsu íslenzku kaup- stöðunum, og ekki dró það úr löngun minni, aö alnient var mjer skýrt svo frá, að Skelskor væri búinn aö koma bæjarmálefnum sínum betur fyrir en flestir aörir danskir smábæir. Jeg kom um kvöld kl. lOmeð lestinni frá Kaupmannahöfn um Slagelse. Ritstjórinn að „Skelskor Social-Demokrat“, hr. Ar. Wester- gaard, tók á móti mjer á braut- arstöðinni og var jeg hjá þeim hjónum þá daga, er jeg dvaldi í bænum. Hr. Westergaard var til skams tíma bæjarstjóri (Borgmester) í Skelskor og erenn í bæjarstjórn og formaður í mörgurn þeim nefndum innan bæjarstjórnar, er eg helst vildi kynnast hvernig störfuðu. Það eru stórkostleg viðbrigöi yrir íslending, sem vanur er ó- þrifnaðinum og skipulagsleysinu í austfirsku sjávarþorpi, að koma í svo þriflegan bæ, sem Skelskor er. Um áratugi hefir verið unnið að því að prýða bæinn á alla lund og gera hann sem skipuleg- astan. Þetta hefir kostað fje — mikið fje — en það hefir þó margborgað sig. Fólkið er glað- ara, ánægðara og víðsýnna þar sem unnið er að Jdví að fegra umhverfið. Þar lærir það að unna sínum heima-högum, lærir að tala um það, sem fallegt er og hugsa fagrar og góðar hugs- anir. Ljótleikinn og óþrifnaðurinn verka gagnstætt; þar sem þeir sitja að völdum eru hugsanir fólksins lágar og lítilsigldar, eng- um til góðs, hvorki þeim, sem hugsa þær, nje þeim eða því, sem þær eru hugsaðar til. Al- ment mun það álitið, að ekki sje hægt að hafa neinsstaðar verulegt skipulag og bæjarsnið nema þar, sem margt fólk er samankomið — stórbær er. — Skipulag og þrifnaður kosti of mikið til þess, að sinábæirnir geti veitt sjer það. En svo er ekki, a. m. k. hefir þess ekki þurft í Skelskor. Bærinn hefir altaf verið lítill, aldrei vaxið ört. En hann hefir tekið hvert við- fangsefnið af öðru og leyst það, og nú eru flest viðfangsefni leyst þar, sem núverandi þjóöskipulag |jar í landi leyfir bæjunum að hafa með höndum. Og þau eru öll leyst á þann veg, að bænum er til hagsbóta og sóma. Hr. Westergaard byrjar á því, að sýna mjer skólana, „af því þjer eruö fyrst og fremst kennari“, segir hann. Skólahúsin eru þrjú. Qamli Norðfiröi, 14. nóvember 1928 3. árgangur Barna- og unglingaskólinn. „borgaraskólinn“, nýttbarna og unglingaskólahús, mikið og veglegt, og leikfimishús. Húsin loka stórum skóla- garði á þrjá vegu, en á einn veg skýlir garðinum skóg- argerði. í skólagarðinum, sem er afarstór, leika börn- in sjer í frímínútunum, og er gólfið þar malbikað og sest því hvorki fyrir á því vatn nje annað, er óþrifum getur valdið. Skólahúsin eru rúnigóð og vel við haldið. Framhaldsskóla — gagn- fræðaskóla — heldur bær- inn uppi fyrir þá nemendur, er óska framhaldsnáms. — Alt er fágað og prýtt. Allstaðar er kost- að kapps um að börnin hafi fyr- ir augum sínum fegurð og prýði. — Mjer varð það ósjálfrátt á, að áta hugann hvarla heim til Nes- skóla í Norðfirði — og foræðis- ns þar umhverfis skólahúsirt, og minnast þess, sem enn er ógert í skólamálunum þar. Allir danskir bæir eiga „ráð- hús“,‘ þ. e. hús til fundahalda fyrir bæjarstjórn, skrifstofur bæj- aiins og þegar best lætur sam- komusal fyrir almenna borgara- fundi. í íslenskum sveitastjórnarlög- um er gert ráð fyrir að hrepp- arnir eigi „þinghús“ til þessara hluta, en óvíða munu þau til.— Ráðhúsið í Skelskor er vegleg bygging, er stendur við stórt torg skreytt blómum og runnum. Er þar öll stjórn bæjarins saman komin; dómstjórn og lögreglu- stöð og bæjarstjórnarfundir haldn- ir. Fangelsi er í hliðarbyggingu, áfastri viö ráðhúsið. Einnig þar hefir verið kostað kapps um að láta fegurð og festu í stíl njóta sín sem best. Enginn íslenskur bær á enn neitt „ráðhús'*. Ekki einusinni Reykjavík hefir komist svo langt enn, að reisa sjer slíka byggingú, og þó mætti bæði þar og ann- arsstaðar margt óþarfara aöhaf- ast. Á allstórri lóð, skamt frá skóla- húsunum, hefir bærinn reist 4 hús, sem, eins og skólahúsin, mynda heitsteyptan húsagarð. — Þessi hús eru öll aöeins ein hæð, með háu risi. Umhverfis þau er há limgirðing og trje ræktuð í garðinum innan girðingarinnar. Þó hús þessi sjeu ekki há í loft- inu vekja þau strax athygli aö- komumannsins.— Hvar eru þessi hús? Það eru sjúkrahúsið, elliheim- ilið, farsóttarhúsið og fátækra- heimilið. Sjúkrahúsiö er stærst. Það er fyrir 33 sjúklinga, vel úr garði gert og hreinlegt, bæði innan og utan. Læknar eru 3 í bænum og hafa allir sjúklinga á húsinu. Elliheimilið er áfast sjúkrahús- inu. Er þar rúm fyrir 20 gamal- menni og oftast er það fullskip- að. Geta þau gamalmenni, er elli- styrks njóta, fengið að búa þar °g 'eggja með sjer ellistyrkinn. FdtœkraheimiliO stendur skamt frá elliheimilinu. Það er minst húsanna, en að öllu eins vel um gengið. Er þar rúm fyrir 10 eöa 12 þurfamenn — einhleypa — konur og karla, sem óhæf eru af einhverjum orsökum í heima- húsum, eða eru algerlega vega- laus. Er þar mjög tnismunandi fjölment. Farsóttahúsið er allstór bygg- ing, en virðist ekki vönduð sem hinar. Stendur hún nokkuð fjær og er lítið notuð, nema þegar farsóttir koma upp, þá eru sjúk- lingarnir einangraðir þar. Matreiðsla öll handa sjúkra- húsinu, elliheimilinu og fátækra- heimilinu fer fram í eldhúsi sjúkrahússins, sem er stórt og rúmgott, og er maturinn síðan borinn þaðan í hin húsin. Þykir þetta hafa vel gefist og mikill sparnaður frá því sem var, meö- an hvert hús hafði sitt sjerstaka eldhús og matreiðslu. Bærinn rekur bæði þessi heim- ili og sjúkrahúsið fyrir sinn reikn- ing og virðist því vart veröa betur fyrir komið en það er. Eitt af því, sem óprýðir ís- lenska bæi og kauptún mest er göturnar. Hjer eru göturnar op- in moldarflög víðast hvar, og þegar best lætur, sandur borinn í flagið. Engar gangstjettir nje göturennur, og þegar dropi kem- ur úr lofti, rennur alt út í for. Þ.essu er annan veg farið í dönskum smábæjum. Altar götur í Skelskor eru ýmist malbikaðar, steyptar eða steinlagðar. Þegar jeg kom þar, var nýlokið alllangri götu og hafði hún kostað 100 þús. kr. Lán hafði verið tekið til götugerðarinnar og var það til 25 ára. Qata þessi á að endast í 20 ár án nokkurs viðhalds- kostnaðar. Eftir það þarf ein- hverjar umbætur, en þær kosta tiltölulega lítið, þegar bærinn á öll áhöld til götugerðar. Enginn kaupstaður íslenskur, nema Reykjavík, hefir farið þessa leið í götugerð sinni. Veldur þvi sjálfsagt hvortveggja, fáfræöi t þessu efni og fjeleysi bæjanna. — Bankarnir viija heldur lána í,

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.